Heilsa

Heilsa

Allt um heilsu, hreyfingu og hollan mat

Fréttamynd

Eva segir lífið betra með Kára Stefáns

Kári Stef­áns­son, for­stjóri Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar, og Eva Bryn­geirs­dótt­ir, þjálfari og jógakennari, hafa verið stinga saman nefjum undanfarna mánuði. Eva segir í færslu á Instagram að lífið sé betra með Kára. 

Lífið
Fréttamynd

„Þú gleymir fólki sem þú hefur elskað allt þitt líf“

„Alzheimer er sjúkdómur sem tekur ekki bara yfir líf þess sem greinist með hann heldur allrar fjölskyldunnar. Hægt og rólega mun sjúkdómurinn láta aðilann gleyma öllu, fyrst smáum hlutum og svo minningum. Loks mun hann gleyma þér og öllum sem hann hefur elskað,“ segir Andrés Garðar Andrésson.

Lífið
Fréttamynd

Látum ekki lúsmýið skemma fyrir okkur gleðina - Bitin burt

Nú þegar lúsmýið lætur á sér kræla enn á ný hefst leitin hjá mörgum að hinni fullkomnu fælu. Þegar kemur að því að fæla burt lúsmýið sem og annað mý hefur gengið hvað best að nota ilmkjarnaolíur en þær eru handhægar, ódýr og náttúrulegur kostur í þessari baráttu og jafnframt hentugar til ýmissa annara nota, t.d til að fá góðan ilm á heimilið.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Hefði ekki trúað á­hrifunum!

Hver kannast ekki við að verða þreyttur eftir þunga máltíð? Sumir fá einnig óþægindi, uppþembu og vindverki og tengist þetta að öllum líkindum skorti á meltingarensímum í meltingarvegi. Það má segja að Anna Gréta þekki einkenni ensímskorts aðeins of vel, en hér deilir hún með okkur reynslu sinni og hvernig Digest Gold meltingarensímin breyttu öllu.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Farðu ljómandi í sumarið!

Halló sólardýrkendur! Við erum með spennandi nýjungar sem munu láta húðina þína og daginn ljóma bjartar en nokkru sinni fyrr! Kynntu þér nýjustu vörurnar frá Hello Sunday sem hannaðar eru til að gefa þér sólkysstan ljóma á meðan þær vernda húðina með bestu SPF formúlunum!

Lífið samstarf
Fréttamynd

Sá ekki fram á að geta lifað annað svona tíma­bil

Ekkja tónlistarmannsins Rafns Jónssonar, sem lést úr MND-sjúkdómnum árið 2004, segir að lyfið Tofersen sé byltingin sem hún hafi beðið eftir í hátt í fjörutíu ár. Það var henni gríðarlegt áfall þegar stjúpdóttir hennar greindist með sama sjúkdóm fyrir þremur árum en Tofersen-lyfið hefur glætt með þeim von um bjartari framtíð.

Innlent
Fréttamynd

Sviptir hulunni af kílóatölunni

Bandaríski leikarinn Jesse Plemons hefur tekist að létta sig gríðarlega. Leikarinn ræddi þyngdartapið við fjölmiðla á rauða dreglinum í gærkvöldi í aðdraganda frumsýningar hans nýjustu myndar Kinds of Kindness.

Lífið
Fréttamynd

Börn verði tekin fram­yfir gælu­verk­efni

Sylvía Briem Friðjóns þriggja barna móðir sem komin er með nóg af dagvistunarvandræðum foreldra segir að hjarta sitt brotni vegna allra þeirra frásagna sem hún hefur fengið frá foreldrum í vandræðum. Hún segir dæmi um að fólk hafi valið að fara í þungunarrof vegna dagvistunarvandans og hvetur stjórnmálamenn til að láta af gæluverkefnum og leysa vanda foreldra í eitt skiptið fyrir öll.

Lífið
Fréttamynd

Notkun bóluefna veldur ekki ein­hverfu

Enn á ný eru komnar á kreik vangaveltur um „hugsanlegt orsakasamband“ notkunar bóluefna og einhverfu en það var árið 1998 sem „rannsókn“ birtist í hinu virta og ritrýnda vísindatímariti The Lancet þar sem Andrew Wakefield taldi sig geta sýnt fram á tengsl notkunar á bóluefnum (MMR) og einhverfu. Wakefield hafði hins vegar vísvitandi átt við gögnin og niðurstöður hans voru því falsaðar.

Skoðun
Fréttamynd

Stefna á að lækna Parkin­son með í­græðslu stofn­fruma

Arnar Ástráðsson, heila- og taugaskurðlæknir, er við það að hefja tilraunir á fólki með Parkinson með ígræðslu stofnfruma í heila þeirra. Ef tilraunir ganga vel telur hann að þetta geti orðið stöðluð meðferð og jafnvel læknað sjúkdóminn. Arnar fór yfir þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Viltu bæta svefngæði þín?

Árdís Hrafnsdóttir hefur fundið mikinn mun á sér eftir að hún hóf inntöku á magnesíum bisglycinate og mælir hiklaust með fyrir öll sem vilja bæta sín svefngæði.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Kominn heim nokkrum dögum eftir hjarta­stopp

Brandon Lamar Thompson Jr., varnarmaður NFL-meistara Kansas City Chiefs, gat vart byrjað tímabilið verr en hann var á liðsfundi þegar hann fékk flog sem leiddi til þess að hjarta hans stöðvaðist um tíma.

Sport
Fréttamynd

Lit­rík hlaupagleði í Laugar­dalnum

Líf og fjör var í Laugardalnum síðastliðna helgi þegar hið árlega Litahlaup, eða Color Run, var haldið í áttunda sinn. Hlaupið er fimm kíló­metrar þar sem þátt­tak­end­ur eru litaðir með lita­púðri eft­ir hvern kíló­metra. Sannkölluð fjölskylduveisla!

Lífið
Fréttamynd

Vika ein­mana­leikans

Manneskjan er í eðli sínu félagsvera og mætir í þennan heim með líffræðilega þörf fyrir félagsleg tengsl. Þessi þörf fyrir að tilheyra er mismikil eftir einstaklingum en hún felur í sér meðfædda löngun eftir hlýju, snertingu og jákvæðum, mannlegum samskiptum.

Skoðun
Fréttamynd

LED ljósameðferðir: Nýjasta trendið í húðumhirðu

„LED ljósameðferð hafa verið að tröllríða öllu úti í heimi þetta ár og við erum alveg einstaklega stoltar að geta boðið upp á virkar og flottar LED meðferðir hérna hjá okkur Eliru snyrtistofu," segir Rakel Ósk Guðbjartsdóttir snyrtifræðingur og eigandi Eliru.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Í skugga sílóa og sandryks

Þorlákshöfn var á síðasta ári 41. sveitarfélagið til að taka þátt í verkefni Embætti landlæknis um Heilsueflandi samfélag. Á heimasíðu Ölfuss segir að meginmarkmið sveitarfélagsins sé að skapa tækifæri fyrir íbúa til bættra lífsgæða með fjölbreyttum möguleikum til hreyfingar, útiveru, íþróttaiðkunar og annarrar afþreyingar og frístundaiðju. Það skýtur því skökku við að ætla að reisa risavaxna mölunarverksmiðju í landi Þorlákshafnar, í heilsueflandi sveitarfélagi. Auk óprýði og stærðar verksmiðjunnar er hætta á umhverfisslysum, hljóð og umhverfismengun og öðru sem slíkur iðnaður hefur í för með sér. Náttúrufræðistofnun, Umhverfisstofnun, Hafrannsóknarstofnun, Vegagerðin, Samgöngustofa og Heilbrigðiseftirlit Suðurnlands hafa réttilega látið í ljós áhyggjur af fyrirhugaðri framkvæmd.

Skoðun