Kom til landsins fyrir rúmum sjö tímum og er enn í haldi Rúmensk kona sem lenti á Keflavíkurflugvelli klukkan hálf fjögur í dag, hefur verið í haldi lögreglu inni í lokuðu herbergi á flugvellinum frá því að hún lenti fyrir rúmum sjö tímum síðan. Lögmaður hennar segir ljóst að ekki sé löglegt að meina konunni inngöngu í landið, enda sé um að ræða EES-borgara í atvinnuleit hérlendis. Innlent 23. október 2023 23:30
Telur nasista hafa myrt þýskan flugkennara á Íslandi árið 1938 Þýskur flugkennari sem kom til Íslands að kenna Íslendingum svifflug í aðdraganda síðari heimsstyrjaldar var myrtur í Reykjavík af útsendara nasista. Þetta er ályktun höfundar nýútkominnar bókar um njósnara nasista og SS-menn á Íslandi á valdatíma Adolfs Hitlers. Innlent 22. október 2023 19:48
Þrennir tónleikar í súginn eftir óveður og bilun Tónlistarkonan Hafdís Huld og aðdáendur hennar sitja eftir með sárt ennið eftir að flugferð hennar var frestað ítrekað og loks aflýst. Hún hefur þurft að aflýsa þrennum tónleikum á Bretlandseyjum vegna þessa. Lífið 22. október 2023 14:55
Biðja starfsfólk að láta yfirmenn vita Icelandair og Play styðja starfsfólk sem hyggst leggja niður störf vegna kvenna- og kváraverkfalls á þriðjudag. Isavia sem meðal annars rekur Keflavíkurflugvöll gerir slíkt hið sama. Fólk er beðið um að láta yfirmann vita ef það ætlar að taka þátt. Vonir eru bundnar við að ekki verði tafir á flugsamgöngum. Innlent 22. október 2023 10:50
Forstjóri Ríkiskaupa segir að persónulegur ávinningur megi ekki ráða för Forstjóri Ríkiskaupa segir að persónulegur ávinningur ríkisstarfsmanna, þar með talið alþingismanna, þegar hið opinbera kaupir flugferðir fyrir starfsfólk, megi ekki ráða för. Hún segir að rammasamningur um flugfargjöld sé í endurskoðun. Innlent 21. október 2023 12:06
Heildartekjur Icelandair aldrei verið meiri á einum ársfjórðungi Heildartekjur Icelandair voru 74,7 milljarðar króna á þriðja ársfjórðungi. Í tilkynningu frá félaginu segir að það sé það séu mestu heildartekjur félagsins frá upphafi, en þær jukust um sautján prósent frá því í fyrra. Viðskipti innlent 19. október 2023 17:39
Næstfjölmennasta ferðamannasumarið í ár Fjöldi ferðamanna var næstum sá sami í sumar og metsumarið 2018. Flestir voru Bandaríkjamenn, Þjóðverjar og Pólverjar. Ferðamenn dvöldu að jafnaði í um 6,8 nætur en Frakkar og Þjóðverjar dvöldu lengst, eða í um 10,9 nætur. Viðskipti innlent 19. október 2023 11:10
Fjórum F-16 flogið til Íslands á morgun Bandarísk flugsveit kemur með fjórar F-16 orrustuþotur til landsins á morgun og mun taka við loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland. Umrædd sveit kemur frá Þýskalandi og telur 120 liðsmenn. Innlent 19. október 2023 09:55
Gul viðvörun og flugferðum aflýst fram yfir hádegi Gul veðurviðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðvesturlandi og Miðhálendinu vegna suðaustan storms. Búast má við vind á bilinu fimmtán til 23 metrum á sekúndu og hviðum allt að 35 metra á sekúndu, sér í lagi undir fjallshlíðum. Veður 19. október 2023 06:25
