Golf

Golf

Fréttir og úrslit úr heimi golfsins.

Fréttamynd

Náði lengsta pútti sögunnar

Matthew Vadim Scharff er óvenjulegur kylfingur enda eru samfélagsmiðlarnir hans ástríða og hann lifir fyrir það að setja niður hin ótrúlegustu golfhögg.

Golf
Fréttamynd

Lík­lega best geymda leyndar­málið á meðal kylfinga

Golfklúbbur Skagastrandar var stofnaður árið 1985 en Háagerðisvöllur var tekinn í notkun vorið 1991. Völlurinn, sem er 4 km norðan við Skagaströnd, er 9 holur og par 36 (72). Hann hentar byrjendum jafnt sem reyndari kylfingum. Hönnuður vallarins er Hannes Þorsteinsson.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Krefjandi golf­völlur í ó­venju­legri náttúru­fegurð

Haukadalsvöllur hefur þá sérstöðu að vera staðsettur nærri hverasvæðinu í Haukadal og má stundum sjá Strokk og Geysir blása úr sér á meðan spili stendur. Völlurinn, sem er 9 holu völlur, var opnaður sumarið 2006 og ber hver hola nafn einhvers af þeim hverum sem finnast á hverasvæðinu.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Myndaveisla: Líf og fjör á golfmóti FM957

Frábær þátttaka og mikil gleði var á partý golfmóti FM957 sem var haldið í níunda sinn síðastliðinn fimmtudag. Sjötíu og tveir keppendur mættu til leiks á mótinu sem fór fram á golfvelli Öndverðarness í Grímsnesi.

Lífið
Fréttamynd

Rændur á flug­velli eftir bronsið á ÓL

Japanski kylfingurinn Hideki Matsuyama, kylfusveinn hans og þjálfari urðu fyrir því óláni að vera rændir á flugvelli í Lundúnum, á leið sinni í úrslitakeppni PGA-mótaraðarinnar.

Golf
Fréttamynd

Gunnar Nelson mætti á golfbíl

Frábær þátttaka og mikil gleði var á golfmóti Dineout Open sem fór fram í blíðskaparveðri á Hlíðarvelli hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar síðastliðinn laugardag. Mótið var haldið í fjórða sinn þegar um 230 keppendur mættu til leiks en færri komust að en vildu eins og síðustu ár.

Lífið
Fréttamynd

Stigameistarinn ræðst í keppni um bikar sem var hannaður í Japan

Um helgina fæst úr því skorið hverjir standa uppi sem stigameistarar Golfsambandsins árið 2024 þegar keppni lýkur í Hvaleyrarbikarnum í Hafnarfirði á sunnudaginn. Hvaleyrarbikarinn fer fram hjá Keili og er fimmta og síðasta stigamót sumarsins. Keppni hófst í morgun og eru leiknar 54 holur á þremur dögum.

Golf
Fréttamynd

Skemmti­legur golf­völlur í ein­stak­lega fal­legu um­hverfi

Húsafellsvöllur er af mörgum talin vera ein af földum perlum Vesturlands en hann er 9 holu völlur sem liðast um fjölbreytt landslag meðfram bökkum Kaldár og Stuttár í jaðri sumarhúsasvæðisins. Fagurgrænn birkiskógurinn, Eiríksjökull, Langjökull, Okið, Hafursfell og Strútur eru glæsilegir á að horfa og mynda til samans einstaklega fallegt umhverfi sem lætur engan ósnortinn.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Ein af földu perlum Vest­fjarða

Golfvöllurinn í Bolungarvík heitir Syðridalsvöllur og er staðsettur rétt fyrir utan þéttbýliskjarnann í Bolungarvík. Það er því stutt að fara á eina af földu perlum Vestfjarða.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Einn glæsi­legasti 9 holu völlur landsins

Í sumar ætlar Vísir að kynna nokkra af þeim golfvöllum sem spennandi væri að prófa í sumarfríinu en hér á landi má finna yfir sextíu golfvelli víða um land. Golfvöllur vikunnar er Víkurvöllur í Stykkishólmi.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Sluppu furðu­vel frá heim­sókn hesta á golf­völlinn

Tiltölulega litlar skemmdir urðu á Hlíðavelli í Mosfellsbæ þegar hestastóð kom í óvelkomna heimsókn þangað seint í gærkvöldi. Vallastjóri telur líklegt að hestarnir hafi sloppið úr gerði nærri vellinum þar sem hann liggur við Leiruvog.

Innlent