Hollywood

Hollywood

Fréttir af fræga fólkinu úti í hinum stóra heimi.

Fréttamynd

Baldwin segist niðurbrotinn vegna dauða Halyna Hutchins

Leikarinn Alec Baldwin segist niðurbrotinn vegna dauða Halyna Hutchins sem dó eftir að hann hleypti af byssu við tökur á kvikmynd í Nýju Mexíkó í gær. Hutchins var kvikmyndatökustjóri en auk hennar særðist Joel Souza leikstjóri.

Erlent
Fréttamynd

Leikstjórinn fékk skot í öxlina en hefur verið útskrifaður

Leikstjórinn Joel Souza hefur verið útskrifaður af spítala í Santa Fe, eftir að hafa fengið skot í sig úr leikbyssu við tökur á myndinni Rust. Kvikmyndatökustjórinn Halyna Hutchins varð einnig fyrir skoti og var úrskurðuð látin við komuna á sjúkrahús en það var leikarinn Alec Baldwin sem hleypti af vopninu.

Erlent
Fréttamynd

Alec Baldwin varð konu að bana við tökur á nýrri mynd

Leikarinn Alec Baldwin er sagður hafa orðið konu að bana við tökur á kvikmynd í Nýju-Mexíkó. Samkvæmt erlendum miðlum hleypti Baldwin af skotvopni sem var einn af leikmunum myndarinnar, með þeim afleiðingum að kona dó og maður særðist.

Erlent
Fréttamynd

Kardashian og Barker trúlofuð

Bandaríska raunveruleikastjarnan Kourtney Kardashian og tónlistarmaðurinn Travis Barker eru trúlofuð. Þó það standi ekki skýrum stöfum í nýrri Instagram-færslu Kardashian þá tala myndirnar sannarlega sínu máli.

Lífið
Fréttamynd

Chappelle sakaður um transfóbíu

Forsvarsmenn Netflix eru undir þrýstingi um að fjarlægja nýjustu sýningu grínistans Dave Chappelle af streymisveitunni vegna ummæla hans um trans-fólk. Í sýningunni, sem heitir The Closer, lýsir Chappelle yfir stuðningi við rithöfundinn JK Rowling, sem hefur einnig verið sökuð um transfóbíu, og sagði kyn vera staðreynd.

Erlent
Fréttamynd

Ó­sátt við frétt­a­flutn­ing um þukl Thick­e

Emily Ratajkowski er ósátt við umfjöllun um bók hennar þar sem hún segir tónlistarmanninn Robin Thicke hafa káfað á sér við tökur á frægu myndbandi lagsins Blurred Lines frá 2013. Hún segir frásögnina hafa verið „lekið“ úr bókinni og að umfjöllunin hafi reynst henni erfið.

Lífið
Fréttamynd

Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina

Fyrsta RIFF helgin fer nú af stað eftir glæsilegan opnunardag. Hátíðin hófst í gær og veitti Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, leikstjórunum Mia Hansen-Løve og Joachim Trier verðlaun fyrir framúrskandi listfengi við hátíðlega athöfn á Bessastöðum.

Lífið
Fréttamynd

R. Kel­ly sak­felldur

Tónlistarmaðurinn R. Kelly var fyrir stundu sakfelldur fyrir fjölda brota, sem lutu meðal annars að kynferðislegri misnotkun á börnum, mútum, mannráni og mansali.

Erlent
Fréttamynd

Wire-stjarnan lést úr ofskammti af eiturlyfjum

Réttarmeinafræðingur í New York hefur úrskurðað að Michael K. Williams, leikarinn sem var helst þekktur fyrir hlutverk sitt í þáttaröðinni The Wire, hafi látist af því að hafa tekið óvart of stóran skammt af blöndu eiturlyfja og lyfja.

Erlent
Fréttamynd

Harry Potter-stjarnan Tom Felton hneig niður á golfvelli

Leikarinn Tom Felton hneig niður á golfmóti í Wisconsin í gær og þurfti að bera hann af vellinum. Felton, sem er best þekktur fyrir að leika Draco Malfoy í kvikmyndunum um Harry Potter, var fluttur á sjúkrahús en engar frekari upplýsingar liggja fyrir.

Lífið
Fréttamynd

Hafði barist við krabbamein í brisi

Leikarinn Willie Garson, sem lést á þriðjudag eftir stutt veikindi, hafði verið að berjast við krabbamein í brisi. Frá þessu greinir afþreyingarmiðillinn People. Fjölskylda leikarans er sögð hafa verið honum við hlið þegar hann lést.

Lífið
Fréttamynd

Willie Garson er látinn

Leikarinn Willie Garson, sem var einna þekktastur fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttaröðinni Sex and the City, er látinn, aðeins 57 ára að aldri.

Lífið