Þrjár systur Þorvaldur Gylfason skrifar 1. júlí 2010 08:00 Kreppan mikla 1929-1939 markaði djúp spor í líf þeirra, sem urðu fyrir barðinu á henni. Mörg þekkjum við fólk, sem ólst upp í kreppunni. Sögurnar eru sumar þyngri en tárum taki. Hagsaga heimsins sýnir, að aukin misskipting er jafnan einn af fyrirboðum fjármálakreppu. Það gerðist í Bandaríkjunum á þriðja áratug síðustu aldar. Græðgi og spilling einkenndu bandarískt þjóðlíf árin fram að kreppu. Þegar svo ber við, er þriðja systirin, misskipting, sjaldan langt undan. Þegar stjórnvöld gefa græðgi og spillingu lausan tauminn, sjást ýmsir ekki fyrir, heldur skara eftir föngum eld að eigin köku á kostnað annarra, sem fá ekki rönd við reist. Þegar Harding var forsetiWarren Harding var forseti Bandaríkjanna 1921-23. Forsetatíðar hans er einkum minnzt fyrir spillingu, sem leiddi til fangelsisdóma yfir ráðherrum í stjórn hans, embættismönnum og einkavinum; tveir styttu sér aldur; einn flúði land. Bjarta hliðin á sögunni er sú, að dómskerfi Bandaríkjanna sló eins og klukka og kom lögum yfir ýmsa þeirra, sem höfðu gerzt brotlegir. Misskipting auðs og tekna hélt áfram að ágerast fram í kreppu.Þessi lýsing á undanfara kreppunnar vestra á að sumu leyti vel við Ísland árin fram að hruni. Græðgi og spilling tóku völdin í boði gerspilltrar stjórnmálastéttar, fyrst með ókeypis afhendingu framseljanlegra aflakvóta og síðan með einkavæðingu bankanna eftir áþekkri forskrift. Árangurinn varð sjávarútvegur á heljarþröm þrátt fyrir forgjöfina og hrundir bankar, holar skeljar. Misskipting færðist mjög í aukana, meðan á þessu stóð, svo sem opinber gögn frá embætti ríkisskattstjóra sýna glöggt og Stefán Ólafsson prófessor hefur öðrum fremur haldið til haga, unnið úr og aukið við. Spilling sem hagstærðHagstofu Íslands bar skylda til að kortleggja þessa skipulögðu óheillaþróun til að hafa ekki slökkt á svo mikilvægu viðvörunarljósi í aðdraganda hrunsins. Ekki bara það: rétt skal vera rétt. Hagstofan brást þessari skyldu og ýtti með því móti undir óskammfeilinn málflutning stjórnarerindreka, sem héldu því fram, að misskipting hefði ekki aukizt. Þessa óhollu meðvirkni Hagstofunnar fram að hruni þarf að skoða í samhengi við niðursallandi lýsingu Rannsóknarnefndar Alþingis (RNA) á ámælisverðri vanrækslu víða annars staðar í stjórnsýslunni. Rannsóknarnefndinni láðist að fjalla um þátt Hagstofunnar í hruninu, og leiðréttist það hér með.Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) brenndi einnig af, blindaður af áhugaleysi Hagstofunnar. Í síðustu skýrslu sinni um Ísland fyrir hrun mærði sjóðurinn stjórnvöld fyrir jafna tekjuskiptingu, að því er virtist grunlaus um þá stórauknu misskiptingu auðs og tekna, sem hér hafði átt sér stað í allra augsýn að undirlagi rangsleitinna stjórnvalda. Ég fann að þessu við sjóðinn og á ekki von á, að starfsmenn hans endurtaki villuna. Sjóðurinn þarf einnig í ljósi skýrslu RNA og ábendinga Evrópuráðsins í gegnum GRECO að hugleiða, hvort honum beri ekki framvegis að fjalla opinskátt í Íslandsskýrslum sínum um spillingu líkt og hann gerir í Keníu, Rússlandi og annars staðar. Óskrifuð regla sjóðsins er að fjalla opinskátt um spillingu í þeim aðildarlöndum, þar sem spillingin