Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    Mourin­ho hafði mögu­lega rétt fyrir sér eftir allt saman

    Það eru fimm ár síðan José Mourinho var látinn fara sem þjálfari Manchester United. Meðan hann stýrði liðinu fór hann reglu yfir vandamál félagsins. Ekki löngu þar á undan hafði Louis van Gaal gert slíkt hið sama. Síðan hefur Ralf Rangnick endurtekið leikinn en hefur eitthvað breyst?

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Pochettino vill að eig­endur Chelsea opni veskið í janúar

    Það hefur lítið sem ekkert gengið hjá Chelsea á yfirstandandi tímabili í ensku úrvalsdeildinni. Þrátt fyrir eða fúlgum fjár í alls 14 leikmenn síðasta sumar þá virðist leikmannahópur liðsins einkar illa samansettur og vill Mauricio Pochettino, þjálfari liðsins, að eigendur félagsins opni veskið í janúar.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Tottenham aftur á sigurbraut eftir stór­sigur

    Tottenham Hotspur hafði leikið fimm leiki án sigurs þegar Newcastle United heimsótti þá í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Það var hins vegar ekki að sjá á frammistöðum beggja liða í dag en Tottenham vann gríðarlega sannfærandi 4-1 sigur þar sem mark gestanna kom undir lok leiks.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Fyrir­liðinn bannar T-orðið í klefanum

    Unai Emery, þjálfari Aston Villa, og John McGinn, fyrirliði liðsins, segja það vera of snemmt að tala um titilbaráttu þrátt fyrir að liðið sé nú tveimur stigum frá toppnum eftir 1-0 sigur gegn Arsenal í gær.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    „Stuðnings­mennirnir lyftu okkur í dag“

    „Mér líður virkilega, virkilega vel og er mjög hamingjusamur,“ sagði sigurreifur Unai Emery, knattspyrnustjóri Aston Villa, að loknum 1-0 sigri sinna manna á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Sigurinn þýðir að Villa er í bullandi titilbaráttu.

    Enski boltinn