Hrunið og Evrópa Ólafur Stephensen skrifar 24. júní 2010 06:30 Flokksstofnanir þriggja stærstu stjórnmálaflokka þjóðarinnar funda um komandi helgi. Þetta eru fyrstu fundirnir af því tagi, sem haldnir eru eftir að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis kom út og eftir að haldnar voru sveitarstjórnarkosningar, þar sem allir fjórir hefðbundnu flokkarnir fengu skell. Þetta eru tengd mál; slök útkoma gömlu flokkanna í kosningunum skrifast meðal annars á þá útreið sem hið pólitíska kerfi fékk í rannsóknarskýrslunni. Meiri athygli beinist að landsfundi Sjálfstæðisflokksins en fundum hinna flokkanna, enda er landsfundur æðsta vald í málum flokksins. Eftir því verður tekið, hvernig fundurinn fjallar um rannsóknarskýrsluna og niðurstöður hennar, sem hafa reynzt honum þungar í skauti. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, hefur talað hraustlega um að flokkurinn verði að taka mark á niðurstöðunum. Minna hefur borið á raunverulegri vinnu, sem miðar að sama markmiði. Á síðasta landsfundi, í ársbyrjun 2009, lá fyrir býsna beinskeytt skýrsla svokallaðrar endurreisnarnefndar sem starfaði undir forystu Vilhjálms Egilssonar, með þátttöku margra úr grasrót Sjálfstæðisflokksins. Þar var forysta flokksins meðal annars gagnrýnd harðlega. Fyrrverandi formaður flokksins, Davíð Oddsson, jarðaði þá skýrslu í ræðu á landsfundinum og ekki hefur orðið vart við að ný flokksforysta hafi reynt að grafa hana upp aftur. Þó blasir við að Sjálfstæðisflokkurinn verður að gera upp árin fyrir hrun, vilji hann á ný höfða til breiðs hóps. Búast má við að á landsfundinum verði lögð fram tillaga um að Ísland dragi til baka umsókn sína um aðild að Evrópusambandinu, eins og Fréttablaðið greindi frá í gær. Meðal stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins hefur andstaða við ESB-aðild farið hlutfallslega vaxandi, bæði í takt við þróun almenningsálitsins í landinu og vegna þess að einhverjir af Evrópusinnaðri stuðningsmönnum hans hafa snúið við honum bakinu. Með því að loka á aðildarviðræður við ESB myndi Sjálfstæðisflokkurinn hins vegar gera þrennt. Hann myndi spilla fyrir möguleikum sínum á að ná aftur til þeirra, sem í síðustu þingkosningum kusu aðra flokka vegna Evrópumálanna. Hann myndi takmarka möguleika sína á árangursríkri stjórnarþátttöku við samstarf með Vinstri grænum. Og hann myndi hrekja á brott enn fleiri stuðningsmenn, ekki sízt úr atvinnulífinu, sem telja afar brýnt að niðurstaða fáist í aðildarviðræðum við ESB, sem þjóðin geti síðan greitt atkvæði um. Evrópumálin eru þau eðlis að þau kljúfa iðulega flokka, bæði hér á landi og erlendis. Hugsanlega geta íslenzku flokkarnir eitthvað lært af norska Verkamannaflokknum, sem fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna um EB-aðild 1972 keyrði harða EB-aðildarlínu og útmálaði andstæðinga aðildar sem svikara. Afleiðingin varð sú að margir EB-andstæðingar fóru úr flokknum og hann klofnaði í raun. Fyrir atkvæðagreiðsluna um ESB-aðild 1994 beitti flokksforystan annarri nálgun; hélt því opnu að tvær skoðanir væru innan flokksins, viðurkenndi báðar og gerði flokkinn ekki að vígvelli stuðningsmanna og andstæðinga ESB-aðildar heldur leyfði þeim átökum að fara fram á öðrum vettvangi, þannig að flokksmenn gætu einbeitt sér að því sem þeir voru sammála um. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun
Flokksstofnanir þriggja stærstu stjórnmálaflokka þjóðarinnar funda um komandi helgi. Þetta eru fyrstu fundirnir af því tagi, sem haldnir eru eftir að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis kom út og eftir að haldnar voru sveitarstjórnarkosningar, þar sem allir fjórir hefðbundnu flokkarnir fengu skell. Þetta eru tengd mál; slök útkoma gömlu flokkanna í kosningunum skrifast meðal annars á þá útreið sem hið pólitíska kerfi fékk í rannsóknarskýrslunni. Meiri athygli beinist að landsfundi Sjálfstæðisflokksins en fundum hinna flokkanna, enda er landsfundur æðsta vald í málum flokksins. Eftir því verður tekið, hvernig fundurinn fjallar um rannsóknarskýrsluna og niðurstöður hennar, sem hafa reynzt honum þungar í skauti. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, hefur talað hraustlega um að flokkurinn verði að taka mark á niðurstöðunum. Minna hefur borið á raunverulegri vinnu, sem miðar að sama markmiði. Á síðasta landsfundi, í ársbyrjun 2009, lá fyrir býsna beinskeytt skýrsla svokallaðrar endurreisnarnefndar sem starfaði undir forystu Vilhjálms Egilssonar, með þátttöku margra úr grasrót Sjálfstæðisflokksins. Þar var forysta flokksins meðal annars gagnrýnd harðlega. Fyrrverandi formaður flokksins, Davíð Oddsson, jarðaði þá skýrslu í ræðu á landsfundinum og ekki hefur orðið vart við að ný flokksforysta hafi reynt að grafa hana upp aftur. Þó blasir við að Sjálfstæðisflokkurinn verður að gera upp árin fyrir hrun, vilji hann á ný höfða til breiðs hóps. Búast má við að á landsfundinum verði lögð fram tillaga um að Ísland dragi til baka umsókn sína um aðild að Evrópusambandinu, eins og Fréttablaðið greindi frá í gær. Meðal stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins hefur andstaða við ESB-aðild farið hlutfallslega vaxandi, bæði í takt við þróun almenningsálitsins í landinu og vegna þess að einhverjir af Evrópusinnaðri stuðningsmönnum hans hafa snúið við honum bakinu. Með því að loka á aðildarviðræður við ESB myndi Sjálfstæðisflokkurinn hins vegar gera þrennt. Hann myndi spilla fyrir möguleikum sínum á að ná aftur til þeirra, sem í síðustu þingkosningum kusu aðra flokka vegna Evrópumálanna. Hann myndi takmarka möguleika sína á árangursríkri stjórnarþátttöku við samstarf með Vinstri grænum. Og hann myndi hrekja á brott enn fleiri stuðningsmenn, ekki sízt úr atvinnulífinu, sem telja afar brýnt að niðurstaða fáist í aðildarviðræðum við ESB, sem þjóðin geti síðan greitt atkvæði um. Evrópumálin eru þau eðlis að þau kljúfa iðulega flokka, bæði hér á landi og erlendis. Hugsanlega geta íslenzku flokkarnir eitthvað lært af norska Verkamannaflokknum, sem fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna um EB-aðild 1972 keyrði harða EB-aðildarlínu og útmálaði andstæðinga aðildar sem svikara. Afleiðingin varð sú að margir EB-andstæðingar fóru úr flokknum og hann klofnaði í raun. Fyrir atkvæðagreiðsluna um ESB-aðild 1994 beitti flokksforystan annarri nálgun; hélt því opnu að tvær skoðanir væru innan flokksins, viðurkenndi báðar og gerði flokkinn ekki að vígvelli stuðningsmanna og andstæðinga ESB-aðildar heldur leyfði þeim átökum að fara fram á öðrum vettvangi, þannig að flokksmenn gætu einbeitt sér að því sem þeir voru sammála um.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun