Rangnick hafnar Bayern München Ralf Rangnick, fyrrverandi knattspyrnustjóri Manchester United, hefur ákveðið að hafna boði um að taka við Bayern München og ætlar að halda áfram þjálfun landsliðs Austurríkis. Fótbolti 2. maí 2024 08:32
Segir aðeins þau hlutlausu hafa skemmt sér yfir fótbolta Ten Hag Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, hélt því nýverið fram að lið hans væri eitt það skemmtilegasta, og þróttmesta, áhorfs í ensku úrvalsdeild karla. Stenst sú staðhæfing ef tölfræði síðustu 10 leikja er skoðuð? Enski boltinn 2. maí 2024 07:01
FH fékk tvær sektir frá KSÍ Knattspyrnusamband Íslands hefur sektað FH um alls 28 þúsund krónur vegna fjölda refsistiga sem liðið fékk í 3-0 tapinu gegn Val í Mjólkurbikar karla og svo í 2-1 sigrinum á ÍA í Bestu deild karla. Íslenski boltinn 1. maí 2024 22:31
Dortmund leiðir þökk sé þrumuskoti Füllkrug Borussia Dortmund leiðir 1-0 eftir fyrri leik liðsins gegn París Saint-Germain í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu karla í knattspyrnu. Leikurinn var gríðarlega jafn en þrumuskot Füllkrug reyndist munurinn að þessu sinni. Fótbolti 1. maí 2024 21:00
Logi kom inn af bekknum og skoraði í stórsigri Strömsgodset lagði Kristiansund örugglega í norsku bikarkeppninni í fótbolta. Logi Tómasson var meðal markaskorara. Fótbolti 1. maí 2024 16:05
Mark dæmt af Bjarka og dramatík hjá Alexöndru Bjarki Steinn Bjarkason og félagar í Venezia töpuðu á grátlegan hátt fyrir Catanzaro, 3-2, í ítölsku B-deildinni í dag. Fyrir leikinn hafði Venezia unnið þrjá sigra í röð. Fótbolti 1. maí 2024 15:45
Sjáðu mörkin úr stórleiknum í München Bayern München og Real Madrid gerðu 2-2 jafntefli í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í gær. Fótbolti 1. maí 2024 15:15
Júlíus og félagar unnu frækinn bikarsigur á Rosenborg Júlíus Magnússon og félagar í Fredrikstad gerðu sér lítið fyrir og slógu Rosenborg úr leik í norsku bikarkeppninni í fótbolta í dag. Fótbolti 1. maí 2024 14:43
Kenndi gráðugum Kim um bæði mörkin gegn Real Madrid Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Bayern München, var ekki sáttur með varnarmann liðsins, Kim Min-jae, eftir jafnteflið við Real Madrid, 2-2, í fyrri leiknum í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Fótbolti 1. maí 2024 14:00
Lewandowski gæti verið seldur á brunaútsölu Barcelona Þrátt fyrir að vera markahæsti leikmaður Barcelona á tímabilinu gæti félagið selt Robert Lewandowski í sumar. Fótbolti 1. maí 2024 13:15
Bellingham reyndi að taka Kane á taugum fyrir vítið Enginn er annars bróðir í leik og það sannaðist enn og aftur í gær þegar Bayern München og Real Madrid gerðu 2-2 jafntefli í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 1. maí 2024 12:00
Heillaóskum rigndi yfir fimmtán ára hetju Fram í skólanum Hinn 15 ára gamli Viktor Bjarki Daðason varð í gær yngsti markaskorari Fram í sögu efstu deildar er hann tryggði liðinu jafntefli undir lok leiks gegn Val í Bestu deildinni. Viktor er með báða fætur á jörðinni og heldur út í atvinnumennsku í sumar. Íslenski boltinn 1. maí 2024 10:00
„Vestri hefur verið að taka leikhlé“ „Þeir tóku leikhlé, Vestri hefur verið að taka leikhlé í leikjum sínum,“ segir Lárus Orri Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar, um lið Vestra í Bestu deildar karla í fótbolta. Íslenski boltinn 1. maí 2024 08:01
Courtois ekki með Belgíu á EM Markvörðurinn Thibaut Courtois verður ekki með Belgíu á Evrópumóti karla í fótbolta sem fram fer í Þýskalandi í sumar. Þetta staðfesti Domenico Tedesco, þjálfari Belga, í dag. Fótbolti 30. apríl 2024 23:16
Einvígið galopið eftir jafntefli í Þýskalandi Bayern München og Real Madríd gerðu 2-2 jafntefli í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeildar Evrópu karla í fótbolta. Einvígið er því galopið fyrir síðari leikinn sem fram fer á Santiago Bernabéu-vellinum í Madríd eftir tæpa viku. Fótbolti 30. apríl 2024 20:55
