Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Hin þaul­reynda Anna Björk heim í KR

Miðvörðurinn Anna Björk Kristjánsdóttir tekur slaginn með uppeldisfélagi sínu KR í Lengjudeild kvenna í fótbolta í sumar. Hún á að baki 45 A-landsleiki, mörg ár í atvinnumennsku og 163 leiki í efstu deild.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Mark snemma leiks gerði gæfu­muninn

París Saint-Germain leiðir gegn Arsenal eftir 1-0 útisigur í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Á öðrum degi hefði Arsenal skorað að lágmarki eitt mark en að sama skapi fengu gestirnir tækifæri til að bæta við mörkum.

Fótbolti
Fréttamynd

Gylfi valdið mestum von­brigðum

Gylfi Þór Sigurðsson er sá leikmaður sem hefur valdið mestum vonbrigðum það sem af er leiktíð í Bestu deild karla samkvæmt sérfræðingum Stúkunnar. Gylfa hefur ekki tekist að setja mark sitt á leik Víkinga þar sem af er móti.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sann­færðir um að FH verði í fallbaráttu

Þeir Albert Brynjar Ingason og Arnar Grétarsson sammæltust um það í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld að FH-ingar verði í fallbaráttu í sumar. Hafnfirðingar eru í botnsæti Bestu deildar karla og hafa aðeins náð í eitt stig í fyrstu fjórum leikjum liðsins.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Laugardalsvöllur tekur lit

Sértilgerð saumavél er að störfum á Laugardalsvelli þar sem unnið er dag og nótt í von um að Ísland geti spilað þar landsleik í júní. Tímarammi framkvæmdanna stendur og formaður KSÍ er bjartsýnn að markmiðið takist.

Fótbolti
Fréttamynd

Draumur Brassa um Ancelotti að rætast

Þjálfarinn sigursæli Carlo Ancelotti er á lokametrunum með Real Madrid og hefur komist að samkomulagi um að verða næsti landsliðsþjálfari Brasilíu í júní. Þar með verður hann einn hæst launaði landsliðsþjálfari heims.

Fótbolti
Fréttamynd

Villa mót­mælir fyrir­hugaðri breytingu

Enska knattspyrnufélagið Aston Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu úrvalsdeildarinnar á leikdegi félagsins gegn Tottenham Hotspur. Leikurinn á að fara fram sunnudaginn 18. maí en í yfirlýsingu Tottenham segir að félagið hafi þegar rætt við úrvalsdeildina um að færa leikinn.

Enski boltinn
Fréttamynd

„Ekki á­hyggju­efni, þetta var bara hörku­leikur“

„Miðað við hvernig síðustu leikir hafa verið milli okkar þá bjóst ég við að við myndum stela þessu í lokin. Við vorum ansi nálægt því og það hefði verið mjög sætt að taka þrjú stig. En ég held að ef við lítum á allan leikinn hafi jafntefli verið sanngjörn niðurstaða“ sagði þjálfarinn Sölvi Geir Ottesen eftir 1-1 jafntefli Víkings við Val á Hlíðarenda. Bæði mörkin voru skoruð úr vítaspyrnum en Víkingur átti skalla í slánna í uppbótartíma.

Íslenski boltinn