Fréttir af flugi

Fréttir af flugi

Allt það helsta sem viðkemur flugi.

Fréttamynd

Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar

Nokkur rekistefna varð í flugvél Play sem var á leið til Tenerife í dag en vísa varð þremur ungum mönnum frá borði. Flugstjóri mat ástand mannanna þannig að þeir væru ógn við öryggi vélarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið

Um sex mínútum áður en flugvél Jeju Air skall á vegg við enda flugbrautar á flugvellinum í Muan í Suður-Kóreu, vöruðu flugumferðarstjórar við mögulegri hættu á fuglaferðum. Tveimur mínútum eftir að viðvörunin, sem þykir nokkuð hefðbundin á þessu svæði, var send lýsti flugstjórinn yfir neyðarástandi, fuglar hefðu skollið á flugvélinni og sagðist hann setja stefnuna aftur á flugvöllinn.

Erlent
Fréttamynd

Far­þegar heyrðu mikinn hvell við flug­tak og vélinni nauð­lent

Farþegar með flugi KLM frá Osló til Amsterdam heyrðu mikinn hvell við flugtak frá Gardemoen-flugvelli í fyrradag en vélin nauðlenti skömmu síðar á flugvellinum í Sandefjord. Hluti úr vélinni fannst á flugbrautinni á Gardemoen eftir atvikið sem nú er til rannsóknar. Vélin er sömu gerðar og sú sem fórst í Suður-Kóreu um helgina.

Erlent
Fréttamynd

Rann­saka flug­flotann í kjöl­far slyssins

Starfandi forseti Suður-Kóreu, Choi Sang-mok, hefur fyrirskipað að allur flugfloti landsins verði skoðaður með tilliti til öryggis. 179 létust í flugslysi í Suður-Kóreu í gær þegar lendingarbúnaður vélarinnar bilaði. Alls voru 181 um borð í vélinni. Tveimur flugþjónum var bjargað úr brakinu en þau fundust nærri stéli vélarinnar. Flugslysið er mannskæðasta innanlandsflugslys í sögu landsins.

Erlent
Fréttamynd

Fjöldi látinn eftir flug­slys í Suður-Kóreu

179 eru látnir eftir að flugvél brotlenti á flugvelli í Suður-Kóreu. Í vélinni voru 181 en að minnsta kosti tveir lifði af. Þeir munu hafa verið í áhöfn vélarinnar og fluttir á sjúkrahús eftir brotlendinguna.

Erlent
Fréttamynd

Biðst af­sökunar á „hörmu­legu at­viki“

Vladímír Pútín hefur beðið Ilham Aliyev, forseta Azerbaísjan, afsökunar á „hörmulegu atviki“ sem varðar brotlendingu aserskrar farþegaflugvélar í Kasakstan. Pútín hefur þó ekki viðurkennt sekt Rússa í málinu.

Erlent
Fréttamynd

Rússar vara við því að hrapað sé að á­lyktunum áður en rann­sókn lýkur

Rússnesk yfirvöld vara við því að dregnar séu ályktanir um asersku farþegaflugvélina sem hrapaði í Kasakstan á jóladag. Í frétt BBC segir að einhverjir flugsérfræðingar hafi lagt til að flugvélin hafi verið skotin niður af rússneskum loftvörnum og í aserskum miðlum hefur verið sagt að rússneskt flugskeyti hafi skotið hana niður.

Erlent
Fréttamynd

Um helmingur far­þega komst lífs af

69 farþegar voru innanborðs í farþegaflugvél sem hrapaði í vestur-Kasakstan í morgun. Samkvæmt yfirvöldum létu 38 manns lífið í slysinu en 31 komst lífs af.

Erlent
Fréttamynd

Að­eins ein flug­vél lent í Kefla­vík í dag

Búið er að aflýsa flestum flugferðum til og frá Keflavíkurflugvelli vegna veðurs það sem af er degi, og verður staðan endurmetin í kvöld. Aðeins ein flugvél hefur lent á flugvellinum í dag, flugvél frá Play sem lenti rétt fyrir klukkan 14.

Innlent
Fréttamynd

Komust með flug­vélinni á ögur­stundu

Næstum öllu innanlandsflugi var aflýst í dag vegna veðurs og annar jólastormur er í kortunum. Fjöldi örvæntingarfullra símtala barst Icelandair, sem mun bæta við ferðum á morgun ef þörf krefur. Fréttastofa ræddi við farþega sem komust heim fyrir jól, með einu innanlandsvélinni sem tók á loft í dag.

Innlent
Fréttamynd

Flug­ferðum af­lýst

Öllum flugferðum innanlands í morgun hefur verið aflýst vegna veðurs. Fljúga átti vélum Icelandair til Akureyrar, Egilsstaða og Ísafjarðar fyrir hádegi auk flugvéla frá Mýflugi á Hornafjörð og Norlandair á Bíldudal.

Innlent
Fréttamynd

Einar baðst fyrir­gefningar

Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkurborgar, bað Boga Nils Bogason, forstjóra Icelandair, fyrirgefningar vegna orða sem hann lét falla í hlaðvarpsþættinum Chess after Dark fyrr á þessu ári.

Innlent
Fréttamynd

Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið

Ríkisstjórn Malasíu hefur samþykkt að hefja aftur leit að flugvélinni MH370 sem hvarf á leið frá Kuala Lumpur til Peking fyrir rúmum tíu árum. Um borð í flugvélinni, sem var af gerðinni Boeing 777, voru 239 manneskjur en talið er að hún hafi hrapað í Indlandshaf.

Erlent
Fréttamynd

Discover hefur flug milli München og Ís­lands

Þýska flugfélagið Discover Airlines, dótturfélag Lufthansa, hefur ákveðið að fljúga milli München og Keflavíkurflugvallar allt árið um kring. Þetta var tilkynnt í dag en áður hafði félagið boðað flug til og frá KEF yfir sumartímann.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana

Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum er greint frá magni þeirra fíkniefna sem embættið hefur haldlagt á Keflavíkurflugvelli. Burðardýr beita öllum brögðum virðist vera, til að koma efnunum á göturnar, þar á meðal með því að koma þeim fyrir í pakkningum fyrir asíska núðlusúpu. 

Innlent
Fréttamynd

EastJet flýgur til Basel og Lyon

Breska flugfélagið easyJet bætti í dag við Basel Mulhouse í Sviss og Lyon í Frakklandi sem áfangastöðum frá Keflavíkurflugvelli á áætlun félagsins fyrir sumarið 2025. Sala miða er þegar hafin.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Allt er reynt til að komast í gegn um landa­mærin“

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir viðbúið að mistök séu gerð í baráttunni við erlenda glæpahópa sem reyni stöðugt að styrkja stöðu sína hér á landi. Á áttunda hundrað hefur verið vísað frá landinu á árinu sem grunuð eru um að sigla undir fölsku flaggi.

Innlent
Fréttamynd

Upp­lýst um leyndar­málið á bak við pönnu­kökurnar

Nýi vertinn í Flugkaffinu á Akureyrarflugvelli segir algert lykilatriði að gera almennilegar pönnukökur. Hann þurfti þó kennslu frá systur sinni og leiðbeiningar frá forvera sínum sem upplýsti hann um leyndarmálið á bak við uppskriftina.

Innlent