Fram án þriggja gegn KR Fram verður án þriggja leikmanna er liðið sækir KR heim í Bestu deild karla í fótbolta um helgina vegna leikbanna. Íslenski boltinn 24. september 2024 17:45
Mörkin úr Bestu: Sjáðu perlur Gylfa og Ísaks Gylfi Þór Sigurðsson og Ísak Snær Þorvaldsson skoruðu glæsileg mörk í gærkvöld þegar fyrstu leikirnir í efri hluta Bestu deildarinnar í fótbolta fóru fram. Íslenski boltinn 24. september 2024 08:32
Hafi rætt við Rúnar og Börk og allir jafn undrandi Formaður knattspyrnudeildar Fram furðar sig á sögusögnum þess efnis að Rúnar Kristinsson, þjálfari karlaliðs félagsins, hafi átt viðræður um að taka við liði Vals. Hann hafi rætt við kollega sinn hjá Val sem og Rúnar sjálfan og ekkert sé til í sögum þess efnis. Íslenski boltinn 24. september 2024 07:31
Uppgjörið, viðtöl og myndir: Breiðablik - ÍA 2-0 | Afbragðsafgreiðsla Ísaks innsiglaði sigurinn Breiðablik vann 2-0 sigur gegn ÍA á heimavelli. Staðan var markalaus í hálfleik en í síðari hálfleik gerði Johannes Vall sjálfsmark og Ísak Snær Þorvaldsson bætti við öðru marki í uppbótartíma. Íslenski boltinn 23. september 2024 21:52
„Algjör synd að við fengum ekkert út úr þessum leik“ ÍA tapaði 2-0 gegn Blikum á Kópavogsvelli. Viktor Jónsson, fyrirliði ÍA, var svekktur að hafa ekki fengið neitt út úr leiknum þar sem honum fannst frammistaða liðsins góð. Íslenski boltinn 23. september 2024 21:43
Uppgjörið: Valur - Stjarnan 2-2 | Gylfi Þór jafnaði með stórkostlegu marki Valur og Stjarnan skildu jöfn 2-2 þegar liðin leiddu saman hesta sína á N1-völlinn að Hlíðarenda í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Leikurinn var liður í fyrstu umferð í keppni efstu liða deildarinnar. Íslenski boltinn 23. september 2024 21:08
Hafa ekki heyrt frá Hearts: „Kom mér jafn mikið á óvart og þér“ Forráðamenn hjá Víkingi heyrðu fyrst af mögulegum áhuga Hearts í Skotlandi á starfskröftum þjálfarans Arnars Gunnlaugssonar á vefmiðlum í kvöld. Félagið hefur, í það minnsta ekki ennþá, haft samband við Víking vegna Skagamannsins. Íslenski boltinn 23. september 2024 20:45
Sjáðu ótrúlega sjö mínútna þrennu Smith og tvennu Nadíu Allt stefnir í hreinan úrslitaleik Vals og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitil kvenna í fótbolta í lokaumferð Bestu deildar kvenna. Bæði lið unnu leiki sína í gær þar sem bandarískur framherji Blika stal senunni. Íslenski boltinn 23. september 2024 20:32
Arnar sagður líklegur til að taka við í Skotlandi Arnar Gunnlaugsson, þjálfari ríkjandi Íslandsmeistara Víkings, er ofarlega á lista yfir þá sem veðbankar í Bretlandi telja líklega til að taka við Hearts í Skotlandi. Íslenski boltinn 23. september 2024 19:47
„Við Mosfellingar erum öðruvísi, við erum sérstakir“ „Þetta er ástæðan fyrir því að ég kom hingað. Mig langaði að hjálpa þessum geggjuðu strákum að komast aftur í úrslitaleikinn. Nú er bara eitt í boði, það er að vinna þetta,“ sagði markmaðurinn Jökull Andrésson sem er á leiðinni með Aftureldingu í úrslitaleik á Laugardalsvelli um sæti í Bestu deildinni. Íslenski boltinn 23. september 2024 18:33
Fyrirliðinn framlengir og tekur slaginn í Bestu deildinni Alex Freyr Hilmarsson, fyrirliði karlaliðs ÍBV í fótbolta, hefur framlengt samning sinn við félagið og mun því taka slaginn með liðinu í deild þeirra bestu á næsta tímabili. Íslenski boltinn 23. september 2024 15:45
Uppgjörið: Fjölnir - Afturelding 0-0 | Afturelding fer aftur á Laugardalsvöll Afturelding er á leið á Laugardalsvöll í úrslitaleik gegn Keflavík um sæti í Bestu deildinni. Það varð ljóst eftir sigur í undanúrslitaeinvígi gegn Fjölni. Fyrri leikinn vann Afturelding 3-1 á heimavelli, leikur dagsins endaði með markalausu jafntefli. Íslenski boltinn 23. september 2024 15:02
Sér eftir að hafa valið Val fram yfir KR Gary Martin segist hafa tekið ranga ákvörðun þegar að hann gekk til liðs við Val árið 2019 en á þeim tíma stóð honum líka til boða að halda aftur til KR þar sem að hann hafði bæði orðið Íslands og bikarmeistari á sínum tíma. „Kannski var ég gráðugur,“ segir Gary. Íslenski boltinn 23. september 2024 08:56
Uppgjörið og viðtöl: Fram - Fylkir 2-0 | Langþráður sigur Fram setur níu tær í efstu deild að ári Fram innbyrti kærkomin þrjú stig þegar liðið fékk Fram í heimsókn í fyrstu umferð í keppni liðanna í neðri hluta Bestu deildar karla í fótbolta á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal í kvöld. Lokatölur í leiknum urðu 2-0 Fram í vil. Íslenski boltinn 22. september 2024 21:04
Leik lokið: Breiðablik - Þór/KA 6-1 | Blikar skoruðu sex og eru áfram á toppnum Breiðablik var í miklum ham gegn Þór/KA í úrslitakeppni efri hluta Bestu deildar kvenna í dag. Blikar unnu 6-1 sigur en öll mörk þeirra komu í fyrri hálfleik. Íslenski boltinn 22. september 2024 16:00
Uppgjörið: Keflavík - ÍR 2-3 | Keflvíkingar í úrslitaleikinn Keflavík er komið úrslit umspils um sæti í Bestu deild karla þrátt fyrir 2-3 tap fyrir ÍR á heimavelli í dag. Keflvíkingar unnu einvígið, 6-4 samanlagt. Íslenski boltinn 22. september 2024 16:00
Uppgjörið: KR - Vestri 2-2 | Guy Smit bjargaði stigi fyrir KR KR og Vestri skildu jöfn, 2-2, í fyrstu umferð úrslitakeppni neðri hluta Bestu deildar karla í dag. KR-ingar komust tvisvar yfir en Vestramenn jöfnuðu í bæði skiptin. Íslenski boltinn 22. september 2024 16:00
Tveir varnarmenn KR meiddust á æfingu á Starhaga KR er án varnarmannanna Axels Óskars Andréssonar og Birgis Steins Styrmissonar í leiknum mikilvæga gegn Vestra. Íslenski boltinn 22. september 2024 14:23
„Við fórum beint úr því að vera ömurlegir í frábærir“ „Þetta er geggjuð tilfinning, að skrifa söguna fyrir KA. Maður hefur unnið bikar áður en þetta er svolítið sætara,“ sagði mögulegi markaskorarinn en staðfesti bikarmeistarinn Viðar Örn Kjartansson eftir úrslitaleikinn sem vannst 2-0 gegn Víkingi. Íslenski boltinn 21. september 2024 19:16
„Það hlaut að koma að því“ Arnar Gunnlaugsson tapaði bikarúrslitaleik í fyrsta sinn sem þjálfari í dag, 2-0 gegn KA. Hann segir sína menn í Víking hafa orðið undir í seinni bolta baráttunni og ekki gert vel í að nýta færin fjölmörgu sem liðið skapaði sér. Íslenski boltinn 21. september 2024 19:00
Uppgjörið: KA bikarmeistari í fyrsta sinn KA er bikarmeistari karla í knattspyrnu árið 2024 eftir 2-0 sigur á Víkingum sem höfðu einokað bikarinn undanfarin ár. Íslenski boltinn 21. september 2024 18:00
Selfoss og KFA mætast í úrslitum Í úrslitaleik Fótbolta.net bikarsins, bikarkeppni neðri deilda, munu Selfoss og KFA mætast. Íslenski boltinn 21. september 2024 15:07
Sjö KR-ingar heiðraðir á Anfield Sjö leikmenn úr liði KR sem mætti Liverpool í Evrópukeppni meistaraliða árið 1964 sneru aftur á Anfield, heimavöll enska liðsins, í dag. Þeir voru heiðraðir fyrir leik Liverpool við Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni. Fótbolti 21. september 2024 14:19
„Er ekki bara kominn tími til að breyta þessu?“ Annað árið í röð er KA komið í bikarúrslit karla í fótbolta og reynir að fella bikarmeistara Víkings. Þjálfari KA-manna segir menn ekki endilega í hefndarhug, en njóti góðs af reynslu síðasta árs og ákveðnir í að vinna loks bikarinn. Íslenski boltinn 21. september 2024 11:31
„Okkar að stöðva drauma þeirra í fæðingu“ Víkingar geta orðið bikarmeistarar fimmta sinn í röð þegar þeir mæta KA í úrslitaleik Mjólkurbikars karla í dag. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, segir mikilvægt að njóta dagsins og láta stressið ekki buga sig. Íslenski boltinn 21. september 2024 10:06
UEFA sé að missa þolinmæðina gagnvart Íslandi Eftir langt ferli liggur nú fyrir að Evrópuleikir Víkings fara fram hér á landi í vetur. Fara þarf í vissar aðgerðir áður en að Evrópuboltinn fer að rúlla. Íslenski boltinn 21. september 2024 08:00
Iðrast gjörða sinna: „Var klárlega rangt af mér“ Gary Martin segist aldrei munu firra sig ábyrgð frá því sem átti sér stað árið 2021, þegar að hann sem leikmaður ÍBV sýndi af sér athæfi sem varð til þess að hann var rekinn frá félaginu. Íslenski boltinn 20. september 2024 23:30
Uppgjörið og viðtöl: Víkingur - Þróttur 1-1 | Eitt stig á hvort lið í fremur rólegum leik Víkingur og Þróttur skildu jöfn 1-1 þegar liðin áttust við í keppni sex efstu liðanna í Bestu deild kvenna í fótbolta á Heimavelli hamingjunnar í kvöld. Íslenski boltinn 20. september 2024 19:52
„Ætlum að taka bikarinn norður, það er bara staðan“ KA reynir annað árið í röð að fella bikarveldi Víkings á Laugardalsvelli. Félögin mætast í bikarúrslitum karla í fótbolta á morgun. Íslenski boltinn 20. september 2024 19:02
„Held að þetta verði mjög erfiður leikur“ „Allir í liðinu eru mjög spenntir fyrir leiknum og vilja halda áfram góðri leiktíð,“ segir Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkings, um bikarúrslitaleik morgundagsins í fótbolta þar sem Víkingur mætir KA. Íslenski boltinn 20. september 2024 16:47
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti