Geir fer aftur í Vesturbæinn Geir Þorsteinsson mun taka við starfi hjá Knattspyrnufélagi Reykjavíkur um áramótin. Hann er ráðinn af knattspyrnudeild félagsins sem rekstrarstjóri. Íslenski boltinn 25. nóvember 2024 10:01
FH-ingar kynntu Birki og Braga FH-ingar opinberuðu tvo nýjustu leikmenn sína á miðlum sínum í gærkvöldi. Íslenski boltinn 25. nóvember 2024 07:17
Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Knattspyrnudeild Fram hefur nú staðfest komu tveggja leikmanna sem koma til félagsins frá Lengjudeildarliðum Grindavíkur og Gróttu. Áður hafði félagið fengið annan leikmann frá Grindavík og leikmann frá ÍR. Íslenski boltinn 24. nóvember 2024 10:45
Haraldur Árni áfram með Grindavík Haraldur Árni Hróðmarsson verður áfram við stjórnvölinn hjá Grindavík í Lengjudeildinni en Haraldur tók við liðinu á miðju sumri í þröngri stöðu. Fótbolti 23. nóvember 2024 18:26
Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslandsmeistarar Breiðabliks kynntu í dag Óla Val Ómarsson sem nýjasta leikmann liðsins en hann kemur til félagsins frá Sirius í Svíþjóð, eftir að hafa spilað með Stjörnunni í sumar. Samningur hans við Breiðablik gildir til ársins 2028. Íslenski boltinn 23. nóvember 2024 16:19
Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Stefan Alexander Ljubicic er snúinn aftur heim til Keflavíkur og ætlar að taka slaginn með liðinu í Lengjudeildinni í fótbolta næsta sumar. Íslenski boltinn 23. nóvember 2024 15:43
Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Víkingar gerðu Valsmönnum tilboð í Gylfa Þór Sigurðsson sem að sögn formanns knattspyrnudeildar Vals var svo óraunhæft að menn litu á það sem grín. Íslenski boltinn 23. nóvember 2024 11:29
Valgeir til Breiðabliks Íslandsmeistarar Breiðabliks hafa fengið Valgeir Valgeirsson frá Örebro í Svíþjóð. Samningur hans við Breiðablik gildir til ársloka 2028. Íslenski boltinn 22. nóvember 2024 15:19
Eyþór yfirgefur KR Sóknarmaðurinn Eyþór Aron Wöhler hefur yfirgefið herbúðir KR. Hann lék 22 leiki með liðinu í Bestu deildinni og Mjólkurbikarnum á síðasta tímabili og skoraði þrjú mörk. Íslenski boltinn 22. nóvember 2024 13:42
Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Rannsóknarstofa í íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands gat komið með góðar fréttir af stöðunni á knattspyrnumanninum Pablo Punyed. Íslenski boltinn 22. nóvember 2024 06:32
Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Íslandsmeistarar Breiðabliks hafa keypt Ágúst Orra Þorsteinsson til baka frá Genoa á Ítalíu. Íslenski boltinn 21. nóvember 2024 16:24
Systur sömdu á sama tíma Selfyssingar fengu sannkallaðan pakkadíl þegar þeir gengu frá samningum við efnilegar knattspyrnukonur. Íslenski boltinn 20. nóvember 2024 22:02
Katrín áfram í Kópavogi Framherjinn Katrín Ásbjörnsdóttir mun leika áfram með Íslandsmeisturum Breiðabliks í Bestu deild kvenna að ári. Íslenski boltinn 20. nóvember 2024 16:45
Bjarni áfram hjá KA Miðjumaðurinn Bjarni Aðalsteinsson hefur framlengt samning sinn við bikarmeistara KA. Nýi samningurinn gildir til 2026. Íslenski boltinn 20. nóvember 2024 12:07
Þórdís Elva semur við Þróttara Þórdís Elva Ágústsdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning um að leika með Þrótti á næsta tímabili í Bestu deildinni. Íslenski boltinn 19. nóvember 2024 16:15
Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Knattspyrnulið Dalvíkur/Reynis mun leika undir stjórn Harðar Snævars Jónssonar á næstu leiktíð en hann hefur skrifað undir samning við félagið sem gildir til tveggja ára. Íslenski boltinn 18. nóvember 2024 13:50
Birkir Valur yfirgefur HK Bakvörðurinn Birkir Valur Jónsson hefur yfirgefið herbúðir HK sem féll úr Bestu deild karla í haust. Íslenski boltinn 17. nóvember 2024 12:00
Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Arnór Smárason átti skammvinnan en áhugaverðan tíma í Rússlandi er hann lék sem lánsmaður hjá liði Torpedo Moskvu fyrir tæpum áratug. Launin skiluðu sér misvel frá félaginu. Fótbolti 16. nóvember 2024 08:31
Enn kvarnast úr liði Vestra Ibrahima Balde hefur yfirgefið lið Vestra í Bestu deild karla. Hann er áttundi leikmaðurinn til að fara frá liðinu eftir nýliðna leiktíð. Íslenski boltinn 15. nóvember 2024 12:32
Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Nýir þjálfarar kvennaliðs Vals í fótbolta eru spenntir fyrir komandi samstarfi. Þeir endurnýja kynnin en voru síðast saman á Hlíðarenda fyrir rúmum áratug. Íslenski boltinn 15. nóvember 2024 09:33
Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Töluverður rígur var milli jafnaldra Arnórs Smárasonar og Rúriks Gíslasonar á yngri árum. Vítaklúður Arnórs veitti Rúrik og félögum sigurinn á Shell-mótinu í Eyjum á sínum tíma. Íslenski boltinn 14. nóvember 2024 13:09
Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gróttumenn gleðjast yfir því að hafa fengið Rúnar Pál Sigmundsson sem þjálfara meistaraflokks karla í fótbolta. Hann skrifaði undir samning til þriggja ára við félagið. Íslenski boltinn 14. nóvember 2024 10:26
Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Hermann Hreiðarsson, nýráðinn þjálfari karlaliðs HK í fótbolta, segir það eitt af draumastörfunum sem að þjálfari getur fengið að taka þátt í uppbyggingu og framförum. Hann fær það verkefni að reyna stýra liðinu strax aftur upp í Bestu deildina. Eyjamaðurinn og harðhausinn Hermann setti það ekki fyrir sig að fara inn í hlýjuna í Kórnum. Íslenski boltinn 14. nóvember 2024 08:02
Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur sektað bæði Víking R. og Breiðablik vegna hegðunar stuðningsmanna í úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitil karla í fótbolta, sem fram fór í Víkinni 27. október. Sekt heimaliðsins er þrefalt hærri en sekt útiliðsins. Íslenski boltinn 13. nóvember 2024 11:43
Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt ÍA var í dag sektað um 75 þúsund krónur af aga- og úrskurðarnefnd KSÍ vegna ummæla Jóns Þórs Haukssonar, þjálfara karlaliðs félagsins, eftir tap fyrir Víkingi í haust. Íslenski boltinn 13. nóvember 2024 11:42
„Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Axel Óskar Andrésson mun ekki leika áfram með KR í Bestu deild karla í knattspyrnu. Hann hefur nú formlega kvatt liðið á samfélagsmiðlum, ber hann félaginu og KR-ingum í heild sinni söguna vel. Íslenski boltinn 12. nóvember 2024 21:15
Kristófer áfram í Kópavogi Kristófer Ingi Kristinsson hefur framlengt samning sinn við Íslandsmeistara Breiðabliks í knattspyrnu út tímabilið 2026. Fyrri samningur hans átti að renna út nú um áramótin og var áhugi á leikmanninum bæði hér á landi sem og erlendis. Íslenski boltinn 12. nóvember 2024 19:01
Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Annað árið í röð hlýtur Höttur á Egilsstöðum langmest úr Mannvirkjasjóði Knattspyrnusambands Íslands, eða rúmlega helming af þeim 30 milljónum sem útdeilt er í ár. Mikil uppbygging hefur átt sér stað á Fellavelli Hattarmanna. Íslenski boltinn 12. nóvember 2024 16:46
Damir á leið til Asíu Damir Muminovic, miðvörður Íslandsmeistara Breiðabliks í fótbolta, hefur komist að samkomulagi við félagið um að yfirgefa það tímabundið til þess að spila í úrvalsdeild í Singapúr. Íslenski boltinn 12. nóvember 2024 13:54
Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Katrín Ásbjörnsdóttir bíður þess enn að ganga frá nýjum samningi við Íslandsmeistara Breiðabliks í fótbolta. Hún hefur æfingar með liðinu í vikunni en samningur hennar er runninn út. Íslenski boltinn 12. nóvember 2024 12:31