Formúla 1

Formúla 1

Fréttir af þekktasta kappakstri í heimi.

Fréttamynd

Newey: Við erum á eftir áætlun

Nú þegar keppnisliðin í Formúlu 1 keppast við að leggja lokahönd á keppnisbíla sína fyrir næsta tímabil eru heimsmeistarar Red Bull í vandræðum, að sögn Adrian Newey, aðalhönnuðar og tæknistjóra liðsins.

Formúla 1
Fréttamynd

Tvö keppnissæti enn laus fyrir 2013

Enn á eftir að ráða í tvö keppnissæti fyrir næsta keppnistímabil í Formúlu 1. Force India og Caterham eiga eftir að ráða sér ökumenn þó leitin hafi verið verið þrengd nokkuð.

Formúla 1
Fréttamynd

Ecclestone segist saklaus af þýskum ákærum

Bernie Ecclestone segist vera saklaus af hvaða glæp sem kann að hafa fylgt sölunni á Formúlu 1 til einkahlutafélagsins CVC árið 2006. Ecclestone er sakaður um að hafa borgað þýskum bankastarfsmanni, Gerhard Gribkowsky að nafni, hátt í 3,5 milljarða í mútur svo að salan gengi í gegn.

Formúla 1
Fréttamynd

Dennis: Við hefðum getað haldið Hamilton

Ron Dennis, formaður stjórnar McLaren-liðsins og fyrrum liðstjóri liðsins, segir að McLaren-liðið hefði getað haldið Lewis Hamilton áfram árið 2013 en ákveðið að gera það ekki. Hamilton mun aka fyrir Mercedes næstu þrjú árin.

Formúla 1
Fréttamynd

Lotus heldur Grosjean árið 2013

Lotus-liðið hefur tekið ákvörðun um að nýta starfskrafta Romain Grosjean á nýjan leik árið 2013. Grosjean var harðlega gagnrýndur í sumar fyrir einstaklega óheppilega árekstra og annan óskunda í keppnum ársins.

Formúla 1
Fréttamynd

Button: Hamilton mun koma Rosberg á óvart

Jenson Button, ökuþór McLaren-liðsins í Formúlu 1, segir að Lewis Hamilton, fyrrum liðsfélagi hans, muni koma nýjum liðsfélaga hjá Mercedes á óvart. Nico Rosberg eigi eftir að átta sig á hversu hæfileikaríkur og fljótur Hamilton er.

Formúla 1
Fréttamynd

Alonso valinn bestur af liðstjórum

Þó hann hafi tapað heimsmeistaratitlinum með aðeins þremur stigum var Fernando Alonso, ökuþór Ferrari-liðsins, valinn besti ökuþór ársins af liðstjórum í Formúlu 1. Valið var birt á síðum breska tímaritsins Autosport.

Formúla 1
Fréttamynd

Austurríki gæti verið viðkomustaður Formúlu 1 2013

Það gæti allt eins farið svo að aukamótið á dagatali Formúlu 1 á næsta ári verið í Austurríki en ekki í Tyrklandi. Framtíð kappakstursins í Tyrklandi er nú í höndum ríkisstjórnar Tyrklands sem mun taka ákvörðun um fjárframlög til mótshaldsins fyrir áramót.

Formúla 1
Fréttamynd

Vettel krýndur heimsmeistari - myndir

Sebastian Vettel var í gær krýndur heimsmeistari í Formúlu 1 við mikla athöfn í Tyrklandi, þar sem FIA hélt sitt árlega verðlaunapartý. Christian Horner tók við verðlaunum fyrir hönd Red Bull-liðsins sem eru heimsmeistarar bílasmiða.

Formúla 1
Fréttamynd

Útlit fyrir 20 mót á næsta ári

Dagatal Formúlu 1 á næsta ári hefur verið breytt örlítið til að hægt sé að koma nýjum kappakstri fyrir í miðjum júlí. Þetta, ásamt nokkrum breytingum á keppnisreglum, var staðfest í dag af alþjóðlega mótorsportráðinu.

Formúla 1
Fréttamynd

Ecclestone: Ég er ekki orðinn of gamall

Bernie Ecclestone, alráður í Formúlu 1, svaraði Luca di Montezemolo, framkvæmdastjóra Ferrari-bílaverksmiðjanna, fullum hálsi eftir að hafa frétt frá Luca að hann væri orðinn of gamall til að stjórna Formúlu 1. Hann segist ekkert ætla að slaka á.

Formúla 1
Fréttamynd

Stærstu liðin borga rúman milljarð króna í keppnisgjöld

Keppnisgjaldheimtunni í Formúlu 1 var breytt í haust. Keppnisgjöldin sem öll keppnisliðin verða að greiða til FIA (Alþjóða akstursíþróttasambandsins) er að lágmarki 62,5 milljónir króna en að auki er stigafjöldi liðanna margfaldaður með 6000 dollurum, 750 þúsund íslenskum krónum.

Formúla 1
Fréttamynd

Ferrari: Ecclestone er orðinn of gamall

Framkvændastjóri Ferrari-bílaverksmiðjanna, Luca di Montezemolo, segir Bernie Ecclestone vera orðinn of gamall til að stjórna Formúlu 1. Bernie, alráður í Formúlu 1, er 82 ára gamall.

