Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

„Þá verður maður bara að vera mann­legur“

Grindvíkingar æfa nú víðs vegar um höfuðborgarsvæðið í undirbúningi sínum fyrir Lengjudeildina í fótbolta í sumar. Þjálfari liðsins segir að oft hafi komið upp atvik síðustu mánuði þar sem hann hafi þurft að vera mannlegur og beygja reglurnar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Skyggnst á bak við tjöldin: „Þetta er frá­bær upp­­hitun“

Í kvöld, sunnudaginn 3. mars, klukkan 20.00 hefur göngu sína á Stöð 2 Sport önnur þátta­röð Lengsta undir­búnings­tíma­bils í heimi. Þættirnir eru í um­sjón Baldurs Sigurðs­sonar, sem hefur yfir að skipa löngum ferli í efstu deild hér á landi, en í þáttunum er kíkt á bak­við tjöldin í undir­búninginni liða fyrir átökin í Bestu deildinni í fót­bolta.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Þrumuræðan sem tryggði Þor­valdi formannsstól KSÍ: „Ég býð ykkur annan val­kost en aftur­hvarf til for­tíðar“

Þorvaldur Örlygsson var um síðastliðna helgi kjörinn formaður Knattspyrnusambands Íslands. Þorvaldur flutti kraftmikla framboðsræðu sem hreyfði eflaust við fundargestum áður en gengið var til kjörkassa.  Þar boðaði hann breytingar og framfarir, lýsti yfir óbeit sinni á óheiðarleika og sagði KSÍ ekki eiga að vera klíkuskap á kaffihúsum. 

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ekki fyrir fram á­kveðin at­burða­rás: „Sá þetta bara í fjöl­miðlum“

Eftir nokkurt ó­­vissu­­tíma­bil hefur Aron Jóhanns­­son skrifað undir nýjan samning við Bestu deildar lið Vals. Breiða­blik reyndi að kló­­festa miðju­manni reynda en án árangurs. Hann þver­­tekur fyrir að um fyrir fram á­­kveðna at­burða­rás hafi verið að ræða, af sinni hálfu, til þess að vænka samnings­stöðu sína gagn­vart Val.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sjaldan sést eins grænt gras í febrúar

Hægt væri að spila í dag á hybrid-grasvelli FH ef marka má formann félagsins. Hvort Kaplakrikavöllur verður klár fyrir fyrsta heimaleik þann 20. apríl þarf tíminn að leiða í ljós en nýi völlurinn er til taks ef svo er ekki.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Blikar horfa út fyrir land­steinana

Breiðablik er í þann mund að semja við tvo leikmenn frá Skandinavíu sem munu leika með liðinu í Bestu deild karla í knattspyrnu á komandi leiktíð. Annar er Dani sem spilaði síðast í Færeyjum og hinn er norskur framherji sem hefur nær eingöngu spilað í heimalandinu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Kefla­vík rúllaði yfir FH

FH tók á móti Keflavík í Lengjubikar karla í knattspyrnu í kvöld. Fór það svo að gestirnir, sem leikur í Lengjudeildinni á komandi leiktíð, rúlluðu yfir heimamenn. Lokatölur í Skessunni í Hafnafirði 1-4.

Íslenski boltinn