Tíminn á flugvöllum orðinn jafn langur og ferðalagið Flugi Evu Rúnar Guðmundsdóttir frá Amsterdam til Íslands, sem átti að vera komin til Íslands með flugi Icelandair á sunnudag, hefur verið aflýst. Hún vissi ekki hvort hún ætti að hlæja eða gráta þegar ástæða aflýsingarinnar var gefin upp. Innlent 8. ágúst 2023 17:59
Martröð mæðgna sem áttu að koma til Íslands á sunnudag Þrjár íslenskar konur, systur og móðir þeirra, sem reiknuðu með að vera komnar heim til Íslands með flugi Icelandair frá Osló á sunnudagskvöld eru enn ókomnar heim. Þær hafa þurft að yfirgefa flugvél sem var á leiðinni í loftið, bíða í fjórtán klukkustundir á flugvelli og segja upplýsingagjöf í öllu ferlinu hafa verið ábótavant. Upplýsingafulltrúi Icelandair harmar óþægindin sem farþegar hafa lent í vegna frestana og aflýsinga á flugferðum. Innlent 8. ágúst 2023 14:54
„Þetta er alveg það mikið tjón að maður talar við lögfræðing“ Bubbi Morthens segist sitja uppi með mikið fjárhagslegt tjón eftir að flugferð hans frá eyjunni Krít var skyndilega aflýst í gær. Það eina í stöðunni sé að taka málinu með ró en íslenska hópnum hefur verið tilkynnt að ekki verði flogið til Íslands fyrr en eftir miðnætti að grískum tíma. Innlent 5. ágúst 2023 11:06
Bubbi strandaglópur á Krít Fjöldi Íslendinga eru strandaglópar á eyjunni Krít á Grikklandi eftir að flugferð Icelandair þaðan til Íslands var aflýst vegna tæknibilunar. Meðal þeirra er tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens en ekki liggur fyrir hvenær farþegar komast heim. Innlent 4. ágúst 2023 22:53
Tæp tvö ár fyrir að flytja inn rúm tvö kíló Kona hefur verið dæmd til 22 mánaða langrar fangelsisvistar fyrir að hafa staðið að innflutningi á tæplega 2,2 kílóum af nokkuð sterku kókaíni. Innlent 4. ágúst 2023 13:33
Leggst gegn áformum um þyrluflug á Hólmsheiði Stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur varar við hugmyndum um að þyrluflug verði flutt frá Reykjavíkurflugvelli á Hólmsheiði. Þær leysi engan vanda heldur flytji hann einungis til innan svæðisins. Innlent 4. ágúst 2023 11:44
Aflýstu flugi að ástæðulausu og greiða skaðabætur Spænksa flugfélagið Vueling hefur verið gert að greiða farþegum skaðabætur vegna flugs sem var aflýst vegna veðurs. Í úrskurði Samgöngustofu kemur fram að fluginu hafi verið aflýst að ástæðulausu. Neytendur 2. ágúst 2023 16:20
„Stóra spurningin“ er hvað Icelandair ætlar að gera með sterka sjóðstöðu Útlit er fyrir að Icelandair muni fara langt með að skila nærri hundrað milljóna Bandaríkjadala rekstrarhagnaði á árinu 2023, um fimmfalt meira en í fyrra, að sögn hlutabréfagreinenda sem verðmetur félagið um 50 prósentum yfir núverandi markaðsgengi. Sjóðstaða Icelandair, sem nemur um 75 prósentum af markaðsvirði flugfélagsins, hefur aldrei verið sterkari en stjórnendur segja að ekki standi til að nýta þá fjármuni til að greiða hraðar niður skuldir. Innherji 2. ágúst 2023 11:01
Þyrluflugið eins og nágranni með lélega golfsveiflu Bæjarfulltrúi í Kópavogi segir að það þurfi að staldra við og skoða hvort þyrluflug eigi í raun og veru heima á Reykjavíkurflugvelli. Hann skorar á Samgöngustofu að endurskoða flugleið þyrla svo þær fljúgi ekki yfir mikla íbúabyggð í Kópavogi og nágrannasveitarfélögum. Innlent 2. ágúst 2023 07:30
Ótækt að þyrlurnar séu nánast komnar ofan í kaffibolla íbúa Framkvæmdastjóri Norðurflugs segir að sér lítist ekki illa á að flytja starfsemi fyrirtækisins á Hólmsheiði. Skiljanlegt sé að íbúar séu þreyttir á hávaðamengun af völdum þyrluumferðar en fyrirtækið lúti núverandi flugferlum og ráði ekki flugleiðum inn á og út af Reykjavíkurflugvelli. Innlent 1. ágúst 2023 21:55
„Öllum að verða ljóst að þetta getur ekki verið svona“ Verið er að skoða að koma upp aðstöðu fyrir þyrluflug á Hólmsheiði. Borgarstjóri segir það sárgrætilegt að tíu ára gamalt samkomulag ríkisins og ISAVIA um nýjan flugvöll hafi aldrei verið efnt. Með þeim velli hefði verið hægt að koma í veg fyrir hávaðamengun vegna þyrluflugs. Innlent 1. ágúst 2023 11:54
Brýnt að finna þyrluflugi í Reykjavík nýjan stað Borgarstjóri segir brýnt að finna útsýnisflugi þyrlna nýjan stað og tryggja að flugleiðir í lágflugi séu almennt ekki yfir íbúabyggð. Borgaryfirvöld skoði nú Hólmsheiði sem mögulegan kost sem nýst gæti til útsýnisflugs, bæði tímabundið og til frambúðar. Stjórnir sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki rætt málið á sínum vettvangi. Innlent 1. ágúst 2023 06:46
Fatlað fólk á ferðalögum sé meðhöndlað eins og farangur Kona sem notast við hjólastól veigrar sér við að ferðast, þar sem aðgengismál í flugi séu hryllileg. Oft á tíðum sé farið með fatlað fólk eins og farangur og hjólastólar sem notaðir eru til að koma henni til og frá borði minni helst á pyntingartæki. Innlent 31. júlí 2023 21:36
Alls ekki einangrað tilvik Kona sem notar hjólastól segir ítrekað farið með fatlað fólk líkt og farangur frekar en manneskjur um borð í flugvélum. Hún fordæmir hversu lítið flugfélög og flugvellir komi til móts við fatlað fólk sem hafi flest erfiða reynslu af flugsamgöngum. Innlent 31. júlí 2023 09:48
„Til skammar að þetta mæti fólki þegar það kemur út úr flugstöðinni“ Rútubílstjórar segja umhirðu við Leifsstöð ekki nógu góða. Það sé of sjaldan þrifið og það vanti aukið aðgengi að ruslatunnum. Upplýsingafulltrúi Isavia segir að þrif á vellinum miðist við fjölda farþega hverju sinni en fyrirtækið taki öllum ábendingum alvarlega. Innlent 30. júlí 2023 15:05
Áfengisneysla og „Spánarfílingur“ í flugi sé miklu minni en áður Flugfreyja sem starfað hefur sem slík í þrjá áratugi segir að áfengisneysla í flugi hafi minnkað til muna síðan hún hóf störf sem flugfreyja. Þá finnst henni farþegar vera orðnir kurteisari á þessum tíma. Innlent 29. júlí 2023 17:04
Meiriháttar viðsnúningur á Play milli ára Flugfélagið Play skilaði 53 milljóna króna rekstrarhagnaði á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Um töluverðan viðsnúning er að ræða þegar miðað er við sama tímabil í fyrra en þá skilaði félagið 1,9 milljarða rekstrartapi. Viðskipti innlent 27. júlí 2023 15:45
Play bætir við áfangastað í Þýskalandi Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á áætlunarferðum til Frankfurt í Þýskalandi. Forstjóri Play segir félagið vera vel í stakk búið til að stækka leiðakerfið. Fyrsta flug Play til þýsku borgarinnar er áætlað í desember á þessu ári. Viðskipti innlent 27. júlí 2023 10:17
Neyddust til að bjóða farþegum upp á KFC um borð Farþegar í flugferð British Airways frá Turks- og Caicoseyjum til London á sunnudag brá svo sannarlega við þegar í ljós kom að boðið yrði upp á veitingar frá KFC um borð vegna „ófyrirséðra aðstæðna“. Erlent 27. júlí 2023 00:07
Segir þyrlur nánast ofan í kaffibollum íbúa Íbúi í Skerjafirði segir að gríðarleg umferð þyrlna, sem nýttar eru til að flytja ferðamenn að eldgosinu við Litla-Hrút, sé hreinlega skerðing á lífsgæðum. Innlent 25. júlí 2023 23:56
Segir rógburð ástæðu uppsagnar og kemur að lokuðum dyrum hjá VR Ryan Mikulcik, fyrrverandi starfsmaður Airport Associates, var sagt upp hjá fyrirtækinu í byrjun marsmánaðar. Í kjölfarið sótti hann um vinnu hjá Icelandair sem hann fékk ekki. Hann segir ástæðu höfnunarinnar vera rógburður af hálfu yfirmanns síns hjá Airport Associates. Innlent 25. júlí 2023 21:33
Enn að jafna sig og skoða að leita réttar síns Íslensk fjölskylda varð fyrir áfalli í síðustu viku þegar til stóð að vísa fjölskylduföðurnum, sem búið hefur hér á landi í átta ár, úr landi við komu á Keflavíkurflugvöll. Fjölskyldan er enn að jafna sig og skoðar það að leita réttar síns vegna atviksins. Innlent 24. júlí 2023 13:49
Kynjahlutföllum snúið við í flugturninum á Akureyri Konur hafa tekið yfir flugturninn á Akureyri. Karlar eru þar orðinn minnihlutahópur og telja aðeins þriðjung flugumferðarstjóra fyrir norðan. Innlent 24. júlí 2023 07:27
Ný akbraut sem heitir Mike Ný akbraut var formlega tekin í notkun á Keflvíkurflugvelli í dag. Brautin er fyrsta viðbót Isavia við flugbrautarkerfið á vellinum en allar aðrar breytingar á því hafa verið framkvæmdar af Bandaríkjaher og NATO. Viðskipti innlent 21. júlí 2023 16:11
Vél rýmd vegna veikinda farþega eftir langa bið í 37 stiga hita Samgönguyfirvöld í Bandaríkjunum rannsaka nú hvers vegna flugvél Delta Air Lines var kyrrsett á Harry Reid International Airport í Las Vegas í nokkrar klukkustundir í yfir 37 stiga hita á mánudag. Erlent 21. júlí 2023 08:47
Sterkasta lausafjárstaða í sögu Icelandair Flugfélagið Icelandair hagnaðist um 1,9 milljarða á öðrum ársfjórðungi 2023. Um er að ræða bestu afkomu félagsins á þeim ársfjörðungi síðan 2016. Forstjóri Icelandair segist stoltur af rekstrarniðurstöðunni. Viðskipti innlent 20. júlí 2023 17:49
Eigi að taka meðvitaðar ákvarðanir og sleppa samviskubitinu Framkvæmdastjóri Landverndar segir að fólk eigi ekki endilega að vera með samviskubit vegna flugferða erlendis heldur taka meðvitaðar ákvarðanir um ferðir sínar, takmarka þær og taka þeim ekki sem sjálfsögðum hlut. Innlent 19. júlí 2023 22:53
Að minnsta kosti mánuður í bráðabirgðaskýrslu vegna flugslyssins Bráðabirgðaskýrslu um flugslysið við Sauðahnjúka fyrir austan fyrir rúmri viku er ekki að vænta fyrr en í fyrsta lagi eftir mánuð. Áætluðum flugtíma flugvélarinnar í hinni örlagaríku ferð var við það að ljúka þegar slysið átti sér stað. Innlent 19. júlí 2023 19:41
Bandarískir ferðamenn slá met Icelandair sagði frá því á dögunum að sætanýting í flugi til og frá Norður-Ameríku hafi aldrei verið betri í júní. Það stemmir vel en Bandaríkjamenn eyddu 14,14 milljörðum króna á Íslandi í júní samkvæmt tölum frá Rannsóknasetri verslunarinnar (RSV). Skoðun 19. júlí 2023 07:00
Rammagerðin hlutskörpust í útboði á Keflavíkurflugvelli Rammagerðin átti hagstæðasta tilboðið í samkeppni um rekstur á verslun sem selur gjafavöru á Keflavíkurflugfelli. Rammagerðin mun því opna nýja og endurbætta verslun síðar á þessu ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia. Viðskipti innlent 17. júlí 2023 17:42