Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    Englandsmeistararnir fóru illa með Chelsea

    Englandsmeistarar Manchester City unnu afar öruggan 4-0 sigur er liðið tók á móti Chelsea í stórleik þriðju umferðar FA-bikarsins. Þetta er í annað sinn á fjórum dögum sem City hefur betur gegn Chelsea, en liðin mættust einnig í deildinni fyrr í vikunni.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Ancelotti þarf ekki Bellingham

    Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Real Madrid, hefur svo gott sem útilokað að Jude Bellingham, leikmaður Dortmund, muni skipta yfir til Real Madrid á næstunni.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Leeds fór illa að ráði sínu gegn B-deildar liði Cardiff

    Úrvalsdeildarliðið Leeds United lenti í vandræðum með B-deildar lið Cardiff City í ensku FA bikarkeppninni í dag en liðin gerðu 2-2 jafntefli. 26 sæti skilja liðin af en Cardiff er í 20. sæti Championship deildarinnar á meðan Leeds er í 14. sæti úrvalsdeildarinnar.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    „Ég hef fullan stuðning“

    Graham Potter, knattspyrnustjóri Chelsea, blés á þær sögusagnir að hann sé á mörkum þess að missa starfið sitt hjá Chelsea og segist þess í stað hafa fullan stuðning og þolinmæði hjá eigendum Chelsea.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Kane skaut Tottenham áfram í bikarnum

    Harry Kane skoraði sigurmark Tottenham Hotspur þegar liðið fékk Portsmouth í heimsókn á Tottenham Hotspur-leikvanginn í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar í fótbolta karla. Fimm leikir fóru fram í enska bikarnum í hádeginu í dag. 

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Chelsea staðfestir kaupin á Fofana

    Enska fótboltafélagið Chelsea hefur staðfest kaup sín á hinum tvítuga framherja David Datro Fofana sem gengur til liðs við Lundúnafélagið frá norska meistaraliðinu Moled. 

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Liverpool verður án Van Dijk í rúman mánuð

    Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool þarf að reiða sig af án hollenska miðvarðarins Virgil van Dijk í meira en mánuð eftir að leikmaðurinn meiddist aftan á læri í 3-1 tapi liðsins gegn Brentford síðastliðinn mánudag.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Segir framtíð sína hjá félaginu ekki vera í sínum höndum

    Frank Lampard, knattspyrnustjóri Everton, var eðlilega súr og svekktur eftir 2-1 tap sinna manna gegn Manchester United í FA-bikarnum í kvöld. Eftir slæmt gengi liðsins á tímabilinu velta margir fyrir sér hvort þjálfarinn sé við það að missa vinnuna, en Lampard segir það ekki vera í sínum höndum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Allslaus Alli sem enginn vill

    Tyrkneska félagið Besiktas er sagt vilja losna við enska miðjumanninn Dele Alli samkvæmt þarlendum fjölmiðlum. Hann er á láni frá Everton sem hefur enn minni áhuga á að endurheimta kappann.

    Enski boltinn