Fastir pennar

Fastir pennar

Fréttamynd

Hrunið og Evrópa

Flokksstofnanir þriggja stærstu stjórnmálaflokka þjóðarinnar funda um komandi helgi. Þetta eru fyrstu fundirnir af því tagi, sem haldnir eru eftir að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis kom út og eftir að haldnar voru sveitarstjórnarkosningar, þar sem allir fjórir hefðbundnu flokkarnir fengu skell. Þetta eru tengd mál; slök útkoma gömlu flokkanna í kosningunum skrifast meðal annars á þá útreið sem hið pólitíska kerfi fékk í rannsóknarskýrslunni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hvað er lífið – þetta er lífið!

Heima hjá mér lékum við leik fyrir stuttu sem gekk út á það að koma með hugmyndir að því hvað lífið er. Í anda upphrópunarinnar: "Þetta er lífið!" Svona eins og maður segir það fullur af hamingju og lífsgleði.

Bakþankar
Fréttamynd

Ekki steinn yfir steini

Lög nr. 38 um vexti og verðtryggingu voru samþykkt á Alþingi 19. maí 2001 með atkvæðum 36 þingmanna, 19 sátu hjá, 8 voru fjarverandi. Lögin eru skýr. Í greinargerð með frumvarpinu stendur:

Fastir pennar
Fréttamynd

Sjúkdómseinkenni

Dómur Hæstaréttar, um að óheimilt sé að binda lán í íslenzkum krónum við gengi erlendra gjaldmiðla, hefur í raun enn aukið á óvissuna um stöðu skuldara. Enn gæti þurft að leita atbeina dómstólanna til að fá úr því skorið hvað gerist næst; hvort þeir sem tóku myntkörfu­lánin eru skyndilega miklu betur settir en aðrir skuldarar, eftir að hafa verið verst settir, eða hvort leyft verði að binda lánin við vísitölu eða þá hækka á þeim vextina og miða við lægstu óverðtryggða vexti.

Fastir pennar
Fréttamynd

Fyrir framtíðina

Ég heyrði einu sinni bandarískan mann segja frá því, að í virtum háskóla í Bandaríkjunum hefði á sínum tíma komið upp umræða um óvissuþáttinn í viðskiptum. Jafnvel yfirgripsmikil þekking á lögmálum viðskiptalífsins bæri ekki í sér vísdóm um það sem framundan væri á hverjum tíma. Og spurningin var: Á hverju byggja forstjórar öflugra fyrirtækja ákvarðanir sínar þegar þeir taka áhættu í viðskiptum?

Fastir pennar
Fréttamynd

Blessuð vertu þjóðkirkja

Þótt ég sé af rómantískara kyninu hef ég aldrei borið þann draum í brjósti að ganga tárvot inn kirkjugólf. Ég fæ dálitla gæsahúð og mér liggur við yfirliði, bara við tilhugsunina.

Bakþankar
Fréttamynd

Hof og hallir

Á síðustu metrunum verða ákafari úrtöluraddirnar að nýjar og glæsilegar byggingar í Reykjavík og á Akureyri hafi aldrei átt að rísa. "Seint séð Þuríður." Nú skal ekki hér rifjað upp hver tildrögin voru að því að Harpa og Hof voru undirbúin, hönnuð og reist. Aðdragandinn að báðum húsunum var langur og hugsjónir um byggingu þeirra kviknuðu af sárri þörf, hvorki norðan né sunnan heiða voru nein hús tiltæk til samkomuhalds þannig að sómi væri að. Og þá var sama til hvaða tónlistarnota var litið: sinfónískrar tónlistar, kórverka, hljómsveita stórra og smárra af hvaða tagi sem gafst. Íslenskum áhugamönnum um tónlist af öllu tagi var vísað í skítuga bari, íþróttahús, gamla bíósali, félagsheimili af annarri kynslóð - því ástandi varð að linna.

Fastir pennar
Fréttamynd

Dýrmæta sumarvinnan

Um leið og vorprófunum lauk fór ég að svipast um eftir vinnu. Þá var skólaárið mun styttra en nú og miðaðist við að börn gætu aðstoðað við sauðburð og réttir. Þótt foreldrar mínir ættu ekki fjárstofn á vappi um Safamýrina mátti ég ekki slá slöku við. Barn að aldri gætti ég því annarra barna. Síðan seldi ég blöð. Það fannst mér reyndar asnaleg vinna en hei, ég var ung og þurfti á peningunum að halda. Sumarvinnan reyndist mér góð. Hún tamdi mér snefil af ábyrgðarkennd og samviskusemi, auk þess sem hún opnaði augu mín fyrir aðstæðum annarra.

Bakþankar
Fréttamynd

Íslenski stíllinn

Afhverju eru tóm refabú og laxeldi um allar sveitir landsins? Hvers vegna eru mannlaus íbúðar­hverfi í heiðardölum umhverfis höfuðborgina? Hvernig stendur á því að þrátt fyrir að Íslendingar séu með tekjuhæstu þegnum heims miðað við landsframleiðslu er opinber þjónusta rétt svo í meðallagi?

Skoðun
Fréttamynd

Í útlöndum er einmitt skjól

Nýja auglýsingin frá Flugleiðum sýnir fólk í þjónustustörfum um allan heim að tala um Íslendinga. Ó svo kunnuglegt: þessi blanda af vanmetakennd og sjálfsupphafningu, þessi þörf að sjá sig með augum útlendinga, þessi hugmynd að fólk víða um lönd sé að bollaleggja fram og aftur um Íslendinga. Samskonar auglýsing dynur á okkur frá Keflavíkurflugvelli (sem vill væntanlega minna á sig til að við flykkjumst ekki á Akureyrar - eða Egilsstaðaflugvöll til að fljúga þaðan til útlanda) þar sem einhver Japani þruglar um breytta jeppa og „þessa Ísslendinga" áður en okkur er tjáð að þetta sé besti flugvöllur í heimi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Atli Fannar Bjarkarson: Mannakjöt á grillið

George Costanza, litli sköllótti sérvitringurinn í Seinfeld-þáttunum, fór eftir reglunum vegna þess að hann vildi ekki vera áberandi. Hann sagði einu sinni að hann myndi ganga í flaueli frá toppi til táar, ef samfélagið samþykkti það. Síðasti Seinfeld-þátturinn fór í loftið fyrir tólf árum og mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá. Þeir sem þora eru tískulöggur nútímans og flauelsblæti George Costanza yrði tæpast það félagslega sjálfsmorð sem það var vafalaust í New York á tíunda áratugnum.

Bakþankar
Fréttamynd

Steinunn Stefánsdóttir: Á móti vindi

Íslendingar fagna því í dag að liðin eru 95 ár frá því að konur fengu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Sá áfangi náðist fyrir þrotlausa vinnu og baráttu kvenna undir forystu Bríetar Bjarnhéðinsdóttur og markar ákveðið upphaf kvennabaráttu á Íslandi, baráttunnar fyrir jafnrétti kynjanna. Ekki þótti öllum sjálfsagt þarna fyrir 95 árum að konur fengju kosningarétt. Bríet og stallsystur hennar létu andbyrinn í samfélaginu þó ekki á sig fá en héldu fram málstað jafnréttisins fullvissar um að þær væru á réttri leið og með tímanum hefur það orðið æ fjarstæðukenndara að búa í samfélagi þar sem kosningaréttur er bundinn við kyn.

Fastir pennar
Fréttamynd

Umræða á grunni staðreynda

Samþykkt Evrópusambandsins um að hefja aðildarviðræður við Ísland þýðir ekki að Ísland verði aðildarríki ESB. Það ræðst ekki fyrr en þjóðin greiðir atkvæði um aðildarsamning. En ákvörðunin er vendipunktur að því leyti að nú er aðildarferlið formlega hafið og þá er vonandi hægt að færa Evrópuumræðuna á Íslandi á grunn staðreynda.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ásælni óskast

Ég fæ æluflog í hvert skipti sem ég heyri þá orðnotkun að einhverjir útlendingar ásælist íslenskar auðlindir, fyrirtæki, eða eitthvað annað sem íslenskt er. Í fyrsta lagi vegna þetta er ekki satt og í öðru lagi myndum við gjarnan vilja að það væri það. Við þurfum einfaldlega fleiri erlendar fjárfestingar, erlend fyrirtæki, erlent fagfólk og þá reynslu sem öllu þessu fylgir.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ísland er velkomið

Allar líkur eru á að leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins samþykki á fundi sínum í dag að hefja aðildarviðræður við Ísland. Það er enn einn áfanginn í endurreisn íslenzks samfélags og efnahagslífs eftir hrunið. Ísland þarf á öflugum bandamönnum að halda, nothæfum gjaldmiðli og skýrum ramma um efnahagsstefnuna. Þetta fæst allt með inngöngu í ESB.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ragnheiður Tryggvadóttir: Kakó á brúsa og smurt

Hæ hó jibbíjei og jibbíjei sönglar í höfðinu á mér í dag, þjóðhátíðardaginn. Fólk fer að tygja sig niður í bæ fljótlega, bregður sér í betri fötin og stingur niður regnhlífum til öryggis. Svo hefst hringsólið við að finna stæði, rosaleg mannmergð er þetta alltaf hreint.

Bakþankar
Fréttamynd

Ólafur Þ. Stephensen: Nær brosið endum saman?

Því verður ekki neitað að nýr andi sveif yfir vötnum í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær, þegar ný borgarstjórn tók við völdum. Jón Gnarr, nýr borgarstjóri Reykvíkinga, grínaðist meira en menn eiga að venjast í fyrstu ræðu sinni. Ekki er hægt annað en að brosa af og til þegar samstarfsyfirlýsing nýs meirihluta er lesin og sumir hlógu jafnvel upphátt þegar æviágrip nýja borgarstjórans var lesið á vef Reykjavíkurborgar í gær. Enda er markmið nýs meirihluta að „borginni verði stjórnað með bros á vör“.

Fastir pennar
Fréttamynd

Kolbeinn Óttarsson Proppe: Gullfiskahjálparstarfið

Talið er að um 300 þúsund manns hafi látið lífið í jarðskjálftanum á Haítí í janúar. Fólk víða um heim brást við, mis­skjótt að vísu, gaf fé, íslenskar hjálparsveitir mættu snemma á svæðið og unnu gott starf. Um hríð snerist öll þjóðfélagsumræða hér á landi um Haítí, sjónvarp, útvarp og blöðin voru uppfull af fréttum af hörmungunum - og það réttilega. En síðan tók hversdagslífið við, af nógum áhyggjum var svo sem að taka hér heima.

Bakþankar
Fréttamynd

Ný umræðuhefð?

Sú málamiðlun, sem náðist í allsherjarnefnd Alþingis um breytingar á frumvarpinu um stjórnlagaþing, virðist vera fremur til bóta og óskandi væri að málið fengi afgreiðslu á þinginu, sem nú er að ljúka. Samkvæmt breytingartillögu fulltrúa allra flokka á meðal annars að fela stjórnlagaþinginu að fjalla um tvennt, sem láðist að nefna í upphaflegu frumvarpi forsætisráðherra; annars vegar framsal ríkisvalds til alþjóðastofnana og meðferð utanríkismála og hins vegar umhverfismál, þar á meðal eignarhald á auðlindum. Hvort tveggja eru mál, sem mörgum finnst að eigi heima í nútímalegri stjórnarskrá.

Fastir pennar
Fréttamynd

Skrattinn og amman

Vuvuzela-lúðrarnir eru við það að eyðileggja heilabú heimilisfólks. Góu-þrennan, Prins, Æði og Hraunbitar og þurrkrydduðu blönduðu lambalærissneiðarnar, mega sín lítils gegn lamandi hávaðanum sem berst alla leið frá Suður-Afríku og inn í stofu. Enginn sá fyrir að einhver annar en steríótýpa stemningamorðingjans, konan með ryksuguna, gæti eyðilagt HM í fótbolta.

Bakþankar
Fréttamynd

Bótanískt útlendingahatur

Það er miður júní og breiður af bláum blómum gleðja augað víða um land. Hæðir og holt í nágrenni höfuðborgarinnar, þar sem áður voru uppblásin moldarbörð, eru blá yfir að líta; einstaklega falleg sjón í sumarblíðunni að undanförnu. Lúpínan setur svip sinn á landið, klæðir það með þykku teppi þar sem áður var enginn, lítill eða rytjulegur gróður.

Fastir pennar
Fréttamynd

Enginn getur átt það

Innan um og saman við allt morfís-þruglið sem liggur yfir alþingi eins og suður-afrísk lúðrasveit koma þar samt til umræðu og afgreiðslu mál sem varða okkur - varða framtíð okkar, sjálfa þjóðfélagsskipanina, það hvernig Ísland á eiginlega að vera; þetta sem pólitík snýst í raun og veru um og skiptir fólki í flokka sérhyggju og félagshyggju, hægri og vinstri.

Fastir pennar
Fréttamynd

Stefnumót við heiminn

Fótbolti verður smurningin á gírum samfélagsins næsta mánuðinn eða svo, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Þótt ég sé enginn sérstakur áhugamaður um fótbolta finnst mér einhver óræð en þægileg stemning fylgja HM. Kannski er það vegna þess að keppnin ber alltaf uppi á besta tíma ársins, þegar allir eru frekar „ligeglad" og hamingjusamir. Fyrir nokkrum árum tók reyndar ég andspyrnuna fram yfir knattspyrnuna; lék tuddavörn með tuðliðinu og reyndi að skensa þá sem höfðu gaman af leiknum með athugasemdum um hvað það væri asnaleg íþrótt sem gengi út á að hlaupa á eftir bolta til þess að sparka honum frá sér aftur.

Bakþankar
Fréttamynd

Afnám mismununar

Gærdagurinn var merkisdagur í sögu mannréttindabaráttu á Íslandi. Alþingi samþykkti frumvarp um að ein hjúskaparlög gildi fyrir samkynhneigða og gagnkynhneigða. Hjónaband samkynhneigðra para verður ekki lengur sett í annan flokk og kallað staðfest samvist; það heitir nú hjónaband að lögum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Virðing Alþingis

Engin leið hefur verið að sjá nokkur merki þess á Alþingi undanfarna daga að gömlu stjórnmálaflokkarnir fjórir séu nýkomnir úr sveitarstjórnarkosningum þar sem þeir fengu skell allir sem einn. Kjósendur reyndust ginnkeyptir fyrir nýjungum, jafnvel þótt þær væru settar fram undir merkjum gríns fremur en alvöru. Gestkomandi gætu reyndar haldið að gömlu flokkarnir hefðu brugðizt við með því að setja á svið gamanleikrit á þjóðþinginu, en vanir kjósendur vita að það er því miður sami lélegi farsinn og í fyrra - og árið þar áður.

Fastir pennar
Fréttamynd

Calabría

Um daginn átti ég erindi norður til Akureyrar. Ferðafélagi minn hafði það þá á orði að helsti munurinn á Reykjavík og Akureyri væri hve Esjan væri nálægt á Akureyri. Það reyndist rétt hjá honum. Fjallið hinum megin við fjörðinn er miklu nær en í Reykjavík. Það heitir að vísu eitthvað allt annað en Esja.

Bakþankar
Fréttamynd

Feyneyjar stefna í auðn

Fyrir mörgum árum hringdi til mín kunnur athafnamaður, þetta var seint um kvöld, til að fræða mig um tillögu, sem hann hugðist bera fram á viðeigandi vettvangi, gott ef hann sagði ekki í Sjálfstæðisflokknum. Þegar þetta var, hafði gapandi og getulaus stjórnmálastéttin hrint þjóðarbúinu fram á bjargbrúnina eina ferðina enn. Horfurnar voru sótsvartar, verðbólga og verkföll. Maðurinn sagði: Mig langar að leggja til, að við drögum fram orf og ljái, skilvindur, strokka og rokka, ræsum kembivélarnar, breytum Íslandi í þímpark (hans orð, ekki mitt) og seljum inn. Ég þóttist ekki skilja grínið. Sauðkindin dregur ekki að, sagði ég alvarlegur í bragði, ekki útlendinga.

Fastir pennar
Fréttamynd

Í skjóli Kína?

Gjaldeyrisskiptasamningur seðlabanka Íslands og Kína, sem undirritaður var í gær, markar að ýmsu leyti tímamót. Slíkir samningar hafa ekki verið gerðir við erlenda seðlabanka frá því fyrir hrun. Seðlabankar Bandaríkjanna og Evrópu hafa til að mynda hafnað slíku.

Fastir pennar