Úkraínsk tennisstjarna neitar að mæta Rússa Úkraínska tenniskonan Elina Svitolina neitaði að mæta Rússanum Anastasiu Potapovu í 32 manna úrslitum á móti í Monterry í Mexíkó í dag. Sport 1. mars 2022 11:32
Segir Rússa ekki ætla að breyta um stefnu vegna refsiaðgerða Refsiaðgerðir munu aldrei fá Rússa til að hætta innrás þeirra í Úkraínu. Þetta sagði Dmitry Peskov, talsmaður Valdimírs Pútín, forseta, við blaðamenn í morgun. Erlent 1. mars 2022 11:24
Búa til bensínsprengjur og smyrja brauð Íslendingur í Kænugarði segir það hafa verið magnað að fylgjast með samstöðu Úkraínumanna á síðustu dögum. Hann heimsótti sjálfboðaliða í borginni í gær sem elda mat ofan úkraínska hermenn í fremstu víglínu. Erlent 1. mars 2022 11:20
Hver er Vólódímír Selenskí? Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu hefur verið til mikillar umræðu undanfarna daga. Frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst hefur Selenskí haldið þjóð sinni upplýstri með reglulegum færslum á samfélagsmiðlum og ákveðið að halda kyrru fyrir í heimalandinu, þrátt fyrir boð um aðstoð til flótta. Erlent 1. mars 2022 11:10
Nýja Vínbúðin tekur rússneskar vörur úr sölu Nýja Vínbúðin, vefverslun með áfengi, hefur tekið allar rússneskar vörur úr sölu á vefverslun sinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá búðinni. Viðskipti innlent 1. mars 2022 11:02
Pútín missir svarta beltið sitt Íþróttaheimurinn keppist nú við að loka á Rússland eftir innrás Rússa í Úkraínu. Það hefur líka áhrif á Vladimírs Pútín og svo kölluð íþróttaafrek hans. Sport 1. mars 2022 10:30
UNICEF: Haldið börnum úr skotlínu stríðasátaka „Ástandið hjá börnum sem föst eru í skotlínu átakanna í Úkraínu versnar með hverri mínútunni,“ segir Catherine Russell, framkvæmdastjóri UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, í yfirlýsingu í dag. Heimsmarkmiðin 1. mars 2022 10:23
„Úkraínska þjóðin minnir mig stundum á Íslendinga“ Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari sem búsettur er í Kænugarði í Úkraínu, segir nóttina í úkraínsku höfuðborginni hafa verið nokkuð rólega. „Maður er samt orðinn pínu ruglaður af öllu þessu stressi. Ég svaf sjálfur ekkert vel en það var ekki mikið um sprengingar og læti í nótt.“ Erlent 1. mars 2022 09:00
Óvissa umlykur mikilvægan markað fyrir íslenskar uppsjávarafurðir Útflutningshagsmunir Íslands í Úkraínu hafa aukist verulega á síðustu árum. Íslensk sjávarútvegsfélög, sem hafa aukið sölu þangað með beinum og óbeinum hætti til að fylla í skarð Rússlands, geta þurft að koma afurðum sínum í verð á öðrum mörkuðum á meðan óvissa umlykur Úkraínumarkað. Innherji 1. mars 2022 08:16
Mættur á vígvöllinn fimm mánuðum eftir að hafa unnið Real Madrid Aðeins fimm mánuðum eftir að hafa stýrt Sheriff Tiraspol til sigurs á Real Madrid í Meistaradeild Evrópu er Yuriy Vernydub mættur út á vígvöllinn til að hjálpa úkraínska hernum að verjast innrás Rússa í landið. Fótbolti 1. mars 2022 08:00
Sjötíu úkraínskir hermenn féllu í árás Rússa í Okhtyrka Sjötíu úkraínskir hermenn hið minnsta féllu í stórskotaliðsárás rússneska hersins í bænum Okhtyrka í norðausturhluta Úkraínu á sunnudaginn. Erlent 1. mars 2022 06:45
Vaktin: Hergagnalestin mikla þokast lítið áfram Sjötti dagur innrásar Rússa í Úkraínu er hafinn. Fréttastofa heldur áfram að fylgjast með gangi mála með nýjustu tíðindum í vaktinni á Vísi hér að neðan. Erlent 1. mars 2022 06:13
Efnahagsþvinganir farnar að bíta hinn almenna Rússa Afleiðingar efnahagsþvingana sem ríki heimsins hafa sett á Rússa vegna innrásar rússneska hersins í Úkraínu eru farnar að bíta hinn almenna borgara í Rússlandi. Viðskipti erlent 28. febrúar 2022 23:31
Rússneska knattspyrnusambandið áfrýjar ákvörðun FIFA og UEFA Rússneska knattspyrnusambandið ætlar ekki að taka ákvörðun FIFA og UEFA þegjandi og hljóðalaust. Rússneska sambandið hefur ákveðið að áfrýja ákvörðuninni þess efnis að lands- og félagslið Rússlands megi ekki taka þátt í leikjum á vegum FIFA og UEFA. Fótbolti 28. febrúar 2022 22:31
Tölvuárás á NATO-ríki gæti virkjað fimmtu greinina Verði gerð tölvuárás á eitthvert af ríkjum Atlantshafsbandalagsins gæti slík árás gert það að verkum að fimmta grein Atlantshafssáttmálans verði virkjuð. Erlent 28. febrúar 2022 21:01
Rússneskir fjölmiðlar fjalla um „árás“ á sendiráðið í Reykjavík Rússneskir fjölmiðlar hafa það eftir Míkhaíl Noskov, sendiherra Rússlands á Íslandi, að ráðist hafi verið á sendiráð Rússlands í Reykjavík. Lögregla staðfestir að afskipti hafi verið höfð af einstaklingi við sendiráðið í gær, en skráði ekkert um ofbeldi eða skemmdarverk í kerfi sitt. Innlent 28. febrúar 2022 20:53
EHF fetar í fótspor FIFA og UEFA varðandi Rússland Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur ákveðið að lands- og félagslið frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi fái ekki að taka þátt í mótum á vegum sambandsins. Ástæðan er innrás Rússa í Úkraínu og stuðningur Hvíta-Rússlands við innrásina. Handbolti 28. febrúar 2022 20:46
„Neyðarástand“ hjá Útlendingastofnun komi ekki í veg fyrir móttöku fólks frá Úkraínu Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra segir að meint „neyðarástand“ hjá Útlendingastofnun, sem dómsmálaráðherra sagði fyrir helgi að kynni að teppa aðstöðu fyrir flóttamenn sem hingað kunna að koma frá Úkraínu, muni ekki koma í veg fyrir móttöku flóttafólks. Innlent 28. febrúar 2022 18:57
FIFA og UEFA banna lið frá Rússlandi Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, og knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hafa ákveðið að setja öll lið Rússlands – félagslið sem og landslið – í bann frá keppnum á vegum sambandanna vegna stríðs Rússa í Úkraínu. Fótbolti 28. febrúar 2022 18:57
Félag Guðlaugs Victors slítur samstarfinu við rússneska orkurisann Þýska knattspyrnufélagið Schalke hefur gengið skrefi lengra en fyrir helgi og rift samningi sínum við orkurisann Gazprom, sem er í eigu rússneska ríkisins, vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Fótbolti 28. febrúar 2022 18:01
Selenskí sækir formlega um aðild að Evrópusambandinu Forseti Úkraínu hefur skrifað undir formlega umsókn í Evópusambandið en hann kallaði eftir aðild í ávarpi sínu til þjóðarinnar í nótt. Friðaviðræðum Rússa og Úkraínumanna í Hvíta-Rússlandi í dag lauk án niðurstöðu. Erlent 28. febrúar 2022 16:27
Húsnæðismál standi ekki í vegi fyrir móttöku flóttafólks Forsætisráðherra segir að húsnæðismál Útlendingastofnunar muni ekki standa í vegi fyrir móttöku flóttafólks frá Úkraínu. Undirbúningur að því sé nú þegar hafinn. Innlent 28. febrúar 2022 16:26
IOC segir íþróttasamböndum að banna Rússa og Hvít-Rússa Alþjóða ólympíunefndin, IOC, hefur nú sent út skilaboð til íþróttasamtaka um allan heim um að þau leyfi ekki þátttöku rússneskra eða hvítrússneskra íþróttamanna, vegna innrásarinnar í Úkraínu. Sport 28. febrúar 2022 15:33
Ekkert íslenskt landslið mun spila við Rússland Knattspyrnusamband Íslands hefur sent frá sér skýr skilaboð þess efnis að íslensk fótboltalandslið muni ekki spila gegn Rússlandi á meðan á hernaði Rússa í Úkraínu standi. Fótbolti 28. febrúar 2022 15:23
Úkraínumenn gætu fengið dvalarleyfi innan ESB í allt að þrjú ár Evrópusambandið stefnir á að veita úkraínskum flóttamönnum dvala- og vinnuleyfi innan sambandsins til allt að þriggja ára. Þetta hefur Reuters eftir Ylvu Johansson, innanríkismálastjóra ESB, en um 400 þúsund Úkraínumenn hafa flúið til ríkja Evrópusambandsins frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu í síðustu viku. Erlent 28. febrúar 2022 14:18
Biðja Abramovich um hjálp í friðarviðræðum við Pútín Úkraínsk yfirvöld hafa leitað til rússneska milljarðarmæringsins Roman Abramovich, sem er eigandi fótboltaliðsins Chelsea, og óskað eftir aðstoð hans í yfirstandandi friðarviðræðum Úkraínumanna við Rússa, að sögn talsmanns Abramovich. Erlent 28. febrúar 2022 14:00
Á flótta úr borginni þegar hermaður skaut flugskeyti í veg fyrir bílinn Íslenskur maður búsettur í Kænugarði segir það hafa verið tilfinningaþrungna stund að komast loks yfir landamærin til Ungverjalands í gærkvöldi eftir sextíu klukkustunda ferðalag. Fjölskyldan þurfti ítrekað að skipta alveg um stefnu á leið sinni, í eitt skiptið eftir að flugskeyti var skotið í veg fyrir bíl þeirra. Erlent 28. febrúar 2022 13:41
Bandaríkin loka sendiráðinu í Hvíta-Rússlandi Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur ákveðið að loka sendiráði sínu í Hvíta-Rússlandi vegna ólgunnar eftir innrás Rússa í Úkraínu. Erlent 28. febrúar 2022 13:30
Ingólfur Bjarni ekki stríðsfréttaritari Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri Ríkisútvarpsins og Þóra Arnórsdóttir ritstjóri Kveiks hafa sent út tilkynningar sama efnis þar sem þau lýsa miklum létti, að fréttamaðurinn Ingólfur Bjarni Sigfússon og Ingvar Haukur Guðmundsson tökumaður, séu komnir yfir landamæri Úkraínu og Póllands. En þeir héldu til Úkraínu á miðvikudag til að greina stöðu mála. Innlent 28. febrúar 2022 13:22
Rúmlega hálf milljón Úkraínumanna á flótta Sameinuðu þjóðirnar áætla nú að rúmlega hálf milljón manna hafi flúið heimili sín vegna stríðsátakanna í Úkraínu eftir innrás Rússa. Hörð átök eru enn víða í landinu, en Rússar hafa meðal annars ráðist á stórborgir á borð við Kænugarð. Kharkív og Tsjernihív. Erlent 28. febrúar 2022 13:00