Húsnæðismál

Húsnæðismál

Fréttamynd

Bæjar­stjórn tekur fyrir altjónslista í næstu viku

Altjónslisti frá Náttúrutryggingum Íslands (NTÍ) yfir hús í Grindavík verður tekinn fyrir af bæjarstjórn Grindavíkurbæjar á milli jóla og ný árs. Íbúi segist hafa fengið þau svör að ekki verði hægt að bæta tjón fyrr en afstaða liggi fyrir í málinu.

Innlent
Fréttamynd

Hús­næðis­málin alls ekki á góðum stað

Bæjarstjóri Grindavíkur trúir því að flestir íbúar bæjarins muni snúa aftur til síns heima þegar það er talið óhætt. Ýmislegt vanti þó upp á þjónustu til að það sé mögulegt. Fjölmargar fjölskyldur eru í óhentugu húsnæði og margir í mjög erfiðri stöðu fjárhagslega. 

Innlent
Fréttamynd

Fyrsti á­fangi Blika­staða­lands gerir ráð fyrir byggingu um 1.500 í­búða

Skipulagslýsing að deiluskipulagi fyrir fyrsta áfanga Blikastaðalands, stærsta óbyggða landsvæði höfuðborgarsvæðisins og er í eigu Arion, hefur verið afgreidd en samkvæmt því er fyrirhugað að reisa þar allt að um 1.500 íbúðir. Framkvæmdir við verkefnið færast því núna nær í tíma en greinendur og fjárfestar hafa sagt að verðmæti landsins sé að líkindum verulega undirverðlagt í bókum bankans.

Innherji
Fréttamynd

Leigutorg opnað fyrir Grind­víkinga

Svokallað leigutorg, fyrir íbúa Grindavíkur, verður opnað á Ísland.is klukkan 14 í dag. Þar geta íbúar Grindavíkur skoðað leiguíbúðir, sem ætlaðar eru þeim sérstaklega, og voru skráðar eftir að óskað var eftir húsnæði til að leysa húsnæðisvanda Grindvíkinga. 

Innlent
Fréttamynd

Íbúðarleigufyrirtæki skjóti sér undan skatti

Fjármálaráðherra segir að rétta þurfi samkeppnisstöðu AirBnB og þeirra fyrirtækja sem væru með íbúðir á leigu og efla samstarf ríkis og sveitarfélaga í eftirliti með þessari starfsemi. Formaður Samfylkingarinnar segir fjölda fyrirtækja koma sér undan því að greiða hærri fasteignagjöld af íbúðaleigu með því að skrá íbúðirnar sem íbúðarhúsnæði.

Innlent
Fréttamynd

Að­för að lána­kjörum al­mennings

Margt fólk er hart leikið af lánastofnunum þessa dagana. Ekki bara fyrir dýrtíð og verðbólgu, heldur ekki síður vegna þess hvernig fjármálastofnanir, bankar og lánveitendur fá að komast upp með að beita fólk margskonar harðræði og þrengja að möguleikum þess til að fá notið eðlilegra og sanngjarnra lánakjara og úrlausna sinna mála hjá viðskiptabönkum sínum.

Skoðun
Fréttamynd

Í­búð eða vos­búð?

Það eru mannréttindi að hafa yfir að ráða íbúðarhúsnæði til eigin nota á viðráðanlegu verði samkvæmt 25. grein Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Eitt af höfuðverkefnum yfirvalda er að tryggja þetta. Skipuleggja má aðkomu hins opinbera, íbúa og annarra aðila sem koma að gerð og útvegun íbúðarhúsnæðis á marga vegu, gegnum lög og reglur og með beinum aðgerðum stjórvalda.

Skoðun
Fréttamynd

„Enginn góður kostur í stöðunni“

Fólk flýr í auknum mæli óverðtryggð lán og færir sig yfir í verðtryggð lán samkvæmt nýrri skýrslu. Fjármálaráðgjafi segir verðtryggð lán ákveðna frestun á vandamáli og að engin góður kostur sé í stöðunni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hvað vilja Grind­víkingar?

Innviðaráðherra segir stóran lið í lausn á húsnæðisvanda Grindvíkinga að átta sig á því hvað Grindvíkingar vilji. Þar hjálpi náttúran og óvissan hennar vegna ekki til. Ríkið ráði vel við þann kostnað sem fylgi slíku verkefni.

Innlent
Fréttamynd

Reykja­víkur­borg leiðandi í húsnæðisuppbyggingu

Tryggt þak yfir höfuðið er undirstaða daglegs lífs, það veitir öryggi og skjól sem öllum er lífsnauðsynlegt. Núna í vetrarbyrjun voru 2.853 íbúðir í byggingu í Reykjavík og fjölgar um rúmlega 12% milli ára, 2.884 íbúðir eru í samþykktar í deiliskipulagi og 2565 á byggingarhæfum lóðum

Skoðun
Fréttamynd

Upp­bygging um alla borg

Þessa stundina eru 2853 íbúðir í byggingu í Reykjavík. Uppbyggingin á sér stað um alla borg en stærstu stöku reitirnir eru Heklureitur, Orkureitur og Grensásvegur 1. Þá er byrjað að byggja í Ártúnshöfða, í hverfi þar sem nokkur þúsund íbúðir mun rísa á næstu árum, og nýframkvæmdir eru enn í fullum gangi í Vogabyggð og í Úlfarsárdal.

Skoðun
Fréttamynd

Hvað kosta ó­dýrar lóðir?

Á síðustu fimmtíu árum hefur byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar fimm sinnum talið yfir 1.000 fullgerðar íbúðir í lok árs en meðaltalið er rúmlega 600 íbúðir. Eitt skiptið var 1986. Hin fjögur skiptin eru síðustu fjögur ár. Á sama tíma hefur íbúum borgarinnar fjölgað um meira en 20 þúsund. Þessi mikli áhugi fólks á því að búa í borginni hefur þannig skapað húsnæðisskort á tímum metuppbyggingar.

Skoðun
Fréttamynd

Upp­bygginga­skeiðin í Reykja­vík

Hrun í framleiðslu á húsnæði í Reykjavík sem byrjaði snemma síðastliðið haust virðist ætla að vera endalokin á því sem hefur verið kallað „mesta uppbyggingaskeið í Reykjavík frá upphafi”. Það hefur óneitanlega verið byggt mikið í borginni á síðustu árum enda verið eitt brýnasta verkefni borgaryfirvalda.

Skoðun