Hrósar Íslendingum fyrir frábæra 75 ára þjónustu við alþjóðaflugið Þetta hefur verið kallað minnst þekkti útflutningsatvinnuvegur Íslands, hann skapar þó níu milljarða króna gjaldeyristekjur á þessu ári og yfir þrjúhundruð hálaunastörf. Þetta er flugumferðarþjónusta Íslendinga fyrir alþjóðaflugið en 75 ára afmæli hennar var fagnað í dag. Innlent 18. október 2023 21:45
Nær öllu flugi aflýst vegna óveðursins Nær öllum flugferðum frá Keflavíkurflugvelli í nótt og fram að hádegi á morgun hefur verið aflýst. Þá hefur einhverjum flugferðum verið frestað. Gul viðvörum tekur gildi á Suðurlandi og Faxaflóa klukkan tíu í kvöld og mun standa yfir í tæpan sólarhring. Innlent 18. október 2023 18:57
Icelandair gert að greiða farþega skaðabætur vegna yfirbókunar Icelandair var gert að greiða farþega skaðabætur upp á tæplega 37 þúsund krónur samkvæmt nýlegum úrskurði Samgöngustofu vegna þess að félagið hafði neitað honum um far, sem hann hafði þegar bókað, á brottfarardegi. Neytendur 18. október 2023 17:54
Kattakona nefndi nasista í kröfu sinni um bætur frá Icelandair Viðskiptavinur Icelandair sem ætlaði að ferðast með kött yfir Atlantshafið fær engar skaðabætur eftir að hafa verið hafnað að ferðast með dýrið. Viðskiptavinurinn ávarpaði fulltrúa Samgöngustofu sem nasista. Neytendur 18. október 2023 15:36
Vill að flugminjasafnið fái sína reisn á safnasvæðinu á Hnjóti Bútur úr fyrstu flugvél Íslendinga, elsta flugskýlið og gamall Varnarliðsþristur eru meðal gripa sem varðveittir eru á flugminjasafni lengst vestur á Vestfjörðum, á bænum Hnjóti í Örlygshöfn, dalkvos inn af Patreksfirði. Innlent 17. október 2023 21:21
Dularfullur maður í læknaslopp með fulla tösku af kannabis Erlendur karlmaður hefur hlotið fimmtán mánaða fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjaness, þar af verða tólf mánuðir skilorðsbundnir, fyrir stórfellt fíkniefnabrot. Innlent 17. október 2023 09:01
Ný flugbraut kallaði á stærstu sprengingu í sögu Grænlands Gerð nýs aðalflugvallar fyrir Suður-Grænland virðist loksins komin á beinu brautina eftir langvarandi óvissu. Við flugbrautargerðina var hleypt af stærstu sprengingu í sögu Grænlands. Erlent 16. október 2023 22:11
Norðurljósaþota Icelandair í óvenjulegri ferð vegna bilunar Hekla Aurora, norðurljósavél Icelandair, var notuð í flugferðum innanlands til og frá Akureyri vegna bilunar í Q400-flugvél fyrirtækisins. Innlent 15. október 2023 19:44
Tíu í gæsluvarðhaldi vegna smygls að jafnaði Í fyrra sátu áttatíu menn í gæsluvarðhaldi að kröfu lögreglunnar á Suðurnesjum í samtals 2.903 daga, eða að jafnaði 8 menn á dag, alla daga ársins, í tengslum við innflutning á fíkniefnum, peningaþvætti eða flutning á reiðufé úr landi. Í ár eru þeir þegar 96 talsins. Innlent 12. október 2023 14:01
Fuerteventura komin á fluglista PLAY Ómótstæðileg náttúrufegurð, gylltar strendur, kristaltær sjór og botnlaust úrval af útivist og afþreyingu gera eyjuna Fuerteventura að fullkomnum áfangastað fyrir þau sem þyrstir í sólarfrí.PLAY flýgur nú til þessarar sólarperlu. Lífið samstarf 12. október 2023 08:47
Ekkert flug til og frá Luton vegna mikils eldsvoða Búið er að loka Luton-flugvelli á Englandi vegna eldsvoða sem breiddist hratt út um bílageymslu á vellinum. Byggingin virðist hrunin að hluta og öll starfsemi vallarins liggur niðri. Erlent 11. október 2023 08:48
Nýjasta þota Airbus í krefjandi prófunum í hvassviðri í Keflavík Flugvélaframleiðandinn Airbus nýtti sér hvassviðrið á Íslandi í dag til flugprófana á nýjustu farþegaþotu sinni með því að lenda henni margsinnis í stífum hliðarvindi. Þetta er samskonar þota og ráðamenn Icelandair veðja á sem sína framtíðarvél. Innlent 10. október 2023 20:40
Slógu upp veislu því áhöfnin var valin sú besta Starfsfólk PLAY fjölmennti í Gamla Bíó síðastliðið föstudagskvöld til að fagna því að áhöfn flugfélagsins var valin sú besta af lesendum bandaríska fjölmiðilsins USA Today á dögunum. Lífið 10. október 2023 11:01
Þakklát fyrir vinaþjóðina Íslendinga sem hleypti þeim með í flugvélina Þakklæti og léttir einkenndu viðmót Íslendinga og annarra sem lentu á Keflavíkurflugvelli í morgun eftir að hafa orðið strandaglópar í Ísrael. Færeyingahópur sem fékk far með íslensku flugvélinni segir ómetanlegt að eiga vinaþjóð eins og Íslendinga. Innlent 10. október 2023 09:32
Nemendahópur frá Þýskalandi fékk að fljóta með „Við erum svo þakklát,“ sagði Clarissa Duvigneau, nýr sendiherra Þýskalands, á Keflavíkurflugvelli í morgun, þegar hún tók á móti hópi þýskra ríkisborgara sem flugu hingað til lands frá Ísrael. Innlent 10. október 2023 07:17
„Ekki spurning. Jesús minn, já“ Það urðu fagnaðarfundir í Leifsstöð í morgun þegar hópur Íslendinga lenti sem var staddur í Ísrael þegar Hamas-liðar gerðu árásir sínar á laugardag. Hópurinn ferðaðist til Amman í Jórdaníu og þaðan heim, með millilendingu í Róm. Innlent 10. október 2023 06:55
Fleiri með Play í september en á sama tíma í fyrra Aukning varð á fjölda farþega sem ferðuðust með flugfélaginu Play í september í samanburði við sama mánuð í fyrra. Félagið flutti 163,784 farþega í september, sem er 77 prósenta aukning frá september 2022 þegar PLAY flutti 92.181 farþega. Viðskipti innlent 9. október 2023 13:34
Þotan lögð af stað að sækja Íslendingana Flugvél Icelandair, sem utanríkisráðuneytið leigði til að sækja Íslendinga í Ísrael, er farin í loftið frá Keflavíkurflugvelli. Farkosturinn er Boeing 757-þotan TF-FIU, sem ber nafnið Hekla Aurora, en hún er máluð í litum norðurljósanna. Innlent 9. október 2023 11:15
Flytja hópinn til Jórdaníu og flogið þaðan til Íslands Um 120 manna hópur Íslendinga sem nú er staddur í Ísrael mun halda til Jórdaníu í dag og verður flogið með hópinn frá höfuðborginni Amman til Íslands í kvöld. Innlent 9. október 2023 08:11
Fleiri farþegar í september en á sama tíma í fyrra Icelandair flutti 416 þúsund farþega í september. Þeir voru átta prósentum fleiri en í sama mánuði í fyrra. Það sem af er ári hefur félagið flutt um 3,4 milljónir farþega, nítján prósentum fleiri en yfir sama tímabil í fyrra. Viðskipti innlent 6. október 2023 09:49
Boeing í basli með Starliner Forsvarsmenn Boeing eiga í basli með geimfarið Starliner og hefur fyrirtækið tapað minnst 1,4 milljörðum dala á þróun þess. Þessi þróun hefur gengið brösuglega í gegnum árin og hefur fyrsta geimskoti þess ítrekað verið frestað. Viðskipti erlent 4. október 2023 15:32