Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Umfjöllun: Kefla­vík-KR 0-0 | Bæði lið ósátt með jafntefli

Það var virkilega fallegt veður í Keflavík í kvöld þegar að heimamenn fengu KR í heimsókn á Nettóvöllinn. Sól og heiðsýrt en kólnaði talsvert þergar að líða tók á leikinn. Bæði liðin í hatramri baráttu um efstu sex sætin í Bestu deildinni. Fyrir leikinn var KR í sjötta sæti með 24 stig en Keflavík í því sjöunda með 21 og ljóst að bæði liðin myndu selja sig dýrt. Það er skemmst frá því að segja að þrátt fyrir skemmtilega takta og mörg færi lauk leiknum með markalausu jafntefli, 0-0.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Stór­leikur sem bæði lið verða að vinna

Í kvöld mæta Íslands og bikarmeistarar Víkings á Kópavogsvöll og mæta þar toppliði Bestu deildar karla. Um er að ræða þau tvö lið sem börðust um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra og voru framan af tímabili talin líklegust til afreka í sumar. Nú er komið annað hljóð í landann og þurfa bæði lið á sigri að halda þar sem bæði KA og Valur virðast allt í einu ætla að blanda sér í toppbaráttuna.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Hallgrímur: Við erum bara í þessari toppbaráttu

Hallgrímur Jónasson, aðstoðarþjálfari KA, var ánægður með 3-0 sigur sinna manna gegn ÍA á Greifavellinum á Akureyri í dag. Arnar Grétarsson, aðalþjálfari liðsins, tók út sinn annan leik af fimm leikja banni sem hann hefur verið dæmdur í.

Fótbolti
Fréttamynd

Nökkvi: Þegar maður heyrir áhuga þá reikar hugurinn eitthvað

KA vann 3-0 sigur gegn ÍA í Bestu deild karla á Greifavellinum í dag. Skagamenn misstu mann af velli með rautt spjald eftir 35. mínútna leik og heimamenn gengu á lagið með þremur góðum mörkum í seinni hálfleik. Hallgrímur Mar skoraði eitt mark og Nökkvi Þeyr Þórisson tvö. Nökkvi er þar með orðinn markahæstur í deildinni sem stendur með 13 mörk.

Fótbolti
Fréttamynd

Bréf frá Láru: Að losna úr viðjum matarfíknar

Lára Kristín Pedersen er þrefaldur Íslandsmeistari í fótbolta, tvöfaldur bikarmeistari, hefur leikið tæplega tvö hundruð leiki í efstu deild, fyrir íslenska landsliðið og sem atvinnumaður erlendis. Allt meðfram því að glíma við matarfíkn. Í bókinni Veran í moldinni: Hugarheimur matarfíkils í leit að bata segir þessi 28 ára Mosfellingur frá baráttu sinni við þennan sjúkdóm sem er svo mörgum hulinn; leitinni að lausn, risum og föllum, skömminni sem er fylgifiskur fíknarinnar og leiðinni til bata.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun,viðtöl og myndir: Stjarnan - Valur 1-3| Valur í bikarúrslit eftir að hafa afgreitt Stjörnuna í fyrri hálfleik

Valur tryggði sér farseðilinn í úrslit Mjólkurbikars-kvenna með auðveldum 1-3 sigri á Stjörnunni. Heimakonur voru sjálfum sér verstar í fyrri hálfleik og Valur gekk á lagið sem skilaði þremur mörkum og leikurinn gott sem búinn í hálfleik. Jasmín Erla skoraði sárabótamark en nær komst Stjarnan ekki. Umfjöllun og viðtöl væntanleg.

Íslenski boltinn