Fréttir af flugi

Fréttir af flugi

Allt það helsta sem viðkemur flugi.

Fréttamynd

„Far­þegum er bara blandað saman“

Íslendingur sem ferðaðist hingað til lands frá Kaupmannahöfn um helgina segir farir sínar ekki sléttar eftir flug með Icelandair frá til Keflavíkur nú um helgina. Vélin kom til Kaupmannahafnar hálffull af farþegum frá Stokkhólmi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þynging og sýkna í innherjasvikamáli í Icelandair

Landsréttur staðfesti í dag þriggja og hálfs árs fangelsisdóm yfir Kristjáni Georg Jósteinssyni í Icelandair-innhverjasvikamálinu. Þá var dómur yfir Kjartani Jónssyni þyngdur úr átján mánuðum í tvö ár. Kjartan Bergur Jónsson, sem fékk fjögurra mánaða skilorðsbundinn dóm í héraði, var sýknaður í Landsrétti.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Taka verður hröð og stór skref

Efnahagsleg áhrif Covid heimsfaraldursins og þær jarðhræringar sem hafa nú orðið á suðvesturhorninu sýna glögglega að tímabært sé að taka stór og hröð skref í uppbyggingu á landsbyggðinni og byggja undir aukna verðmætasköpun.

Skoðun
Fréttamynd

Öflugustu sprengjuþotur Bandaríkjahers æfðu undan ströndum Íslands í fyrrinótt

Tvær B-2 Spirit-herþotur og tvær B-1B Lancers-herþotur voru látnar hittast undan ströndum Íslands í fyrrinótt í æfingaflugi, sem Bandaríkjaher segir að hafi verið til að undirstrika þá miklu áherslu sem flugherinn leggi á norðurslóðir. Önnur tegundin er hljóðfrá, hin torséð og getur borið kjarnorkuvopn, og eru þær taldar skæðustu sprengjuþotur NATO-herja.

Innlent
Fréttamynd

Nýjar landamærareglur á Íslandi einsdæmi í Evrópu

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins leggur til að gefið verði út samevrópskt rafrænt grænt vottorð fyrir alla íbúa evrópska efnahagssvæðisins sem staðfesti stöðu þeirra gagnvart COVID-19. Nýjar reglur varðandi vottorð ferðamanna utan Schengens sem taka gildi á morgun eru einsdæmi innan Evrópska efnahagssvæðisins.

Innlent
Fréttamynd

Eftirlit tekið upp á innri landamærum Íslands

Eftirlit verður tekið upp á innri landamærum Íslands eftir að fólki utan Schengen svæðisins sem hefur verið bólusett gegn Covid 19 verður leyft að koma til landsins. Yfirlögregluþjónn segir þetta auðvelda eftirlit með þeim sem koma til Íslands og frávísun þeirra sem ekki megi koma hingað.

Innlent
Fréttamynd

Mikill áhugi á Íslandi og markaðsherferðir hafnar

Forstjóri Icelandair segir afar jákvætt að farþegar utan Schengen fái að koma til landsins með gild bólusetningar-eða mótefnavottorð. Mikilvægustu markaðir félagsins séu þar. Íslandsstofa hefur þegar hafið markaðssátak í Bretlandi og skynjar mikinn áhuga á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Bréf í Icelandair hækka eftir tíðindi af vottorðum

Gengi hlutabréfa í flugfélaginu Icelandair tóku vænan kipp upp á við um hádegisbil eftir að tilkynnt var að farþegar með bólusetningarvottorð frá ríkjum utan Schengen yrðu tekin gild. Þar með má meðal annars hleypa Bretum og Bandaríkjamönnum inn í landið sem hafa verið bólusettir gegn kórónuveirunni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þeir sem eru bólusettir utan Schengen mega koma til landsins

Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að taka gild bólusetningarvottorð farþega sem koma til landsins frá ríkjum utan Schengen. Þar með má hleypa þeim inn í landið sem bólusettir eru gegn kórónuveirunni í til dæmis Bretlandi og Bandaríkjunum.

Innlent
Fréttamynd

Burðardýrið játaði en meintir skipuleggjendur neita

Aðalmeðferð fer fram í dag í máli tveggja Spánverja, karls og konu á fertugsaldri, sem ákærð eru fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Þeim er gefið að sök að hafa þann 19. desember síðastliðinn staðið að innflutningi á tæplega fimm kílóum af hassi, um 5100 E-töflum og eitt hundrað stykkjum af LSD.

Innlent
Fréttamynd

Börn verði skimuð á landamærunum

Sóttvarnalæknir hyggst leggja til að öll börn þurfi að undirgangast skimun við Covid-19 við komu þeirra til landsins. Hann mun skila af sér tillögum um næstu sóttvarnaaðgerðir á næstu dögum.

Innlent