Húsnæðismál

Húsnæðismál

Fréttamynd

Hús­næði starfs­manna­leigunnar „al­ger bráða­birgða­lausn“

Eigandi starfsmannaleigu sem er ákærður fyrir að stefna lífi og heilsu starfsmanna sinna í hættu með því að hýsa þá í iðnaðarhúsnæði án tilskilinna leyfa gaf óljós svör við aðalmeðferð málsins í dag. Tók hann ekki beina afstöðu til sakarefnisins og sagði að búseturýmin í húsnæðinu hafi verið alger bráðabirgðalausn.

Innlent
Fréttamynd

Hverjum er ekki treystandi fyrir hús­næðis­málum?

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, sem sat í heil tólf ár, frá 1995 til 2007, er án nokkurs vafa skaðlegasta ríkisstjórn Íslandssögunnar. Þessi stjórn umbreytti skattkerfinu svo skattbyrði fluttist frá fjármagns- og fyrirtækjaeigendum yfir á launafólk svo nam tugum ef ekki yfir hundrað milljörðum árlega.

Skoðun
Fréttamynd

Söguleg ákæra vegna skorts á brunavörnum á Smiðshöfða

Ákæra héraðssaksóknara gegn eiganda starfsmannaleigu um hættubrot og brot á lögum um brunavarnir er sú talin sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi að sögn saksóknara. Maðurinn er ákærður fyrir að stofna á ófyrirleitinn hátt heilsu og lífi á þriðja tug starfsmanna í hættu. Aðalmeðferð fer fram í næstu viku og er málið fordæmisgefandi.

Innlent
Fréttamynd

Þarf ég há­skóla­próf í hag­fræði til að eiga fast­eign?

Fyrir tveimur árum gekk ég í gegnum hið undarlega ferli að kaupa íbúð. Bæði kaupin og það sem við tók einkennist af óvissu í hverju skrefi, gambli og ágiskunum – eins og áhættufjárfesting. Við kærastan mín lögðum samviskusamlega fyrir og náðum að safna fyrir útborgun. Við fundum frábæra litla eign og byrjuðum að skoða hvaða kostir stæðu til boða í íbúðalánum.

Skoðun
Fréttamynd

Það er ekki hægt að lifa við þetta

Brask- og okurvæðing húsnæðiskerfisins er mesta ógnin við lífskjör og frelsi almennings. Hinn ótamdi húsnæðismarkaður heldur þúsundum fjölskyldna um og undir fátækramörkum, þröngar þúsundir út í vinnuþrælkun til að ná endum saman, rænir foreldra stundum með börnum sínum, rænir fólk hvíld og sálarró.

Skoðun
Fréttamynd

Gjör­breyting á virkni laga um fjöl­eignar­hús

Þann 22. júní 2020 voru staðfest lög um breytingu á lögum um fjöleignarhús á Alþingi. Breytingin snýr að þætti hleðslubúnaðar fyrir rafbíla. Þessi breyting sem bætt var við lögin hefur í raun gjörbreytt því hvernig lög um fjöleignarhús hafa virkað hingað til.

Skoðun
Fréttamynd

Smáhús í Reykjavík

Á síðustu árum hefur velferðarsvið Reykjavíkurborgar stóreflt þjónustu við einstaklinga sem eiga í miklum vímuefnavanda með hugmyndafræði skaðaminnkunar að leiðarljósi.

Skoðun
Fréttamynd

Leyndi kaup­endur ó­lög­legum fram­kvæmdum og þarf að greiða tíu milljónir í bætur

Seljandi fasteignar í Reykjavík upplýsti kaupendur hússins ekki um að breytingar sem hann hafði ráðist í væru gerðar í óleyfi. Kaupendurnir stefndu seljandanum eftir að sáttafundir mistókust og kröfðust bóta vegna galla á húsinu og tapaðra leigutekna. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi á mánudag seljandann til að greiða kaupendunum rúmar tíu milljónir í bætur.

Innlent
Fréttamynd

Hætta á bólumyndun í verði íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu

Hætta er á bólumyndun í verði á íbúðarhúsnæði þar sem byggingafyrirtækin anna ekki eftirspurninni á markaðnum á höfuðborgarsvæðinu að mati Seðlabankans. Bankinn boðar einnig vaxtahækkanir ef vöruverð lækki ekki í samræmi við styrkingu krónunnar að undanförnu en verðbólga er enn langt yfir markmiði Seðlabankans.

Innlent
Fréttamynd

Fast­eigna­kaup leigj­enda, compu­ter says NO!

Nú erum við hjón með 3 börn á leigumarkaði, leigjum fína íbúð, með toppleigusala. Erum með fína greiðslugetu á mánuði. Langar komast í örlítið stærri eign. Langar að kaupa. Getum við það? Nei. Af hverju? Því kerfið leyfir það ekki.

Skoðun
Fréttamynd

Að skapa jarð­veginn

Eftirspurn á fasteignamarkaði eykst. Þar er mikil hreyfing á bæði nýbyggingum og eldri eignum. En er nógu mikið byggt? Hvernig liggur landið úti á landi? Getur byggingariðnaðurinn annað eftirspurn?

Skoðun
Fréttamynd

Fjórir börðust um hverja íbúð í Þorpinu

Þorpið vistfélag hefur lokið úthlutun síðustu fimmtíu íbúða félagsins í Gufunesi í samstarfsverkefni félagsins og Reykjavíkurborgar um hagkvæmt húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur. Tæplega fjórir umsækjendur voru um hverja íbúð sem úthlutað var en dregið var á milli þeirra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Að rjúfa stöðnun á hús­næðis­markaði

Stöðnun á húsnæðismarkaði á landsbyggðinni er og hefur verið viðvarandi vandamál í mörgum byggðum landsins undanfarna áratugi og hefur hindrað atvinnuuppbyggingu og eðlilega samfélagsþróun.

Skoðun