Föstudagurinn laaaangi Í dag er laugardagur. Það er kannski ekkert fréttnæmt, enda er laugardagur um páskahelgi einhvern veginn algjört aukaatriði, klemmdur milli leiðinlegasta dags æsku minnar og páskadags. Fastir pennar 15. apríl 2017 07:00
Á páskum Á æskuárum mínum í Laugarneshverfinu leigði gömul kona, Lilja að nafni, herbergi hjá foreldrum mínum. Bakþankar 15. apríl 2017 07:00
Lausaganga ferðafólks Offjölgun ferðamanna er vel þekkt viðfangsefni víða um lönd. Úti í heimi er því til staðar dýrmæt reynsla af réttum og röngum viðbrögðum heimamanna við slíkri offjölgun. Fastir pennar 13. apríl 2017 07:00
Kynbætur Talsmenn laxeldis á Íslandi halda því fram að lagalegur grundvöllur starfseminnar sé skýr og skipulag og umgjörð hennar byggist á vandaðri lagasetningu. Fastir pennar 13. apríl 2017 07:00
Páskar eru betri en jól Síðustu jól voru sannkölluð atvinnurekendajól. Bakþankar 13. apríl 2017 07:00
Ómöguleiki gengisspádóma Það eru sennilega 20 ár síðan ég gerði fyrstu gengisspána mína og ég er enn að. Ég hef hins vegar aldrei farið leynt með það að ég held ekki að maður geti kerfisbundið "snúið á markaðinn“ – og sérstaklega ekki gjaldeyrismarkaðinn. Fastir pennar 12. apríl 2017 07:00
Af græðgi og gjafmildi Það kann að vera að heilagleiki dymbilvikunnar sé hvatinn að skrifum mínum í dag eða mögulega er ég einfaldlega langþreytt á tregðu okkar mannfólksins við að þróast til betri vegar – þrátt fyrir að vita betur og hafa allar forsendur til að lifa saman í sátt og með sóma. Fastir pennar 12. apríl 2017 07:00
Afl framfara Við þurfum vel menntað fólk til þess að byggja hús og vegi. Halda úti mannsæmandi heilbrigðis- og velferðarkerfi, skapa ný verðmæti og gæta að þeim sem fyrir eru. Fastir pennar 12. apríl 2017 07:00
Hið illa og hið aflokna Mig langar að tala aðeins um orðatiltæki. Einn tiltekinn málshátt sem er mér hugleikinn og ég vona að sem flest ykkar fái í páskaeggi. Illu er best aflokið. Bakþankar 12. apríl 2017 07:00
Villta vestrið Laxeldi í sjókvíum hefur vaxið hratt á síðustu árum í skjóli þess að ríkið hefur ekki haft skoðun á því hvað sé gott eða slæmt þegar ræktun á fiski í íslenskum sjó er annars vegar. Fastir pennar 11. apríl 2017 08:00
Fúli bóksalinn í Garrucha Í spænska strandbænum Garrucha er bókabúð ein sem mér finnst merkileg fyrir þær sakir að eigandinn er svo afspyrnu fúllyndur að hann minnir á föndrarann mikla úr Spaugstofunni. Bakþankar 11. apríl 2017 07:00
Ekki aftur Það sem við munum og það sem við munum ekki er og verður víst alltaf okkar. Þannig virðist Valgerður Sverrisdóttir ekki muna almennilega eftir aðkomu sinni að einkavæðingu bankanna frá ráðherratíð sinni, þó svo það teljist líklega til stærri viðburða á hennar starfsferli. Fastir pennar 10. apríl 2017 07:00
Hryðjuverk og kærleiksverk Enn hefur karlmaður sem játar einhvers konar islam ráðist á almenning í evrópsku lýðræðisríki með því að aka bíl inn í mannfjölda í því skyni að drepa eins margt fólk og hann getur. Enn einn einstaklingur, sýktur af hugmyndum, sem telur það ásættanlegan tjáningarmáta á viðhorfum sínum að aka bíl inn í mannfjölda. Fastir pennar 10. apríl 2017 07:00
Páskaegg Við erum að missa stjórnina. Úrvalið af páskaeggjum er orðið of mikið. Ef fram heldur sem horfir getum við valið páskaegg með harðfisksbragði á næsta ári. Bakþankar 10. apríl 2017 07:00
Tölvuleikir Ódælir og athafnasamir ungir menn eins og Grettir Ásmundsson hafa alltaf verið hluti af veruleika þjóðarinnar. Testósterón gelgjunnar fyllti þá ævintýraþrá og löngun eftir því að gera sig gildandi. Þeir voru eins og ótamdir graðfolar sem stöðugt koma á óvart með uppátækjum sínum. Þetta hefur nú gjörbreyst. Bakþankar 8. apríl 2017 07:00