„Þú veist alveg svarið við þessu“ Í síðasta þætti Stúkunnar var farið yfir hvort HK hefði átt að fá vítaspyrnu, eða vítaspyrnur, gegn Vestra þegar liðin mættust í 4. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Íslenski boltinn 30. apríl 2024 19:55
Sextán ára og skoraði hjá Arsenal eins og Rooney forðum Issy Hobson varð um helgina yngsti markaskorarinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar hjá konunum. Enski boltinn 30. apríl 2024 17:00
Víkingar bjóða Grindvíkingum í Víkina á morgun Alveg eins og Blikarnir gerðu í körfuboltanum í vetur þá ætla Víkingar að aðstoða Grindvíkinga með aðstöðu í fótboltanum í sumar. Íslenski boltinn 30. apríl 2024 15:52
„Real Madrid lofaði mér að ég yrði arftaki Modric“ Arda Güler skoraði mikilvægt mark um síðustu helgi þegar hann tryggði Real Madrid 1-0 sigur á Real Sociedad. Fótbolti 30. apríl 2024 15:41
Félögin sömdu um að banna Sigurbergi að spila Sigurbergur Áki Jörundsson fékk ekki tækifæri til að láta ljós sitt skína með Fylki gegn Stjörnunni í gærkvöld vegna samkomulags á milli félaganna þar að lútandi. Íslenski boltinn 30. apríl 2024 15:21
Tuchel fullyrti að Gnabry muni skora á móti Real Madrid í kvöld Það er óvenjuleg pressa á Serge Gnabry í leik Bayern München og Real Madrid í Meistaradeildinni í kvöld. Fótbolti 30. apríl 2024 15:00
Þrír Íslendingar í liði umferðarinnar Þrír íslenskir landsliðsmenn eru í ellefu manna úrvalsliði síðustu umferðar í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Íslendingar eiga líka fimm mörk sem koma til greina sem mark umferðarinnar. Fótbolti 30. apríl 2024 14:31
Gáttaðar á því að fyrirliði Víkings var settur á bekkinn Víkingskonur eru þegar búnir að missa einn fyrirliða frá sér á vormánuðunum þegar Nadía Atladóttir fór í Val og í annarri umferð Bestu deildarinnar var fyrirliði liðsns settur á varamannabekkinn. Sérfræðingarnir í Bestu mörkunum voru gáttaðir á þessu. Íslenski boltinn 30. apríl 2024 14:00
Guy Smit sendir frá sér afsökunarbeiðni Guy Smit, markvörður KR, hefur sent frá sér afsökunarbeiðni vegna framkomu sinnar eftir leik KR og Breiðabliks á sunnudagskvöldið. Íslenski boltinn 30. apríl 2024 13:06
Keflavík og Aftureldingu spáð sigri í Lengjudeildunum Það styttist í að boltinn byrji að rúlla í Lengjudeildunum í knattspyrnu og í dag fór kynningarfundur deildanna fram. Íslenski boltinn 30. apríl 2024 12:30
Bara Eiður Smári og Bjargvætturinn höfðu skorað fyrir sextán ára afmælið Viktor Bjarki Daðason varð í gær þriðji yngsti leikmaðurinn til að skora í efstu deild karla á Íslandi frá upphafi og setti um leið nýtt félagsmet hjá Fram. Íslenski boltinn 30. apríl 2024 12:01
Sjáðu ungar hetjur bjarga Fram og Stjörnunni Hinn 15 ára gamli Viktor Bjarki Daðason reyndist hetja leiksins þegar Fram gerði 1-1 jafntefli við stjörnum prýtt lið Vals á Hlíðarenda í gær, og Stjarnan vann dramatískan sigur á Fylki. Mörkin úr leikjunum má nú sjá á Vísi. Íslenski boltinn 30. apríl 2024 11:27
Hundfúll og ýtti ungum KR-krökkum frá sér: „Ekki fallegt að sjá“ Hollenski markvörðurinn Guy Smit gekk hundfúll af velli eftir tap KR gegn Breiðabliki á sunnudagskvöld, og bandaði frá sér ungum KR-ingum sem vildu þó aðeins fá að gefa honum spaðafimmu. Íslenski boltinn 30. apríl 2024 11:01
„Mo Salah sá sem að gekk of langt“ Mohamed Salah fór yfir strikið þegar hann reifst við knattspyrnustjóra sinn hjá Liverpool, Jürgen Klopp, á hliðarlínunni á laugardag í 2-2 jafnteflisleiknum við West Ham í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 30. apríl 2024 10:01
Valur sýndi Berglindi meiri áhuga en Breiðablik Berglind Björg Þorvaldsdóttir samdi við Bestu deildar lið Vals á dögunum og iðar í skinninu yfir því að snúa aftur inn á völlinn eftir barnsburð. Hún stefnir á titla sem og endurkomu í landsliðið. Eftir að hafa raðað inn mörkum fyrir Breiðablik á sínum tíma er Berglind mætt á Hlíðarenda. Valur sýndi henni einfaldlega meiri áhuga en Breiðablik. Íslenski boltinn 30. apríl 2024 09:32