Fastir pennar

Fastir pennar

Fréttamynd

Frá styrkleika til spurninga

Á marga lund háttar þannig til við upphaf síðasta þings kjörtímabilsins að pólitíkin er í minna mæli fyrirsjáanleg en oftast nær áður við þær aðstæður. Óvæntir atburðir liggja að vísu ekki í loftinu. En að ýmsu leyti sýnist margt vera á huldu um hvert stefnir.

Fastir pennar
Fréttamynd

Verkefni umhverfisverndar

Ýmsir flögguðu á fimmtudaginn, sumir í heila stöng og aðrir í hálfa. Þann dag hófst fylling Hálslóns eins og alþjóð veit. Snarpar umræður og deilur um þessa stóru framkvæmd hafa staðið í mörg ár og nú er mál að linni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Með og á móti virkjun

Merkilegt er að koma heim eftir nokkra dvöl í útlöndum og heyra að þjóðin er enn föst í rifrildinu um Kárahnjúkavirkjun – að það magnast fremur en hitt – og verður jafnvel kosningamál í vetur þegar nánast verður búið að taka virkjunina í notkun...

Fastir pennar
Fréttamynd

Örkin hans Ómars

Örkin hans Ómars er stórkostleg hugmynd. Eiginlega algjör snilldarhugmynd. Ef Ólafur Elíasson hefði fengið hana væri hún á forsíðum heimsblaðanna og komin á Feneyjatvíæringinn. Og Ólafur hefði alveg getað fengið þessa hugmynd. Hún er í hans anda.

Fastir pennar
Fréttamynd

Leyndarhyggja og aumingjalegur samningur

Það væri gaman að frétta af því ef einhver umræða um stjórnmál fer fram í ríkisstjórnarflokkunum á Íslandi. Tökum til dæmis varnarmálin. Hefur yfirleitt verið rætt um þau í stjórnarflokkunum, áður en formennirnir dúkkuðu upp með hið nýja samkomulag um varnir Íslands?

Fastir pennar
Fréttamynd

Herlaust Ísland

Það hafa líklega fáir misst úr svefni í nótt þótt bandarískur her hafi ekki lengur fasta viðveru hér á landi. Ísland er orðið herlaust land. Varnarliðið fór af landi brott í gær.

Fastir pennar
Fréttamynd

Húsnæðið okkar og hagstjórnin

Við Íslendingar erum alls ekki þeir einu sem hafa orðið vitni að því að húsnæði hækki mjög mikið í verði á síðustu árum. Sama hefur til dæmis gerst í Bandaríkjunum og Bretlandi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Glæpur og refsing

Í Héraðsdómi Reykjavíkur bar það við að í byrjun vikunnar féll dómur í manndrápsmáli sem ekki var hægt að skilja á annan hátt en þann að hinum ákærða væri metið til refsilækkunar að fréttir höfðu verið fluttar af máli hans, eða eins og Jónas Jóhannsson héraðsdómari orðaði það "vegna þess hve óvægna umfjöllun ákærði hefur sannanlega hlotið fyrir atlöguna hjá einstökum fjölmiðlum".

Fastir pennar
Fréttamynd

Það húmar að hausti

Haustið í lífi þessara gömlu skólasystkina minna var uppskera heitra ásta og ævarandi kynna, já haustið, sem var komið í lífi þeirra, var afrakstur áralangrar viðleitni til að rækta það sem sáð var og njóta uppskerunnar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Forvarnir eru mikilvægar

Áfengisneysla hefur á síðari árum orðið almennri hér en áður var og það er víða sem ungs fólks er freistað með áfengi. Svokallaðar vísindaferðir háskólanema virðast vera orðnar sjálfsagður hluti af náminu, og í sumum tilfellum væri réttara að kalla þær áfengisferðir, sem stundum verða fyrsta skrefið að áfengismeðferð.

Fastir pennar
Fréttamynd

Varnarsamstarf áfram

Hátt í annan tug íslenskra kommúnista hafði hlotið þjálfun í vopnaburði og undirróðri í Lenínskólanum og öðrum skæruliðabúðum í Rússlandi. Í Gúttóslagnum 1932 beið lögreglan beinlínis ósigur, og lágu tveir þriðju liðsins óvígir eftir.

Fastir pennar
Fréttamynd

Arfleifð Kárahnjúkavirkjunar

Þótt mótmælin hafi beinst gegn Kárahnjúkavirkjun er hægt að skoða þau sem vísbendingu um viðbrögð við hugmyndum um aðrar stórvirkjanir í framtíðinni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Mannlegt eðli og allsnægtir

Framleiðsla lands er ófullkominn mælikvarði á árangur þess í efnahagsmálum, en hún er samt yfirleitt notuð í hálfgerðri neyð, því að aðrir skárri kvarðar eru ekki á hverju strái. Landsframleiðslan er ófullkominn kvarði af þrem höfuðástæðum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Aftur á þjóðvegi eitt

Mála sannast er að nú eru þáttaskil í varnar- og öryggismálum landsins. Varnarlið Bandarkjanna er farið af vettvangi. Varnarsamningurinn stendur þar á móti með nýjum pólitískum markmiðsyfirlýsingum og viðfangsefnum í samræmi við breyttar aðstæður.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hugrekki Ómars

Frásögn Ómars af samskiptum sínum við valdastéttina í landinu, eða öllu heldur afskipti valdastéttarinnar af honum er með ólíkindum. Ég trúi því þó að í frásögninni sé Ómar sá hófsami fréttamaður sem hann hefur verið alla sína starfsævi og dragi frekar úr hótununum en hitt.

Fastir pennar
Fréttamynd

Lægra matarverð

Samfylkingin vill að teknar verði upp tímabundnar greiðslur til bænda og umhverfisstyrkir. Þegar slíkar tillögur eru kynntar er nauðsynlegt að fram komi hvaða fyrirkomulag verði viðhaft og hve mikið það muni kosta skattgreiðendur. Að því leyti eru tillögur Samfylkingarinnar vanhugsaðar.

Fastir pennar
Fréttamynd

NFS (2005 2006)

Stöðin fékk aldrei þann byr sem hún átti skilið og var beinlínis lögð í einelti af ákveðnum fjölmiðlum. Ég skildi aldrei hvernig blaðamenn gátu verið á móti sjónvarpsrás sem flutti þjóðfélags­umræðu og fréttir allan sólarhringinn. Aldrei hef ég heyrt nokkurn íþróttamann tala niðrandi um íþróttarásina Sýn. Þórðargleðin sem heyrist nú úr herbúðum sumra yfir látnum félaga lýsir heldur ekki mikilli stórmennsku.

Fastir pennar
Fréttamynd

Sýnir ógöngur Íraksstefnu Bush

Þessar niðurstöður koma fáum sem fylgjast með alþjóðamálum á óvart. Þær eru hins vegar í augljósri mótsögn við þá mynd sem ríkisstjórn George W. Bush hefur viljað halda fram um afleiðingar innrásarinnar í Írak.

Fastir pennar
Fréttamynd

Sjómennskan er ekkert grín

Þá helltist yfir mig sjóveiki, alveg hræðileg sjóveiki. Og þá gerði ég mistök. Í stað þess að fara og borða, sem hefði kannski bjargað mér, þá ákvað ég að fara niður í káetu og sjá hvort þetta rjátlaðist ekki af mér. Við tóku tveir ömurlegustu sólarhringar sem ég hafði lifað. Ég man þetta meira og minna í móðu. Ég reyndi að koma mér í vinnu því ég skammaðist mín fyrir vesaldómin.

Fastir pennar
Fréttamynd

Vændi er neyð

Yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem stunda vændi er konur sem eru afar illa staddar félagslega og oft iðka þær þessa atvinnu til að standa straum af kostnaði vegna fíkniefnaneyslu. Það telst í það minnsta áfangasigur að afnema refsingu fyrir þá neyð sem það er að selja líkama sinn.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hagsmunir fólks eða flokka?

Ýmsir merkir alþingismenn greina frá því um þessar mundir að þeir gefi ekki kost á sér til endurkjörs. Tilkynningar þar um hafa verið tilefni margvíslegra frásagna af uppruna góðra málefna.

Fastir pennar
Fréttamynd

Lífið er súludans

Sérhverjum frjálslyndum og þjóðhollum manni hlýtur að renna blóðið til skyldunnar þegar nöldurseggir ætla að vega að frjálsum viðskiptum í frjálsasta landi heimsins og banna atvinnugrein sem felst í því að karlkyns athafnamenn leigi stúlkur til að dilla sér berar upp við súlu og selji öðrum körlum aðgang að gjörningnum. Að sjálfsögðu verður að forðast að umræða um þetta mál sé sett í annarlegt samhengi þar sem hún á ekki heima.

Fastir pennar
Fréttamynd

Menning og markaðshyggja

Friður er þroskanum nauðsynlegur, en frjáls viðskipti eru friðvænlegri en valdbeiting. Hvort skyldi vera betra að fá eitthvað frá öðrum með verði eða sverði?

Fastir pennar
Fréttamynd

Tímamót í land- grunnsmálum

Þótt nú hafi tekist samkomulag milli þeirra sem eiga hagsmuna að gæta í suðurhluta Síldarsmugunnar, á málið eftir að fara til landgrunnsnefndar Sameinuðu þjóðanna , sem á að gera tillögur um ytri mörk landgrunnsins. Líklegt er talið að landgrunnið og réttindi yfir því fái aukna þýðingu í framtíðinni, því með meiri og breyttri tækni kunna að finnast þar óþekktar auðlindir.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þriðja stéttin rís upp

Fyrir 250 árum var svo komið fyrir Frökkum, að aðalsmönnum og klerkum, sem voru að sönnu sárafáir, hafði tekizt að skjóta sér að mestu undan skattgreiðslum til konungs. Allur þorri almennings þriðja stéttin bar hins vegar þunga skattbyrði. Að því hlaut að koma, að þriðja stéttin missti þolinmæðina og risi upp gegn ranglætinu. Það gerðist 1789, og hausarnir fuku í allar áttir. Það var fljótlegt að velja hausa í gálgana, því að sjálftekin forréttindi aðalsins og klerkastéttarinnar langtímum saman birtust meðal annars í því, að forréttindastéttirnar voru yfirleitt orðnar höfðinu hærri en þriðja stéttin.

Fastir pennar
Fréttamynd

Refsilaust að stunda vændi Björgvin guðmundsson skrifar

Vændi fyrirfinnst í öllum stórborgum vestrænna ríkja. Skiptir engu máli hvaða löggjöf er í gildi á hverjum stað - alls staðar má finna þessa starfsemi þótt missýnileg sé. Þeir sem fjalla um vændi og vilja koma í veg fyrir það hljóta að horfa til þessara staðreynda.

Fastir pennar
Fréttamynd

Samsteypa sigrar stjórnarflokk

Sósíaldemókrataflokkurinn í Svíþjóð er Stjórnarflokkurinn með stórum staf og ákveðnum greini. Hann hefur farið einn með völdin í landinu í 70 ár að undanskildum tveimur kjörtímabilum sem hægri flokkarnir náðu völdum. Ef eitthvað er hæft í þeirri fullyrðingu að kosningar vinnist ekki af stjórnarandstöðu heldur tapist af ríkisstjórnum hefur það átt við um Svíþjóð þangað til núna. Í fyrri skiptin sem sundraðir borgaraflokkar hafa náð að mynda ríkisstjórn hafa þeir skolast upp í valdastólana nánast fyrir tilviljun og verið sjálfum sér sundurþykkir alla sína stjórnartíð.

Fastir pennar
Fréttamynd

Jákvæður ófriður

Össur Skarphéðinsson og Björn Bjarnason eru með baráttuglöðustu mönnum íslenskra stjórnmála í seinni tíð. Báðir eru í efstu vigt í sínum flokkum og eftir því er tekið þegar þeir tjá sig. Athyglisvert er að bera saman þau ólíku sjónarmið til prófkjara sem þeir hafa viðrað undanfarna daga.

Fastir pennar
Fréttamynd

Til hamingju, Magni

Þegar þessi orð eru skrifuð er múgur og margmenni í Smáralind að taka á móti Magna, rokkstjörnunni okkar. Giskað er á átta þúsund manns og líklega á sú tala eftir að hækka. Tilsýndar í sjónvarpi ber mest á börnum og unglingum en í aðdáendahópnum er hinsvegar fólk á öllum aldri, af báðum kynjum og úr öllum stéttum.

Fastir pennar