Fastir pennar

Fastir pennar

Fréttamynd

Krúttípúttípútt

Þær slógu hring um eina kynsystur sína sem var með afkvæmi sitt á handleggnum, krakka sem átti samkvæmt stærð að geta staðið á eigin fótum, en horfði nú í forundran á hópinn í kringum sig. Móðirin var státin yfir fríðu barninu og lokkaprúðu en þaðan sem ég stóð og virti fyrir mér útstillingu í verslunarglugga mátti heyra hljóðin.

Bakþankar
Fréttamynd

Frjálshyggjan er fórnarlamb

Eitt af fórnarlömbum kreppunnar er hugmyndafræðin sem er ýmist kölluð frjálshyggja eða nýfrjálshyggja. Til hennar vilja margir rekja rætur þeirrar óhamingju sem efnahagur landsins hefur ratað í.

Fastir pennar
Fréttamynd

Veikburða stjórnkerfi

Svo virðist sem flestir landsmenn séu í mikilli óvissu með framtíðina og stöðugleika vantar í daglegu lífi fólks og fyrirtækja. Mikið óöryggi ríkir og margar sterkustu stoðir í þjóðfélaginu hafa veikst. Óvissa er um eignar­hald fyrirtækja og nánast á hverjum degi koma upp stórfurðuleg mál hvort sem það eru barnalán eða afskriftir fullorðinna manna og fyrirtækja upp á tugi eða jafnvel hundruð milljarða króna. Einn bankinn gleymdi að bóka 139 milljarða.

Fastir pennar
Fréttamynd

Gömlu íhaldsúrræðin

Í pólitískum vopnaburði er meir skírskotað til hugmyndafræði en áður. Áhugavert er að að skoða hvort bilið milli stjórnmálaflokka í hugmyndafræðilegum skilningi hefur í raun breikkað.

Fastir pennar
Fréttamynd

Brýn réttarbót

Í vikunni var í þriðja sinn umræða á Alþingi um breytingar á kosningafyrirkomulagi: dómsmálaráðherrann mælti fyrir frumvörpum um bætt lýðræði í kosningum til sveitarstjórna og Alþingis. Kjósendur raði frambjóðendum þess lista sem þeir hyggjast kjósa. Umræðan er komin í gang í þriðja sinn á rétt sex mánuðum og enn geta sumir þingmenn ekki gert upp hug sinn. Það eru aum gagnrök að verði af séu prófkjörsmál sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi í uppnámi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Tvö hundruð vesen

Hlutir á Íslandi eru ekki verðlagðir í krónum. Þeir eru verðlagðir í veseni. Flestir Íslendingar fá laun greidd í krónum en verðtilfinningin byggist á veseni. Krónurnar eru tölurnar sem við sjáum í heimabankanum og á pósaafrifunum. Krónurnar þykir okkur ekkert sérlega vænt um. Vesenið á sér ýmis birtingarform, eitt er tími, annað eru gömlu kringlóttu málmskífurnar með sjávarfanginu. Þannig er það rangt að það kosti bara 280 krónur að fara í strætó og 80 krónur á tímann að leggja við stöðumæli niðri í bæ. Í hugum flestra kostar hvort tveggja einfaldlega heilmikið vesen.

Fastir pennar
Fréttamynd

Athvarf

Heima hjá mér er herbergi með drasli. Það er pínulítið, innan við sex fer­metrar, frekar hátt til lofts en þröngt til veggja og hefur örugglega í upphafi átt að vera búr enda við hliðina á eldhúsinu. Herbergið er lítið að utan en miklu stærra að innan, eins og slíkra vistarvera er siður.

Bakþankar
Fréttamynd

Á flótta undan flensunni

Ég hrekk við og missi næstum brennheitt kaffið niður á mig þegar maðurinn við hliðina á mér hnerrar skyndilega. Þetta var kraftmikill hnerri og maðurinn hélt ekkert aftur af sér. Ég sé að fleirum en mér hefur brugðið, fullorðin kona á borði við gluggann horfir stóreyg á manninn þar sem hann þurrkar sér í vasaklútinn, muldrandi eitthvað um „bölvað kvefið". Ég held niðri í mér andanum og þríf úlpuna af stólbakinu. Ég klára ekki einu sinni úr kaffibollanum heldur dríf mig út undir ferskt loft og dreg ekki aftur andann fyrr en ég er komin fyrir húshornið.

Bakþankar
Fréttamynd

Saga frá Suður-Afríku

Þegar Nelson Mandela var kjörinn forseti Suður-Afríku 1994, einsetti hann sér að stilla til friðar milli hvíta minni hlutans í landinu og svarta meiri hlutans. Að loknum sigri Afríska þjóðarráðsins (AÞR), flokks Mandela, í frjálsum kosningum 1994 hefði AÞR með 63 prósent atkvæða á bak við sig getað myndað sterka meirihlutastjórn. Mandela og félagar hans kusu heldur að rétta fram sáttahönd og mynda stjórn með Þjóðarflokknum, sem fékk 20 prósent atkvæða. Þjóðarflokkurinn hafði náð völdum 1948 fyrir tilstilli lítils nasistaflokks og hafði æ síðan stjórnað landinu með harðri hendi og hafði meira að segja haldið úti dauðasveitum og sigað þeim á andstæðinga sína úr AÞR auk margvíslegra annarra glæpa og mannréttindabrota. Mandela gerði Willy de Klerk, formann Þjóðarflokksins, að varaforseta sínum, en de Klerk hafði unnið sér það til ágætis að bola P. W. Botha, forhertum, óhefluðum og heilsulausum forseta landsins og flokksbróður sínum, frá völdum og tekið við stjórn landsins af honum. De Klerk hafði ennfremur tekizt að telja flokksmenn sína og hvíta minni hlutann (tíu prósent af mannfjöldanum) á nauðsyn þess að afnema lögbannið gegn AÞR, leysa Mandela og aðra pólitíska fanga úr haldi og semja við AÞR um nýja stjórnarskrá. Þannig gátu kosningarnar 1994 farið fram í friði og spekt. Þjóðarflokkurinn hvarf úr stjórninni 1996 og lognaðist út af.

Fastir pennar
Fréttamynd

Bútasaumur stjórnvalda

Einu sinni ákvað borgarstjórn Reykjavíkur að skynsamlegasta leiðin til að skipuleggja byggð í Vatnsmýrinni væri sú að skipuleggja svæðið heildstætt - eins og það heitir á hinu ástkæra ylhýra stofnanamáli. Hástemmdar ræður voru haldnar um hið stórkostlega tækifæri sem skipulagsyfirvöldum gæfist nú; heilt hverfi inni í ráðsettri borg yrði skipulagt frá a til ö. Háleitar hugmyndir um grænt hverfi litu dagsins ljós, hér skyldi kveða við nýjan tón.

Bakþankar
Fréttamynd

Kaflaskil

Þó að Alþingi eigi enn eftir að afgreiða lokaniðurstöðu Icesave er augljóst að umheimurinn álítur að málinu sé lokið. Fyrsta vísbendingin var endurskoðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) í síðustu viku. Sú næsta var affrysting Evrópska fjárfestingarbankans á 30 milljarða króna láni til Orkuveitu Reykjavíkur, eins og Fréttablaðið sagði frá í gær. Það lán var samþykkt fyrr á þessu ári en var fryst þegar leit út fyrir að Ísland ætlaði mögulega ekki að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Grútarháleistar

Ég er ekki frá því að íslenskir kaupsýslumenn eigi inni afsökunarbeiðni frá mér. Ég vanmat þá, gerði lítið úr hugmyndaflugi þeirra. Á því rúma ári sem nú er liðið frá bankahruninu hélt ég satt best að segja að engar fréttir af svívirðilegum gjörningum og uppákomum gætu lengur komið mér á óvart eða gengið fram af mér. Ég hélt einhvern veginn að toppurinn á úrkynjuninni hefði verið þegar Sigurjón sást graðga í sig gyllta gyltu.

Bakþankar
Fréttamynd

Hinir ókosnu

Margt bendir til að áhugaverðir tímar í sögu lýðræðis á Íslandi fari nú í hönd. Ríkisstjórn Íslands sem starfar í umboði meirihluta þjóðarinnar sætir núna hótunum af hálfu stjórnenda Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands sem þjóðin hefur ekki kosið til neins. Svo langt gengur rimman að þessir aðilar sem ekki tala í nafni þjóðarinnar vilja ráða skattamálum á Íslandi en hóta annars skærum á vinnumarkaði; uppsögn hins svo kallaða „stöðugleikasáttmála".

Fastir pennar
Fréttamynd

Má bjóða þér að éta plastpoka?

Sú frétt sem mestu uppnámi olli í síðustu viku var óumdeilanlega brotthvarf hins ameríska McDonald"s frá Íslandi. Þúsundir landsmanna lögðu upp í pílagrímsferð til að éta síðasta hamborgarann, skrifuðu tárvot blogg í stórum bunkum og stofnuðu stuðningssíður á fésbókinni. Margir lögðu djúpan skilning í þessa breytingu og litu á hana sem mikinn missi eða jafnvel byltingu eða þjóðarhreinsun. Verstu afleiðingar kreppunnar eða þær bestu. Mikið frelsi eða einmitt þvert á móti. Jafnvel virtust skoðanir fólks á þessum skyndibita haldast í hendur við stjórnmálaviðhorf og sívinsæl persóna ritstjóra Moggans flaut með á furðulegan hátt.

Bakþankar
Fréttamynd

Fé án hirðis

Úti í miðju Atlantshafi, nokkurn veginn miðja vegu milli Skotlands og hins umdeilda klettdrangs Rockall, er St. Kildu-eyjaklasinn. Vestust þessara smáeyja, sem Karl Einarsson Dunganon skipaði sig hertoga yfir af kunnu lítillæti, er Soyay. Fræðimenn telja að nafn hennar sé afbökun af gamla norræna heitinu „Sauða-ey".

Fastir pennar
Fréttamynd

Á eftir áætlun

Pólitískt uppgjör í kosningum varð ekki umflúið eftir gjaldmiðils- og bankahrunið. Það er hins vegar rétt sem Geir Haarde, þáverandi forsætisráðherra, benti á að þau pólitísku átök sem eðlilega fylgja slíku uppgjöri myndu seinka endurreisninni og dýpka kreppuna.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þetta er landið okkar líka

Greinina, sem hér fer á eftir, skrifaði ég 1. maí 1995 til birtingar í Morgunblaðinu í tilefni af myndun nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Tveir yfirlesarar réðu mér frá að birta greinina. Ég fór að ráðum þeirra. Þegar greinin var skrifuð, hafði ríkt stöðnun í efnahagslífinu frá 1987, en samningurinn um aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) hafði verið samþykktur árið áður, 1994, með 33 atkvæðum af 63 á Alþingi. Í ljósi þess, sem síðan hefur gerzt, þykir mér rétt að birta greinina nú óbreytta og leggja hana í dóm lesandans fjórtán og hálfu ári eftir að hún var skrifuð.

Skoðun
Fréttamynd

Ofbeldi gegn börnum skiptir litlu

Íslensk kona hefur opnað vefsíðu þar sem hún lýsir skelfilegu ofbeldi og sinnuleysi sem börn hennar hafa þurft að þola af hendi föður síns. Konan er þó neydd til þess að veita honum umgengnisrétt þótt börnin óttist manninn mjög og líði miklar þjáningar hans vegna.

Bakþankar
Fréttamynd

Yfirmettaður markaður

Samkvæmt fréttum gærdagsins mun Íbúðalánasjóður að öllum líkindum eignast um eitt hundrað íbúðir á Egilsstöðum og Reyðarfirði til viðbótar við þær sextíu íbúðir sem sjóðurinn á þar fyrir. Íbúðirnar eru flestar í fjölbýlishúsum og talsverður hluti þeirra stendur auður. Þetta eru íbúðir sem byggðar voru til að mæta væntanlegri fólksfjölgun á Austurlandi vegna álversins á Reyðarfirði en sú fólksfjölgun gekk ekki eftir nema að hluta. Offjárfestingin nemur í þessu tilfelli einhverjum milljörðum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Krónan er tæki fyrir viðvaninga

Átta mánuðum á eftir áætlun samþykkti stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins loks í gær endurskoðun á þeirri efnahagsáætlun sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar lagði grunninn að áður en hún fór frá völdum. Góð von er um að nýr kafli í endurreisn efnahagslífs landsins geti hafist í kjölfarið.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hjálp að utan

Ríkisstjórnin heldur áfram að brjóta mannréttindi. Undirrót brotanna virðist vera siðblinda og hroki, sem náðu að grafa sig niður á nýja dýpt á vettvangi stjórnmálanna eftir 1980 og hrintu landinu að endingu fram af bjargbrúninni fyrir ári, þegar bankarnir hrundu. Fyrir liggur, að Landssamband íslenzkra útvegsmanna (LÍÚ) samdi fiskveiðistjórnarlögin, sem mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna gerði í reyndinni ómerk með bindandi úrskurði 2007. Ríkisstjórnin sendi þá nefndinni svarbréf þess efnis, að nefndin hlyti að hafa misskilið málið. Í bréfinu voru tuggðar aftur upp þær röksemdir, sem mannréttindanefndin, skipuð þaulreyndum sérfræðingum víðs vegar að, hafði áður reifað og hafnað með vandlegum rökstuðningi. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir hefur ekki dregið bréfið til baka og sýnir engin merki um, að hún hyggist greiða sjómönnunum, sem unnu málið, bætur í samræmi við úrskurð mannréttindanefndarinnar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Stemmingin

Líðan manns er spurning um stemmingu. Jú, jú, það eru einhver efni á fleygiferð í hauskúpunni á manni sem gera sitt, en svona í grunninn þá er þetta bara spurning um stemmingu. Og stemmingunni ræður maður að miklum hluta sjálfur. Frasinn um hálf fulla eða hálf tóma glasið er sannleikanum samkvæmur.

Bakþankar
Fréttamynd

Smitfóbía pólitíkusa

Juan nokkur Perez, sem er vaskur bæjarstjórnarfulltrúi í spænska þorpinu Zújar, gengur með afar góða hugmynd í maganum. Hún er á þá leið að bæjar­félagið hefji rekstur útvarpsstöðvar líkt og svo mörg önnur sveitarfélög gera hér á Spáni.

Bakþankar
Fréttamynd

Hið opinbera þandist út og svo…

Sá sem hefur vanið sig í langan tíma á eyðslu umfram efni á oft bágt með að breyta hegðun sinna. Hann er orðinn værukær og allir kringum hann eru orðnir góðu vanir. Menn kunna sér ekki hóf. Þannig er nú komið fyrir íslenska ríkinu, stjórnsýslunni, hinu opinbera, hvað sem við viljum kalla embættismannakerfið.

Fastir pennar
Fréttamynd

Áætlunin „Next“

Um miðjan september batt kona ein sem starfaði hjá franska símafyrirtækinu France Télécom enda á sína ævidaga með því að stökkva út um glugga á skrifstofu sinni á fjórðu hæð í aðalstöðvum fyrirtækisins í París.

Fastir pennar
Fréttamynd

Oflætistaktar

Engin veröld fyrr en ég hana skóp!“ segir Baccalaureus við Mefistofeles í þýðingu Yngva Jóhannessonar á ljóðaleikriti Goethes, Fást. „Við höfum þegar sigrað hálfan heiminn, en hvað hafið þið gert, kynslóð ellidreyminn? Baccalaureus lýkur magnaðri og hátimbraðri lýsingu á yfirburðum æskunnar á orðunum: „Hver annar en ég rauf ykkar hugarfjötra og af ykkur risti smásálarskaparins tötra? Frelsið er mitt og andagift mín er það innra hugarljós sem fylgir mér. Ég sæki fram, minn fögnuður eigin styrkur, framundan heiðríkjan, að baki myrkur.“ Mefistofeles hlustar hrifinn á oflætið og skýtur inn í: „Hér hefur fjandinn engu við að bæta!“

Fastir pennar
Fréttamynd

Kosningarnar handan við hornið

Þótt það fari ekki enn mikið fyrir því, þá eru kosningar til sveitarstjórna rétt handan við hornið. Kjördagur er 29. maí 2010, eða eftir um sjö mánuði.

Fastir pennar
Fréttamynd

Myndskreyttir menn

„Eigum við ekki að fara í lagningu?“ spurði hann því framundan var boð með skemmtilegum konum og við áttum bara að vera tveir þótt sá þriðji bættist reyndar í hópinn. Ég svaraði: „Jú, og kantskurð og vax.“ Svarið kom hratt: „Brasilískt?“

Bakþankar