„Takk Jovan Kukobat“ Afturelding vann Hauka í úrslitum Powerade-bikarsins með minnsta mun 27-28. Árni Bragi Eyjólfsson, leikmaður Aftureldingar, var í skýjunum með bikarmeistaratitilinn. Handbolti 18. mars 2023 18:15
Umfjöllun, viðtöl og myndir: ÍBV - Valur 31-29 | Bikarinn siglir til Eyja í fyrsta sinn í nítján ár Valur og ÍBV mættust í úrslitaleik Powerade-bikar kvenna í dag. Fjöldi fólks lagði leið sína í Laugardalshöllina og urðu vitni að tveggja marka sigri Eyjakvenna, 31-29. Þeirra fyrsti bikarmeistaratitill í nítján ár eða síðan 2004. Handbolti 18. mars 2023 16:43
„Ég er bara á bleiku á skýi“ Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, var kampakátur með sigur ÍBV á Val í úrslitaleik Powerade-bikar kvenna í Laugardalshöll í dag. Eyjakonur hafa þurft að bíða í talsverðan tíma eftir þessum titli en þetta er fyrsti bikarmeistaratitill Eyjakvenna í nítján ár. Handbolti 18. mars 2023 15:59
Sjáðu rauða spjaldið umdeilda í bikarúrslitaleik ÍBV og Vals Marta Wawrzynkowska, markvörður ÍBV, fékk að líta beint rautt spjald í bikarúrslitaleik ÍBV og Vals sem nú fer fram í Laugardalshöllinni. Marta fór þá í andlit Theu Imani Sturludóttir í hraðaupphlaupi. Handbolti 18. mars 2023 14:19
„Getum fengið þrjá erlenda leikmenn á sama verði og einn íslenskan“ Hörður féll í gær úr Olís-deild karla í handbolta á fyrstu leiktíð félagsins á meðal þeirra bestu. Stefnan er sett aftur upp og miklar vonir eru bundnar við ungviðið innan félagsins. Handbolti 18. mars 2023 09:00
Donni markahæstur í endurkominni Kristján Örn Kristjánsson, Donni, er mættur aftur til leiks með PAUC í frönsku úrvalsdeildinni. Hann hafði tekið sér tímabundið hlé frá handbolta vegna kulnunar en er nú snúinn aftur og það með látum. Handbolti 17. mars 2023 23:30
Þórir: Hafði tilfinningu fyrir því að Jón Þórarinn myndi eiga góðan leik í markinu Þórir Ólafsson, þjálfari Selfyssinga, var í skýjunum með tveggja marka sigur á Val 33-31. Þetta var fimmti heimasigur Selfoss í röð og var Þórir afar ánægður með frammistöðuna. Sport 17. mars 2023 21:30
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss – Valur 33-31 | Selfoss vann nýkrýnda deildarmeistara Selfoss vann tveggja marka sigur á Val. Heimamenn spiluðu frábærlega í fyrri hálfleik þar sem þeir skoruðu 21 mark. Valur kom til baka í seinni hálfleik og minnkaði muninn minnst niður í eitt mark en nær komust Valsarar ekki og Selfoss vann 33-31. Handbolti 17. mars 2023 21:00
Tíu ára handboltakrakkar fá að spila bikarúrslitaleik í Laugardalshöllinni Úrslitavika Powerade bikarsins í handbolta stendur yfir þessa dagana en hún hófst með undanúrslitaleikjum meistaraflokkanna á miðvikudag og fimmtudag en í viðbót eru spilaðir fullt af úrslitaleikjunum hjá krökkunum við sömu aðstæður og hjá þeim fullorðnu. Handbolti 17. mars 2023 15:31
„Að slá einhvern á rassinn á ekki heima neins staðar“ „Ég er ekki glæpamaður. Það skal vera á hreinu,“ segir Sigurður Bragason, þjálfari kvennaliðs ÍBV, en hann hefur verið mikið í umræðunni eftir ásakanir um að hafa slegið í afturenda kvenkyns starfsmanns Vals á dögunum. Handbolti 17. mars 2023 15:00
Þórir kallar aftur á nýju mömmuna Þórir Hergeirsson, þjálfari norsku heims- og Evrópumeistarana í handbolta kvenna, hefur kallað aftur á Kari Brattset Dale inn í norska landsliðið. Handbolti 17. mars 2023 13:01
Óðinn skoraði fallegasta mark riðlakeppninnar Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði fallegasta mark riðlakeppninnar í Evrópudeildinni í handbolta. Mark Óðins kom beint úr hornkasti. Handbolti 16. mars 2023 23:31
„Mér líður ekkert vel“ Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var vonsvikinn eftir að hans menn töpuðu fyrir Aftureldingu, 35-26, í undanúrslitum Powerade-bikars karla í kvöld. Hann var sérstaklega ósáttur við hvernig Stjörnumenn byrjuðu leikinn. Handbolti 16. mars 2023 22:26
„Fyrsti boltinn gefur manni mikið“ Brynjar Vignir Sigurjónsson átti frábæran leik þegar Afturelding tryggði sér sæti í úrslitaleik Powerade-bikars karla með stórsigri á Stjörnunni, 35-26, í kvöld. Handbolti 16. mars 2023 22:16
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Stjarnan 35-26 | Stjarna fæddist þegar Mosfellingar flugu í úrslit Afturelding komst í úrslitaleik Powerade-bikars karla með stórsigri á Stjörnunni, 35-26, í seinni undanúrslitaleiknum í kvöld. Í úrslitaleiknum á laugardaginn mæta Mosfellingar Haukum. Handbolti 16. mars 2023 22:05
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fram - Haukar 24-32 | Frábær seinni hálfleikur skilaði Haukum í úrslit Fram mætti Haukum í fyrri viðureign kvöldsins í undanúrslitum Powerade bikarsins. Eftir jafnan fyrri hálfleik völtuðu Haukar hreinlega yfir Fram í síðari hálfleik. Lokatölur 24-32 og Haukar komnir í úrslitaleik bikarsins. Handbolti 16. mars 2023 21:13
Einar Jónsson: Ég náði bara ekki að finna lausnir Fram er úr leik í Powerade bikarnum. Sannfærandi tap í undanúrslitum í Laugardalshöll í kvöld gegn Haukum kom í veg fyrir að Framarar færu lengra þetta árið. Lokatölur 24-32 Haukum í vil og eru þeir því komnir í úrslitaleik á laugardaginn. Handbolti 16. mars 2023 20:32
Umfjöllun: Hörður - ÍBV 30-33 | Harðarmenn endanlega fallnir Eyjamenn unnu nauman sigur á Herði á Ísafirði í kvöld í Olís-deild karla. Sigurinn var langt frá því að vera auðveldur fyrir Eyjamenn en baráttuglaðir Ísfirðingar voru aldrei langt undan. Hörður leiddi í hálfleik með tveimur mörkum, 18-16, en ÍBV var sterkari aðilinn á síðustu andartökum leiksins og sigruðu Eyjamenn með þremur mörkum, 33-30. Handbolti 16. mars 2023 20:28
Guðmundur Bragi: Þeir náðu okkur aldrei eftir það Haukar eru komnir í úrslitaleik Powerade bikarsins eftir að hafa valtað yfir Fram í seinni hálfleik í Laugardalshöll í kvöld. Lokatölur 24-32. Handbolti 16. mars 2023 20:10
Viggó fór á kostum í Íslendingaslag | Magdeburg missteig sig í toppbaráttunni Fjórir leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld og voru Íslendingar í eldlínunni í þeim öllum. Þar ber hæst að nefna stórleik Viggós Kristjánssonar er Leipzig vann öruggan átta marka sigur gegn Ými Erni Gíslasyni og félögum í Rhein-Neckar Löwen, 37-29. Handbolti 16. mars 2023 20:01
„Þegar maður er kominn með líkingar við kynferðisbrotamenn þá verð ég aðeins að stoppa“ Sigurður Bragason, þjálfari kvennaliðs ÍBV í handbolta, segir síðustu vikur hafa verið erfiðar eftir að hann var dæmdur í bann eftir leik liðsins gegn Val í Olís-deild kvenna. Handbolti 16. mars 2023 19:04
Fjögur lið í Höllinni sem hafa öll beðið lengi eftir bikarnum Undanúrslit Powerade bikars karla í handbolta fara fram í Laugardalshöllinni í kvöld og í boði er sæti í bikarúrslitaleiknum á laugardaginn. Handbolti 16. mars 2023 15:00
Hrafnhildur Hanna: Erum mjög spenntar fyrir laugardeginum Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, skytta Eyjaliðsins, var ánægð frammistöðu liðsins þegar liðið bar sigur úr býtum gegn Selfossi, 29-26, í undanúrslitum Powerade-bikarsins í handbolta kvenna í Laugardalshöllinni í kvöld. Handbolti 15. mars 2023 22:30
Umfjöllun og myndir: ÍBV-Selfoss 29-26 | Eyjakonur mæta Val í bikarúrslitum ÍBV, topplið Olís-deildar kvenna, mætir Val í úrslitaleik Powerade-bikarsins í handbolta kvenna en Eyjakonur lögðu Selfoss að velli í undanúrslitum keppninnar í Laugardalshöll í kvöld. Handbolti 15. mars 2023 21:45
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Valur 19-28 | Valur í bikarúrslit eftir níu marka sigur Valur valtaði yfir Hauka og tryggði sér farseðilinn í úrslit Powerade-bikarsins næsta laugardag. Jafnræði var með liðunum fyrsta korterið en eftir það tók Valur yfir leikinn og voru úrslitin ráðin í hálfleik þar sem Valur var sjö mörkum yfir.Haukar áttu aldrei möguleika í seinni hálfleik og Valur vann á endanum 19-28. Handbolti 15. mars 2023 20:35
Ágúst: Starfið á Hliðarenda í kvennaboltanum er frábært Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, var ánægður með níu marka sigur á Haukum 19-28 í undanúrslitum Powerade-bikarsins. Handbolti 15. mars 2023 19:50
Framkonur fordæma viðbragðsleysi við ósæmilegri hegðun Leikmenn kvennaliðs Fram í handbolta hafa sent frá sér yfirlýsingu til stuðnings þolenda kynbundinnar áreitni og ofbeldis, og fordæma það sem þær telja vera viðbragðsleysi handboltahreyfingarinnar við ósæmilegri hegðun og brotum. Handbolti 15. mars 2023 15:23
HK missir lykilmann til FH Handboltamaðurinn Símon Michael Guðjónsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við FH. Hann kemur til liðsins frá HK sem verður nýliði í Olís-deild karla á næsta tímabili. Handbolti 15. mars 2023 15:00
Eyjakonur gáfu út tuttugu síðna leikskrá fyrir bikarúrslitin Undanúrslit Powerade-bikar kvenna í handbolta fara fram í Laugardalshöllinni í kvöld en þetta verða fyrstu bikarúrslitin í Höllinni eftir kórónuveirufaraldurinn. Handbolti 15. mars 2023 14:31
Elna Ólöf og Berglind í raðir Fram Fram hefur fengið liðsstyrk fyrir komandi tímabil í Olís-deild kvenna í handbolta. Í dag var tilkynnt að Elna Ólöf Guðjónsdóttir og Berglind Þorsteinsdóttir myndu ganga í raðir félagsins í sumar. Þær hafa báðar leikið allan sinn feril með HK. Handbolti 14. mars 2023 22:32