Í austurvegi Eins og kemur annars staðar fram á síðunni meira en tvöfaldaðist hagnaður MP Fjárfestingarbanka á milli áranna 2005 og 2006. Bankinn hefur byggt upp víðtæka starfsemi í Eystrasaltsríkjunum og opnaði útibú í Vilnius, höfuðborg Litháens, í upphafi ársins. Viðskipti innlent 17. mars 2007 05:00
Hlutafé Exista fært í evrur Þeim fyrirtækjum fjölgar nú hratt sem tilkynna að þau hyggist skrá hlutafé sitt í evrum í stað íslenskra króna. Actavis reið á vaðið með að bera þá ósk undir hluthafa sína í febrúar. Síðan hafa Marel og Straumur-Burðarás bæst í hópinn og víst að ekki sér fyrir endann á þeirri þróun. Viðskipti innlent 16. mars 2007 00:01
Tékkheftið á grafarbakkanum Plastið hefur vinninginn víða, í það minnsta gildir það þegar kemur að vali fólks á greiðslumiðli. Í nýjasta tölublaði fjármálarits Sunday Telegraph er fjallað um andlát ávísanaheftisins og talað um að útförin kunni að vera í nánd. Viðskipti innlent 14. mars 2007 06:00
Sumarfrí blaðamanna Fyrir þá sem hafa áhuga á að hitta og spalla við danska blaðamenn er sumarið fínt tækifæri. Dönsku fríblöðin ráðgera að leggja niður útgáfu í tvær til fimm vikur í sumar. Viðskipti innlent 14. mars 2007 04:00
Arður í sekkjum Ég þarf að fara að gæta mín þegar ég sest niður og set fram kenningar. Þannig varð spekúlasjón mín um Kaupþing og Glitni til þess að Mogginn lagði undir mig forsíðuna. Geri aðrir betur. Þegar fréttin birtist var ég reyndar farinn að hafa talsverðar efasemdir um eigin kenningu. Þetta er samt fín kenning og engin ástæða til að kasta henni alveg frá sér. Viðskipti innlent 14. mars 2007 03:15
Peningaskápurinn ... Viðræður standa enn milli stjórna VBS fjárfestingarbanka og fjárfestingafélagsins FSP en þær hófust um miðjan febrúar. Jón Þórisson, framkvæmdastjóri VBS, býst við að niðurstöður liggi fyrir öðru hvorum megin við helgina og er frekar bjartsýnn þótt ekkert liggi enn fyrir í þeim efnum. FSP, sem er í eigu flestra sparisjóðanna og Icebank, á um 36 prósent hlutafjár í VBS. Hagnaður VBS nam 192 milljónum króna í fyrra en ætla má að hagnaður FSP hafi verið um 550 milljónir króna. Viðskipti innlent 9. mars 2007 06:00
Litbrigði arðsins Breska blaðið Sunday Times hefur um langt skeið efnt til virtrar keppni í vatnslitamálun. Slíkum keppnum hefur farið fækkandi og vígi hinnar hárnákvæmu og hófstilltu listar vatnslitamálunar falla hvert af öðru. Það eru fleiri vígi sem falla, því kepppnin heitir ekki lengur The Sunday Times Watercolour Competition, heldur The Kaupthing Singer and Friedlander/Sunday Times Watercolour Competition. Viðskipti innlent 7. mars 2007 09:36
Byggjum réttlátt samfélag Hrun á alþjóðlegum fjármálamörkuðum undanfarnar vikur kemur Aurasálinni ekki á óvart. Um árabil hefur hún haft áhyggjur af gegndarlausum hækkunum verðbréfapappír um víða veröld. Sérstaklega hefur Aurasálin áhyggjur af þeim búsifjum sem ofsagróðinn veldur almennum borgurum. Viðskipti innlent 7. mars 2007 09:36
BYRjunar-örðugleikar Eitthvað virðist nafnbreyting sameinaðra sparisjóða Hafnfirðinga og vélstjóra hafa farið fram hjá sumum viðskiptavinum. Á laugardaginn var nýtt nafn, Byr - sparisjóður, og merki kynnt. Á mánudegi heyrðist hins vegar af viðskiptavini sem kom inn í sinn gamla sparisjóð og stoppaði hissa við. „E... er þetta ekki ennþá banki?“ spurði sá og fékk frekar þreytulegt tilsvar um að víst væri það svo. Viðskipti innlent 7. mars 2007 09:36
Kínverskar púðurkerlingar Kunningi minn hringdi í mig í vikunni alveg að fara á límingunum. „Er þetta allt að hrynja?“ spurði hann æstur. Ég geispaði letilega í símann og spurði hvað væri eiginlega í gangi. Það kom náttúrulega í ljós að vinurinn sem er snarmanískur andskoti, hleypur maraþon og þarf alltaf að vera að gera eitthvað, hafði náttúrulega rifið sig upp fyrir allar aldir og séð ástandið á kínverska markaðnum. Viðskipti innlent 7. mars 2007 09:36
Háskólapróf í nísku Á Deiglunni.com er oft að finna skemmtilegar greinar. Þar er samankominn hópur frjálslyndra og velmenntaðra ungmenna sem tekst oft á tíðum að bregða frjóu sjónarhorni á hin ýmsu málefni líðandi stundar í bland við hin sem glíma þarf við á skala eilífðarinnar. Á Deiglunni er að finna núna grein eftir Magnús Þór Torfason, doktorsnema við Columbia Business School. Viðskipti innlent 7. mars 2007 09:20
Peningaskápurinn ... Síminn og Hans Petersen hafa skrifað undir samning um stafræna framköllun í kjölfar þess að Síminn markaðssetti þjónustuna Safnið í fyrra. Safnið er örugg geymsla fyrir ýmis rafræn gögn, en ljósmyndirnar þar er hægt að skoða bæði í tölvu og á sjónvarpsskjá auk fleiri möguleika. Viðskipti innlent 2. mars 2007 06:00
Peningaskápurinn ... Það eru fleiri sjóðir en íslensku lífeyrissjóðirnir sem vaxa hratt. Norski ríkislífeyrissjóðurinn, sem áður kallaðist norski olíusjóðurinn, skilaði 7,9 prósenta ávöxtun í fyrra samanborið við 11,1 prósents hækkun árið 2005. Viðskipti innlent 1. mars 2007 00:01
Dagur hinna bölsýnu Heimurinn skiptist í stórum dráttum í bölsýna og bjartsýna. Hinir bjartsýnu sigra venjulega þegar til lengri tíma er litið, enda lífsafstaðan til þess fallin að koma fremur auga á tækifæri en sú afstaða að allt sé á leið til andskotans. Viðskipti innlent 28. febrúar 2007 00:01
Mogginn til bjargar bönkum Það gladdi Aurasálina þegar fréttist að útlensk hagspekifyrirtæki hefðu komist að þeirri niðurstöðu að engin ástæða væri að óttast um íslensku bankana því ríkissjóður stæði svo sterkur á bak við þá. Þessi tíðindi hafa vakið mikla athygli um gjörvallan heim þannig að íslensku bankarnir hafa endurheimt sinn fyrri sess á kostnað matsfyrirtækisins Moody"s. Viðskipti innlent 28. febrúar 2007 00:01
Hf. ehf. HF Eimskipafélagið hefur sameinast dótturfélagi sínu Eimskipafélaginu ehf. Þar með er lokið mikilli hringferð með nafnið á Eimskipafélaginu gamla sem eitt sinn var flaggskip Kauphallar Íslands, þá stærsta félagið í höllinni. Viðskipti innlent 28. febrúar 2007 00:01
Flóir úr sekkjum Svarfdæla Það er víða sem ofgnóttin knýr dyra í íslensku samfélagi. Sparisjóðirnir hafa ekki farið varhluta af góðu gengi á hlutabréfamarkaði. Þannig hafa sparisjóðir sem áttu hlut í Exista skilað gríðarlega góðri afkomu. Viðskipti innlent 28. febrúar 2007 00:01
Þríréttuð vika og vín með Þetta var nú fína vikan, þrátt fyrir smá alþjóðaskjálfta í gær. Ekkert sem vanur maður kippir sér mikið upp við, enda búinn að búast við leiðréttingu í smá tíma. Nú fer maður aftur að mjatla sér inn í Kína eftir fallið. Maður var orðinn hikandi þar. Augljóst að einhverjir færu að taka aurana heim. Viðskipti innlent 28. febrúar 2007 00:01
Peningaskápurinn … Það geta margir skemmt sér við lestur ársskýrslna félaga í Kauphöllinni þessa dagana, en þær koma nú út hver á fætur annarri. Ýmislegt forvitnilegt er þar að finna, meðal annars launakjör stjórnenda. Í skýrslu FL Group má sjá að forstjórinn var með 51 milljón króna í árslaun. Það sætir varla tíðindum í samhengi íslenskra stórfyrirtækja. Viðskipti innlent 23. febrúar 2007 00:01
Peningaskápurinn... Ríkisstjórn hægrimanna í Svíðþjóð hyggst selja hluti ríkisins í fyrirtækjum á næstunni. Meðal þess sem er til sölu er fasteignalánabankinn SBAB sem virðist vekja áhuga margra. Þanning hefur Danske Bank undir forystu Peter Straarup sýnt áhuga á að kaupa bankann. Viðskipti innlent 22. febrúar 2007 00:01
Gott að vera stór Stundum er gott að vera stór. Samt ekki of stór. Ég naut þess í síðustu viku að vera einn af þeim kúnnum greiningardeildar Landsbankans sem fékk senda nýja greiningu á Eimskipafélaginu. Greiningin hljóðaði upp á mun hærra gengi en markaðsgengið. Viðskipti innlent 21. febrúar 2007 06:00
Bankar með brúðarslör Umræðan um sameiningu banka á Norðurlöndum er ekki bara á fleygiferð á Íslandi, en margir sjá tækifæri liggja í kaupum Exista á hlut í Sampo. Ekonomienyheterna í Svíaríki fjalla um bankamarkaðinn undir fyrirsögninni „Allir undirbúa brúðkaup.“ Þar er fjallað um mögulegan samruna Nordea og SEB. Viðskipti innlent 21. febrúar 2007 05:00
Verða að vera í sambandi Þegar upp var staðið í fyrirlestri Finns Mortensen var fátt eftir af gagnrýni hans á íslenska útrás í Danaveldi, annað en það að hann taldi að íslensku fyrirtækin þyrftu að vera duglegri við að svara dönskum blaðamönnum. Hann benti á að Peter Straarup, bankastjóri Danske Bank, væri skjótur til svars þegar eftir því væri leitað. Viðskipti innlent 21. febrúar 2007 04:00
Draumóralandið Ísland á um þessar mundir í mikilli kreppu. Hún endurspeglast í því brenglaða gildis- og verðmætamati sem unga fólkið okkar hefur tileinkað sér, ekki hvað síst hinir villuráfandi sauðir sem gert hafa bókina Draumalandið að eins konar testamenti nýrra trúarbragða. Viðskipti innlent 21. febrúar 2007 03:45
Afsökun á Fiskare Finn Mortensen, viðskiptaritstjóri Berlingske Tidende, var gestur Félags íslenskra stórkaupmanna á aðalfundi félagsins. Ef einhver bjóst við stórkarlalegum fjandsamlegum yfirlýsingum frá Mortensen þá varð sá hinn sami fyrir vonbrigðum. Viðskipti innlent 21. febrúar 2007 03:00
Sérsveit Geirs Þeim hefur fjölgað ráðherrunum sem vilja stofna sérsveitir. Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra var lengi legið á hálsi fyrir að vilja stofna sérsveit. Viðskipti innlent 14. febrúar 2007 00:01
Wahlroos blómstrar Forstjóri Sampo, Björn Wahlroos, er á góðri leið með að verða mikilvægasti Íslandsvinurinn eftir kaup Exista í finnska fjármálafyrirtækinu. Wahlroos nýtur mikillar virðingar og er talinn áhrifamesti maður í finnsku viðskiptalífi. Viðskipti innlent 14. febrúar 2007 00:01
Spákaupmaðurinn... Exista í nýja deild Ég er búinn að vera á algjöru flugi síðustu daga eftir að Exista keypti hlutinn í Sampo. Þetta minnir mig mest á þegar maður var búinn að átta sig á að Bjöggarnir ætluðu að taka kolkrabbann. Það byrjaði ósköp rólega. Þórður í Straumi fór að kaupa í Eimskip og svo Albert sem þá var hjá LSR. Þessir strákar voru búnir að lesa í stöðuna og vissu hvað klukkan sló. Viðskipti innlent 14. febrúar 2007 00:01
Forhertir þorskhausar Leiðarahöfundur Moggans hefur oft amast við stórfyrirtækjunum og fundist þau vaða yfir allt og alla. Hann hefur nú fundið svar við slíku, en í leiðara blaðsins mátti lesa mikla lofgjörð um herðingu þorskhausa. Nú skal ekki gert lítið úr virðisauka af hugviti í þeirri grein, en ýmsir freistast til að lesa slíka lofgjörð í samhengi við önnur skrif blaðsins. Viðskipti innlent 14. febrúar 2007 00:01
Hvað vill Sampo? Björn Wahlroos, forstjóri Sampo Group, hefur sagt að Sampo muni gera sig gildandi við þá samþjöppun sem spáð er að verði á norrænum fjármálamarkaði eins og annars staðar í Evrópu. Exista er nú orðinn stærsti hluthafinn í Sampo eins og kemur fram annars staðar á síðunni. Viðskipti innlent 9. febrúar 2007 09:48