Hollywood

Hollywood

Fréttir af fræga fólkinu úti í hinum stóra heimi.

Fréttamynd

Pamelu Ander­son lúkkið sem er að gera allt vit­laust

Örþunnar augabrúnir tíunda áratugarins voru trend sem við töldum okkur vera búin að kveðja fyrir fullt og allt. Augabrúnirnar eru sérkenni goðsagnarinnar Pamelu Anderson. Eftir að þættirnir Pam & Tommy slógu í gegn fyrr á árinu komu þunnu augabrúnirnar með ótrúlega endurkomu sem enginn sá fyrir.

Lífið
Fréttamynd

Saka hvort annað um lygar og ofbeldi

Lögmenn Johnny Depp sögðu Amber Heard, fyrrverandi eiginkonu hans, vera lygara sem væri heltekin af ímynd sinni. Það gerðu þeir við upphaf réttarhalda í máli þar sem hann hefur sakað hana um að ljúga upp á sig ofbeldi.

Erlent
Fréttamynd

Grín­istinn Gil­bert Gott­fri­ed látinn

Gilbert Gottfried er látinn aðeins 67 ára að aldri. Hann var af mörgum talinn goðsögn í grínbransanum vestanhafs. Gottfried var einnig þekktur fyrir að tala inn á teiknimyndir og þekkja eflaust margir túlkun hans á fuglinum Iago í teiknimyndinni um Aladdín. 

Lífið
Fréttamynd

Clea Shearer úr The Home Edit greindist með brjóstakrabbamein

Vinkonurnar í The Home Edit eru þessa dagana að fara í gegnum stærsta verkefnið sitt til þessa eftir að Clea Shearer greindist með brjóstakrabbamein. Clea greindi frá fréttunum á samfélagsmiðli sínum og fyrirtækisins fyrir fjórum dögum og skrifaði þar:

Lífið
Fréttamynd

Mætti með kærastann á frum­sýninguna

Raunveruleikastjarnan og athafnakonan Kim Kardashian mætti með kærasta sínum, grínistanum Pete Davidson, á frumsýningu á nýjum raunveruleikaþætti Kardashian fjölskyldunnar í gær.

Lífið
Fréttamynd

Insta-Grammy: Brotin verðlaun, Gucci og BTS

Um helgina fór Grammy verðlaunahátíðin fram og voru stjörnurnar duglegar að deila myndum frá viðburðinum á sínum persónulegu miðlum. Íslendingar áttu góða fulltrúa á hátíðinni sem voru glæsileg á rauða dreglinum.

Lífið
Fréttamynd

Óskarsvaktin fer yfir hátíðina og eftirmála hennar

Óskarvakt Vísis í ár skipuðu þær Dóra Júlía og Elísabet Hanna. Þær hafa nú tekið saman stærstu mál Óskarsins 2022 og sett þau í svokallaðan uppgjörsþátt, um hátíðina og allt sem henni hefur fylgt. Kjólarnir, tískan, kynnarnir, atvikið sem allir eru að tala um og eftirmálar þess.

Lífið
Fréttamynd

Estelle Har­ris er látin

Leikkonan Estelle Harris, sem er hvað þekktust fyrir að hafa farið með hlutverk móður George Costanza í þáttunum Seinfeld, er látin. Harris lést á heimili sínu í Palm Desert í Kaliforníu á laugardagskvöld af náttúrulegum orsökum. 

Lífið
Fréttamynd

Hættur í akademíunni eftir löðrunginn

Leikarinn Will Smith hefur sagt sig úr bandarísku kvikmyndaakademíunni vegna hegðunar sinnar á óskarverðlaunahátíðinni á dögunum þegar hann löðrungaði grínistann Chris Rock.

Lífið
Fréttamynd

Joe Exotic sækir um skilnað

Joe Exotic, betur þekktur sem „tígrisdýrakonungurinn“, hefur sagt skilið við hjónaband sitt við Dillon Passage og sótt um skilnað. Passage, sem er 34 árum yngri en eiginmaður hans, er nú þegar fluttur inn með nýjum kærasta.

Lífið
Fréttamynd

Ezra Miller handtekið á Hawaii

Ezra Miller var handtekið á Hawaii fyrir tvö brot af óreglu og áreitni eftir deilur sem áttu sér stað á karókíbar um helgina. Einnig hefur par frá svæðinu sem Ezra gisti hjá sótt um nálgunarbann á stjörnuna eftir að hán réðst inn í svefnherbergið þeirra.

Lífið