Kynda undir heimkomu Arons með skemmtilegu myndbandi: „Ég væri helst til í að fylla Krikann“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. september 2023 10:30 Aron Pálmarsson á skólalóðinni í Setbergsskóla. fh Spennan fyrir fyrsta leik Arons Pálmarssonar með FH í fjórtán ár eykst stöðugt og FH-ingar kynntu undir spenninginn með skemmtilegu myndbandi með honum. Skömmu fyrir jól í fyrra var staðfest að Aron myndi snúa heim til FH í sumar eftir fjórtán ár í atvinnumennsku. Á morgun leikur Aron sinn fyrsta leik fyrir FH síðan 12. mars 2009 þegar Afturelding kemur í heimsókn í Kaplakrika í 1. umferð Olís-deildarinnar. FH-ingar hafa skiljanlega gert mikið úr heimkomu Arons og bjuggu til afar skemmtilegt myndband til að hita undir leikinn annað kvöld. Í því heimsækir Aron gamla skólann sinn, Setbergsskóla, og á æfingu í Krikanum. Aron hvetur líka stuðningsmenn FH til að leggja sitt af mörkum í vetur þar sem liðið stefnir á toppinn. „Við þurfum á ykkar stuðningi að halda. Það er alveg á hreinu. Við ætlum okkur að stækka þetta og ætlum okkur gríðarlega stóra hluti í vetur. Þannig ég vonast til að sjá sem flesta á fimmtudaginn. Og ég væri helst til í að fylla Krikann. Því það verður alvöru stemmning. Ég mun mæta stemmdur. Það er alveg á hreinu. Ég er mjög spenntur,“ segir Aron í myndbandinu sem má sjá hér fyrir neðan. FH var spáð sigri í Olís-deildinni í árlegri spá forráðamanna liðanna í deildinni sem var kynnt í gær. FH fékk 391 af 395 stigum í kosningunni. Ef spáin rætist vinnur Aron því sinn fyrsta titil með FH næsta vor. Á glæstum ferli í atvinnumennsku vann Aron fjölda titla með Kiel, Veszprém, Barcelona og Álaborg, meðal annars Meistaradeild Evrópu í þrígang. Olís-deild karla FH Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Skömmu fyrir jól í fyrra var staðfest að Aron myndi snúa heim til FH í sumar eftir fjórtán ár í atvinnumennsku. Á morgun leikur Aron sinn fyrsta leik fyrir FH síðan 12. mars 2009 þegar Afturelding kemur í heimsókn í Kaplakrika í 1. umferð Olís-deildarinnar. FH-ingar hafa skiljanlega gert mikið úr heimkomu Arons og bjuggu til afar skemmtilegt myndband til að hita undir leikinn annað kvöld. Í því heimsækir Aron gamla skólann sinn, Setbergsskóla, og á æfingu í Krikanum. Aron hvetur líka stuðningsmenn FH til að leggja sitt af mörkum í vetur þar sem liðið stefnir á toppinn. „Við þurfum á ykkar stuðningi að halda. Það er alveg á hreinu. Við ætlum okkur að stækka þetta og ætlum okkur gríðarlega stóra hluti í vetur. Þannig ég vonast til að sjá sem flesta á fimmtudaginn. Og ég væri helst til í að fylla Krikann. Því það verður alvöru stemmning. Ég mun mæta stemmdur. Það er alveg á hreinu. Ég er mjög spenntur,“ segir Aron í myndbandinu sem má sjá hér fyrir neðan. FH var spáð sigri í Olís-deildinni í árlegri spá forráðamanna liðanna í deildinni sem var kynnt í gær. FH fékk 391 af 395 stigum í kosningunni. Ef spáin rætist vinnur Aron því sinn fyrsta titil með FH næsta vor. Á glæstum ferli í atvinnumennsku vann Aron fjölda titla með Kiel, Veszprém, Barcelona og Álaborg, meðal annars Meistaradeild Evrópu í þrígang.
Olís-deild karla FH Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira