Nota bara sumir þjónustuna? Ólafur Þ. Stephensen skrifar 6. júlí 2012 06:00 Nú er deilt um hvort rukka eigi kafara, sem kafa í Silfru á Þingvöllum, um þjónustugjald. Rukka á köfunarfyrirtæki, sem skipuleggja ferðir kafara í gjána, um 750 krónur á hvern kafara. Það er réttilega rökstutt með því að þjóðgarðurinn þurfi að ráðast í uppbyggingu á aðstöðu og þjónustu við gjána, meðal annars til að tryggja öryggi og vernda náttúruna. Sportkafarafélag Íslands er hins vegar óánægt með gjaldtökuna af tveimur ástæðum. Anna María Einarsdóttir, gjaldkeri Sportkafarafélagsins, segir annars vegar í Fréttablaðinu í gær að gjaldtakan muni ekki auka öryggi, heldur sé hætta á að köfunarfyrirtækin fari að spara við sig starfsfólk til að standa undir gjaldinu. Hins vegar segir hún að vanhugsað sé að rukka einstaklinga sem ætla að kafa á eigin vegum og kaupi ekki þjónustu eða leiðsögn af fyrirtækjunum sem selja ferðir í Silfru. Þetta telja sportkafarar brjóta í bága við jafnræðisreglu, því að aðrir gestir þjóðgarðsins séu ekki rukkaðir um gestagjöld. „Látum eitt yfir alla ganga og tökum bara upp almennan aðgangseyri að þjóðgarðinum. Það er eina réttlætið og þá taka allir þátt í uppbyggingunni, ekki bara sumir," segir Anna. Það er reyndar ekki alveg rétt að aðrir gestir þjóðgarðsins séu ekki rukkaðir. Þeir sem vilja veiða í Þingvallavatni fyrir landi þjóðgarðsins eru rukkaðir um 1.500 krónur á dag og þeir sem vilja tjalda um 1.000 krónur á nóttina. Þá gjaldtöku er auðvelt að rökstyðja; löng hefð er fyrir því að menn borgi fyrir veiðirétt (ef þeir eru heppnir koma þeir heim með mat sem er meira en 1.500 króna virði) og um allt land er rukkað fyrir aðstöðu, vöktun og aðra þjónustu á tjaldstæðum. Spurning talsmanns sportkafara er samt alveg gild: Af hverju eru ekki bara allir gestir þjóðgarðsins látnir borga? Sá sem fær sér bara göngutúr eða borðar nestið sitt á Þingvöllum nýtir auðvitað alls konar aðstöðu og þjónustu, sem hefur verið byggð upp með ærnum tilkostnaði; göngustíga og brýr, nestissvæði og ruslafötur, upplýsingaskilti og sýningarhús og þannig mætti áfram telja. Af hverju þurfa menn að vera í froskbúningi eða vöðlum eða með tjald til að hægt sé að rukka þá? Það ætti að vera einfalt að rukka alla á Þingvöllum. Það eru óþarfar áhyggjur að það verði til þess að ferðaþjónustufyrirtæki fækki fólki eða dragi úr öryggiskröfum – þau bæta einfaldlega aðgangseyri að þjóðgarðinum ofan á verðið hjá sér, rétt eins og menn gera víða í öðrum löndum. Íslendingar þurfa að fara að koma sér út úr þessum vandræðagangi sem alltaf þarf að vera í kringum þetta einfalda grundvallaratriði, að rukka fólk fyrir þjónustu sem það nýtur á ferðamannastöðum. Þetta er gert um allan heim og ferðamennirnir kvarta ekki. Víða í Evrópu og Norður-Ameríku borga menn þúsundir króna, með glöðu geði, fyrir aðgang hvort heldur er að þjóðgörðum eða opinberum söfnum og menningarminjum. Að borga einhverja hundraðkalla inn í íslenzka þjóðgarða (til dæmis 600 krónur á mann, eins og hópar borga inn í Þjóðminjasafnið), drepur engan. Það myndi hins vegar standa undir þjónustu og aðstöðu fyrir gesti að verulegu leyti og gera upplifun af heimsókn í þjóðgarðinn enn ánægjulegri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun
Nú er deilt um hvort rukka eigi kafara, sem kafa í Silfru á Þingvöllum, um þjónustugjald. Rukka á köfunarfyrirtæki, sem skipuleggja ferðir kafara í gjána, um 750 krónur á hvern kafara. Það er réttilega rökstutt með því að þjóðgarðurinn þurfi að ráðast í uppbyggingu á aðstöðu og þjónustu við gjána, meðal annars til að tryggja öryggi og vernda náttúruna. Sportkafarafélag Íslands er hins vegar óánægt með gjaldtökuna af tveimur ástæðum. Anna María Einarsdóttir, gjaldkeri Sportkafarafélagsins, segir annars vegar í Fréttablaðinu í gær að gjaldtakan muni ekki auka öryggi, heldur sé hætta á að köfunarfyrirtækin fari að spara við sig starfsfólk til að standa undir gjaldinu. Hins vegar segir hún að vanhugsað sé að rukka einstaklinga sem ætla að kafa á eigin vegum og kaupi ekki þjónustu eða leiðsögn af fyrirtækjunum sem selja ferðir í Silfru. Þetta telja sportkafarar brjóta í bága við jafnræðisreglu, því að aðrir gestir þjóðgarðsins séu ekki rukkaðir um gestagjöld. „Látum eitt yfir alla ganga og tökum bara upp almennan aðgangseyri að þjóðgarðinum. Það er eina réttlætið og þá taka allir þátt í uppbyggingunni, ekki bara sumir," segir Anna. Það er reyndar ekki alveg rétt að aðrir gestir þjóðgarðsins séu ekki rukkaðir. Þeir sem vilja veiða í Þingvallavatni fyrir landi þjóðgarðsins eru rukkaðir um 1.500 krónur á dag og þeir sem vilja tjalda um 1.000 krónur á nóttina. Þá gjaldtöku er auðvelt að rökstyðja; löng hefð er fyrir því að menn borgi fyrir veiðirétt (ef þeir eru heppnir koma þeir heim með mat sem er meira en 1.500 króna virði) og um allt land er rukkað fyrir aðstöðu, vöktun og aðra þjónustu á tjaldstæðum. Spurning talsmanns sportkafara er samt alveg gild: Af hverju eru ekki bara allir gestir þjóðgarðsins látnir borga? Sá sem fær sér bara göngutúr eða borðar nestið sitt á Þingvöllum nýtir auðvitað alls konar aðstöðu og þjónustu, sem hefur verið byggð upp með ærnum tilkostnaði; göngustíga og brýr, nestissvæði og ruslafötur, upplýsingaskilti og sýningarhús og þannig mætti áfram telja. Af hverju þurfa menn að vera í froskbúningi eða vöðlum eða með tjald til að hægt sé að rukka þá? Það ætti að vera einfalt að rukka alla á Þingvöllum. Það eru óþarfar áhyggjur að það verði til þess að ferðaþjónustufyrirtæki fækki fólki eða dragi úr öryggiskröfum – þau bæta einfaldlega aðgangseyri að þjóðgarðinum ofan á verðið hjá sér, rétt eins og menn gera víða í öðrum löndum. Íslendingar þurfa að fara að koma sér út úr þessum vandræðagangi sem alltaf þarf að vera í kringum þetta einfalda grundvallaratriði, að rukka fólk fyrir þjónustu sem það nýtur á ferðamannastöðum. Þetta er gert um allan heim og ferðamennirnir kvarta ekki. Víða í Evrópu og Norður-Ameríku borga menn þúsundir króna, með glöðu geði, fyrir aðgang hvort heldur er að þjóðgörðum eða opinberum söfnum og menningarminjum. Að borga einhverja hundraðkalla inn í íslenzka þjóðgarða (til dæmis 600 krónur á mann, eins og hópar borga inn í Þjóðminjasafnið), drepur engan. Það myndi hins vegar standa undir þjónustu og aðstöðu fyrir gesti að verulegu leyti og gera upplifun af heimsókn í þjóðgarðinn enn ánægjulegri.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun