Besti pistillinn Besta útihátíðin má ekki heita Besta útihátíðin. Ríkisvaldið hefur úrskurðað þar um. Forsvarsmönnum Bestu útihátíðarinnar tókst víst ekki að sýna fram á með óyggjandi hætti að Besta útihátíðin væri sannanlega besta útihátíðin og þess vegna má hún ekki heita Besta útihátíðin. Bakþankar 13. júlí 2012 06:00
"Nauðsynlegt í lýðræðisþjóðfélagi“ Mannréttindadómstóll Evrópu kvað í fyrradag upp tvo athyglisverða dóma, sem blaðamenn höfðu höfðað gegn íslenzka ríkinu. Dómstóllinn kemst að þeirri niðurstöðu að tveir dómar í meiðyrðamálum sem höfðuð voru gegn blaðamönnunum, hafi brotið í bága við ákvæði mannréttindasáttmála Evrópu til varnar tjáningarfrelsi. Fastir pennar 12. júlí 2012 06:00
Listin að gera ekki neitt Ætlarðu bara að sitja á þessum sófa allt sumarfríið?“ spyr vinur minn stórhneykslaður á svip. Hann hefur kíkt í kaffi í góða veðrinu eftir að hafa hjólað tuttugu kílómetra, komið við í grillveislu, pantað sér sumarbústað og drukkið latte á útikaffihúsi við Austurvöll. „Maður verður að GERA eitthvað í sumarfríinu,“ segir hann með hyldjúpri sannfæringu. Og reynir að fela geispa með hendinni. Bakþankar 12. júlí 2012 06:00
Loðin höfuðborg Margir Reykvíkingar ergja sig þessa dagana á því hvernig borgarstjórninni virðist fyrirmunað að halda umferðareyjum og opnum svæðum víða um borgina sæmilega snyrtilegum. Órækt er eina orðið sem hægt er að nota yfir gras- og illgresisvöxtinn sem víða blasir við. Fastir pennar 11. júlí 2012 06:00
Eggin í Gleðivík Þegar komið er inn á Djúpavog greinist gatan í tvær áttir. Önnur leiðin liggur niður á bryggjuna þar sem falleg gömul hús prýða umhverfið. Í hina áttina bendir skilti sem á stendur Eggin í Gleðivík. Beygðu í þá átt, í átt til Gleðivíkur, þar sem einu sinni var loðnubræðsla sem síðan var lögð niður og eftir stóð verksmiðjan ein. Keyrðu fram hjá hinu skemmtilega og leyndardómsfulla Hvarfi þar sem tvær hvalabeinagrindur standa vörð um ævintýraheim þar sem hundur syngur og hægt er að fræðast um töfrasteina en passaðu að kíkja þar við í bakaleiðinni. Og svo sérðu Eggin í Gleðivík. Bakþankar 11. júlí 2012 06:00
Þéttari byggð, betri borg Næstu átján árin vantar 14.500 nýjar íbúðir í Reykjavík, samkvæmt áætlunum borgaryfirvalda. Samkvæmt endurskoðuðu aðalskipulagi borgarinnar, sem vonazt er til að taki gildi fyrir næsta vor, á að byggja langstærstan hluta, eða 12.200 íbúðir, vestan Elliðaáa og ekki reisa nein ný úthverfi, eins og fjallað var um í Fréttablaðinu í gær. Fastir pennar 10. júlí 2012 06:00
Öll dýrkum við útlitið Segi þér einhver að hann eða hún spái ekkert í útlitið þá er viðkomandi að ljúga. Við spáum vissulega mismikið í útlitið, en öll veltum við því fyrir okkur. Hafir þú, lesandi góður, greitt þér í fegrunarskyni, litað varirnar, snyrt skeggið, látið lita á þér hárið eða skerða það með annað en þægindi í huga, ekki keypt þægilega skó þar sem þeir voru forljótir, kreist á þér bólu, eða hvað annað sem við gerum í dagsins önn; þá hefurðu vissulega spáð í útlitið. Bakþankar 10. júlí 2012 06:00
Sjö eða níu halar Austan við Þingvallakirkju er falleg tjörn og gjá í henni miðri. Tjörnin heitir Skötutjörn og nafnið verður skiljanlegt ef lögun hennar er skoðuð. Um tjörnina er til saga, sem er úr flokki þjóðsagna. Slíkar sögur miðla ekki aðeins þurrum fræðum, heldur skemmta og miðla oft lífsspeki. Hið yfirborðslega verður tilefni til að tala um hið innra. Hversdagsleg mál eru færð í sögur til lærdóms og góðs lífs. Svo er einnig með söguna um Skötutjörn. Bakþankar 9. júlí 2012 09:15
Þingið endurspegli þjóðina Þess var minnst um helgina að níutíu ár eru liðin frá því að kona tók í fyrsta skipti sæti á Alþingi. Það er sem sagt ekki lengra en ein mannsævi síðan Ingibjörg H. Bjarnason settist á þing og braut blað í sögunni. Fastir pennar 9. júlí 2012 06:00
Yfir holt og hóla Ég varð fyrir því að týna bíllyklinum mínum fyrir nokkru. Varð reyndar ekki vör við að hann vantaði í líf mitt fyrr en töluverðu eftir að ég notaði hann síðast og er því ekki alveg með á hreinu hvar hann hvarf. Bakþankar 7. júlí 2012 06:00
Bylting? Forseti Íslands taldi að kosningarnar bæru vott um vitræna umræðu þjóðarinnar um stjórnskipunarmál og staðfestu stuðning fólksins við lýðræðisbyltingu hans sjálfs. Þessi staðhæfing er úr lausu lofti gripin. Sú umræða fór aldrei fram. Fremur má segja að frambjóðendurnir hafi í misjafnlega ríkum mæli gefið kjósendum villandi mynd af völdum forsetans. Það var ekkert sérlega vitrænt í því. Fastir pennar 7. júlí 2012 06:00
Kaldastríðsleikur Enn halda fjöldamorð og önnur grimmdarverk áfram í Sýrlandi. Sífellt berast nýjar fréttir af villimennsku stjórnvalda, nú síðast af kerfisbundnum pyntingum á fólki sem talið er andsnúið stjórn Bashar al-Assads, jafnvel börnum. Fastir pennar 7. júlí 2012 06:00
Af sérfræðiöpum Þeirri skoðun virðist hafa vaxið ásmegin undanfarið að svokallaðir sérfræðingar séu oft og tíðum lítils virði og benda menn þá oft á að sprenglærðir bankamenn hafi nærri sett landið á hausinn. Slíkur málflutningur hefur án vafa gengið of langt síðustu ár. Það er hæpið að ætla að við værum betur sett án lækna á bráðamóttöku eða lögfræðinga í Hæstarétti. Sérfræðingar taka jafnan ákvarðanir í samræmi við viðtekin fræði. Hinn valkosturinn er væntanlega að notast við tilfinningu, ágiskun eða hugmyndafræði. Sá valkostur hljómar ekki vel. Bakþankar 6. júlí 2012 11:30
Að elska límmiðann sinn Það gekk mynd um vefinn fyrir nýafstaðnar forsetakosningar þar sem allir frambjóðendur voru spurðir hvort þeir litu á sig sem femínista. Konurnar hófu svörin með "jái" en karlarnir með hvers kyns skilyrðingum. Það var vissulega athyglisvert. Ég lít á mig sem kapítalista, sem er reyndar ekki alltaf jákvætt orð í okkar umræðumenningu. Ef ég mætti sjálfur búa til skilgreiningu á kapítalista þá væri það "sá sem ber virðingu fyrir eigum annarra". Nú gæti ég spurt frambjóðendur í hin og þessi embætti hvort þeir litu á sig sem "kapítalista" og vopnaður minni eigin skilgreiningu á hugtakinu komist að því að fullt af íslenskum stjórnmálamönnum bæri enga virðingu fyrir eigum fólks. Fastir pennar 6. júlí 2012 11:30
Nota bara sumir þjónustuna? Nú er deilt um hvort rukka eigi kafara, sem kafa í Silfru á Þingvöllum, um þjónustugjald. Rukka á köfunarfyrirtæki, sem skipuleggja ferðir kafara í gjána, um 750 krónur á hvern kafara. Það er réttilega rökstutt með því að þjóðgarðurinn þurfi að ráðast í uppbyggingu á aðstöðu og þjónustu við gjána, meðal annars til að tryggja öryggi og vernda náttúruna. Fastir pennar 6. júlí 2012 06:00
Svo var barinn opnaður Hvenær ætlið þið að borga?“ hrópaði róninn sem ég spjallaði við fyrir utan ráðstefnuhúsið í Cannes þegar ég sagðist koma frá Íslandi. Ég mældi göturnar meðan eiginmaðurinn sótti þar auglýsingaráðstefnuna Cannes Lion. Það kom á mig fát. Ég hafði staðið í þeirri trú að í augum alþjóðasamfélagsins værum við Íslendingar krúttlega smáþjóðin sem þekkt er fyrir fagra náttúru, glæsilegar konur og Björk. Ég hélt að allir væru löngu búnir að gleyma Icesave. Bakþankar 5. júlí 2012 06:00
Skylda að semja Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins, krafðist þess þegar hún kom hingað til lands fyrr í vikunni að Ísland gæfi eftir í deilunni um veiðar úr makrílstofninum. Hún benti á að Evrópusambandið og Noregur hefðu hækkað boð sitt til Íslands um 60 prósent. Fastir pennar 5. júlí 2012 06:00
Endurteknar staðfestingar Í febrúar 2009 kynnti Framsóknarflokkurinn sitt helsta tromp í kosningum sem fram undan voru, tilboð um tuttugu prósenta almenna niðurfellingu skulda. Síðan þá hefur þessi krafa verið sett ítrekað fram og háværir þrýstihópar knúið á um að þessi leið verði farin. Fleiri og fleiri stjórnmálamenn úr öllum flokkum hafa tekið undir þessa kröfu. Fastir pennar 4. júlí 2012 10:00
Rammíslenskt Landnyrðingur, agnúði, úrkomuákefð og æðiveður eru allt orð sem ég hef aldrei notað, fyrr en núna. Það breytir því samt ekki að þau eru notuð reglulega af íslenskum veðurfræðingum. Það þarf nefnilega mörg innihaldsrík orð til að lýsa veðrinu á Íslandi. "Gráleitir, kaldlegir skýjaflókar komu og hurfu á norðurlofti. Þungt og stynjandi öldusog heyrðist við skerin og hamrana, og með ógnandi dyn mól vindurinn skarann í fjallinu. Fram af brúnunum kembdi mjöllina í hvirflandi mekki...“ skrifaði Hagalín. Þetta er íslenskt; rammíslenskt. Bakþankar 4. júlí 2012 06:00
Hugarfarsbreyting í kappi við tímann Við skráningu fasteignafélagsins Regins í Kauphöll Íslands hækkar hlutfall kvenna í stjórnum skráðra félaga í 35 prósent. Af fimm stjórnarmönnum í Regin eru fjórar konur. Fastir pennar 4. júlí 2012 06:00
"Takk“ Einu sinni var pínulítið konungsríki norður í höfum. Þetta var samt ekkert venjulegt konungsríki því þarna hafði átt sér stað lýðræðisbylting og þess vegna fékk þjóðin að kjósa. Eitt sinn, þegar sami konungur hafði ríkt í 16 ár, ákváðu þrjár prinsessur og tveir prinsar, hvert fyrir sig, að steypa honum af stóli. Bakþankar 3. júlí 2012 08:15
Freistingum pólitíkusa fækkað Uppbyggingu þorskstofnsins á síðustu árum og sterka stöðu hans nú má ekki sízt þakka aflareglunni, sem fyrst var tekin upp árið 1995 og er í sinni síðustu útgáfu nokkurn veginn á þá leið að ekki skuli veiða meira en fimmtung af þorski eldri en fjögurra ára, að því gefnu að hrygningarstofninn haldist í 220.000 tonnum eða yfir. Fastir pennar 3. júlí 2012 06:00
Ókláruð staka til forsetans Það er engu líkara en vitund mín skipti um forrit þegar ég legg land undir fót. Það verður til dæmis á mér mikil umbreyting þegar ég kem heim til Íslands frá Spáni. Um leið og ég labba inn í Leifsstöð falla stökurnar af munni mér og það verður engu líkara en ég finni fyrir Agli Skallagrímssyni berjast um í brjósti mér. Ég einhendi mér svo í hundrað hluti sem ég klára svo aldrei. Bakþankar 2. júlí 2012 10:15
Skylmingamaðurinn Árangur Ólafs Ragnars Grímssonar í forsetakjörinu er fyrst og fremst sigur hins pólitíska vígamanns. Hann hefur enn einu sinni snúið á andstæðinga sína. Fastir pennar 2. júlí 2012 10:15
Fantasíur í kynlífi Grasið strýkst við sólbrúnt hörundið á stinnum kroppnum og þessi ókunnugi maður sem liggur við hlið þér horfir djúpt í augu þín er þú grípur um… Fastir pennar 30. júní 2012 13:00
Við borgum líka Sú mýta er vinsæl, ekki sízt í útlöndum, að íslenzkir skattgreiðendur hafi ekki þurft að punga neinu út til að halda bönkum á floti, eins og almenningur í ótal mörgum öðrum ríkjum þarf að gera. Þetta á víst að vera ein skýringin á nýja, íslenzka efnahagsundrinu. Ýmsir málsmetandi fulltrúar íslenzkrar stjórnmálastéttar hafa ýtt undir mýtuna, sem draga má saman í fleygum orðum: Við borgum ekki skuldir óreiðumanna. Fastir pennar 30. júní 2012 06:00
Ármaður Íslands Pólitísk málefni hafa verið dregin inn í forsetakjör með óvenju afgerandi hætti að þessu sinni. Samt er ólíklegt að draga megi ákveðnar pólitískar ályktanir af úrslitunum. Að einhverju leyti eru kjósendur að senda skilaboð um hvers konar forsetaembætti þeir vilja hafa. En fyrst og fremst er þetta persónuleikakjör. Fastir pennar 30. júní 2012 06:00
Mannlegir skildir í Eyjum Að eiga lítil systkini getur komið sér vel. Þau má kúga til að dýfa fætinum í vatnið áður en maður fer sjálfur ofan í og hóta ofbeldi ef þau taka ekki á sig sökina fyrir að borða síðustu tertusneiðina. Þessar elskur bogna auðveldlega undan valdi sem er beitt í krafti andlegra yfirburða. Þetta lærði ég af biturri reynslu, enda alinn upp í stöðugum ótta við þrjú ógnvænleg og risavaxin systkini. Bakþankar 30. júní 2012 06:00
Hvað segir fjöldi bólfélaga? Drusla er mér hugleikið orð. Á heimili mínu táknar það að vera sóðalegur til fara eða það sé skítugt inni hjá þér. Sem uppreisnargjarn og latur unglingur fékk ég oft að heyra ég væri drusla. Ég tók það ekkert sérstaklega inn á mig þar sem ég vissi upp á mig sökina. Ég nennti ekki að taka til og mér var alveg sama þó það væri gat á erminni á peysunni, hún var keypt á kílómarkaði í Spútnik og var í uppáhaldi. Ég var bara drusla og stolt af því. Fastir pennar 29. júní 2012 18:00
Hagstjórnarspaðarnir Hagspár gefa stundum góða vísbendingu um það sem koma skal í efnahagsmálum. En ekki alltaf. Lars Christiansen, hagfræðingur hjá Danske Bank, kom hingað til lands í fyrra og birti spá fyrir þróun efnahagsmála. Fastir pennar 29. júní 2012 17:30