Orri nýliði í landsliðinu en Aron Einar ekki með Åge Hareide hefur tilkynnt landsliðshóp Íslands í fótbolta karla fyrir leikina gegn Lúxemborg og Bosníu í undankeppni EM 2024 í næsta mánuði. Fótbolti 30. ágúst 2023 10:04
Megan Rapinoe leggur landsliðsskóna á hilluna í lok næsta mánaðar Bandaríska knattspyrnukonan Megan Rapinoe ætlar sér að leggja landsliðsskóna á hilluna eftir leik Bandaríkjanna gegn Suður-Afríku í lok næsta mánaðar. Fótbolti 30. ágúst 2023 08:30
Viðar Ari á leið til Noregs eftir mánaðardvöl hjá FH Knattspyrnumaðurinn Viðar Ari Jónsson er á leið til norska félagsins HamKam frá FH. Fótbolti 30. ágúst 2023 08:01
Fréttu af brotthvarfi Ásmundar á æfingu: „Svona er bara lífið í fótboltanum“ Leikmenn kvennaliðs Breiðabliks í fótbolta fengu óvænt sjokk þegar að þær fréttu af brotthvarfi þjálfarans Ásmundar Arnarssonar frá félaginu á æfingu á mánudaginn. Fótbolti 30. ágúst 2023 07:30
Sameinuðu þjóðirnar senda Hermoso stuðningsyfirlýsingu Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur sent Jennifer Hermoso, leikmanni spænska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, stuðningsyfirlýsingu eftir að leikmaðurinn fékk óumbeðinn rembingskoss frá forseta spænska knattspyrnusambandsins, Luis Rubialis. Fótbolti 30. ágúst 2023 07:01
Haaland valinn bestur í ensku úrvalsdeildinni Norski framherjinn Erling Braut Haaland var í dag valinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. Fótbolti 29. ágúst 2023 23:31
Bikarmeistararnir í Bestu-deildina Bikarmeistarar Víkings tryggðu sér sæti í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu er liðið vann öruggna 4-2 heimasigur gegn Fylki í kvöld. Fótbolti 29. ágúst 2023 22:16
Rúnar stóð vaktina er Cardiff fór áfram | Fulham henti Tottenham úr leik Rúnar Alex Rúnarsson stóð vaktina í marki Cardiff er liðið vann öruggan 3-1 sigur gegn Birmingham í annarri umferð enska deildarbikarsins í kvöld. Fótbolti 29. ágúst 2023 21:24
Hörður og félagar misstu af sæti í Meistaradeildinni Hörður Björgvin Magnússon og félagar hans í gríska liðinu Panathinaikos eru úr leik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu eftir 0-1 tap á heimavelli gegn SC Braga í kvöld. Portúgalska liðið vann samtals 3-1. Fótbolti 29. ágúst 2023 21:08
Arsenal fær heimsmeistara frá Barcelona Enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal hefur samið við spænska varnarmanninn Laia Codina um að leika með liðinu. Fótbolti 29. ágúst 2023 20:16
„Allir aðalvellir allra aðalliða í Evrópu eru með hybrid“ FH fetar ótroðnar slóðir hér á landi með því að vera fyrsta félagið til að láta leggja svokallað „hybrid“ gras í Kaplakrika. Fótbolti 29. ágúst 2023 19:30
Enska knattspyrnusambandið kærir Van Dijk Enska knattspyrnusambandið, FA, hefur kært hollenska varnarmanninn Virgil van Dijk, fyrirliða Liverpool, fyrir hegðun sína eftir að hafa fengið að líta rauða spjaldið í leik liðsins gegn Newcastle síðastliðinn sunnudag. Fótbolti 29. ágúst 2023 18:45
Spænska knattspyrnusambandið leitar leiða til að reka Vilda Spænska knattspyrnusambandið skoðar nú hvort það sé möguleiki á því að reka Jorge Vilda, þjálfara spænska kvennalandsliðsins. Fótbolti 29. ágúst 2023 18:00
Frítt inn á mikilvægan leik FH og KA í Kaplakrika Bílaleiga Akureyrar ætlar að bjóða gestum og gangandi frítt inn á leik FH og KA í 21. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Með sigri fer FH upp í 4. sæti deildarinnar. Íslenski boltinn 29. ágúst 2023 17:00
Markadrottning HM á leið til Liverpool Kvennalið Liverpool gæti verið að fá heldur betur góðan liðsstyrk í baráttunni í ensku úrvalsdeildinni. Markahæsti leikmaður nýafstaðins heimsmeistaramóts gæti nefnilega verið á leið til Bítlaborgarinnar. Enski boltinn 29. ágúst 2023 16:31
Ingibjörg nýr fyrirliði Vålerenga: „Fyrst og síðast er ég mjög stolt“ Ingibjörg Sigurðardóttir, landsliðskona í fótbolta, hefur verið skipuð nýr fyrirliði norska úrvalsdeildarliðsins Vålerenga. Fótbolti 29. ágúst 2023 16:00
Gylfi verður leikmaður Lyngby á morgun Gylfi Þór Sigurðsson gengst undir læknisskoðun hjá Lyngby á morgun og skrifar í kjölfarið undir eins árs samning við félagið. Fótbolti 29. ágúst 2023 15:21
Beckham hitti Modric í Króatíu David Beckham hefur verið duglegur að fá stórstjörnur til Inter Miami og einn besti leikmaður sinnar kynslóðar gæti nú verið á leið til Flórída. Fótbolti 29. ágúst 2023 15:00
Liverpool blandar sér í baráttuna um Gravenberch Það styttist óðfluga í að félagaskiptaglugginn í stærstu deildum Evrópu loki og því er hver að verða síðastur að sækja sér nýja leikmenn. Miðjumaðurinn Ryan Gravenberch, leikmaður Þýskalandsmeistara Bayern München er eftirsóttur af tveimur liðum á Englandi. Enski boltinn 29. ágúst 2023 14:30
Mamma Rubiales tilbúin að „deyja fyrir réttlætið“ Móðir Luis Rubiales, forseta spænska knattspyrnusambandsins, kveðst tilbúin að deyja til að sonur hennar njóti réttlætis. Fótbolti 29. ágúst 2023 14:01
Geta gert frábært tímabil fullkomið í kvöld Kvennalið Víkings í fótbolta getur gert gott tímabil enn betra þegar það tekur á móti Fylki í Lengjudeildinni í kvöld. Með sigri tryggja Víkingar sér bæði sæti í Bestu deildinni að ári og sigur í Lengjudeildinni. Íslenski boltinn 29. ágúst 2023 13:30
Bestu mörkin um Huldu Ósk og Söndru Maríu: Eins og gott Malt og Appelsín Farið var yfir stöðu mála hjá Þór/KA í síðasta þætti Bestu markanna. Liðið gerði markalaust jafntefli við Tindastól í lokaumferð hefðbundinnar deildarkeppni Bestu deildar kvenna í fótbolta. Þór/KA er því í 6. sæti og fer í efri úrslitakeppnina þar sem efstu sex liðin mætast innbyrðis, neðst fjögur gera svo slíkt hið sama. Íslenski boltinn 29. ágúst 2023 13:01
Hótuðu að skjóta fyrirliða Newcastle í miðjum götuslagsmálum Jamaal Lascelles, fyrirliði Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni, komst í hann krappan á dögunum þegar hann lenti í áflogum í miðborg Newcastle eftir að hafa verið úti að skemmta sér með vini sínum og bróður. Lentu þremenningarnir í áflogum við glæpagengi sem hótaði meðal annars að skjóta þá bræður. Enski boltinn 29. ágúst 2023 12:30
Þjálfaramál Breiðabliks skýrist á allra næstu dögum: „Ekki léttvæg skref að stíga“ Flosi Eiríksson, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks segir ákvörðunina um að binda endi á samstarfs félagsins við þjálfarann Ásmund Arnarsson, sem hafði stýrt kvennaliði félagsins frá því um haustið 2021, vera afar erfiða. Þjálfaramál liðsins skýrist á allra næstu dögum. Íslenski boltinn 29. ágúst 2023 12:01
BBC birti mynd af röngum sköllóttum manni í umfjöllun um Rubiales Breska ríkisútvarpinu varð á í messunni þegar það fjallaði um Luis Rubiales og hneykslismálið sem skekur spænska fótboltann. Fótbolti 29. ágúst 2023 11:30
Stúkan: Ætluðu að koma með rútu og ætluðu ekki að nýta klefann sem Víkingar bjóða upp á Í síðasta þætti Stúkunnar var farið yfir síðustu umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Eðlilega fékk stórleikur Víkings og Breiðabliks mikið pláss í þættinum en Blikar létu bíða eftir sér og mættu ekki út á völl fyrr en rétt áður en leikur hófst. Íslenski boltinn 29. ágúst 2023 11:00
Benzema meiddur af velli og Al Hilal lagði lærisveina Gerrard þó Neymar hafi vantað Franski framherjinn Karim Benzema haltraði meiddur af velli þegar lið hans Al-Ittihad lagði Al Wehda 3-0 í efstu deild Sádi-Arabíu í gærkvöld, mánudag. Lærisveinar Steven Gerrard í Al Ettifaq töpuðu þá sínum fyrsta leik í deildinni gegn Al-Hilal. Fótbolti 29. ágúst 2023 10:31
Rannsaka koss Rubiales sem mögulegt kynferðisbrot Saksóknarar á Spáni kanna nú hvort að Luis Rubiales, forseti knattspyrnusambands landsins, hafi framið kynferðisbrot þegar hann kyssti leikmann kvennalandsliðsins á munninn án samþykkis hennar eftir úrslitaleik heimsmeistaramótsins. Leikmaðurinn segir að sambandið beiti hana þrýstingi. Sport 29. ágúst 2023 10:27
Ótrúleg endurkoma Eyjamanna í Kórnum HK leiddi með tveimur mörkum þegar skammt var til leiksloka í viðureign liðsins gegn ÍBV í Kórnum í Bestu deild karla í knattspyrnu á mánudagskvöld. Eyjamenn eru hins vegar ekki þekktir fyrir að leggja árar í bát og jöfnuðu metin á einhvern ótrúlegan hátt. Mörk leiksins má sjá hér að neðan. Íslenski boltinn 29. ágúst 2023 10:00
Hilmar spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik eftir ótrúlega atburðarás Hilmar Örn Pétursson, 18 ára markvörður 2. flokks Þróttar Reykjavíkur í knattspyrnu lék sinn fyrsta meistaraflokksleik um liðna helgi eftir lygilega atburðarrás. Íslenski boltinn 29. ágúst 2023 09:00