Frá styrkleika til spurninga 3. október 2006 06:00 Á marga lund háttar þannig til við upphaf síðasta þings kjörtímabilsins að pólitíkin er í minna mæli fyrirsjáanleg en oftast nær áður við þær aðstæður. Óvæntir atburðir liggja að vísu ekki í loftinu. En að ýmsu leyti sýnist margt vera á huldu um hvert stefnir. Fjárlagafrumvarpið ber þess glögg merki að efnahagur þóðarinnar er afar sterkur. Í sannleika sagt endurspeglar það mikla almenna velsæld. Ríkisstjórnin getur verið ánægð með þá mynd. Í henni felst vissulega pólitískur styrkur. Lagðar hafa verið nýjar línur í varnar- og öryggismálum. Óvissu þar um hefur verið eytt með skýrri stefnumótun um langtíma áframhaldandi varnarsamstarf við Bandaríkin og aðild að Atlantshafsbandalaginu. Sú niðurstaða er tákn um mikilvæga pólitíska kjölfestu. Á móti þessari sterku stöðu kemur að þrálátur halli á viðskipum við útlönd er vísbending um að við lifum áfram, að hluta til að minnsta kosti, umfram efni. Í því ljósi hefði tekjuafgangur fjárláganna þurft að vera meiri. Seðlabankanum hefur ekki tekist að tryggja stöðugleika í efnahagsmálum með þeim ráðum sem honum hafa verið fengin. Það sem verra er: Fátt bendir til þess að bankanum muni takast það á allra næstu árum. í sjálfu sér hafa ekki verið pólitískar deilur um hlutverk og leikreglur Seðlabankans þó að einstakar ákvarðanir hans hafi orkað tvímælis eins og gerist og gengur. En því fremur kallar efnahagslegur óstöðugleiki á umræðu og nýja framtíðarsýn í peningamálum. Hér er ekki verið að kalla á einfaldar lausnir. Þær eru sannast sagna ekki til. En þó að trúin á það góða sé mikilvæg á þessum vettvangi eins og annars staðar í tilverunni dugar hún ekki ein og sér til að komaq málum í varanlegt jafnvægi. Ýmis nýmæli hafa komið fram í skólamálum á síðustu mánuðum. Þar má nefna hugmyndir um nýtt skipulag framhaldsskólanna og metnaðarfull markmið Háskóla Íslands. Á þessu einhverju mikilvægasta sviði þjóðfélagsstarfseminnar er einfaldlega talsverð gerjun. það verður því eðlilega fylgst með því hvernig þetta þing mun vinna að því að gera nýjar hugmyndir í menntamálum að veruleika í daglegu lífi. Þó að fjármunir renni nú í ríkari mæli en nokkru sinni fyrr til heilbrigðismála sýnast innri átök í heilbrigðiskerfinu vera eitt helsta vandamál þess. Engum vafa er því undirorpið að hlustað verður eftir hugmyndum um skýrari markmið heilbrigðisþjónustunnar og leiðir og aðferðir til að ná þeim. Loks er rétt að minna á að í kerfi samsteypustjórna er það sjálfstæð pólitísk list að sýna fram á hvernig ætlunin er að ná stefnumálum fram í samvinnu við aðra. Kjósendur eiga líka rétt á að heyra um raunhæf áform flokkanna í þeim efnum. Spurningum þar að lútandi hefur lítt verið svarað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorsteinn Pálsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Á marga lund háttar þannig til við upphaf síðasta þings kjörtímabilsins að pólitíkin er í minna mæli fyrirsjáanleg en oftast nær áður við þær aðstæður. Óvæntir atburðir liggja að vísu ekki í loftinu. En að ýmsu leyti sýnist margt vera á huldu um hvert stefnir. Fjárlagafrumvarpið ber þess glögg merki að efnahagur þóðarinnar er afar sterkur. Í sannleika sagt endurspeglar það mikla almenna velsæld. Ríkisstjórnin getur verið ánægð með þá mynd. Í henni felst vissulega pólitískur styrkur. Lagðar hafa verið nýjar línur í varnar- og öryggismálum. Óvissu þar um hefur verið eytt með skýrri stefnumótun um langtíma áframhaldandi varnarsamstarf við Bandaríkin og aðild að Atlantshafsbandalaginu. Sú niðurstaða er tákn um mikilvæga pólitíska kjölfestu. Á móti þessari sterku stöðu kemur að þrálátur halli á viðskipum við útlönd er vísbending um að við lifum áfram, að hluta til að minnsta kosti, umfram efni. Í því ljósi hefði tekjuafgangur fjárláganna þurft að vera meiri. Seðlabankanum hefur ekki tekist að tryggja stöðugleika í efnahagsmálum með þeim ráðum sem honum hafa verið fengin. Það sem verra er: Fátt bendir til þess að bankanum muni takast það á allra næstu árum. í sjálfu sér hafa ekki verið pólitískar deilur um hlutverk og leikreglur Seðlabankans þó að einstakar ákvarðanir hans hafi orkað tvímælis eins og gerist og gengur. En því fremur kallar efnahagslegur óstöðugleiki á umræðu og nýja framtíðarsýn í peningamálum. Hér er ekki verið að kalla á einfaldar lausnir. Þær eru sannast sagna ekki til. En þó að trúin á það góða sé mikilvæg á þessum vettvangi eins og annars staðar í tilverunni dugar hún ekki ein og sér til að komaq málum í varanlegt jafnvægi. Ýmis nýmæli hafa komið fram í skólamálum á síðustu mánuðum. Þar má nefna hugmyndir um nýtt skipulag framhaldsskólanna og metnaðarfull markmið Háskóla Íslands. Á þessu einhverju mikilvægasta sviði þjóðfélagsstarfseminnar er einfaldlega talsverð gerjun. það verður því eðlilega fylgst með því hvernig þetta þing mun vinna að því að gera nýjar hugmyndir í menntamálum að veruleika í daglegu lífi. Þó að fjármunir renni nú í ríkari mæli en nokkru sinni fyrr til heilbrigðismála sýnast innri átök í heilbrigðiskerfinu vera eitt helsta vandamál þess. Engum vafa er því undirorpið að hlustað verður eftir hugmyndum um skýrari markmið heilbrigðisþjónustunnar og leiðir og aðferðir til að ná þeim. Loks er rétt að minna á að í kerfi samsteypustjórna er það sjálfstæð pólitísk list að sýna fram á hvernig ætlunin er að ná stefnumálum fram í samvinnu við aðra. Kjósendur eiga líka rétt á að heyra um raunhæf áform flokkanna í þeim efnum. Spurningum þar að lútandi hefur lítt verið svarað.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun