Hollywood

Hollywood

Fréttir af fræga fólkinu úti í hinum stóra heimi.

Fréttamynd

Bond-stúlkan Tanya Roberts er látin

Uppfært: Samkvæmt nýrri frétt á vef TMZ var Roberts ranglega sögð látin.Bandaríska leikkonan og fyrirsætan Tanya Roberts lést í gær, 65 ára aldri. Frá þessu er greint á vef TMZ.

Erlent
Fréttamynd

Eminem sakar Snoop Dogg um virðingarleysi

Bandaríski rapparinn Eminem hefur nú brugðist við ummælum sem samlandi hans og starfsbróðir, Snoop Dogg, lét falla um hann á síðasta ári. Þá sagði Snoop Dogg að Eminem kæmist í hans huga ekki á lista yfir tíu bestu rappara sögunnar.

Lífið
Fréttamynd

Ariana Grande trúlofuð

Bandaríska söngkonan Ariana Grande og fasteignasalinn Dalton Gomez eru trúlofuð. Frá þessu greindi söngkonan á Instagram fyrr í dag.

Lífið
Fréttamynd

Eminem biður Rihönnu afsökunar

Rapparinn Eminem hefur beðið söngkonuna Rihönnu afsökunar á því að hafa tekið afstöðu með fyrrverandi kærasta hennar, Chris Brown, í kjölfar heimilisofbeldis sem hann beitti hana. Afsökunarbeiðnin kemur í laginu Zeus þar sem hann segist ekki hafa ætlað að særa hana.

Lífið
Fréttamynd

Erfitt að með­taka að hún væri í of­beldis­sam­bandi

Tónlistarkonan FKA twigs segist aldrei hafa búist við því að hún myndi enda í ofbeldissambandi. Hún hafi ákveðið að stíga fram í þeirri von um að það gæti hjálpað öðrum í sömu stöðu, enda hefði heimilisofbeldi aukist til muna eftir að kórónuveirufaraldurinn hófst.

Erlent
Fréttamynd

Leikarinn Elliot Page úr Juno er trans

Leikarinn Ellen Page hefur greint frá því að hán sé trans og gengur nú undir nafninu Elliot. Page, sem sló í gegn í myndum á borð við Juno og Inception, sagðist í stöðufærslu á Twitter vera „heppið“ að vera komið á þann stað sem hán væri á í dag.

Erlent
Fréttamynd

Dauð­sér eftir fram­hjá­haldinu

Rokkstjarnan Ozzy Osbourne segist ekki vera stoltur af því að hafa haldið fram hjá eiginkonu sinni Sharon. Hjónin hafa verið gift frá árinu 1982 en slitu samvistir árið 2016 eftir að upp komst um framhjáhald Ozzy.

Lífið
Fréttamynd

Perry og Hurwitz trúlofuð

Leikarinn Matthew Perry og Holly Hurwitz eru trúlofuð en Perry er frægastur fyrir hlutverk sitt í gamanþáttunum Friends en þar fór hann með hlutverk Chandler.

Lífið
Fréttamynd

Hættu saman eftir átta ára samband

Leikaraparið Olivia Wilde og Jason Sudeikis slitu samvistir fyrr á árinu eftir átta ára samband. Parið byrjaði saman árið 2011, trúlofaði sig ári seinna og eiga þau tvö börn saman.

Lífið
Fréttamynd

Britney Spears varð ekki að ósk sinni

Dómstóll í Bandaríkjunum vísaði í nótt frá kröfu frá söngkonunni Britney Spears þess efnis að faðir hennar, Jamie Spears, verði ekki lengur fjárhaldsmaður hennar.

Erlent