Fótbolti

Segir að Mbappé og Dembélé spili eins og þeir séu einhverfir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ousmané Dembélé og Kylian Mbappé eru ekki í miklu uppáhaldi hjá Jorge Sampaoli.
Ousmané Dembélé og Kylian Mbappé eru ekki í miklu uppáhaldi hjá Jorge Sampaoli. getty/Friso Gentsch

Jorge Sampaoli, fyrrverandi þjálfari argentínska fótboltalandsliðsins, lýsti spilamennsku frönsku landsliðsmannanna Kylians Mbappé og Ousmanes Dembélé á nokkuð sérstakan hátt.

Mbappé og Dembélé fundu sig ekki á Evrópumótinu í Þýskalandi sem lauk fyrir viku. Mbappé skoraði aðeins eitt mark úr vítaspyrnu og gaf eina stoðsendingu en Dembélé kom ekki að einu einasta marki á mótinu. Frakkar töpuðu fyrir Spánverjum í undanúrslitum.

Sampaoli, sem var síðast við stjórnvölinn hjá Flamengo í Brasilíu, finnst ekki mikið til Mbappés og Dembélés koma.

„Dembélé spilar eins og hann sé einhverfur. Hann byrjar sóknirnar og klárar þær sjálfur,“ sagði Sampaoli.

„Hann getur ekki látið samherjana skína. Hann getur bara skinið sjálfur. Mbappé er líka svolítið þannig.“

Sampaoli hreifst ekki af franska landsliðinu á EM en það þótti spila fremur óspennandi fótbolta og skoraði aðeins eitt mark úr opnum leik á mótinu.

Dembélé og Mbappé léku saman hjá Paris Saint-Germain en sá síðarnefndi er nú farinn til Real Madrid.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×