Pyngja konunnar er pyngja manns hennar Í ár eru 140 ár síðan Millicent nokkur Fawcett lenti í því merkilega atviki að veskinu hennar var ekki stolið. Jú, þjófur hrifsaði veskið af henni þar sem hún spókaði sig um á Waterloo lestarstöðinni í London. Jú, maður var ákærður fyrir þjófnað. Öfugmælin felast hins vegar í því að veski Millicent Fawcett var ekki veski Millicent Fawcett. Fastir pennar 8. apríl 2017 07:00
Árásir á innsoginu Bandaríkjamenn hófu í vikunni eldflaugaárásir á herstöðvar Sýrlandshers. Árásirnar komu í kjölfar þess að upplýst var um skelfilega efnavopnaárás sýrlenska stjórnarhersins í bænum Khan Sheikhun þar sem fjölmargir óbreyttir borgarar létu lífið. Fastir pennar 8. apríl 2017 07:00
Konur laga líka Ég held ég þekki töfrafólk. Alls kyns töfrafólk. Óskir mínar hvers konar, framkallar það allar. Það er sama hversu beiðnin er flókin. Undarleg eða óhefðbundin. Allt verður að veruleika. Náðargáfan yfirskilvitleg. Bakþankar 7. apríl 2017 07:00
Kötturinn og greifinn hans Það blés ekki byrlega fyrir kattargreyinu sem fátæki malarsonurinn fékk í arf eftir föður sinn. Hinn nýi eigandi var svo sárafátækur að það fyrsta sem honum datt í hug var að slátra kvikindinu og búa til úr skinninu hanska. Fastir pennar 7. apríl 2017 07:00
Rétt ákvörðun Það er áhyggjuefni hversu útbreidd sú skoðun er að það sé æskilegt að ríkið fari með eignarhald á nánast öllu bankakerfinu. Fastir pennar 7. apríl 2017 06:00
Sektarnýlendan Þótt halli nú mjög á Bandaríkin í augum umheimsins mega menn ekki missa sjónar á gamalgrónum styrk landsins sem helgast m.a. af stjórnarskránni frá 1787. Hún tryggir að Bandaríkin eru réttarríki þar sem allir mega heita jafnir fyrir lögum og rammgert jafnvægi ríkir milli framkvæmdarvalds, löggjafarvalds og dómsvalds. Fastir pennar 6. apríl 2017 07:00
Hörpuholan Það er víst orðið of seint að fylla upp í ginnungagapið við hlið Hörpu. Þetta sár sem öskrar á alla ferðamenn sem vilja njóta útsýnisins á 5. hæð tónlistarhússins fagra. Fastir pennar 6. apríl 2017 07:00
Martröð í Sýrlandi Þegar þetta er skrifað er mér efst í huga hinn hroðalegi atburður sem gerðist á þriðjudagsmorgni í þessari viku í bænum Khan-Sheikhoun í Iblib-héraði í Sýrlandi. Bakþankar 6. apríl 2017 07:00
Það væri hræðileg hugmynd að festa krónuna við evru Í viðtali við Financial Times um helgina gaf Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra í skyn að það gæti verið góð hugmynd að festa krónuna við evru. Það er ekkert leyndarmál að ég er ekki aðdáandi fastgengis og ég tel sannarlega að það væri misráðið að festa gengi íslensku krónunnar við evruna. Fastir pennar 5. apríl 2017 09:00
Djöfullinn danskur Djöfullinn danskur höfum við haft á orði allt frá dögum einokunar danskra kaupmanna og höfum enn um sitthvað sem okkur þykir of slæmt til þess að það geti verið á okkar ábyrgð. Fastir pennar 5. apríl 2017 07:00
Fátækt er áráttueinkenni Það er eitthvað að gerast. Það er eins og þjóðarsálin horfi forviða í spegil og finni til klígju. Í síðustu viku varð netsprenging þegar Ástrós Rut Sigurðardóttir kom fram og útskýrði á mannamáli hvernig það er að vera krabbameinssjúkur Íslendingur. Bakþankar 5. apríl 2017 07:00
Heyrðu Dagur... Það hafa ekki verið byggðar jafn fáar íbúðir í Reykjavík frá því í seinna stríði, Dagur. Ég meina, það er augljóst að þið berið mestu ábyrgðina á því að húsnæðisverðið er að hækka svona mikið, hvað ertu eiginlega að pæla? Bakþankar 4. apríl 2017 07:00
Sársaukamörk Ef það er stefnan að vera áfram með sólskin fyrir hádegi og þrumuveður eftir hádegi, endalausar árstíðasveiflur krónunnar, þá verða menn að virða sveiflurnar bæði upp og niður. Fastir pennar 4. apríl 2017 07:00
Forviðaflokkurinn Sjaldan hefur sést annar eins söfnuður af forviða fólki og íslenskir ráðamenn tíunda áratugarins voru í síðustu viku þegar þeir fréttu, eftir öll þessi ár, að þýski héraðsbankinn og kjölfestufjárfestirinn í Búnaðarbankanum hefði í raun bara verið leppur fyrir Ólaf Ólafsson. Skoðun 3. apríl 2017 07:00