virðist hamla framförum, því að þar er spillingin hagstærð. Sjóðurinn gerir Íslendingum engan greiða með því að þegja um spillinguna, sem keyrði bankana í kaf og rústaði efnahag mikils fjölda fólks og fyrirtækja. Hreinskilin orðræða um spillingu er vænleg aðferð til að kveða spillinguna niður. Sjóðnum er þó líkt og Hagstofunni annt um að styggja stjórnvöld helzt ekki nema í neyð. Nýr hagstofustjóri rétti kúrsinn afAfleiðingar kreppunnar miklu þá vestan hafs og austan og hrunsins hér heima eru einnig að ýmsu leyti keimlíkar, þótt kreppan mikla hafi verið mun dýpri. Atvinnuleysið hér núna er að vísu mikið, en það er þó mun minna en það var í Norður-Ameríku og Evrópu á þriðja áratugnum. Auknu atvinnuleysi fylgir líklega enn aukinn ójöfnuður, þar eð atvinnuleysið kemur jafnan verst niður á þeim, sem höllum fæti standa. Varla munu Hagstofan og AGS láta þann vanda einnig fara fram hjá sér, enda hefur Hagstofan brugðizt vel við umvöndunum mínum og annarra og tekið sig á. Í skýrslu sinni „Tekjuskipting og lágtekjumörk fyrir 2003 til 2006" í apríl 2009 kannaðist Hagstofan loksins við aukinn ójöfnuð, en þar segir: „Gini-stuðullinn og fimmtunga-stuðullinn hafa hækkað meira hjá Íslandi en flestum öðrum Evrópuþjóðum. [Hér hefði átt að standa „öllum" öðrum Evrópuþjóðum, innskot mitt, ÞG.] ... Ísland færist úr 3.-4. sæti árið 2004 í 7.-8. sæti árið 2005 og er komið í 13.-14. sæti árið 2006." Þjóðminjasafnið safnar nú skipulega heimildum um íslenzka spillingu fyrr og nú. Framtakið er til fyrirmyndar. Hagstofan þyrfti að leggja safninu lið. Þetta mjakast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun
Kreppan mikla 1929-1939 markaði djúp spor í líf þeirra, sem urðu fyrir barðinu á henni. Mörg þekkjum við fólk, sem ólst upp í kreppunni. Sögurnar eru sumar þyngri en tárum taki. Hagsaga heimsins sýnir, að aukin misskipting er jafnan einn af fyrirboðum fjármálakreppu. Það gerðist í Bandaríkjunum á þriðja áratug síðustu aldar. Græðgi og spilling einkenndu bandarískt þjóðlíf árin fram að kreppu. Þegar svo ber við, er þriðja systirin, misskipting, sjaldan langt undan. Þegar stjórnvöld gefa græðgi og spillingu lausan tauminn, sjást ýmsir ekki fyrir, heldur skara eftir föngum eld að eigin köku á kostnað annarra, sem fá ekki rönd við reist. Þegar Harding var forsetiWarren Harding var forseti Bandaríkjanna 1921-23. Forsetatíðar hans er einkum minnzt fyrir spillingu, sem leiddi til fangelsisdóma yfir ráðherrum í stjórn hans, embættismönnum og einkavinum; tveir styttu sér aldur; einn flúði land. Bjarta hliðin á sögunni er sú, að dómskerfi Bandaríkjanna sló eins og klukka og kom lögum yfir ýmsa þeirra, sem höfðu gerzt brotlegir. Misskipting auðs og tekna hélt áfram að ágerast fram í kreppu.Þessi lýsing á undanfara kreppunnar vestra á að sumu leyti vel við Ísland árin fram að hruni. Græðgi og spilling tóku völdin í boði gerspilltrar stjórnmálastéttar, fyrst með ókeypis afhendingu framseljanlegra aflakvóta og síðan með einkavæðingu bankanna eftir áþekkri forskrift. Árangurinn varð sjávarútvegur á heljarþröm þrátt fyrir forgjöfina og hrundir bankar, holar skeljar. Misskipting færðist mjög í aukana, meðan á þessu stóð, svo sem opinber gögn frá embætti ríkisskattstjóra sýna glöggt og Stefán Ólafsson prófessor hefur öðrum fremur haldið til haga, unnið úr og aukið við. Spilling sem hagstærðHagstofu Íslands bar skylda til að kortleggja þessa skipulögðu óheillaþróun til að hafa ekki slökkt á svo mikilvægu viðvörunarljósi í aðdraganda hrunsins. Ekki bara það: rétt skal vera rétt. Hagstofan brást þessari skyldu og ýtti með því móti undir óskammfeilinn málflutning stjórnarerindreka, sem héldu því fram, að misskipting hefði ekki aukizt. Þessa óhollu meðvirkni Hagstofunnar fram að hruni þarf að skoða í samhengi við niðursallandi lýsingu Rannsóknarnefndar Alþingis (RNA) á ámælisverðri vanrækslu víða annars staðar í stjórnsýslunni. Rannsóknarnefndinni láðist að fjalla um þátt Hagstofunnar í hruninu, og leiðréttist það hér með.Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) brenndi einnig af, blindaður af áhugaleysi Hagstofunnar. Í síðustu skýrslu sinni um Ísland fyrir hrun mærði sjóðurinn stjórnvöld fyrir jafna tekjuskiptingu, að því er virtist grunlaus um þá stórauknu misskiptingu auðs og tekna, sem hér hafði átt sér stað í allra augsýn að undirlagi rangsleitinna stjórnvalda. Ég fann að þessu við sjóðinn og á ekki von á, að starfsmenn hans endurtaki villuna. Sjóðurinn þarf einnig í ljósi skýrslu RNA og ábendinga Evrópuráðsins í gegnum GRECO að hugleiða, hvort honum beri ekki framvegis að fjalla opinskátt í Íslandsskýrslum sínum um spillingu líkt og hann gerir í Keníu, Rússlandi og annars staðar. Óskrifuð regla sjóðsins er að fjalla opinskátt um spillingu í þeim aðildarlöndum, þar sem spillingin virðist hamla framförum, því að þar er spillingin hagstærð. Sjóðurinn gerir Íslendingum engan greiða með því að þegja um spillinguna, sem keyrði bankana í kaf og rústaði efnahag mikils fjölda fólks og fyrirtækja. Hreinskilin orðræða um spillingu er vænleg aðferð til að kveða spillinguna niður. Sjóðnum er þó líkt og Hagstofunni annt um að styggja stjórnvöld helzt ekki nema í neyð. Nýr hagstofustjóri rétti kúrsinn afAfleiðingar kreppunnar miklu þá vestan hafs og austan og hrunsins hér heima eru einnig að ýmsu leyti keimlíkar, þótt kreppan mikla hafi verið mun dýpri. Atvinnuleysið hér núna er að vísu mikið, en það er þó mun minna en það var í Norður-Ameríku og Evrópu á þriðja áratugnum. Auknu atvinnuleysi fylgir líklega enn aukinn ójöfnuður, þar eð atvinnuleysið kemur jafnan verst niður á þeim, sem höllum fæti standa. Varla munu Hagstofan og AGS láta þann vanda einnig fara fram hjá sér, enda hefur Hagstofan brugðizt vel við umvöndunum mínum og annarra og tekið sig á. Í skýrslu sinni „Tekjuskipting og lágtekjumörk fyrir 2003 til 2006" í apríl 2009 kannaðist Hagstofan loksins við aukinn ójöfnuð, en þar segir: „Gini-stuðullinn og fimmtunga-stuðullinn hafa hækkað meira hjá Íslandi en flestum öðrum Evrópuþjóðum. [Hér hefði átt að standa „öllum" öðrum Evrópuþjóðum, innskot mitt, ÞG.] ... Ísland færist úr 3.-4. sæti árið 2004 í 7.-8. sæti árið 2005 og er komið í 13.-14. sæti árið 2006." Þjóðminjasafnið safnar nú skipulega heimildum um íslenzka spillingu fyrr og nú. Framtakið er til fyrirmyndar. Hagstofan þyrfti að leggja safninu lið. Þetta mjakast.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun