Guðmundur: Gjörsamlega geggjað að klára þetta hérna á þeirra heimavelli Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, segir tilfinninguna ólýsanlega eftir sigur liðsins gegn Ungverjum í lokaleik liðsins í riðlakeppni EM í kvöld. Handbolti 18. janúar 2022 20:07
Ýmir: Geðveikt að soga þetta í sig og drepa svo niður í höllinni „Ég er rosalega sáttur. Við erum með fullt hús stiga en núna hefst bara nýtt mót,“ sagði Ýmir Örn Gíslason sigurreifur eftir sigurinn gegn Ungverjalandi á EM í handbolta í dag. Handbolti 18. janúar 2022 19:43
Einkunnir strákanna á móti Ungverjum: Bjarki og Björgvin bestir en þrír fá sexu Það voru margir að spila vel í sigrinum á Ungverjum í kvöld enda þurfti mikið til að vinna heimamenn fyrir framan troðfulla og blóðheita tuttugu þúsund manna höll. Handbolti 18. janúar 2022 19:39
Ómar Ingi: Ég reyndi bara að vera kúl Ómar Ingi Magnússon skoraði átta mörk þegar Ísland vann Ungverjaland, 31-30, í lokaleik sínum í B-riðli Evrópumótsins í handbolta. Með sigrinum tryggðu Íslendingar sér sæti í milliriðli og þeir fara þangað með tvö stig. Handbolti 18. janúar 2022 19:37
„Að sýna svona hreðjar og svona töffaraskap er ekkert eðlilega töff“ Björgvin Páll Gústavsson átti stóran þátt í naumum sigri Íslands gegn Ungverjum í kvöld sem tryggði liðinu sæti í milliriðli með fullt hús stiga. Hann segir að seinustu leikir gegn Ungverjum hafi verið erfiðir, en sigurinn í kvöld sýni töffaraskap í íslenska liðinu. Handbolti 18. janúar 2022 19:34
Twitter bregst við sigrinum: „Haltu kjafti hvað þetta var geggjað!“ Strákarnir okkar í íslenska handboltalandsliðinu unnu gríðarlega mikilvægan eins marks sigur gegn Ungverjum í lokaleik riðlakeppninnar á EM í handbolta í kvöld og taka því tvö stig með sér í milliriðil. Stuðningsmenn liðsins létu vel í sér heyra á samfélagsmiðlinum Twitter. Handbolti 18. janúar 2022 19:21
Topparnir í tölfræðinni á móti Ungverjum: Bjarki og auðveldu mörkin í leitirnar Bjarki Már Elísson fékk að vera með á móti Ungverjum í kvöld og það munaði miklu um að vera með báða hornamennina virka. Björgvin Páll varði marga mikilvæga bolta í lokin. Handbolti 18. janúar 2022 19:03
Dagskrá Íslands í milliriðlinum: Byrja gegn heimsmeisturunum Eins og flestir ættu að vita tryggði íslenska karlalandsliðið í handbolta sér sæti í millirðili með eins marks sigri gegn Ungverjum fyrr í kvöld. Ísland mætir Dönum í fyrsta leik í milliriðlinum, en Danir eru ríkjandi hemsmeistarar. Handbolti 18. janúar 2022 19:01
Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 31-30 | Ísland með fullt hús stiga áfram Ísland fer með fullt hús stiga í millriðla EM eftir þriðja sigur sinn. Spennan var svakaleg í Búdapest í dag þegar Ísland vann eins marks sigur á heimamönnum, 31-30. Handbolti 18. janúar 2022 18:40
Lærisveinar Alfreðs tryggðu sér sigur í D-riðli Á sama tíma og strákarnir okkar glímdu við Ungverja á EM í handbolta áttust Pólverjar og Þjóðverjar við í D-riðli. Þýsku strákarnir hans Alfreðs Gíslasonar tryggðu sér sigur í riðlinum með því að leggja Pólverja 30-23. Handbolti 18. janúar 2022 18:34
Guðmundur gerir eina breytingu Teitur Örn Einarsson verður í íslenska landsliðshópnum sem mætir Ungverjalandi á EM í handbolta klukkan 17, í leik sem nánast er upp á líf og dauða. Handbolti 18. janúar 2022 14:52
Ómar Ingi: Held við séum tilbúnir Ómar Ingi Magnússon verður væntanlega í lykilhlutverki hjá íslenska landsliðinu í kvöld gegn Ungverjum og hann ætlar sér stóra hluti. Handbolti 18. janúar 2022 14:30
Janus Daði: Verður gaman að fara í stríð með strákunum Janus Daði Smárason kom af bekknum á lokamínútum leiksins gegn Hollandi og blómstraði. Hans framlag vóg ansi þungt í þeim mikilvæga sigri. Handbolti 18. janúar 2022 13:01
Guðmundur: Ég hræðist ekki neitt Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari hefur slæma reynslu af leikjum gegn Ungverjum í gegnum tíðina en vonast eðlilega eftir því að breyting verði á að þessu sinni. Handbolti 18. janúar 2022 12:01
Þorgerður Katrín: Gísli allt öðruvísi handboltamaður en við foreldrarnir Alþingiskonan Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er stödd í Ungverjalandi þar sem hún er að fylgjast með syni sínum fara á kostum með íslenska handboltalandsliðinu. Handbolti 18. janúar 2022 11:37
Eyjakonur mæta meisturunum í Málaga Eyjakonur mæta ríkjandi meisturum Costa del Sol Málaga í 8-liða úrslitum Evrópubikarsins í handbolta í febrúar. Dregið var í dag. Handbolti 18. janúar 2022 11:08
Aron: Liðið er tilbúið í þetta próf „Þetta verður frábært og bara spenna í mannskapnum að takast á við þetta verkefni,“ segir landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson heldur betur klár í bátana fyrir úrslitaleikinn gegn Ungverjum í kvöld. Handbolti 18. janúar 2022 10:31
„Númer 1, 2 og 3 eigum við að hugsa um að vinna þennan leik, punktur“ Gríðarlega mikil spenna er fyrir lokaumferðina í B-riðli Evrópumótsins í handbolta karla en öll fjögur liðin geta enn komist áfram. Ásgeir Örn Hallgrímsson og Róbert Gunnarsson segja að íslenska liðið verði fyrst og síðast að hugsa um sig og vinna Ungverja. Handbolti 18. janúar 2022 09:31
Utan vallar: Standast strákarnir okkar stóra prófið? Þrátt fyrir gott gengi á EM getur enn allt gerst í dag. Strákarnir okkar geta farið á flugi inn í milliriðil með stig í töskunni eða flogið heim til sín. Það er stutt á milli í þessu. Handbolti 18. janúar 2022 09:00
Aðeins svekktir Portúgalar gætu bjargað strákunum okkar ef þeir tapa Eru strákarnir okkar í íslenska handboltalandsliðinu ekki í toppmálum eftir að hafa unnið fyrstu tvo leiki sína á EM og nánast komnir áfram? Stutta svarið er nei, alls ekki, og liðið gæti hæglega fallið úr leik í kvöld. Handbolti 18. janúar 2022 08:31
Björgvin: Við erum ógeðslega góðir í handbolta „Það hefur loðað við mig að elska mótlætið. Bæði í lífinu og handboltanum,“ segir reynsluboltinn Björgvin Páll Gústavsson spenntur fyrir leiknum gegn Ungverjum. Sport 18. janúar 2022 08:01
Alfreð þurfti að hafa hraðar hendur eftir að fimm Þjóðverjar greindust með veiruna Alfreð Gíslason þurfti að kalla í fimm leikmenn inn í þýska landsliðshópinn í stað þeirra fimm sem greindust með kórónuveiruna í gær. Handbolti 18. janúar 2022 07:45
Danmörk og Frakkland áfram í milliriðla með fullt hús stiga | Svíþjóð slefaði áfram Öllum leikjum dagsins á EM í handbolta er nú lokið. Danmörk og Frakkland fóru að fordæmi Spánar og Rússlands. Báðar þjóðir fara í milliriðla með fullt hús stiga. Svíþjóð skreið áfram í milliriðla þökk sé jafntefli gegn Tékklandi. Handbolti 17. janúar 2022 21:30
Spánn og Rússland með fullt hús stiga í milliriðla Fjórum af átta leikjum dagsins á EM karla í handbolta er nú lokið. Spánverjar og Rússar fara með fullt hús stiga í milliriðil. Handbolti 17. janúar 2022 19:31
Rakel Dögg hætt með Stjörnuna Rakel Dögg Bragadóttir og Stjarnan hafa komist að samkomulagi um starfslok. Rakel Dögg verður því ekki lengur þjálfari liðsins í Olís-deild kvenna í handbolta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjörnunni. Handbolti 17. janúar 2022 18:35
Svona hefur farið hjá strákunum þegar Ísland hefur unnið tvo fyrstu leiki sína Ungverjar bíða strákana okkar í þriðja leik á morgun en þetta er langt frá því að vera í fyrsta sinn á stórmóti sem þeir mæta íslensku landsliði með fullt hús. Handbolti 17. janúar 2022 16:31
Svona breytti Janus sóknarleik Íslands á ögurstundu Ísland vann Holland með minnsta mun, 29-28, í öðrum leik sínum á EM í Ungverjalandi og Slóvakíu. Íslendingar gátu ekki síst þakkað Janusi Daða Smárasyni fyrir sigurinn en hann fann leiðina í gegnum framliggjandi vörn Hollendinga sem hafði breytt gangi mála. Handbolti 17. janúar 2022 14:00
EM-hlaðvarp Seinni bylgjunnar: Eins og Gummi sé að fá hjartaáfall á hliðarlínunni Stefán Árni Pálsson, Róbert Gunnarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson fóru yfir sigur Íslands á Hollendingum, 29-28, í öðrum leik liðsins á mótinu. Íslenska liðið er með fullt hús stiga eftir tvo leiki. Handbolti 17. janúar 2022 12:31
Fékk 750 þúsund króna sekt fyrir að hrækja á áhorfendur Svartfellski handboltamaðurinn Marko Lasica fékk væna sekt fyrir að hrækja í átt að stuðningsmönnum Norður-Makedóníu eftir leik á EM. Handbolti 17. janúar 2022 08:01
Twitter: Hann nær að tékka á e-mailinu sínu áður en hann lendir! Þjóðin lét skoðanir sínar flakka á Twitter yfir landleik Íslands og Hollands í kvöld, dómgæslan, Sigvaldi, Janus og Logi Geirs voru vinsælustu umræðuefnin. Handbolti 16. janúar 2022 23:28