Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    Gary Neville telur Liverpool hafa gert stór mistök

    Georginio Wijnaldum minnti á sig í sigri Hollendinga á Evrópumótinu í gærkvöldi með því að skora fyrsta markið í 3-2 sigri á Úkraínu. Wijnaldum hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool og ein orðhvöt Manchester United goðsögn er á því að Liverpool liðið eigi eftir að sakna hollenska miðjumannsins mikið á næstu leiktíð.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Dort­mund neitaði til­boði Man Utd í Sancho

    Þýska knattspyrnufélagið Borussia Dortmund hafnaði í kvöld 67 milljón punda tilboði enska félagsins Manchester United í enska vængmanninn Jadon Sancho. Þýska félagið vill 77.5 milljónir punda fyrir leikmanninn.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ekki á af Van de Beek að ganga

    Eftir vonbrigðavetur á sínu fyrsta tímabili hjá Manchester United varð hollenski miðjumaðurinn Donny van de Beek svo fyrir áfalli nú þegar í ljós kom að hann missir af Evrópumótinu í fótbolta sem er að hefjast.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Greiða Hillsbor­ough-fjöl­skyldum bætur vegna yfir­hylmingar

    Lögreglan í Suður-Jórvíkurskíri á Englandi hefur gert sátt sem felur í sér að hún greiðir fleiri en sex hundruð aðstandendum stuðningsmanna knattspyrnuliðsins Liverpool sem létust í Hillsborough-slysinu árið 1989 bætur fyrir að hafa reynt að kenna fórnarlömbunum um slysið. Mistök lögreglu eru talin á meðal orsaka slyssins.

    Erlent