Formúla 1
Fréttamynd

HRT gjaldþrota og keppir ekki 2013

HRT-liðið mun ekki keppa í Formúlu 1 á næsta ári þar sem liðið er nánast gjaldþrota. Eigandi liðsins hefur verið að leita að kaupanda en enginn gerði tilboð í þetta spænska keppnislið.

Formúla 1
Fréttamynd

Hamilton og Button jafnir eftir þriggja ára einvígi

Lewis Hamilton yfirgefur McLaren-liðið í Formúlu 1 í vetur og færir sig um set,yfir til Mercedes. Jenson Button verður eftir hjá McLaren en þeir hafa verið liðsfélagar í þrjú ár. Það er því ekki seinna vænna en að bera þá kappa saman.

Formúla 1
Fréttamynd

Bottas og Maldonado aka fyrir Williams 2013

Valtteri Bottas, ungur Finni sem hefur undanfarið reynsluekið fyrir Williams-liðið í Formúlu 1, hefur verið ráðinn sem keppnisökuþór liðsins á næsta ári. Þar mun hann aka við hlið Pastor Maldonado.

Formúla 1
Fréttamynd

Force India: Öryggisbíllinn var algert djók

Bob Fernley, liðstjóri Force India-liðsins í Formúlu 1, sagði að fyrsti öryggisbíllinn í brasilíska kappakstrinum hafi verið "algert grín". Nico Hulkenberg, ökuþór liðsins, var í fyrsta sæti á undan Jenson Button þegar öryggisbíllinn kom út.

Formúla 1
Fréttamynd

Með ólíkindum að Vettel tækist að klára mótið

Christian Horner, liðstjóri heimsmeistara Red Bull í Formúlu 1 og yfirmaður heimsmeistarans Sebastian Vettel, segist hafa óttast að Vettel myndi ekki ná að klára kappaksturinn í Brasilíu í gær. Vettel lenti í óhappi á fyrsta hring og um leið komst keppinautur hans í vænlega stöðu.

Formúla 1
Fréttamynd

Caterham skaust upp fyrir Marussia í botnbaráttunni

Cyril Abiteboul, liðstjóri Caterham, var himinlifandi með tíunda sætið í heimsmeistarakeppni bílasmiða sem Caterham stal af Marussia á lokasprettinum í brasilíska kappakstrinum í dag. "Þetta var verðskuldað," sagði Abiteboul.

Formúla 1
Fréttamynd

Vettel heimsmeistari í Formúlu 1 2012

Sebastian Vettel er yngsti þrefaldi heimsmeistari allra tíma í Formúlu 1. Hann tryggði sér titilinn í brasilíska kappakstrinum sem kláraðist fyrir aftan öryggisbílinn. Fernando Alonso átti einn möguleika á að skáka Vettel en það tókst ekki.

Formúla 1
Fréttamynd

Alonso heimsmeistari í augnablikinu

Fernando Alonso mun vinna heimsmeistaratitil ökuþóra í Formúlu 1 ef kappaksturinn fer eins og hann stendur núna. Alonso er í þriðja sæti á eftir McLaren-bílunum tveimur en Sebastian Vettel lenti í samstuði við Bruno Senna á fyrsta hring og féll í síðasta sæti.

Formúla 1
Fréttamynd

Möguleikar meistaranna í úrslitamótinu

Núna síðdegis hefst brasilíski kappaksturinn þar sem Fernando Alonso og Sebastian Vettel há úrslitabaráttu um heimsmeistaratitil ökuþóra í Formúlu 1. Alonso og Vettel munu ekki gefa tommu eftir.

Formúla 1
Fréttamynd

Button: Alonso á titilinn meira skilið

Jenson Button, ökuþór McLaren-liðsins í Formúlu 1, segir að Fernando Alonso eigi heimsmeistaratitilinn meira skilið en Sebastian Vettel. Þetta segir hann því Ferrari-lið Alonso hefur átt í þónokkrum erfiðleikum í ár.

Formúla 1
Fréttamynd

Maldonado refsað og færður aftur um tíu sæti

Pastor Maldonado, ökumanni Williams-liðsins í Formúlu 1, hefur verið refsað fyrir að hundsa kall dómara um að koma bílnum í vigtun í miðjum tímatökum. Maldonado færist aftur um tíu sæti á ráslínunni og hefur því síðasta kappakstur ársins sextándi.

Formúla 1
Fréttamynd

Hamilton á ráspól en Alonso í basli

Verkefni helgarinnar varð mun erfiðara fyrir Fernando Alonso í tímatökunum í dag þegar hann náði aðeins áttunda besta tíma, fjórum sætum á eftir Sebastian Vettel. Þeir Alonso og Vettel berjast um heimsmeistaratitilinn á morgun.

Formúla 1
Fréttamynd

Alonso og Vettel há úrslitabaráttu í Brasilíu

Þeir Fernando Alonso og Sebastian Vettel freista þess báðir að vinna sinn þriðja heimsmeistaratitil. Vettel gæti jafnframt orðið yngsti þrefaldi heimsmeistarinn frá upphafi. Árangur Alonso yrði ekki síðri, því almennt er talið að honum hafi tekist hið ómögulega í ár: Að há titilbaráttu fram í síðasta mót ársins.

Formúla 1