Fé án hirðis 31. október 2009 06:00 Úti í miðju Atlantshafi, nokkurn veginn miðja vegu milli Skotlands og hins umdeilda klettdrangs Rockall, er St. Kildu-eyjaklasinn. Vestust þessara smáeyja, sem Karl Einarsson Dunganon skipaði sig hertoga yfir af kunnu lítillæti, er Soyay. Fræðimenn telja að nafn hennar sé afbökun af gamla norræna heitinu „Sauða-ey". Sauðaeyjan ber nafn með rentu. Þrátt fyrir að vera aðeins um ferkílómetri að flatarmáli og gnæfa tæpa fjögur hundruð metra upp í loftið var hún um aldir eða árþúsund heimkynni sérstæðs kindastofns sem gekk þar villtur. Álitið er að stofninn sé jafngamall elstu mannabyggð á St. Kildu eða fjögur þúsund ára. Steinaldarkyn þetta er enda í miklum metum hjá sauðfjárræktendum og náttúruvísindamönnum. Saga villifjárins á Soyay ætti að vera okkur holl áminning um hversu harðger skepna sauðkindin er. Húsdýr okkar mannanna eru jú afkomendur skepna sem lifðu frjálsar í náttúrunni. Svo virðist sem þessi einföldu sannindi hafi gleymst í tengslum við kindasmölunina miklu í Tálknafirði fyrr í vikunni. Þar höfðu vaskir embættismenn forgöngu um að fanga villikindur á fjallinu Tálkna, sem sagt er að hafi hafst þar við í hálfa öld. Aðgerðir þessar eru réttlættar með mannúðarrökum, þar sem vist dýranna á fjallinu er sögð svo ill að betra sé að slátra þeim snarlega. Margir hafa orðið til að gagnrýna þessa ákvörðun og biðja fénu griða. Málflutningur þeirra er misgóður. Þannig ber talsvert á fullyrðingum um að á fjallinu hafi þróast einstæður fjárstofn sem búi yfir sérstökum eiginleikum. Það er hreinasta firra. Nýir stofnar með óvenjulega erfðaeiginleika verða ekki til á fáeinum áratugum og kindurnar í Tálknafirði verða seint heillandi sýnidæmi um darwinískt náttúruval. En á sama hátt og sum rök þeirra sem vilja láta kindurnar óáreittar eru veik er erfitt að sjá rökin fyrir útrýmingu þeirra. Fátt bendir til að sauðfjárveikivarnir kalli á að skjáturnar séu fjarlægðar. Og þótt ljóst megi vera að rollur á Tálkna búi við kröpp kjör að vetrarlagi mætti segja sömu sögu um hreindýr á heiðum Austurlands. Varla teldist það brýnt dýraverndunarmál að útrýma hreindýrum í landinu eða gera þau að húsdýrum? Svo virðist sem rótin að kindadrápunum fyrir vestan sé ofurtrú á einkaeignarréttinum yfir náttúrunni. Á síðustu árum og áratugum hefur okkur orðið sífellt tamara að líta svo á að náttúran, í öllum sínum myndum, verði að teljast skilgreind eign einhvers. Þar skiptir ekki máli hvort um er að ræða landskika, rennandi vatn, hitauppsprettur eða kvik dýr. Land án þinglýsts eiganda eða fé án hirðis er því frávik: vandamál sem ber að uppræta. Að mörgu leyti er þessi heimssýn til marks um firringu. Drottnunartilburðir mannsins yfir náttúrunni taka á sig þá mynd að hann reynir að vernda náttúruna fyrir sjálfri sér. Slík mannúð er hins vegar byggð á misskilningi. Rollurnar á Tálkna hefðu alveg mátt fá að þrauka í friði - þótt þær séu bara sauðsvartar og nauðaómerkilegar almúgakindur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun
Úti í miðju Atlantshafi, nokkurn veginn miðja vegu milli Skotlands og hins umdeilda klettdrangs Rockall, er St. Kildu-eyjaklasinn. Vestust þessara smáeyja, sem Karl Einarsson Dunganon skipaði sig hertoga yfir af kunnu lítillæti, er Soyay. Fræðimenn telja að nafn hennar sé afbökun af gamla norræna heitinu „Sauða-ey". Sauðaeyjan ber nafn með rentu. Þrátt fyrir að vera aðeins um ferkílómetri að flatarmáli og gnæfa tæpa fjögur hundruð metra upp í loftið var hún um aldir eða árþúsund heimkynni sérstæðs kindastofns sem gekk þar villtur. Álitið er að stofninn sé jafngamall elstu mannabyggð á St. Kildu eða fjögur þúsund ára. Steinaldarkyn þetta er enda í miklum metum hjá sauðfjárræktendum og náttúruvísindamönnum. Saga villifjárins á Soyay ætti að vera okkur holl áminning um hversu harðger skepna sauðkindin er. Húsdýr okkar mannanna eru jú afkomendur skepna sem lifðu frjálsar í náttúrunni. Svo virðist sem þessi einföldu sannindi hafi gleymst í tengslum við kindasmölunina miklu í Tálknafirði fyrr í vikunni. Þar höfðu vaskir embættismenn forgöngu um að fanga villikindur á fjallinu Tálkna, sem sagt er að hafi hafst þar við í hálfa öld. Aðgerðir þessar eru réttlættar með mannúðarrökum, þar sem vist dýranna á fjallinu er sögð svo ill að betra sé að slátra þeim snarlega. Margir hafa orðið til að gagnrýna þessa ákvörðun og biðja fénu griða. Málflutningur þeirra er misgóður. Þannig ber talsvert á fullyrðingum um að á fjallinu hafi þróast einstæður fjárstofn sem búi yfir sérstökum eiginleikum. Það er hreinasta firra. Nýir stofnar með óvenjulega erfðaeiginleika verða ekki til á fáeinum áratugum og kindurnar í Tálknafirði verða seint heillandi sýnidæmi um darwinískt náttúruval. En á sama hátt og sum rök þeirra sem vilja láta kindurnar óáreittar eru veik er erfitt að sjá rökin fyrir útrýmingu þeirra. Fátt bendir til að sauðfjárveikivarnir kalli á að skjáturnar séu fjarlægðar. Og þótt ljóst megi vera að rollur á Tálkna búi við kröpp kjör að vetrarlagi mætti segja sömu sögu um hreindýr á heiðum Austurlands. Varla teldist það brýnt dýraverndunarmál að útrýma hreindýrum í landinu eða gera þau að húsdýrum? Svo virðist sem rótin að kindadrápunum fyrir vestan sé ofurtrú á einkaeignarréttinum yfir náttúrunni. Á síðustu árum og áratugum hefur okkur orðið sífellt tamara að líta svo á að náttúran, í öllum sínum myndum, verði að teljast skilgreind eign einhvers. Þar skiptir ekki máli hvort um er að ræða landskika, rennandi vatn, hitauppsprettur eða kvik dýr. Land án þinglýsts eiganda eða fé án hirðis er því frávik: vandamál sem ber að uppræta. Að mörgu leyti er þessi heimssýn til marks um firringu. Drottnunartilburðir mannsins yfir náttúrunni taka á sig þá mynd að hann reynir að vernda náttúruna fyrir sjálfri sér. Slík mannúð er hins vegar byggð á misskilningi. Rollurnar á Tálkna hefðu alveg mátt fá að þrauka í friði - þótt þær séu bara sauðsvartar og nauðaómerkilegar almúgakindur.
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun