Ferðamennska á Íslandi

Ferðamennska á Íslandi

Fréttir af ýmsum málum tengdum ferðamennsku á Íslandi.

Fréttamynd

Katie eyddi 1,5 milljónum á sólarhring á Íslandi

Blaðakonan Katie Becker fékk á dögunum áhugavert verkefni frá lífstílssíðunni Coveteur þar sem hún starfar. Hún fékk fimmtán þúsund dollara, um eina og hálfa milljón króna, og var sagt að eyða sólahring á Íslandi á eins íburðarmikinn hátt og hún gat.

Lífið
Fréttamynd

Erlendir túristar skulda Landspítalanum stórfé

Viðskiptakröfur Landspítalans vegna ferðamanna án sjúkratryggingar námu minnst 725 milljónum á síðasta ári. Flestir leita til spítalans í júlí og ágúst en innlögnum yfir vetrarmánuðina hefur fjölgað mikið.

Innlent
Fréttamynd

Helmingurinn borðar lambið

Rúmur helmingur erlendra ferðamanna sem hingað koma, eða 54 prósent, borðar íslenskt lambakjöt. Þetta sýnir könnun Gallup fyrir markaðsstofuna Icelandic Lamb.

Innlent
Fréttamynd

Nánast með svuntuna í útkalli á Ármannsfelli

Björgunarsveitir í Árnessýslu fengu útkall á sjöunda tímanum á gamlársdag vegna fjögurra kvenna sem komust ekki niður af Ármannsfelli. Formaðurinn sendi út boð til allra sveita enda vissi hann að erfitt yrði að manna útkallið.

Innlent
Fréttamynd

Þriðja banaslysið á sex árum í Eldhrauni

Slysið í fyrradag var þriðja banaslysið á örfáum árum í Eldhrauni. Álag á vegakerfið hefur stóraukist. Sérfræðingur í forvörnum segir mikilvægt að bæta veginn þar. Einnig þurfi að skýra betur reglur um bílbeltanotkun.

Innlent
Fréttamynd

Travelade hefur lokið fjármögnun upp á 160 milljónir

Sprotafyrirtækið Travelade hefur lokið 160 milljóna fjármögnun til að styðja við frekari vöxt félagsins. Hópur nýrra fjárfesta sem kemur inn í félagið er leiddur af Crowberry Capital, fjárfestingasjóði sem stofnaður var á árinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Reykjavík valin ævintýraáfangastaður Evrópu

Þetta er annað árið í röð sem borgin er valin af starfsmönnum Luxury Travel Guide en í umsögn um Reykjavík segir að hún sé menningarborg, í stórbrotnu landslagi með norðurljósadýrð og fjölbreytta afþreyingu.

Innlent
Fréttamynd

Framlög lækka þvert á stjórnarsáttmálann

Markaðsstofur landshluta í ferðaþjónustu undrast lækkun til þeirra í nýju fjárlagafrumvarpi samanborið við fjárlagafrumvarp Benedikts Jóhannessonar. Í stjórnarsáttmála er kveðið á um eflingu landshlutasamtakanna.

Innlent
Fréttamynd

Frumkvöðlar saka ISAVIA um bellibrögð

Fyrirtækið BaseParking segir ISAVIA, í krafti aðstöðu sinnar, gera því lífið leitt með alls konar bellibrögðum. Hefur kvartað til Samkeppniseftirlitsins vegna framferðis ríkisfyrirtækisins sem býður upp á sömu þjónustu og BaseParking.

Viðskipti innlent