Hver vill ekki eiga eitt kósíkvöld í desember? „Ég myndi segja að þetta sé akkúrat lagið sem kemur þér í jólaskap og jafnvel út á dansgólfið,” segir Gunnar Ingi Guðmundsson lagahöfundur. Lagið Kósíkvöld í des kom nýverið á streymisveitur en þau Rakel Pálsdóttir og Kjalar Martini Kollmar sjá um flutninginn. Lífið 24. nóvember 2023 10:18
Vöruúrval sem virkar á vesenispésa Sumir eiga allt, aðrir vilja ekki hvað sem og enn öðrum er nánast ekki hægt að gera til hæfis. Það getur verið snúið að finna réttu jólagjafirnar fyrir alla, eða hvað? Stærsta vefverslun Norðurlandanna kemur til bjargar. Lífið samstarf 24. nóvember 2023 09:45
Jólakvíði og stress: Mörgum líður mjög illa en segja ekkert endilega frá því Nú þegar líður að jólunum eykst jólastressið hjá mörgum. Margt sem ætlunin er að gera og hjá mörgum er þetta líka álagstími í vinnunni. Hjá sumum geta vikurnar fyrir jólin þó einkennst af meiru en jólastressi, því sumt fólk upplifir þennan árstíma sem vanlíðunartíma í kvíða. Áskorun 24. nóvember 2023 07:00
Lúxus heitt súkkulaði með kanilkeim og súkkulaðirjóma Elenora Rós Georgesdottir bakari deildi girnilegri uppskrift af heitu súkkulaði fyrir jólin. Uppskriftin er sannköllluð lúxus útgáfa þar sem hún inniheldur kanill, bismark, möndlur, og salt karamella. Jól í bolla! Lífið 22. nóvember 2023 20:00
Höfundar lesa í beinni: Bókakonfekt Forlagsins Í kvöld klukkan átta fer fram Bókakonfekt Forlagsins í Hannesarholti, Grundarstígi 10. Þar troða höfundar Forlagsins upp og kynna bækur sínar fyrir gestum, spjalla um þær og lesa upp úr þeim. Upplestrarkvöldin eru fyrir löngu orðin fastur liður í vetrardagskrá bókaáhugafólks og þar myndast notalegt og hátíðlegt andrúmsloft. Lífið samstarf 22. nóvember 2023 16:20
Kalkúnn sem er ekki hægt að klúðra Þakkargjörðarhátíð er á morgun fimmtudag. Þessi skemmtilega ameríska hefð hefur náð fótfestu á Íslandi og sífellt fleiri íslenskar fjölskyldur og vinahópar elda kalkún í kringum hátíðina. Það eru ekki allir sem leggja í að elda heilan kalkún enda er það flóknari knúst eða eru mögulega að elda fyrir fáa - þá er tilvalið að elda Ali Sous vide kalkúnabringur. Lífið samstarf 22. nóvember 2023 12:04
Gengur með jólakortin 280 kílómetra í desember Einar Skúlason, í gönguhópnum Vesen og vergangi, ætlar í desember að ganga 280 kílómetra leið frá Seyðisfirði til Akureyrar. Við komu til Akureyrar ætlar hann að dreifa í hús jólakortum til fólks og fyrirtækja. Lífið 21. nóvember 2023 12:30
Gunni og Felix opnuðu Pakkajól Smáralindar í náttfötunum Mikill fjöldi mætti í Smáralind á laugardag þegar ljósin á jólatrénu voru tendruð og pakkasöfnunin Pakkajól hófst. Lífið samstarf 21. nóvember 2023 09:58
Alvöru verkfæri á frábærum tilboðum í svartri viku Verkfærasölunnar Kolsvört vika er hafin í Verkfærasölunni. Hægt er að gera frábær kaup en 25% afsláttur er af öllum Ryobi verkfærum og 15 til 25% af öðrum vörumerkjum. Kaupauki fylgir kaupum á verkfærum frá Milwaukee og þá eru jóladagatölin frábær glaðningur á aðventunni. Samstarf 20. nóvember 2023 16:20
Myrkur veruleiki ópíóðafaraldurs í Reykjavík sögusvið nýrrar bókar „Eitur hefst á líkfundi við heldur hrollvekjandi aðstæður í kvikmyndaveri. Ég þekki sæmilega til aðstæðna og fannst gaman að geta veitt lesendum dálitla innsýn í þann bransa. Það er styrkur glæpasögunnar - að geta bankað upp á hvar sem er í samfélaginu,“ segir leikskáldið og rithöfundurinn Jón Atli Jónasson en hann sendir frá sér aðra bókina um löggutvíeykið Dóru og Rado, í harðsoðnum og hörkuspennandi glæpasagnaflokki þar sem fjallað er á raunsannan hátt um myrkar hliðar Reykjavíkur samtímans. Lífið samstarf 20. nóvember 2023 08:50
Er vinsælasta jólalag sögunnar stolið? Tiltölulega óþekktur sveitasöngvari í Bandaríkjunum krefst þess að Mariah Carey greiði sér 20 milljónir dala í skaðabætur. Hann hafi nefnilega samið jólalagið All I Want For Christmas Is You sex árum áður en Mariah Carey gaf lagið út. Lífið 20. nóvember 2023 08:01
Allt bendi til þess að það verði ekki haldin venjuleg jól í Grindavík Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn Almannavarna, segir að Grindvíkingar þurfi að búa sig undir það að búa annars staðar en heima hjá sér næstu mánuðina. „Því miður bendir allt til þess að það verði ekki haldin venjuleg jól í Grindavík.“ Innlent 18. nóvember 2023 13:53
Vinkonur með jólamarkað á Skagaströnd Það stendur mikið til á Skagaströnd í dag því þrjár vinkonur á staðnum hafa sett upp jólamarkað í félagsheimilinu Fellsborg. Á markaðnum verður fjölbreytt úrval af gjafavöru, snyrtivöru, matvöru og handverki eftir heimamenn til sölu. Innlent 18. nóvember 2023 12:30
Ljósin kveikt á jólakettinum Jólakötturinn á Lækjartorgi verður tendraður á morgun klukkan 17. Dóra Björt Guðjónsdóttir formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar kveikir ljósin undir á meðan lúðrasveitin Svanur flytur nokkur vel valin jólalög. Lífið 17. nóvember 2023 11:33
„Svo heppin að hafa átt tvo pabba“ Ein vinsælasta sjónvarpskona landsins undanfarin ár Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir hvarf af skjánum í fyrra. Lífið 17. nóvember 2023 10:35
Ljóminn bjargar jólabakstrinum - tvær gómsætar uppskriftir Við jólabaksturinn kemur lagið „Veistu hvað Ljóminn er ljómandi góður..“ nánast undantekningarlaust upp í hugann enda hefur Ljóminn verið ómissandi í jólabakstur landsmanna í áratugi. Lífið samstarf 17. nóvember 2023 08:47
Ætla taka öll gömlu Frostrósarlögin Fyrir þrettán árum komu þær Margrét Eir Hönnudóttir og Hera Björk Þórhallsdóttir saman til að halda jólatónleika sem slógu í gegn en um er að ræða Frostrósartónleikana vinsælu á sínum tíma. Lífið 16. nóvember 2023 12:30
Jólagjöf ársins er snjallsími samkvæmt árlegri jólakönnun ELKO Snjallsími er jólagjöf ársins í ár að því er fram kemur í árlegri jólakönnun ELKO. Snjallsíminn hefur toppsætið af loftsteikingarpottinum (e. airfryer) sem tvímælalaust var jólagjöf ársins árið 2022, en fellur nú niður í níunda sæti á listanum yfir jólagjafir ársins. Lífið samstarf 16. nóvember 2023 10:07
Bein útsending - Höfundar lesa í Hannesarholti Í kvöld klukkan átta fer fram Bókakonfekt Forlagsins í Hannesarholti, Grundarstíg 10. Þar troða höfundar Forlagsins upp og kynna bækur sínar fyrir gestum, spjalla um þær og lesa upp úr þeim. Upplestrarkvöldin eru fyrir löngu orðin fastur liður í vetrardagskrá bókaáhugafólks og þar myndast notalegt og hátíðlegt andrúmsloft. Lífið samstarf 15. nóvember 2023 16:55
Jólaskreytingar utandyra gefa lífinu lit Hreinir Garðar er rótgróið fjölskyldufyrirtæki sem sérhæfir sig í viðhaldi og snyrtingu garða á stór-höfuðborgarsvæðinu. Lífið samstarf 14. nóvember 2023 12:01
„Svona geta höfundar verið kvikindislegir“ Drottning kósíkrimmanna, Jónína Leósdóttir, hefur sent frá sér þriðju bókina kennda við Sáló ehf. ,þar sem þau Adam og Soffía leysa snúin sakamál. Þvingun er áttunda glæpasaga Jónínu, en margir þekkja sögur hennar um Eddu á Birkimelnum sem slógu gjörsamlega í gegn. Lífið samstarf 14. nóvember 2023 10:42
Bein útsending: Höfundar lesa í Hannesarholti Í kvöld klukkan átta fer fram Bókakonfekt Forlagsins í Hannesarholti, Grundarstíg 10. Lífið samstarf 8. nóvember 2023 16:20
Snjórinn fallinn J-dagurinn, svonefndi, er haldinn hátíðlegur í dag um allan heim til að fagna því að jólabjórinn sé mættur. Dagskrá hófst á Dönsku kránni klukkan 12:00 í dag og „snjórinn féll“ klukkan 20:59. Lífið 3. nóvember 2023 21:00
Það styttist í jólin og jólastressið – eða hvað? Jólin eiga að vera hátíð gleði og friðar en við upplifum oft að þau snúist að miklu leyti um neyslu og jólastress. Í aðdraganda jóla hættir mörgum til að sleppa sér í neyslunni og kaupa hluti sem hvorki þau sjálf, fjölskyldu eða vini vantar í raun og veru. Viljum við breyta þessu? Skoðun 3. nóvember 2023 10:00
Borgina vantar bagga og biðlar til bænda Óvenjuleg auglýsing frá Reykjavíkurborg hefur vafalítið vakið athygli þeirra sem þegar hafa lesið Bændablaðið sem kom út í morgun en þar auglýsir borgin eftir 200 heyböggum til kaups. Innlent 2. nóvember 2023 10:21
Hefur tálgað þúsundir jólasveina úr alaskavíði Þó það séu enn um tveir mánuðir til jóla þá situr handverkskona í Kópavogi ekki auðum höndum enda tálgar hún út jólasveina og málar þá eins og engin sé morgundagurinn fyrir jólin. Hún hefur tálgað mörg þúsund slíka sveina í gegnum árin. Innlent 29. október 2023 20:16
Jólastöðin komin í loftið Útvarpsstöðin LéttBylgjan er venju samkvæmt komin í nýjan búning: jólabúninginn. Eins og á hverju ár breytist útvarpsstöðin í Jólastöðina nokkrum vikum fyrir jól þar sem jólalög hljóma allan sólarhringinn. Jól 27. október 2023 18:21
Getur ekki haldið upp á brúðkaupsafmælið vegna jólaleiksins Knattspyrnustjóri Chelsea segir að eiginkona sín sé ekkert sérstaklega sátt með að leikurinn gegn Wolves í ensku úrvalsdeildinni hafi verið færður yfir á aðfangadag. Enski boltinn 27. október 2023 16:01
Glóð um jólin til styrktar Konukoti Nýr íslenskur hönnunargripur, Glóð, var kynntur með viðhöfn í Smiðsbúðinni á Geirsgötu í gær. Um er að ræða kertastjaka sem verður seldur til styrktar Konukoti, neyðarskýli fyrir húsnæðislausar konur. Lífið 27. október 2023 13:41
Leikið á aðfangadag í ensku úrvalsdeildinni Í fyrsta sinn frá 1995 og aðeins í annað sinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar verður leikið á aðfangadag jóla. Enski boltinn 26. október 2023 22:00