Skaut úr riffli að hrossahópi í Flókadal Tilkynnt hefur verið til lögreglu á Sauðárkróki um mann sem skaut að hrossahópi í Flókadal nú nýlega. Bóndi á bæ einum í dalnum var að sækja hross sín snemma síðastliðinn laugardagsmorgun, en þau höfðu komist yfir á nágrannajörð. Um 60 hross voru í hópnum og var ætlunin að reka þau heim í tún. Sport 1. nóvember 2006 12:03
Formannsskipti hjá Landssambandi hestamannafélaga Í dag hefst þing Landssambands hestamannafélaga í Borgarnesi. Það er í boði Hestamannafélagsins Skugga og stendur fram á seinnipart laugardags. Innlent 27. október 2006 11:30
Tæplega 10 þúsund manns komnir á Vindheimamela í Skagafirði Tæplega 10 þúsund manns eru komnir á Vindheimamela í Skagafirði til þess að fylgjast með Landsmóti hestamanna. Í gærkvöldi var haldinn stórdansleikur með Todmobil sem stóð fram eftir nóttu og að sögn lögreglu á svæðinu fór allt vel fram fyrir utan einstaka pústra. Innlent 1. júlí 2006 12:20
Úrslit í úrtöku hjá Sleipni, Ljúf, Háfeta og Trausta Sigurður Vignir Matthíasson sigraði í A flokki gæðinga í úrtöku hjá Sleipni, Ljúf, Háfeta og Trausta sem lauk nú í kvöld á Kvist frá Hvolsvelli með 8,59. Þórður Þorgeirsson lenti í öðru sæti á Snædísi frá Selfossi með 8,55 og Elsa Magnúsdóttir húsfreyja á Sólvangi endaði í því þriðja á Þyt frá Kálfhóli með 8,51 en þessi þrjú kepptu fyrir Sleipni. Sport 13. júní 2006 23:42
Þórður Þorgeirsson sigraði A flokk gæðinga á úrtökumóti Geysis Þórður Þorgeirsson sigraði A flokk gæðinga á úrtökumóti Geysis, Sindra, Smára og Loga sem fram fór um helgina með 8,60 í einkunn. Ævar Örn Guðjónsson varð í öðru sæti á Bergþóri frá Feti með 8,48. Ísleifur Jónasson sigraði B flokk á Röðli frá Kálfholti með 8,78 og Árni Björn Pálsson hafnaði í öðru sæti á Tign frá Teigi ll með einkunina 8,59. Maríanna Magnúsdóttir sigraði Ungmennaflokk með einkunina 8,43 á Tý frá Þúfu og Helga Björk Helgadóttir varð í öðru sæti á Eydísi frá Djúpadal með 8,43. Sport 11. júní 2006 18:39
Kóngur um stund Hestaþátturinn Kóngur um stund, sem var á Stöð 2 í fyrra, heldur áfram á RÚV í sumar. Áfram er tilgangurinn að skemmta áhorfendum og vekja áhuga á íslenska hestinum og hestamennsku um leið, líka meðal þeirra sem lítið sem ekkert hafa kynnst þessu ótrúlegu og einstöku skepnu. Sport 9. júní 2006 14:00
Úrslit hjá Hornfirðingi Félagsmót hestamannafélagsins Hornfirðings fór fram í blíðskaparveðri nú um helgina. Mótið sem jafnframt var úrtaka fyrir landsmót var vel sótt og gekk mjög vel að sögn mótshaldara. Um 60 knapar og hross mættu til leiks. Sport 9. júní 2006 08:15
Skráningarfrestur vegna ræktunarbússýninga á LM Hrossaræktendur eru minntir á að frestur til að skrá ræktunarbú á Landsmót 2006 rennur út sunnudaginn 11. júní nk. Hægt er að sækja um þátttöku með því að senda tölvupóst á landsmot@landsmot.is merkt "Ræktunarbú." Þar þurfa að koma fram upplýsingar um þau hross er ætlunin er að sýna, aldur, ættir og árangur, ásamt stuttri kynningu á búinu. Sport 9. júní 2006 08:12
Gæðingakeppni Faxa úrslit Blær frá Hesti sigraði A- flokk á gæðingamóti Faxa með glæsibrag knapi á Blæ var Þorvaldur Árni Þorvaldsson.Blær hlaut einkunnina 8,93, fékk hann meðal annars 9,4 fyrir brokk og 9,0 fyrir tölt, vilja og fegurð í reið og má vænta þess að þeir félagar verði í toppbaráttunni á LM í sumar. Blær var einnig valin glæsilegasti hestur mótsins Sport 6. júní 2006 07:19
Geisli sigraði af öryggi í Gusti Gæðingakeppni Gusts, sem jafnframt var úrtaka fyrir Landsmót, fór fram nú um helgina. Þátttaka var góð og keppnin hörð enda mikið í húfi. Þekktir gæðingar sigruðu í A – og B flokki, en sigurvegari síðasta Landsmóts Geisli frá Sælukoti sýndi hvers megnugur hann og knapi hans Steingrímur Sigurðarson geta verið þegar þeir hreinlega rúlluðu upp úrslitakeppninni og hlutu meteinkunn 9,16 og mikið lófatak frá áhorfendum. Sport 4. júní 2006 20:28
Íslandsmót fullorðinna í hestaíþróttum 2006 Íslandsmót fullorðinna í hestaíþróttum fer fram í Glaðheimum í Kópavogi dagana 14.-16. júlí nk. Keppt verður í öllum hefðbundnum greinum og stefna Gustarar að því að halda glæsilegt mót. Hin þekktu listahjón Baltasar og Kristjana Samper hafa hannað glæsilega verðlaunagripi sem veittir verða fyrir efstu sætin, en þeir eru sannkölluð listaverk og verða aðeins framleiddir í takmörkuðu magni. Sport 1. júní 2006 16:51
Meistarar hjá Sóta Gæðingakeppni Sóta fór vel fram á velli félagsins síðastliðinn laugardag. Aldrei hafa svo margir meistaraknapar tekið þátt í einu og er greinilegt að eigendur hrossanna leggja metnað sinn í að hesturinn sýni sitt allra besta, enda var þetta mót einnig úrtaka fyrir komandi Landsmót. Sport 31. maí 2006 12:37
Þóroddur sigrar í A-flokki gæðinga hjá Fáki Þóroddur frá Þóroddsstöðum og Daníel Jónsson unnu A-flokk gæðinga á MESTA gæðingamóti Fáks í gærkvöld með einkunina 8,81. Kolskeggur frá Oddhóli og Sigurbjörn Bárðarson náðu öðru sæti með 8,76 og Ormur frá Dallandi og Atli Guðmundsson höfnuðu í því þriðja með 8,75. Sport 29. maí 2006 06:06
Rökkvi frá Hárlaugsstöðum sigraði í B-flokki hjá Fák Rökkvi frá Hárlaugsstöðum og Þorvaldur Árni Þorvaldsson sigruðu í B-flokki gæðinga á MEST gæðingamóti hjá Fáki í dag með 9,30 í einkunn. Muggur frá Hafsteinsstöðum og Árni Björn urðu í öðru sæti með 8,74 í einkunn og Töfri frá Kjartansstöðum og Daníel Jónsson höfnuðu í þriðja sæti. Úrslit í A flokki verða riðin klukkan 16,30. Sport 28. maí 2006 15:25
Forkeppni í A-flokki hjá Fáki Sigurbjörn Bárðarson og Kolskeggur frá Oddhóli hafa nauma forustu eftir forkeppnina í A- flokki gæðinga á MEST gæðingamóti Fáks í gær. Sport 27. maí 2006 08:05
Fyrsti stöðulisti í tölti fyrir LM 2006 Fyrsti stöðulisti vegna þátttökuréttar í tölti á LM 2006 birtist hér. Athugið að listinn er birtur með fyrirvara um breytingar og hann er eingöngu byggður á þeim mótum sem skilað hefur verið inn í tölvukerfið Mótafeng. Sport 26. maí 2006 15:47
Aðalheiður Anna með besta tíman í Þolreiðinni Þolreiðarkeppni Laxnes og Icelandair var haldin í gær í þokkalegu veðri. 20 keppentur tóku þátt í reiðinni og skiluðu allir sér í mark. Dýralæknir stöðvaði 3 keppendur áður en keppnin hófst þar sem ástand hesta var ekki nógu gott. Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir vann unglinga- og ungmennaflokk en þetta er annað árið sem hún vinnur og Pétur Andersen vann fullorðins flokk. Sport 22. maí 2006 12:07
Dagskrá gæðingamóts og úrtöku Fáks 2006 Glæsilegir gæðingar eru skráðir til leiks og má þar nefna Þórodd frá Þóroddsstöðum, Orm frá Dalland, Töfra frá Kjartansstöðum, List frá Vakurstöðum og Rökkva frá Hárlaugsstöðum. Leiknir frá Vakurstöðum, sigurvegar B flokksins í fyrra er skráður í unglingaflokk ásamt ótal fleiri glæsilegum gæðingum. Sport 19. maí 2006 21:49
Skeiðleikar Skeiðfélagsins Skeiðfélagið hélt sínar fyrstu kappreiðar í gærkvöldi á félagssvæði Sleipnis að Brávöllum á Selfossi. Vegna bilunar í tímatökubúnaði dróst dagskrá aðeins en þegar búnaðarinn var kominn í lag gekk allt að óskum. Veðrið lék við keppendur og áhorfendur og var örlítill mótvindur. Sport 18. maí 2006 13:21
Öll úrslit Reykjavíkurmeistaramóts í hestaíþróttum Vel heppnað Reykjavíkurmeistaramót Akkúrat og Höfðabíla er lokið. Mótið heppnaðist að öllu leiti mjög vel og voru veðurguðirnir keppendum og áhorfendum hliðhollir alla mótsdagana. Sport 16. maí 2006 05:30
Mikil spenna á íþróttamóti Sóta Mikil spenna skapaðist á íþróttamóti Sóta, sem fór fram á velli félagsins síðastliðinn laugardag. Flest úrslit voru jöfn og þurfti að ríða bráðabana í úrslitum í tölti fullorðinna. Í fjórgangi fullorðinna skákuðu konurnar körlunum og röðuðu sér í tvö efstu sætin. Eftir mótið var grillað á nýja pallinum við félagsheimilið og skemmtu menn, konur og börn sér langt fram eftir kvöldi. Sport 16. maí 2006 05:00
Úrslit fyrsta dags Reykjavíkurmeistaramóts í hestaíþróttum Úrslit fyrsta dags Reykjavíkurmeistaramóts Reykjavíkurmeistaramót Akkúrat og Höfðabíla hófst í gær í blíðskaparveðri. Sigurður Sigurðarson á Drífu frá Hafsteinsstöðum var efstur í meistaraflokki í gæðingaskeiði með 8,21. Sport 11. maí 2006 08:10
OPNA Reykjavíkurmeistaramótið hefst í dag OPNA Reykjavíkurmeistaramót Akkúrat og Höfðabíla hefst í dag klukkan fjögur og byrjar keppnin á gæðingaskeiði PP1 ungl, ungm, og 1. fl, meistara á kappreiðavelli. Þetta mót er án efa eitt af þeim stærri sem haldin eru á þessu ári, en það stendur yfir til sunnudags. Sport 10. maí 2006 07:29
Atli Guðmundsson er sigurvegari í Meistaradeild VÍS Atli Guðmundsson sigraði fyrstu Meistaradeild VÍS í hestaíþróttum. Í gærkveldi var síðasta keppni í Meistaradeildinni og keppt var í gæðingaskeiði og 150m skeiði. Atli Guðmundsson og Tenór sigruðu gæðingaskeiðið, Viðar Ingólfsson og Gandur í öðru sæti og Sigurður Sigurðarson á Fölva enduðu í þriðja sæti. Sport 5. maí 2006 13:42
Þolreiðarkeppni Laxnes og Icelandair Undanfarinn 15 ár hefur verið haldin Þolreiðarkeppni á Íslandi í samstarfi við Laxnes og Icelandair. Þolreiðarkeppni snýst um samspil manns og hests og verða allir hestar skoðaðir af dýralækni fyrir keppni og þegar keppni er lokið. Passa þarf allan tímann að ofgera ekki hestinum og að halda púls í lágmarki, ef að púls er of hár eftir keppni þá hlýtur keppandi refsistig. Sport 5. maí 2006 13:40
Úrslit frá Firmakeppni Smára Firmakeppni Smára í Hreppum fór fram á Kálfárbökkum við Árnes þann 1. maí í blíðskaparveðri og var aðsókn með mesta móti. Þáttaka var góð og góð tilþrif sáust, enda voru keppendur óspart hvattir áfram af þuli mótsins. Nú var í fyrsta skipti keppt í flokki heldri manna og kvenna. Það var Sigurður Sigmundsson frá Syðra-Langholti sem gaf verðlaunagrip í þennan nýja flokk. Sport 3. maí 2006 09:21
Meistaradeild VÍS - rásröð og dagskrá lokamóts Síðasta mót Meistaradeildar VÍS í hestaíþróttum fer fram á Selfossi á velli Sleipnismanna fimmtudaginn 4. maí. Sport 2. maí 2006 18:50
Opna Reykjavíkur- meistaramótið Opna Reykjavíkurmeistaramót Akkúrat og Höfðabíla verður haldið á félagssvæði Fáks í Víðidal dagana 10 – 14 maí. Glæsileg dagskrá þar sem nokkrir af helstu gæðingum landsins etja kappi í hestaíþróttum. Einnig verða sýndar vonarstjörnur úr röðum kynbótahrossa sem sýndar verða á sérstökum sýningum. Sport 2. maí 2006 11:44
Miðaverð á LM 2006 Miðaverð á Landsmót Hestamanna liggur nú fyrir og er verðskráin eftirfarandi. Fyrirkomulag forsölu verður kynnt nánar síðar og eins sala á stúkusætum. Gert er ráð fyrir að forsala hefjist í júníbyrjun Sport 2. maí 2006 10:06
Úrslit opna töltmóts Anvara Opna töltmót Andvara var haldið síðastliðin föstudag og voru skráningar á mótið í mesta lagi. Það var Ríkharður Flemming Jensen á Hæng frá Hæl sem sigraði opna flokkinn, Sara Lind Ólafsdóttir á Iðunni frá Eystri Hóli, sigraði áhugamannaflokkinn og Margrét Ríkharðsdóttir á Sál frá Múlakoti sem sigraði flokkinn undir 17 ára. Sport 30. apríl 2006 11:39