Schumacher segir óvenjulega stemmningu í Abú Dabí Formúlu 1 mót fer fram í Abú Dabí um næstu helgi og Michael Schumacher og Nico Rosberg hjá Mercedes mæta til leiks á mótsvæði sem var notað í fyrsta skipti árið 2009 í Formúlu 1. Mótið hefst í dagsbirtu, en lýkur á flóðlýstri braut, þar sem það hefst seint að degi til. Formúla 1 7. nóvember 2011 16:00
Fjórir ökumenn eiga möguleika á öðru sætinu í stigamóti ökumanna Fjórir ökumenn eiga möguleika á að ná öðru sæti i stigamóti Formúlu 1 ökumanna, þegar tveimur mótum er ólokið, en McLaren liðið tryggði sér annað sætið í stigamóti bílasmiða í gær, á eftir Red Bull, með árangri liðsins á Buddh brautinni í Indlandi. Formúla 1 31. október 2011 20:00
Karthikeyan naut sín á heimavelli Indverjinn Narain Karthikeyan ók á heimavelli í fyrsta indverska Formúlu 1 kappakstrinum á Buddh brautinni í Indlandi í gær. Hann ók bíl HRT liðsins í stað Tonio Liuzzi, sem er keppir venjulega með liðinu ásamt Daniel Ricciardo. Formúla 1 31. október 2011 18:30
Ecclestone ánægður með fyrsta Formúlu 1 mótið í Indlandi Fyrsta Formúlu 1 mótið í Indlandi fór fram í gær á Buddh brautinni og Bernie Ecclestone, framkvæmdarstjóri FOM kveðst ánægður með fyrsta mótið í á brautinni. Formúla 1 31. október 2011 16:00
Vettel stoltur að vera fyrsti sigurvegarinn í Indlandi Sebastian Vettel hjá Bull liðinu bætti enn einni í rósinni í hnappagatið í Formúlu 1 keppni í dag þegar hann vann indverska Formúlu 1 kappaksturinn. Í fyrsta skipti á sömu mótshelgi náði hann að ná besta tíma í tímatöku, vera í forystu í keppninni frá upphafi til enda, ná besta aksturstímanum í einstökum hring í keppninni og fagna sigri. Vettel er líka yngsti ökumaður sögunnar til að ná þessum árangri í Formúlu 1 keppni. Formúla 1 30. október 2011 19:43
Enn einn sigurinn hjá Vettel Þjóðverjinn Sebastian Vettel fagnaði í dag sigri í indverska kappakstrinum í Formúlu 1-mótaröðinni en hann var fyrir nokkru síðan búinn að tryggja sér heimsmeistaratitilinn í ár. Formúla 1 30. október 2011 11:08
Vettel jafnaði árangur Prost og Senna í dag Sebastian Vettel á Red Bull náði því marki að ná besta tíma tímatöku í þrettanda skipti á árinu, í tímatökunni á Buddh brautinni í Indlandi í dag. Vettel jafnaði þannig árangur sem Alain Prost og Ayrton heitin Senna höfðu áður náð á sínum Formúlu 1 ferli í tímatökum en metið hvað árangur í tímatökum varðar á Nigel Mansell. Mansell náði fjórtan sinnum að vera fljótastur í tímatökum árið 1992. Formúla 1 29. október 2011 20:27
Vettel fremstur á ráslínu í þrettánda skipti og Red Bull sló met Sebastian Vettel á Red Bull náði besta tíma í Formúlu 1 tímatökunni á Buddh brautinni í Indlandi í dag. Lewis Hamilton var með næst besta tíma á McLaren og Mark Webber á Red Bull varð þriðji. Árangur Vettel þýðir að hann verður fremstur á ráslínu í þrettánda skipti í Formúlu 1 móti á árinu. Formúla 1 29. október 2011 11:35
Massa fljótastur á Buddh brautinni í Indlandi Felipe Massa á Ferrari náði besta aksturstímanum á Buddh brautinni í Indlandi, sem verður notuð í fyrsta skipti í keppni á sunnudaginn. Tvær æfingar fóru fram á föstudag á brautinni. Lewis Hamilton á McLaren náði besta tíma á fyrri æfingunni, en Massa á þeirri síðari. Tími Massa reyndist besti tími dagsins. Formúla 1 28. október 2011 16:00
Mallya býst við glæstri Formúlu 1 hefð í Indlandi Fyrsta Formúlu 1 mót sögunnar í Indlandi fer fram á sunnudaginn og eitt keppnisliðið sem þar keppir var stofnað af indverskum aðila. Vijay Mallya stofnaði Formúlu 1 liðið Force India árið 2007, en nafn liðsins mætti þýða á íslensku sem Mátt Indlands. Force India liðið er með starfsaðstöðu við Silverstone brautina í Bretlandi og ökumenn liðsins eru Paul di Resta frá Skotlandi og Adrian Sutil frá Þýskalandi. Formúla 1 27. október 2011 22:24
Ný Formúlu 1 braut í Indlandi kostaði 300 miljónir Bandaríkjadala Nú Formúlu 1 braut verður notuð af Formúlu 1 liðum í keppni í fyrsta skipri á Indlandi á sunnudaginn, en hún er staðsett í 50 km fjarlægð frá miðhluta Nýju Delí og kallast brautin Buddh. Brautin var hönnuð af Hermann Tilke og fyrirtæki hans og er áætlað að það hafi kostað 300 miljónir Bandaríkjadala (nærri 34 miljarða íslenskra króna) að koma henni í gagnið samkvæmt upplýsingum frá FIA. Buddh brautin er 5.137 km að lengd og verða eknir 60 hringir í kappakstrinunm á sunnudag. Formúla 1 27. október 2011 19:15
Horner segir Red Bull liðið hafa bætt sig á öllum sviðum Red Bul liðiðl fagnaði því í gær að liðið vann titil bílasmiða í Formúlu 1, viku eftir að Sebastian Vettel, annar ökumanna liðsins hafði fagnað því að vinna meistaratitil ökumanna. Red Bull var í mestri samkeppni við McLaren og Ferrari um meistaratitil bílasmiða, en tryggði sér titilinn í gær, þó þremur mótum sé enn ólokið á keppnistímabilinu. Yfirmaður Red Bull, Christian Horner segir liðið hafa bætt sig á öllum sviðum. Formúla 1 17. október 2011 14:45
Vettel vann og Red Bull liðið tryggði sér meistaratitil bílasmiða Sebastian Vettel vann sinn tíunda sigur í Formúlu 1 á þessu keppnistímabili í dag. Hann kom fyrstur í endamark á kappakstursbrautinni í Yeongam í Suður Kóreu. Lewis Hamilton á McLaren varð í öðru sæti í mótinu og Mark Webber á Red Bull þriðji. Formúla 1 16. október 2011 10:08
Hamilton sá við Vettel og Webber í tímatökunni Formúlu 1 ökumaðurinn Lewis Hamilton á McLaren verður fremstur á ráslínu á kappakstursbrautinni í Yenogam í Suður Kóreu á aðfaranótt sunnudags. Hamilton náði besta tíma í tímatökunni fyrir keppnina. Formúla 1 15. október 2011 06:31
Button á McLaren fljótastur á lokaæfingunni Jenson Button á McLaren reyndist fljót æiastur á síðustu æfingu Formúlu 1 liða í fyrir tímatökuna, sem verður í nótt á kappakstursbrautinni í Yenomag í Suður Kóreu. Button varð 0.289 úr sekúndu á undan Lewis Hamilton á McLaren, en Mark Webber á Red Bull náði þriðja besta tíma og var 0.833 á eftir Button. Sebastian Vettel á Red Bull náði aðeins með níunda besta tíma, en lenti í tvígang í því að Torro Rosso ökumaður var fyrir honum í brautinni í hröðum hring. Brautin í Suður Kóreu var þurr, en tvær fyrstu æfingarnar höfðu farið fram í rigningu og ekki eru líkur á rigningu í tímatökunni. Tímatakan er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 04.45 í nótt og verður í opinni dagskrá og endursýn kl. 11.45 á laugardag. Formúla 1 15. október 2011 03:11
Hamilton vill skáka Vettel í tímatökunni í nótt Lewis Hamilton á McLaren var með besta tíma á föstudagsæfingum Formúlu 1 liða á kappakstursbrautinni í Yenogam í Suður Kóreu. Formúla 1 14. október 2011 19:56
Hamilton fljótastur í Suður Kóreu Tvær æfingar fór fram hjá Formúlu 1 liðum á Kóreu kappakstursbrautunni í Yenogam í Suður Kóreu í nótt. Rigning var á báðum æfingum, sem voru liður í undirbúningi fyrir kappakstur á brautinni á sunnudaginn. Red Bull á möguleika á að tryggja sér meistaratitil bílasmiða í mótinu, en Sebastian Vettel er þegar orðinn heimsmeistari ökumanna. Formúla 1 14. október 2011 10:00
Horner: Árið hefur verið magnað Christian Horner, yfirmaður Formúlu 1 liðs Red Bull, segir að markmið liðsins sé að tryggja liðinu meistaratitil bílsmiða í framhaldinu af því að Sebastian Vettel ökumaður liðsins tryggði sér titil ökumanna í gær. Yngstur allra til að vinna tvo meistaratitla í röð, eftir að hafa orðið yngsti meistari sögunnar í fyrra. Formúla 1 10. október 2011 19:00
Button: Vettel á titilinn skilið Jenson Button fagnaði sigri í japanska kappakstrinum í gær á McLaren, en Button var eini ökumaðurinn sem átti tölfræðilega möguleika á því að skáka Vettel í titilslagnum fyrir mótið í Japan. Formúla 1 10. október 2011 16:45
Meistarinn Vettel segist lánsamur og blessaður Sebastian Vettel fagnaði öðrum meistaratitli sínum í heimsmeistaramóti ökumanna í Formúlu 1 á Suzuka brautinni í Japan í dag. Hann fór fögrum orðum um samstarfsmenn sína hjá Red Bull liðinu eftir að hafa tryggt sér meistaratitilinn annað árið í röð. Hann vildi meina að allir hjá Red Bull hefðu lagt hönd á plóginn í kapphlaupinu um titilinn, sama í hvaða starfi þeir væru hjá liðinu, en Red Bull liðið er staðsett í Milton Keynes í Bretlandi. Formúla 1 9. október 2011 21:19
Sigur Button dugði ekki gegn Vettel í titilslagnum Jenson Button á McLaren vann japanska kappaksturinn á Suzuka brautinni í dag. Hann kom fyrstur í endmark á undan Fernando Alonso á Ferrari og Sebastian Vettel á Red Bull. Vettel tryggði sér heimsmeistaratitil ökumanna með árangri sínum í dag. Formúla 1 9. október 2011 11:54
Sebastian Vettel heimsmeistari Sebastian Vettel tryggði sér í morgun heimsmeistaratitilinn í Formúlu-1 annað árið í röð. Vettel verður þar með yngsti tvöfaldi heimsmeistari frá upphafi formúlunnar, en hann er aðeins 24 ára og 98 daga gamall. Titilinn tryggði hann sér í nótt á japönsku kappakstursbrautinni í Suzuka. Þar endaði Vettel þriðji, á eftir Jenson Button og Fernando Alonso. Það dugði honum þó til þess að tryggja sér titilinn.Félagi Vettels, Mark Webber, endaði fjórði í morgun. Þeir aka fyrir lið Red Bull, og með stigunum í morgun virðast Red Bull vera að tryggja sér titil bílasmiða annað árið í röð. Formúla 1 9. október 2011 08:12
Vettel ekki að einbeita sér að stiginu sem vantar Sebastian Vettel á Red Bull verður fremstur á ráslínu í japanska Formúlu 1 kappakstrinum á Suzuka brautinni, sem fram fer á sunnudag. Vettel varð aðeins 0.009 sekúndum á undan Jenson Button á McLaren í tímatökunni í dag. Formúla 1 8. október 2011 16:45
Vettel fremstur á ráslínu í tólfta skipti á árinu Sebastian Vettel á Red Bull náði besta tíma í Formúlu 1 tímatökunni á Suzuka brautinni í Japan í nótt. Hann varð aðeins 0.009 úr sekúndu á undan Jenson Button á McLaren, en Lewis Hamilton á McLaren var þriðji fljótastur og Felipe Massa á Ferrari á eftir honum. Formúla 1 8. október 2011 07:34
Button fremstur í flokki á lokaæfingunni Jenson Button á McLaren náði besta tíma á þriðju og síðustu æfingu Formúlu 1 ökumanna á Suzuka brautinni í Japan í nótt. Hann var 0.507 úr sekúndu fljótari en Lewis Hamilton á McLaren, en Sebastian Vettel á Red Bull var með þriðja besta tíma, 0.867 á eftir Button. Fjórði varð Fernando Alonso á Ferrari, 1.024 sekúndu á eftir Button. Formúla 1 8. október 2011 03:14
Button fljótastur á æfingum í Japan í nótt Jenson Button á McLaren náði besta tíma á báðum æfingum Formúlu 1 liða sem fóru fram á Suzuka brautinni í Japan í nótt. Á fyrri æfingunni var hann aðeins 0.091 úr sekúndu fljótari en næsti ökumaður, sem var Lewis Hamilton á McLaren. Á síðari æfingunni var Button 0.174 úr sekúndu fljótari en Fernando Alonso á Ferrari. Formúla 1 7. október 2011 07:46
McLaren samdi við Button um áframhaldandi samstarf McLaren Formúlu 1 liðið tilkynnti í dag að liðið hefur gert áframhaldandi samstarfssamning við Jenson Button. Button er í öðru sæti í heimsmeistaramóti ökumanna á eftir Sebastian Vettel hjá Red Bull. Báðir keppa þeir í Formúlu 1 mótinu á Suzukua brautinni í Japan um helgina, þar sem Vettel getur tryggt sér meistaratitilinn í ár, en Button á enn tölfræðilega möguleika á að vinna meistaratitilinn. Formúla 1 5. október 2011 14:45
Vettel og Webber vilja létta japönskum áhorfendum lífið Formúlu 1 meistarinn Sebastian Vettel og Mark Webber hjá Red Bull liðinu keppa í japanska Formúlu 1 kappakstrinum um næstu helgi og vonast eftir góðu móti, sem létt getur japönskum áhorfendum lífið. Japanska þjóðin hefur gengið i gegnum erfiðleika vegna náttúruhamfaranna sem voru í mars og Formúlu 1 ökumenn hafa sýnt þeim samhug í verki vegna þess. Formúla 1 3. október 2011 20:00
Schumacher sexfaldur sigurvegari á Suzuka brautinni Michael Schumacher hjá Mercedes liðinu er sá Formúlu 1 ökumaður sem hefur oftast fagnað sigri á Suzuka-brautinni í Japan, en keppt verður á brautinni um næstu helgi. Mótið er það fyrsta í Asíu á árinu, en keppt verður í Suður Kóreu um aðra helgi. Brautin í Suzuka er í uppáhaldi hjá mörgum ökumönnum, og Nico Rosberg liðsfélagi Schumacher, telur hana eina af þeim bestu sem notuð er á keppnistímabilinu, rétt eins og Schumacher. Formúla 1 3. október 2011 16:00
Button: Verður tilfinningaþrungið að keppa í Japan Bretinn Jenson Button hjá McLaren segir Japan vera sinn annan heimavöll í Formúlu 1, en hann á japanska kærustu sem heitir Jessica Mishibata. Hún er þekkt fyrirsæta í sínu heimalandi og þau skötuhjú dvelja þar oft á tíðum. Um tíma var óljóst hvort Formúlu 1 mótið í Japan gæti farið fram vegna náttúruhamfaranna sem urðu í landinu í mars, en Button telur að mótsthaldið geti gefið japönsku þjóðinni styrk, en miklill áhugi er á Formúlu 1 í Japan. Formúla 1 30. september 2011 20:30
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti