Fastir pennar

Fastir pennar

Fréttamynd

Annmarkar skýrslunnar góðu

Þótt skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis (RNA) sé góðra gjalda verð, eru á henni annmarkar, sem bæta þarf úr. Skýrslan flettir að sönnu ofan af fullyrðingum stjórnvalda um Ísland sem fórnarlamb fjármálakreppunnar úti í heimi. Ekki þurftu Norðurlönd á neyðaraðstoð Alþjóðagjaldeyris-sjóðsins (AGS) að halda vegna kreppunnar. Þvert á móti hafa þau stutt Ísland með lánveitingum í samstarfi við AGS. Hrunið var heimatilbúið, þótt neistinn, sem kveikti bálið, bærist að utan. Skýrsla RNA tekur af tvímæli um þetta, og það gera einnig aðrar heimildir. Undan þeirri niðurstöðu verður ekki vikizt.

Fastir pennar
Fréttamynd

Réttlætið sigrar víst að lokum

Það er frekar neyðarlegt að vera með sterka réttlætiskennd en telja sig sjaldnast í stakk búinn að takast á við þær afleiðingar sem framgangur réttvísinnar og réttlætis hefur í för með sér. Þessi neyðarlega staða síendurtekur sig þó á Íslandi rétt eins og þau skilaboð liggi í loftinu að þjóðin hafi ekki efni á að stjórnast af réttlætiskennd.

Bakþankar
Fréttamynd

Atvinnusköpun stjórnmálamanna

Nýi borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavík hefur ákveðið að setja fimm hundruð milljónir króna aukalega í átaksverkefni, sem eiga að skapa atvinnu. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir í Fréttablaðinu í gær að vonazt sé til að allt að 150 manns geti fengið vinnu til áramóta við þessi verkefni. Þau felast meðal annars í endurgerð göngu- og hjólaleiða og viðhaldi á húsum í eigu borgarinnar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Eftir hverju er að bíða?

Einn fylgifiskur sumarsins og ferðamannavertíðarinnar eru árvissar fréttir um að nú séu ekki til nógir peningar til að tryggja landvörzlu við hina eða þessa náttúruperluna. Engir peningar séu heldur til fyrir stígagerð eða skiltum. Ferðamenn troði niður viðkvæman gróður, fari sjálfum sér að voða og svo framvegis.

Fastir pennar
Fréttamynd

Farsími stjórnar lífinu

Nýjasta uppgötvun mín er sú að ég get ómögulega lifað án farsímans míns. Ég áttaði mig á þessu síðastliðinn laugardag. Þannig er mál með vexti að ég hafði mælt mér mót við vinkonu mína á kaffihúsi í miðbænum, sem ekki er í frásögur færandi nema ég var örlítið sein fyrir og ætlaði mér að láta hana vita á leiðinni. Þá vill ekki betur til en svo að ég uppgötva mér til mikillar skelfingar að síminn hafði orðið eftir heima, á eldhúsborðinu. Nú voru góð ráð dýr og ég flýtti mér sem mest ég mátti, lagði á Skólavörðuholtinu og hljóp niður Skólavörðustíginn þar sem ég mætti undrandi augum ferðamannanna á leiðinni. Á kaffihúsið var vinkonan líka sein.

Bakþankar
Fréttamynd

Oflæti og yfirgangur

Á síðasta áratug varð algengara en áður hafði tíðkast hér á landi, að segja upp helstu stjórnendum og lykilmönnum fyrirtækja þegar þau skiptu um eigendur. Nýju eigendurnir vildu fá sitt fólk, rétt eins og sitjandi ríkisstjórn. Sjaldgæfara var að menn

Fastir pennar
Fréttamynd

Skýrir hagsmunir og óskýrir

Í umræðum um dóm Hæstaréttar um gengistryggðu lánin og tilmæli eftirlitsstofnana um að miðað verði við seðlabankavexti á lánunum, er málinu gjarnan stillt þannig upp að það snúist um hagsmuni lánþega annars vegar og hagsmuni fjármagnseigenda og erlendra kröfuhafa hins vegar. Þeir síðarnefndu muni tapa, ef samningsvextirnir einir verði látnir standa.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ólán í láni

Samkvæmt frétt Fréttablaðsins á laugardag voru fimm Rúmenar handteknir á dögunum á Seyðisfirði af árvökulli lögreglu vegna þess að þeir hugðust pranga inn á landsmenn ódýru glingri sem eðalmálmar væru.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hnattrænn skilningur

Í fyrra var ég stödd á alþjóðlegri ljóðahátíð í Kolkata á Indlandi. Það var ljómandi skemmtilegt, naanbrauð snætt í hvert mál og handartak fólksins hlýlegra en víðast hvar annars staðar. Eftir tveggja daga linnulausan ljóðaflutning á bengölsku ákváðum við ferðafélagar mínir að bregða okkur á markað. Eitthvað forvitnilegt yrði maður nú að koma með heim frá þessum fjarlægu slóðum. Það var enginn vandi að rata því ekki leið á löngu þar til menn komu aðvífandi og smöluðu þeir okkur niður í steinsteyptan niðurgrafinn markað hvíslandi: „Sjöl, sjöl.“

Bakþankar
Fréttamynd

Fresta sköttum og skera meira

Fréttablaðið sagði frá því í gær að tekjur ríkisins á síðasta ári hefðu verið 40 milljörðum króna yfir áætlun. Tekjuskattur hefði skilað mun meiru en áætlað var vegna minni tekjusamdráttar í samfélaginu en gert var ráð fyrir og jafnframt hefði atvinnnuleysið ekki orðið jafnmikið og menn óttuðust.

Fastir pennar
Fréttamynd

Karamellurnar

Sykur er ógeðslegur og síðustu vikur hef ég reynt að borða minna af honum. Ég borða voðalega lítið nammi, þannig að ég þarf ekki að hafa áhyggjur af því að skera niður neyslu á Lindubuffi og fílakaramellum. Ég er hins vegar búinn að vera háður gosdrykkjum lengi. Eina sem ég lét mig dreyma um sem barn var að eiga ísskáp fullan af litlum gosdósum en það endurspeglar grátlegt metnaðarleysi mitt gagnvart því sem hefur raunverulega merkingu í lífinu. Ég þurfti því aðeins að ráðast í kvalarfullum og hugsanlega lífshættulegan niðurskurð á Kóki.

Bakþankar
Fréttamynd

Af kögunarhóli Þorsteins Pálssonar: Íhugun flokkanna

Um síðustu helgi hélt Sjálfstæðisflokkurinn landsfund sem upphaflega var boðað til í þeim tilgangi einum að kjósa varaformann. Rríkisstjórnarflokkarnir héldu flokksráðs- eða flokksstjórnarfundi. Eftir kosningarnar á dögunum lýstu talsmenn allra flokkanna yfir því að þeir myndu taka þau skilaboð sem úrslitin sýndu til alvarlegrar íhugunar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Betri aðskilnaður

Flokksstjórn Samfylkingarinnar ályktaði á fundi sínum um síðustu helgi að ráðherrar flokksins ættu að segja sig tímabundið frá þingmennsku og gera það sem fyrst. „Með því sýna ráðherrar Samfylkingarinnar í verki þann ásetning flokksins að styrkja beri stöðu Alþingis og skerpa á aðskilnaði þess gagnvart framkvæmdarvaldinu,“ sagði í ályktun flokksstjórnarinnar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Gert er ráð fyrir stormi

Um daginn var ég gestforeldri með dóttur minni í afmæli. Eins og þeir sem eignuðust börn sín að vetri til vita og öfundast endalaust út í er svo einfalt að halda sumarafmælin úti í garði. Smala saman fullt af krökkum, baka flotta köku og hleypa börnunum svo lausum í heilbrigðan leik úti í garði. Í þessu afmæli hafði meira að segja verið blásið til hoppikastala þar sem glaðlegur dreki gnæfði yfir gesti og veifaði.

Bakþankar
Fréttamynd

Matvælaóöryggi

Fyrir þremur árum var matvælaverð á Íslandi töluvert hærra en í Evrópu. Síðan þá hefur verðið hækkað og laun margra hafa lækkað. Hver er svo niðurstaðan? Jú, matvælaverðið er orðið svipað og víða í Evrópu. Takk, bankahrun!

Fastir pennar
Fréttamynd

Þrjár systur

Kreppan mikla 1929-1939 markaði djúp spor í líf þeirra, sem urðu fyrir barðinu á henni. Mörg þekkjum við fólk, sem ólst upp í kreppunni. Sögurnar eru sumar þyngri en tárum taki.

Fastir pennar
Fréttamynd

Að falla í stafi

Ég hef oft velt fyrir mér orðtakinu að falla í stafi. Merkingin rekur rætur sínar til þess þegar tunna dettur í sundur. Stafirnir (viðurinn) losna frá járngjörðinni og tunnan fellur í parta.

Bakþankar
Fréttamynd

Enn þarf Hæstiréttur að úrskurða

Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið telja sig vera að gegna skyldu sinni, að gæta stöðugleika fjármálakerfisins, með útgáfu tilmæla til fjármálastofnana í gær um útreikning gengistryggðu lánanna, sem Hæstiréttur hafði dæmt að færu í bága við lög.

Fastir pennar
Fréttamynd

Tími ákvarðana

Fréttablaðið sagði frá því á mánudaginn að ofbeldi gegn lögreglumönnum færi vaxandi og yrði sífellt grófara. Árið 2008 hlutu 29 lögregluþjónar varanlegan skaða vegna ofbeldis, sem þeir urðu fyrir við skyldustörf. Í fyrra voru þeir 38.

Fastir pennar
Fréttamynd

Mannréttindi í stað útrásar

Ég upplifi það þannig að útrásarvíkingarnir hafi troðið svo miklum skít yfir landið að efnahagskerfið hrundi. Upp úr því reis þjóðfélag mannréttinda í stað peningadýrkunar." Þetta sagði glöð og reif kona við mig á sunnudagskvöldið. Hún var kát vegna þess að hún hafði lifað sögulegan viðburð, sem og reyndar við öll. Hún varð, fyrr um daginn, jöfn á við þær konur sem frekar vilja sofa hjá karlmönnum. Sjálf er hún lesbísk.

Bakþankar
Fréttamynd

Fyrirgefning og samstaða

Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, sló nýjan tón í umræðum um kirkjuna og samkynhneigða í samtali við Fréttablaðið á laugardaginn. Biskup hefur greinilega kosið að horfast í augu við þann yfirgnæfandi stuðning sem ein hjúskaparlög fyrir samkynhneigða jafnt sem gagnkynhneigða hafa meðal þjóðarinnar - og þar með á meðal þjóðkirkjufólks. Hann hefur því ákveðið að setja punkt aftan við neikvæða eða hálfvolga afstöðu kirkjunnar manna gagnvart hjónabandi samkynhneigðra og taka vel á móti samkynhneigðu fólki, sem kýs að ganga upp að altarinu og þiggja hjónavígslu af prestum þjóðkirkjunnar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Naglinn á höfðinu

Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins um nýliðna helgi var víst rætt um ýmislegt, og sumt vakti meiri athygli en annað. Í einni frétt sá ég minnst á það að tekist var á um jafnréttismál, eins og það var orðað í fréttinni. Sökum gífurlegrar forvitni fletti ég upp umræðum um jafnréttisstefnu Sjálfstæðisflokksins, sem vissulega var á dagskránni, og horfði á nokkrar ræður.

Bakþankar
Fréttamynd

Fótboltinn

Sumarið okkar er svo stutt að sektarkenndin er innbyggt í það. „Jæja!" heyrist kvakað úr hverjum mó meðan fuglarnir flögra um með dugnaðarfasi og litlu blómin kalla með augun á stilkum: „sjáið mig! sjáið mig!" en milli þeirra skjögra dauðadrukknar flugur eða lenda í vefnum á djúpvitrum köngulónum sem starfa í hverju horni. Sjórinn spegilsléttur, golan gælandi við mjúkt hörundið, iðandi kyrrðin, ilmurinn af jörðinni þar sem lúpínan hefur ekki fengið að tortíma hinu lágkynja lyngi og blóðbergi... sumarið logar frá einni stund til annarrar, svo stutt, og manni finnst maður eigi að lifa hverja mínútu því það koma aldrei kvöld, náttleysan ríkir, morgunninn nær til fimm á daginn og dagarnir ná til fimm á morgnana... og sumarið logar: „Kom fyll þitt glas..."

Fastir pennar
Fréttamynd

Ábyrgð í undirheimum

Fullorðnir eiga oft í mestu vandræðum með að þræla sér í gegnum dags dagleg mannleg samskipti. Enda eru þau sannarlega ekki alltaf rakin. Fjölskyldur eru flóknari þar sem oft óskyldur hópur kemur að einu barni. Tvær mömmur og tveir pabbar, sumarfrí sem þarf að skipuleggja og uppeldisaðferðir sem þarf að samræma. Fjölskyldan er ekki lengur afmarkaður kjarnakimi sem getur tekið ákvarðanir sóló. Samsett fjölskylda í Álfheimum sem vill víxla pabbahelgum, getur átt í mestu vandræðum þar sem uppstokkun á helginni þýðir að faðirinn með helgarnar í Vesturbænum þarf þá að samræma helgarnar með börnum nýju konunnar í Mosó. Stjúptengslakeðjan getur spannað mörg bæjarfélög og haft áhrif allt norður á Húsavík.

Bakþankar
Fréttamynd

Dyrum lokað

Sjálfstæðisflokkurinn hefur þrengri skírskotun en áður eftir landsfundinn um helgina. Drögum að stjórnmála­ályktun, þar sem örlítil rifa var skilin eftir í þá veru að láta reyna á umsókn um aðild að Evrópusambandinu, var hafnað og samþykkt ályktun þar sem dyrunum er skellt í lás og þess krafizt að aðildarumsóknin verði dregin til baka. Sjálfstæðisflokkurinn hefur með þessu öðlazt sérstöðu meðal stórra evrópskra hægriflokka, sem flestir hafa beitt sér fyrir ESB-aðild undir merkjum frjálsra viðskipta og vestræns samstarfs.

Fastir pennar
Fréttamynd

Minnisþjálfun

Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur lagt fram frumvarp á Alþingi, þar sem lagt er til að þingsköpum verði breytt þannig að ringulreiðin, sem ævinlega tekur völd undir lok þingtímans, verði úr sögunni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Kettir og menn

Ef ég mætti velja mér að vera dýr myndi ég vilja vera köttur. Mér finnst makalaust hvað köttum getur liðið vel þannig að það fari ekki fram hjá neinum. Það eitt að sjá kött rísa á fætur eftir góðan blund, geispa duglega og teygja svo makindalega úr öllum skrokknum, allt frá hnakka og aftur í rófubrodd, hlýtur að hafa heilsusamleg áhrif á hvern mann.

Bakþankar
Fréttamynd

Hvatning til úrbóta

Það var þarft framtak hjá Háskóla Íslands að gera könnun meðal stúdenta og spyrja hvernig þeir telji framhaldsskólann hafa búið þá undir háskólanám. Kallað hefur verið eftir slíkum könnunum talsvert lengi, enda er opinbert leyndarmál að fólk kemur ákaflega misvel undirbúið til háskólanáms og í háskólunum hafa menn talið sig greina verulegan mun eftir framhaldsskólum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Snilldin ein

Ég er að verða miðaldra. Jú, víst. Ég man nefnilega eftir því þegar orðið ágætt þýddi mjög gott eða jafnvel afbragð. Í skólanum mínum, Fossvogsskóla, voru gefnar einkunnirnar: Sæmilegt, gott, mjög gott og ágætt. Í þessari röð. Sæmilegt var verst, ágætt best. Nú til dags þýðir ágætt ekki nema svona lala, eiginlega bara sæmilegt. Ágætt og sæmilegt hafa flast út og eru nú samheiti.

Bakþankar
Fréttamynd

Hrunið og Evrópa

Flokksstofnanir þriggja stærstu stjórnmálaflokka þjóðarinnar funda um komandi helgi. Þetta eru fyrstu fundirnir af því tagi, sem haldnir eru eftir að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis kom út og eftir að haldnar voru sveitarstjórnarkosningar, þar sem allir fjórir hefðbundnu flokkarnir fengu skell. Þetta eru tengd mál; slök útkoma gömlu flokkanna í kosningunum skrifast meðal annars á þá útreið sem hið pólitíska kerfi fékk í rannsóknarskýrslunni.

Fastir pennar