Stefán eftir enn einn titil Fram: Hefði líka verið mjög stoltur hefðum við ekki unnið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. maí 2022 10:31 Íslandsmeistarinn Stefán Arnarson. Vísir/Hulda Margrét „Ég er að vísu alltaf svona brúnn,“ sagði Stefán Arnarson, þjálfari Íslandsmeistara Fram kíminn er hann mætti í sett hjá Seinni bylgjunni eftir leik. Svava Kristín Grétarsdóttir, þáttastjórnandi, talaði um hvað það væri létt og bjart yfir Stefáni sem var fljótur að svara á sinn einstaka hátt áður en hann ræddi leikinn. „Mjög gott að klára þetta. Ég hefði ekki viljað fimmta leik,“ sagði Stefán í kjölfarið. „Ég sagði að ég myndi vilja spila fleiri leiki í Safamýrinni. Ég tók aldrei fram að það væri fimmti leikur,“ bætti hann við er Svava Kristín gaf í skyn að hann hefði nú sagt annað eftir síðasta leik liðanna á Hlíðarenda. „Mér fannst við betri í fyrri hálfleik. Vörnin var frábær, fáum á okkur 11 mörk og þar af fjögur þegar við erum að tapa boltanum illa. Síðan fannst mér við hafa hærra orkustig. Hugsaði alltaf að við værum að fara klára þetta.“ Svo fær Stella [Sigurðardóttir] rautt spjald og þær breyta um vörn, við erum búin að æfa vel fyrir þessa vörn en það var ekki að sjá. Svo eru það þessir litlu hlutir, markið hjá Kristrúnu [Steinþórsdóttur] þegar hann lak inn og það eru þeir sem ráða úrslitum. Er virkilega ánægður að hafa unnið Val, gott og vel þjálfað lið.“ Keppinautar á hliðarlínunni en vinir utan vallar „Já, við erum að fara borða saman á miðvikudaginn,“ sagði Stefán um vinskap sinn og Ágúst Jóhannssonar, þjálfara Vals. „Gústi stjórnar þessu,“ bætti hann svo við aðspurður hvert þeir ætluðu að fara. Stefán hefur reynt að halda Gústa góðum en þeir hafa verið duglegir að skjóta á hvorn annan í gegnum tíðina, það var minna um slíkt góðlátlegt grín í þessari rimmu. „Hann er svo skapvondur. Ég sagði eitthvað og það tók þrjá daga að ná fýlunni úr honum svo ég sýndi þroska og hætti þessu.“ Ágúst á hliðarlínunni í leiknum.Vísir/Hulda Margrét Mikið gengið á í vetur „Ég er búinn að þjálfa í nokkur ár og ég hef aldrei lent í svona vetri. Þess vegna er ég ótrúlega stoltur að hafa klárað þetta,“ sagði Stefán en þónokkur skakkaföll hafa orðið á Framliðinu í vetur. Stórskyttan Ragnheiður Júlíusdóttir er að glíma við eftirköst kórónuveirunnar. Steinunn Björnsdóttir kom inn undir lokin, nokkrir leikmenn hafa fengið höfuðhögg og glímt við afleiðingar og þá spilaði einn leikmaður liðsins með brotið bein í ökkla. „Ég er mjög stoltur, hefði líka verið mjög stoltur hefðum við ekki unnið í dag. Það má ekki gleyma að það er ekki sjálfgefið að vera alltaf í toppbaráttu.“ „Það er góð spurning. Leikmannahópurinn er sterkur en baklandið, ótrúlega margir sjálfboðaliðar sem hugsa rosalega vel um kvennaliðið, það er stærsta ástæðan fyrir því að liðið er að ná árangri,“ sagði Stefán að endingu aðspurður hvernig væri að vinna fyrir Fram sem er nú sigursælasta lið Íslands í kvennahandbolta. Klippa: Íslandsmeistarinn Stefán Arnarson Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Handbolti Olís-deild kvenna Fram Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Fleiri fréttir Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Sjá meira
„Mjög gott að klára þetta. Ég hefði ekki viljað fimmta leik,“ sagði Stefán í kjölfarið. „Ég sagði að ég myndi vilja spila fleiri leiki í Safamýrinni. Ég tók aldrei fram að það væri fimmti leikur,“ bætti hann við er Svava Kristín gaf í skyn að hann hefði nú sagt annað eftir síðasta leik liðanna á Hlíðarenda. „Mér fannst við betri í fyrri hálfleik. Vörnin var frábær, fáum á okkur 11 mörk og þar af fjögur þegar við erum að tapa boltanum illa. Síðan fannst mér við hafa hærra orkustig. Hugsaði alltaf að við værum að fara klára þetta.“ Svo fær Stella [Sigurðardóttir] rautt spjald og þær breyta um vörn, við erum búin að æfa vel fyrir þessa vörn en það var ekki að sjá. Svo eru það þessir litlu hlutir, markið hjá Kristrúnu [Steinþórsdóttur] þegar hann lak inn og það eru þeir sem ráða úrslitum. Er virkilega ánægður að hafa unnið Val, gott og vel þjálfað lið.“ Keppinautar á hliðarlínunni en vinir utan vallar „Já, við erum að fara borða saman á miðvikudaginn,“ sagði Stefán um vinskap sinn og Ágúst Jóhannssonar, þjálfara Vals. „Gústi stjórnar þessu,“ bætti hann svo við aðspurður hvert þeir ætluðu að fara. Stefán hefur reynt að halda Gústa góðum en þeir hafa verið duglegir að skjóta á hvorn annan í gegnum tíðina, það var minna um slíkt góðlátlegt grín í þessari rimmu. „Hann er svo skapvondur. Ég sagði eitthvað og það tók þrjá daga að ná fýlunni úr honum svo ég sýndi þroska og hætti þessu.“ Ágúst á hliðarlínunni í leiknum.Vísir/Hulda Margrét Mikið gengið á í vetur „Ég er búinn að þjálfa í nokkur ár og ég hef aldrei lent í svona vetri. Þess vegna er ég ótrúlega stoltur að hafa klárað þetta,“ sagði Stefán en þónokkur skakkaföll hafa orðið á Framliðinu í vetur. Stórskyttan Ragnheiður Júlíusdóttir er að glíma við eftirköst kórónuveirunnar. Steinunn Björnsdóttir kom inn undir lokin, nokkrir leikmenn hafa fengið höfuðhögg og glímt við afleiðingar og þá spilaði einn leikmaður liðsins með brotið bein í ökkla. „Ég er mjög stoltur, hefði líka verið mjög stoltur hefðum við ekki unnið í dag. Það má ekki gleyma að það er ekki sjálfgefið að vera alltaf í toppbaráttu.“ „Það er góð spurning. Leikmannahópurinn er sterkur en baklandið, ótrúlega margir sjálfboðaliðar sem hugsa rosalega vel um kvennaliðið, það er stærsta ástæðan fyrir því að liðið er að ná árangri,“ sagði Stefán að endingu aðspurður hvernig væri að vinna fyrir Fram sem er nú sigursælasta lið Íslands í kvennahandbolta. Klippa: Íslandsmeistarinn Stefán Arnarson Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Handbolti Olís-deild kvenna Fram Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Fleiri fréttir Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Sjá meira