„Mér fannst Spánverjarnir aðeins betri en við í dag“ Sarina Wiegman, þjálfari enska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, var niðurlút eftir tap liðsins gegn Spánverjum í úrslitaleik HM í dag. Fótbolti 20. ágúst 2023 14:30
Messi orðinn sigursælasti knattspyrnumaður sögunnar Argentínski knattspyrnumaðurinn Lionel Messi er orðinn sigursælasti knattspyrnumaður sögunnar. Hann vann sinn 44. titil á ferlinum í nótt er Inter Miami lagði Nashville SC í vítaspyrnukeppni í úrslitum deildabikarsins í nótt. Fótbolti 20. ágúst 2023 14:01
„Við eigum þetta skilið“ Aitana Bonmati, miðjumaður spænska landsliðsins, var eðlilega í skýjunum eftir að liðið tryggði sér sinn fyrsta heimsmeistaratitilinn í sögunni með 1-0 sigri gegn Englendingum í dag. Bonmati var valinn besti leikmaður mótsins. Fótbolti 20. ágúst 2023 13:26
Bonmati valin best og Paralluelo besti ungi leikmaðurinn Spánverjar tryggðu sér í dag heimsmeistaratitil kvenna í knattspyrnu í fyrsta sinn í sögunni með 1-0 sigri gegn Englendingum. Að leik loknum voru bestu leikmenn mótsins heiðraður. Fótbolti 20. ágúst 2023 12:34
Spánn heimsmeistari í fyrsta sinn Spánverjar eru heimsmeistarar kvenna í knattspyrnu í fyrsta sinn í sögunni eftir 1-0 sigur gegn Englendingum í úrslitaleik HM í Sydney í dag. Fótbolti 20. ágúst 2023 12:04
„Þarf voða lítið til að gíra menn upp í þetta“ Mikilvægi leiks Vals og Víkings í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld dylst ekki Hólmari Erni Eyjólfssyni, varnarmanni fyrrnefnda liðsins. Valur þarf á sigri að halda í toppbaráttunni. Íslenski boltinn 20. ágúst 2023 11:31
Staða Lukaku hjá Chelsea sé bæði félaginu og leikmanninum að kenna Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Chelsea, segir að það sé ekki hægt að kenna félaginu alfarið um hvernig komið sé fyrir belgíska framherjanum Romelu Lukaku. Tvær hliðar séu á málinu. Fótbolti 20. ágúst 2023 11:00
Enn skorar Messi og Inter Miami tryggði sér titilinn Inter Miami tryggði sér deildabikarameistaratitilinn í nótt með sigri gegn Nashville í hádramatískri vítaspyrnukeppni. Staðan að venjulegum leiktíma loknum var 1-1, þar sem Lionel Messi var á skotskónum fyrir Inter Miami. Fótbolti 20. ágúst 2023 10:16
Enska úrvalsdeildin vart farin af stað en dómgæslan á strax undir högg að sækja Fimm leikir í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar fóru fram í gær, laugardag, og segja má að dómgæslan sé í brennidepli eftir þá. Enski boltinn 20. ágúst 2023 08:00
„Við erum enn þar“ Pep Guardiola var virkilega ánægður er hann ræddi við fjölmiðla í kjölfar 1-0 sigurs Manchester City á Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni á laugardagskvöld. Enski boltinn 20. ágúst 2023 07:00
„Verðum að horfa í eigin barm og nýta færin“ Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, var eðlilega ósáttur með 2-0 tap sinna manna gegn Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni fyrr í dag, laugardag. Gestirnir spiluðu ekki sinn besta leik en sköpuðu sér þó töluvert fleiri færi en í 1. umferð deildarinnar gegn Úlfunum. Enski boltinn 19. ágúst 2023 23:31
Sannkallaður Hollywood-endir hjá Hollywood-liðinu í Englandi Wrexham í ensku D-deildinni í knattspyrnu heldur áfram að vekja athygli en liðið skaust upp á sjónarsviðið þegar Ryan Reynolds og Rob McElhenney festu kaup á liðinu. Í dag gerði liðið 5-5 jafntefli við Swindon Town eftir að vera tveimur mörkum undir þegar venjulegum leiktíma var lokið. Enski boltinn 19. ágúst 2023 22:46
Mbappé úr skammakróknum en PSG tókst samt ekki að vinna Kylian Mbappé er kominn úr skammakróknum í París en samt sem áður tókst Frakklandsmeisturum París Saint-Germain ekki að landa sigri gegn Toulouse í frönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Fótbolti 19. ágúst 2023 22:00
Álvarez hetja Man City Englandsmeistarar Manchester City unnu 1-0 sigur á Newcastle United í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Enski boltinn 19. ágúst 2023 21:10
Willum Þór á skotskónum á meðan Albert og félagar voru kjöldregnir Willum Þór Willumsson skoraði eitt marka Go Ahead Eagles þegar liðið vann 4-1 sigur í 2. umferð hollensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Kristian Nökkvi Hlynsson kom í fyrsta skipti við sögu hjá aðalliði Ajax. Albert Guðmundsson og félagar í Genoa máttu þola 1-4 tap á heimavelli í endurkomu sinni í Serie A. Fótbolti 19. ágúst 2023 20:56
„Verðum að tala um þetta rauða spjald“ Jürgen Klopp, þjálfair Liverpool, var sáttur með 3-1 sigur sinna manna gegn Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni fyrr í dag. Hann var hins vegar ekki sáttur með rauða spjaldið sem Alexis Mac Allister fékk. Fótbolti 19. ágúst 2023 20:00
Bellingham getur ekki hætt að skora og Real vann aftur Real Madríd vann 3-1 útisigur á Almería eftir að lenda undir í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Enski miðjumaðurinn Jude Bellingham skoraði tvö mörk og lagði upp það þriðja. Fótbolti 19. ágúst 2023 19:35
Dortmund marði Köln með marki í blálokin Borussia Dortmund hefur leik í þýsku úrvalsdeildinni með sigri en sá var heldur naumur. Liðið rétt marði Köln 1-0 þökk sé marki undir lok leiks. Fótbolti 19. ágúst 2023 19:05
Tottenham gekk frá Man United í síðari hálfleik Tottenham Hotspur vann 2-0 sigur á Manchester United í 2. umferð ensku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Leikurinn var einkar opinn en gestirnir frá Manchester gátu ómögulega komið boltanum í netið og nokkuð ljóst er að liðinu sárvantar framherja. Enski boltinn 19. ágúst 2023 18:35
Íslenskt mark og tvær íslenskar stoðsendingar gegn toppliðinu Óskar Borgþórsson, Valdimar Þór Ingimundarson og Jónatan Ingi Jónsson voru allir í byrjunarliði Sogndal er liðið gerði 3-3 jafntefli gegn toppliði Kongsvinger í norsku B-deildinni í knattspyrnu í dag. Fótbolti 19. ágúst 2023 16:57
Öruggir útisigrar hjá Brighton og Brentford Brighton og Brentford unnu örugga útisigra er liðin mættu til leiks í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Fótbolti 19. ágúst 2023 16:05
Tíu leikmenn Liverpool kláruðu Bournemouth Liverpool vann sinn fyrsta leik á tímabilinu er liðið tók á móti Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Eftir vandræðagang í upphafi leiks snéru leikmenn Liverpool leiknum sér í hag og unnu 3-1 sigur, þrátt fyrir að vera manni færri seinasta hálftíman. Fótbolti 19. ágúst 2023 15:56
Kolbeinn og félagar nálgast öruggt sæti eftir endurkomusigur Kolbeinn Þórðarson lék allan leikinn fyrir IFK Gautaborg er liðið vann mikilvægan 2-1 útisigur gegn Degerfors í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Fótbolti 19. ágúst 2023 15:24
„Ef við myndum gera þetta værum við dauðir“ Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Englandsmeistara Manchester City, segist ekki geta ímyndað sér hversu mikilli gagnrýni félagið þyrfti að sæta ef það myndi eyða jafn miklu í leikmenn og Chelsea hefur gert undanfarið. Fótbolti 19. ágúst 2023 14:00
Gerði Napoli að meisturum og tekur nú við ítalska landsliðinu Luciano Spalletti, fyrrverandi knattspyrnustjóri ríkjandi Ítalíumeistara Napoli, hefur verið ráðinn þjálfari ítalska landsliðsins. Fótbolti 19. ágúst 2023 12:00
Ragnar stýrir Fram út tímabilið Ragnar Sigurðsson mun stýra knattspyrnuliði Fram út yfirstandandi tímabili í Bestu-deild karla. Fótbolti 19. ágúst 2023 11:31
Messi útskýrir fögn sín Knattspyrnumaðurinn Lionel Messi hefur byrjað af krafti með Inter Miami og skorað 9 mörk í aðeins sex leikjum. Hann hefur fagnað þónokkuð af mörkunum á einstakan hátt og var spurður út í það. Fótbolti 19. ágúst 2023 10:45
Svíar sóttu bronsið með sigri gegn heimakonum Svíþjóð vann til bronsverðlauna á HM kvenna í knattspyrnu er liðið vann góðan 2-0 sigur gegn heimakonum í Ástralíu í dag. Þetta er í fjórða sinn sem Svíar taka brons á heimsmeistaramóti. Fótbolti 19. ágúst 2023 10:01
Emil um endurkomuna: Hafði alltaf trú á sjálfum mér Sóknarmaðurinn Emil Atlason hafði alltaf trú á því að hann kæmi til baka eftir ítrekuð meiðsli. Hann blómstrar nú í Bestu deildinni í knattspyrnu og er með sjálfstraustið í botni. Íslenski boltinn 19. ágúst 2023 09:00
Eftirsóttur af Man City en sætir rannsókn vegna mögulegra brota á veðmálareglum Lucas Paquetá, miðjumaður brasilíska landsliðsins í knattspyrnu og West Ham United í ensku úrvalsdeildinni, sætir nú rannsókn vegna mögulegra brota á veðmálareglum enska og Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA. Enski boltinn 19. ágúst 2023 07:00