Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Play Europe, dótturfélag Fly Play hf., fékk í morgun afhent flugrekstrarleyfi frá flugmálayfirvöldum á Möltu. Félagið mun leigja út þrjár vélar til austur-evrópsks flugfélags. Viðskipti innlent 28.3.2025 11:53
Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Samgöngustofa hefur afturkallað tilskipun um takmarkanir á notkun flugbrautar 13/31, austur/vestur braut Reykjavíkurflugvallar, í þágu flugöryggis, sem tók gildi 8. febrúar síðastliðinn. Því má nota brautina á ný eftir nærri sjö vikna lokun. Innlent 27.3.2025 15:32
Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Á svörtum söndum Suðurlands liggur óvænt og áhrifamikil táknmynd íslenskrar ferðaþjónustu: hrörlegt flugvélarflak bandaríska hersins af gerðinni Douglas DC-3 sem nauðlenti á Sólheimasandi í nóvember 1973. Skoðun 27.3.2025 10:31
Landeigendur Sólheimasands keyptu gamlan Flugfélagsþrist Landeigendur Sólheimasands, sem geymir frægasta flugvélarflak Íslands, hafa keypt gamlan Flugfélagsþrist af Þristavinafélaginu. Hugmyndin er að flugvélarskrokkurinn leysi af hólmi gamla flakið á sandinum, sem er að tærast upp. Innlent 23. mars 2025 22:40
Gullaldarárin þegar flugið varð stór uppspretta þjóðartekna Loftleiðabyggingarnar á Reykjavíkurflugvelli eru helsta táknmynd þess peningaflæðis sem fylgdi sókn Íslendinga inn á alþjóðlegan flugmarkað á árunum milli 1960 og ‘70 og gerði flugið að einum þýðingarmesta þætti efnahagslífsins. Innlent 22. mars 2025 16:44
Heathrow aftur starfandi eftir brunann Starfsemi Heathrow-flugvallar er aftur komin í eðlilegt horf eftir að umfangsmikill bruni í rafstöð í Lundúnum olli rafmagnsleysi á flugvellinum. Erlent 22. mars 2025 11:37
Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Maltneskt dótturfélag flugfélagsins Play hefur auglýst í lausar stöður flugliða, svokallaðra fyrstu freyja. Launin sem boðið er upp á eru 217 þúsund krónur á mánuði og veikindadagar eru fimm á ári. Ekki er um að ræða flugliða sem fljúga til og frá Íslandi. Viðskipti innlent 21. mars 2025 17:03
Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur veitt Boeing samning um að smíða næstu kynslóð bandarískra herþota. Ákvörðunin þykir mikill fengur fyrir Boeing en forsvarsmenn fyrirtækisins hafa staðið fyrir margvíslegum og alvarlegum vandamálum á undanförnum árum. Viðskipti erlent 21. mars 2025 15:56
Heathrow lokað fram til miðnættis og 1.300 flugferðir felldar niður Heathrow-flugvelli hefur verið lokað í kjölfar þess að eldur kom upp í rafstöð í vesturhluta Lundúna. Völlurinn verður lokaður fram til miðnættis en lokunin er sögð munu hafa áhrif á flugumferð um allan heim. Erlent 21. mars 2025 06:19
Ekki brugðist við tilmælum SKE í þrjú ár Samkeppniseftirlitið hefur tekið við ábendingu er varðar fyrirkomulag Heinemann gagnvart íslenskum birgjum og skoðar hvort að tilefni sé til að bregðast við. Mikil vonbrigði séu að Isavia hafi ekki brugðist við tilmælum stofnunarinnar í þrjú ár. Innlent 20. mars 2025 20:30
Heinemann stilli innlendum birgjum upp við vegg Innlendir framleiðendur munu að óbreyttu neyðast til að lækka verð sitt til Heinemann um tugi prósenta til að mæta framlegðarkröfum fyrirtækisins upp á 70 prósent. Viðskipti innlent 20. mars 2025 08:00
Samfélagsleg ábyrgð Heinemann og Isavia Þýzka fyrirtækið Heinemann mun taka við rekstri Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli í vor, eftir að hafa orðið hlutskarpast í útboði sem opinbera hlutafélagið Isavia stóð fyrir. Skoðun 20. mars 2025 07:01
Hágæðaflug til Ísafjarðar Frá því að Icelandair tilkynnti í byrjun mars að fyrirtækið hygðist hætta flugi til Ísafjarðar hefur mikil umræða verið um framtíðarfyrirkomulag flugs til Ísafjarðar. Flugið er hraðleiðin á milli norðanverðra Vestfjarða og höfuðborgarsvæðisins þar sem nánast öll miðlæg þjónusta ríkisins er staðsett. Skoðun 19. mars 2025 15:31
Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Deild markaðsmála og upplifunar hefur verið lögð niður hjá Isavia ohf. Jon Cleon, fráfarandi deildarstjóri, segir þakklæti honum efst í huga þegar hann líti yfir farinn veg, en hann segir deildina hafa sýnt fram á að markaðsmál og upplifun séu ekki bara kostnaður heldur fjárfesting. Viðskipti innlent 18. mars 2025 22:05
„Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Einn helsti brautryðjandi flugútrásar Íslendinga, Arngrímur Jóhannsson, segir galdurinn að góðum árangri ekki flókinn; innkoman verði að vera meiri en útgjöldin. Í þættinum Flugþjóðin Stöð 2 í kvöld var fjallað um alþjóðaútrás Íslendinga í fluginu í gegnum tíðina. Innlent 18. mars 2025 21:42
Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Þrír Danir eru látnir eftir að lítil flugvél hrapaði til jarðar í suðvesturhluta Sviss skömmu eftir flugtak síðdegis í gær. Erlent 18. mars 2025 10:34
Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Geimfararnir Sunita Williams og Barry „Butch“ Wilmore eru loksins á leið heim eftir að hafa verið föst um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni (ISS) í níu mánuði. Erlent 18. mars 2025 08:23
Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna og SpaceX skutu í gærkvöldi fjórum geimförum af stað til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar, þar sem þeir eiga að leysa af hólmi tvo geimfara sem verið nokkurs konar strandaglópar í geimstöðinni í níu mánuði. Erlent 15. mars 2025 09:59
Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Þingmaðurinn Ingibjörg Isaksen nær vart upp í nef sér vegna bókunar meirihlutans í Reykjavík þar sem þeir segja að felling trjáa í Öskjuhlíð sé ekki í þágu borgarbúa. Meirihlutinn vill að ríkið borgi brúasann. Innlent 14. mars 2025 15:45
Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Fyrirhugað er að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga aðgerðaáætlunar um trjáfellingar í Öskjuhlíð í þágu flugöryggis. Nú þegar er búið að fella 730 tré. Innlent 12. mars 2025 14:26
Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Hundruðum flugferða hefur verið aflýst vegna óvæntra verkfalla flugvallarstarfsmanna á flugvöllum í Þýskalandi. Verkfallsaðgerðin hófst óvænt á sunndag á flugvellinum í Hamborg vegna launadeilna sem staðið hafa yfir en nær nú til flugvalla víða um Þýskaland og hefur áhrif á alla flugumferð. Viðskipti erlent 10. mars 2025 15:49
Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Leifsstöð er orðin ígildi stóriðju. Spáð er að flugstarfsemin á Keflavíkurflugvelli muni skapa milli tvö og fjögur hundruð ný störf á hverju ári næsta áratuginn. Innlent 8. mars 2025 23:01
Breyta reglum um hljóðfærafarangur Flugfélagið Play hefur breytt reglum varðandi hljóðfæraflutninga með flugferðum á vegum félagsins. Fiðlur, básúnur og önnur sambærileg hljóðfæri eru nú velkomin í handfarangurshólfið. Innlent 8. mars 2025 11:05
Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Flugfélagið Play flutti um tuttugu þúsund færri farþega í febrúar 2025 heldur en í febrúar árið 2024. Ástæðan sé munur á framboði milli ára ásamt ákvörðun félagsins að leigja út farþegaþotu sína. Viðskipti innlent 7. mars 2025 17:37