Nöfnin sem hestanafnanefnd hefur hafnað Hestanafnanefnd hefur frá því að hún var stofnuð 2016 hafnað þónokkrum beiðnum um nöfn á íslenskum hestum. Á meðal nafnanna eru til dæmis Apótek, Leyndarmál, Euphoria og Avicii - það síðastnefnda að öllum líkindum í höfuðið á sænska plötusnúðnum heitnum. Innlent 30. nóvember 2021 14:15
Brýning frá hestakonu Ég bið ykkur að hafa í huga sem lesið þetta, af því ég er að fara að segja óþægilega hluti um umræðuna undanfarið, að allan tímann er það grundvallarsjónarmið mitt að meðferðin sem sást í myndböndum sem þessum hryssum var boðin er óverjandi með öllu og gildir raunar einu hvort um er að ræða hesta eða væru það kýr, kindur, hundar, kettir, eða önnur dýrategund. Skoðun 28. nóvember 2021 15:30
Segir traustið til Ísteka brostið Forsendur sem settar hafa verið um blóðmerabúskap hefur ekki verið fylgt eftir að mati Sveins Steinarssonar formanns Félags hrossabænda. Það valdi því að traust til fyrirtækisins Ísteka sé brostið, en það kaupir allt blóð til framleiðslu frjósemislyfs sem notað er í ræktun búfjár erlendis. Innlent 26. nóvember 2021 17:09
Bein útsending: Hið umdeilda blóðmerahald á Íslandi í Pallborðinu Blóðtaka úr hryssum til framleiðslu hormóns sem notað er í búfjárrækt erlendis er eitt mesta hitamál vikunnar, eftir að alþjóðlegu dýraverndunarsamtökin AWF/TBS birtu myndband um illa meðferð við starfsemina. Innlent 26. nóvember 2021 12:36
Mannúðlegt og dýravænt blóðmerahald er ekki til! Á dögunum dreifðu dýraverndunarsamtökin AWF, Þýzkalandi, og TSB, Sviss, viðamikilli skýrslu, ásamt myndbandi, um blóðmerahald á Íslandi, en þessi samtök höfðu unnið að rannsókn blóðmerahalds hér frá 2019. Skoðun 26. nóvember 2021 09:32
Fær sjálf að taka upp nafnið Lán en hryssan ekki Hestaeigandi á Austurlandi furðar sig á því að fá ekki að nefna hryssu sína Lán. Hestanafnanefnd hafnaði nafninu vegna þess að það er hvorugkynsorð - en hægðarleikur var hins vegar að fá það samþykkt hjá mannanafnanefnd. Innlent 25. nóvember 2021 19:12
Fordæma illa meðferð á blóðmerum Alþjóðasamtök íslenska hestsins (FEIF) fordæma illa meðferð á hryssum sem blóð er tekið úr á íslenskum bæjum. Þau segjast styðja að íslensk stjórnvöld stöðvi blóðmerahald alfarið hér á landi. Innlent 25. nóvember 2021 12:29
Hátt í fjörutíu lítrar teknir úr hverri hryssu Hátt í fjörutíu lítrar af blóði eru teknir úr hryssum á hverju blóðtökutímabili. Allt að fimm lítrar eru teknir í hvert skipti, sem samsvarar um fimmtán til tuttugu prósentum af öllu blóðmagni hestsins. Fyrir þessa fimm lítra fást tíu þúsund krónur eða áttatíu þúsund krónur fyrir fjörutíu lítra. Innlent 23. nóvember 2021 18:12
Orðspor Íslendinga bíði hnekki eftir hroðalegt dýraníð Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir að orðspor Íslands bíði hnekki eftir heimildarmyndina sem sýnd var í gær, þar sem varpað var ljósi á slæma meðferð á íslenskum hryssum við blóðtöku. Hún vill að starfsemin verði bönnuð og að stjórnvöld komi til móts við bændur sem hafi reitt sig á starfsemina. Innlent 23. nóvember 2021 13:06
Meðferðin til háborinnar skammar en leggur ekki mat á hvort hætta þurfi blóðtökunni Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra segir meðferð á íslenskum hryssum við blóðtöku vera til háborinnar skammar. Hann vill þó ekki leggja mat á það hvort hætta þurfi þessari starfsemi. Innlent 23. nóvember 2021 12:45
„Kerfisbundið og síendurtekið dýraníð“ Formaður Félags hrossabænda segist telja fólk úr sínum röðum vera slegið yfir þeim myndum sem sáust í myndbandi sem birt var í morgun af slæmri meðferð mera við blóðtöku. Félag tamningamanna kallar eftir úrbótum og skorar á MAST að taka sig á í eftirliti. Innlent 22. nóvember 2021 21:37
„Ég myndi sjálf berja þann sem legði hendur á mín hross“ „Ég er mjög ósátt við þetta myndband. Þarna birtast myndir heiman frá mér, og ekkert af minni starfsemi tengist því sem kemur fram í myndbandinu,“ segir Sæunn Þórarinsdóttir, hrossabóndi um myndband sem birt var í morgun af slæmri meðferð mera við blóðtöku. Innlent 22. nóvember 2021 20:00
Skemmtilegast að fara á bak – leiðinlegast að moka undan hestunum Mikil ánægja er hjá krökkum á Selfossi að geta nú fengið að komast inn í félagshesthús Hestamannafélagsins Sleipnis þar sem krakkarnir fá hest og reiðtygi til afnota, auk þess að fá reiðkennslu. Þá þurfa krakkarnir að moka undan hestunum, kemba þeim og hugsa um þá í félagshesthúsinu. Innlent 21. nóvember 2021 20:16
Nýtt hestakyn á Íslandi? Hestamenn klóra sér nú í höfðinu vegna hesta, sem hafa verið í einangrun í stóði á bæ í Landbrot í Skaftárhreppi í sextíu ár. Hestarnir hafa aldrei komið inn í hesthús, hófarnir hafa aldrei verið klipptir, tennur ekki raspaðar og þeir hafa ekki fengið ormalyf. Hestarnir eru þó ótrúlega vel á sig komnir en allir mjög litlir og er jafnvel talað um nýtt hestakyn í því sambandi. Innlent 17. nóvember 2021 20:10
Reiknað með tíu þúsund gestum á Hellu Hestamenn eru nú þegar farnir að undirbúa sig og láta sér hlakka til fyrir landsmóti hestamanna, sem haldið verður á Hellu næsta sumar. Það átti að vera landsmót síðasta sumar en því var frestað vegna Covid. Reiknað er með tíu þúsund gestum á mótið á Hellu. Innlent 7. nóvember 2021 15:37
„Þér geta orðið á mistök í lífinu, geturðu þá aldrei komið til baka?“ Jóhann Rúnar Skúlason, sem nýverið var vikið úr landsliði Íslands í hestaíþróttum vegna kynferðisbrotadóms frá árinu 1994, er verulega ósáttur við að hafa verið vikið úr landsliðinu. Hann var dæmdur fyrir að hafa haft önnur kynferðismök með þrettán ára stúlku í gáleysi um aldur hennar. Hann segist iðrast gjörða sinna en vill að það sé skýrt að hann hafi ekki fengið dóm fyrir nauðgun eins og haldið hafi verið fram í fjölmiðlum. Innlent 3. nóvember 2021 14:58
Segir rangt að hann hafi verið dæmdur fyrir nauðgun Jóhann Rúnar Skúlason, sem var rekinn úr landsliðinu í hestaíþróttum vegna dóms sem hann hlaut fyrir alvarlegt kynferðisofbeldi, segir það rangt að hann hafi verið sakfelldur fyrir nauðgun. Hann hafi verið dæmdur sekur fyrir að hafa samræði við barn yngri en fimmtán ára. Innlent 3. nóvember 2021 00:09
Kynferðisbrot muni ekki líðast í framvarðarsveit hestamanna Formaður Landssambands hestamanna segir það hafa verið erfiða ákvörðun að víkja einum fremsta knappa Íslands úr landsliðinu vegna kynferðisbrotamáls. Hann segir ekki verjandi að taka ekki ákvörðun þegar mál af þessum toga koma upp og telur að sambandið hafi tekið rétta ákvörðun. Innlent 1. nóvember 2021 13:00
Einn besti knapi landsins braut á þrettán ára stúlku árið 1993 Jóhann Rúnar Skúlason, landsliðsmaður í hestaíþróttum, hefur verið rekinn úr landsliðinu vegna þess að hann á að baki dóm fyrir alvarlegt kynferðisofbeldi. Jóhann Rúnar varð þrefaldur heimsmeistari árið 2019 og var hestafólk verulega ósátt við að hann komst ekki í efstu þrjú sætin í kjöri íþróttamanns ársins. Innlent 31. október 2021 23:46
Vikið úr landsliði í hestaíþróttum vegna kynferðisbrots Stjórn Landssambands hestamannafélaga og landsliðsnefnd hafa vikið einum landsliðsmanni úr landsliðshópi Íslands í hestaíþróttum. Ástæðan er refsidómur sem landsliðsmaðurinn fyrrverandi hefur hlotið fyrir kynferðisbrot. Innlent 31. október 2021 21:31
Hestakona fær skertar bætur vegna ölvunar Hestakona krafðist þess að henni yrðu greiddar fullar bætur vegna líkamstjóns sem hún hlaut eftir fall af hestbaki. Tryggingarfélagið féllst ekki á það og taldi nærri lagi að greiða henni 1/3 hluta tjónsins. Innlent 31. október 2021 14:56
Engin merki um skotsár á dauðu hrossunum í Landeyjum Ekki voru nein merki um skot eða skotsár á tveimur dauðum hrossum sem fundust í beitarhaga í Landeyjum í gær. Innlent 26. október 2021 10:37
Þarf ekki að greiða fyrir graðhesta sem léku lausum hala Landeigandi í Hörgársveit þarf ekki að greiða kostnað sem féll á Hörgársveit þegar sveitarfélagið lét handsama tvo graðhesta sem sluppu og léku lausum hala á annarri jörð í Hörgársveit. Innlent 25. október 2021 08:55
Íslandsmeistari í járningum kemur frá Belgíu Nýr Íslandsmeistari í járningum var krýndur um helgina en átta keppendur tóku þátt í Íslandsmótinu með því að járna nokkur hross frá Eldhestum í Ölfusi.“Gott skap og sterkur líkami þarf að einkenna góðan járningamann“, segir yfirdómari mótsins. Innlent 24. október 2021 20:16
Úndína rannsakar magasár í íslenskum hestum Íslenskur dýralæknanemi er í fyrsta skipti að gera skipulagða rannsókn á tíðni magasára í íslenskum hrossum, en margt hefur verið á huldu um sjúkdóminn. Kannað er sérstaklega hvaða áhrif ýmsir umhverfisþættir hafa á kvillan. Innlent 10. október 2021 20:06
Þolkappreið yfir hálendið frá Skagafirði til Þingvalla Íslenski hesturinn sannaði enn og aftur hversu magnaður hann er í fjögurra daga þolkappreiða keppni yfir hálendið, sem lauk í gær. Hver knapi reið um 70 kílómetra á dag, tveir Íslendingar og tveir útlendingar. Innlent 29. ágúst 2021 15:08
Kaley Cuoco býðst til að kaupa hestinn sem var laminn á Ólympíuleikunum Leikkonan Kaley Cuoco, sem flestir þekkja eflaust úr þáttunum The Big Bang Theory, hefur sagst munu borga hvaða verð sem er til að bjarga hestinum sem laminn var af þýskum þjálfara á Ólympíuleikunum. Lífið 14. ágúst 2021 20:32
Fundust eftir mánuð á fjalli: „Þarna bara birtast þau bara allt í einu“ Fimm hross fundust loks í dag, rétt tæpum mánuði eftir að þau fældust og hlupu á fjöll þann 13. júlí síðastliðinn. Eigandi hrossanna segist gríðarlega fegin að hafa loksins fundið þau. Næst á dagskrá sé að sækja þau. Innlent 12. ágúst 2021 22:31
Íslenski hesturinn með Gretu Thunberg í Vogue Greta Thunberg situr fyrir á forsíðu fyrsta tölublaðs Vogue Scandinavia. Með henni á forsíðunni er Íslenski hesturinn Strengur. Í blaðinu má finna nokkrar fallegar myndir af þeim saman. Lífið 11. ágúst 2021 17:32
Rekin af Ólympíuleikunum fyrir að slá hest Þýskur fimmtarþrautarþjálfari hefur verið rekinn af Ólympíuleikunum í Tókýó fyrir að slá hest. Kim Raisner, þjálfarinn sem um ræðir, var að reyna að aðstoða íþróttakonuna Anniku Schleu við að ná stjórn á hestinum Soint Boy í miðri keppni í gær. Erlent 7. ágúst 2021 10:51