Endo orðinn leikmaður Liverpool Japanski miðjumaðurinn Wataru Endo er orðinn leikmaður Liverpool. Frá þessu greinir enska úrvalsdeildarfélagið í tilkynningu á vefsíðu sinni. Enski boltinn 18. ágúst 2023 11:45
Enska sambandið gæti boðið Sarinu Wiegman að þjálfa karlalandsliðið Enska knattspyrnusambandið sér þjálfara kvennalandsliðsins sem góðan kost til að taka við þjálfun karlalandsliðsins. Sport 18. ágúst 2023 11:00
Lavia mættur til Chelsea og LFC miðjan er klár Belgíski miðjumaðurinn Romeo Lavia hefur verið formlega kynntur til leiks sem nýr leikmaður Chelsea. Fótbolti 18. ágúst 2023 10:31
Hótar því að hætta að halda með Manchester United Enska sjónvarpsstjarnan Rachel Riley ætlar að hætta að styðja Manchester United ef félagið leyfir Mason Greenwood að spila aftur með liðinu. Enski boltinn 18. ágúst 2023 09:24
Walcott leggur skóna á hilluna Theo Walcott, fyrrverandi leikmaður Arsenal, Everton og Southampton, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Fótbolti 18. ágúst 2023 07:30
Verktakinn gjaldþrota og framkvæmdum á Anfield seinkar Opnun endurbættrar stúku á Anfield gæti seinkað enn frekar vegna yfirvofandi gjaldþrots verktakans. Aðeins hluti stúkunnar verður í notkun þegar Liverpool leikur sinn fyrsta heimaleik á tímabilinu á laugardag. Enski boltinn 18. ágúst 2023 07:01
Valdi Crystal Palace fram yfir Chelsea Chelsea hefur verið öflugt á félagaskiptamarkaðnum í sumar og meðal annars náð í þá Moses Caceido og Romeo Lavia beint fyrir framan nefið á Liverpool. Þeir misstu hins vegar af einu skotmarki sínu í dag. Enski boltinn 17. ágúst 2023 22:00
Haaland og Saka tilnefndir sem bæði besti og besti ungi leikmaður deildarinnar Leikmannasamtökin PFA (e. Professional Footballers Association) hafa birt lista yfir þá sex leikmenn sem eru tilnefndir sem besti leikmaður tímabilsins og þá sex sem eru tilnefndir sem besti ungi leikmaður tímabilsins á síðastatímabili í ensku úrvalsdeildinni. Fótbolti 17. ágúst 2023 15:01
„Ég hef áhyggjur, miklar áhyggjur af þessari þróun“ Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur miklar áhyggjur af stöðu mála hjá atvinnumönnum í boltanum en upp á síðkastið hefur það verið áberandi hversu mörg stór nöfn í knattspyrnuheiminum hafa verið að heltast úr lestinni vegna meiðsla. Enski boltinn 17. ágúst 2023 14:30
Rúnar Alex á leið til Cardiff Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson er á leið frá Arsenal til B-deildarliðs Cardiff á láni. Fótbolti 17. ágúst 2023 11:32
Chelsea horfir til Bandaríkjanna og gæti slegið enn eitt félagsskiptametið Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea hefur farið mikinn á félagsskiptamarkaðnum undanfarin misseri og félagið hefur eytt hundruð milljónum punda. Nú horfir félagið til Bandaríkjanna í leit að markverði. Fótbolti 17. ágúst 2023 11:01
Hver er þessi þrítugi japanski landsliðsmaður sem á að leysa vandræði Liverpool? Það voru eflaust ekki margir stuðningsmenn Liverpool sem vissu hver Wataru Endo var fyrir nokkrum klukkustundum síðan. Hann verður engu að síður líklega orðinn leikmaður félagsins áður en vikan er á enda. Enski boltinn 16. ágúst 2023 22:45
Liverpool komið í viðræður vegna Amrabat og búið að bjóða í fyrirliða Stuttgart Sky Italia greinir frá því í kvöld að Liverpool sé búið að hefja viðræður við Fiorentina um möguleg félagaskipti Sofyan Amrabat. Þá hefur félagið einnig lagt fram tilboð í landsliðsmann Japans. Enski boltinn 16. ágúst 2023 19:31
Félagaskiptaglugginn lokaður hjá United nema félagið nái að selja Ólíklegt er talið að Manchester United kaupi fleiri leikmenn áður en félagaskiptaglugginn lokar um mánaðamótin. Félaginu hefur enn ekki tekist að selja þá Harry Maguire og Scott McTominay til að fjármagna frekari kaup. Enski boltinn 16. ágúst 2023 18:00
Timber sleit krossband í fyrsta leik og þarf í aðgerð Varnarmaðurinn Jurrien Timber, sem gekk í raðir Arsenal frá Ajax í sumar, sleit krossband í fyrsta leik tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni er Arsenal vann 2-1 sigur gegn Nottingham Forest. Fótbolti 16. ágúst 2023 14:48
Englandsmeistararnir samþykkja tilboð Al-Nassr í Laporte Englandsmeistarar Manchester City hafa samþykkt tilboð sádiarabíska liðsins Al-Nassr í spænska varnarmanninn Aymeric Laporte. Fótbolti 16. ágúst 2023 13:45
Maguire fer ekki fet og býst við að fá nóg af tækifærum hjá Man Utd Harry Maguire, fyrrverandi fyrirliði Manchester United, er ekki á förum frá félaginu. United hafði samþykkt að selja leikmanninn til West Ham, en nú er orðið ljóst að ekkert verður af þeim vistaskiptum. Fótbolti 16. ágúst 2023 11:30
Chelsea búið að eyða meira en öll spænska deildin til samans Nýir eigendur Chelsea eru tilbúnir að eyða stórum upphæðum í að endurbyggja liðið sitt og nú er svo komið að þeir eru öflugri heldur en öll liðin í spænsku deildinni til samans. Enski boltinn 16. ágúst 2023 11:01
Úr stálinu í Sheffield í sólina í Los Angeles Goðsögnin Billy Sharp hefur ákveðið að kalla þetta gott á Englandi eftir hrikalega farsælan feril og færa sig um set. Hann yfirgaf Sheffield United í sumar og hefur nú samið við LA Galaxy í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Enski boltinn 15. ágúst 2023 23:30
Chelsea nær samkomulagi um kaup á Lavia Enska knattspyrnufélagið Chelsea heldur áfram að vera virkasta félagið á leikmannamarkaðnum en í kvöld var staðfest að samkomulag hefði náðst á milli liðsins og Southmapton um kaup á belgíska miðjumanninum Romeo Lavia. Enski boltinn 15. ágúst 2023 21:31
Áfall fyrir Englands- og Evrópumeistarana Kevin de Bruyne, einn mikilvægasti leikmaður Englands- og Evrópumeistara Manchester City, verður frá næstu þrjá til fjóra mánuðina vegna meiðsla sem hann varð fyrir í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Enski boltinn 15. ágúst 2023 19:01
Chelsea gæti stillt upp LFC miðju Nettröllum leiðist ekki að stríða Liverpool stuðningsmönnum á skelfilegri frammistöðu Liverpool á félagsskiptamarkaðnum síðustu daga. Enski boltinn 15. ágúst 2023 16:45
Aðeins tvö lið fengu á sig fleiri skot en Man. United í fyrstu umferðinni Manchester United slapp í burtu með öll þrjú stigin úr fyrsta leik sínum í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Enski boltinn 15. ágúst 2023 16:16
Raya mættur til Arsenal og mun veita Ramsdale samkeppni Markvörðurinn David Raya er mættur til Arsenal á láni frá Brentford. Raya verður á láni út tímabilið, en Skytturnar hafa möguleika á því að kaupa leikmanninn að lánstímanum loknum. Fótbolti 15. ágúst 2023 14:13
Viðræður Maguire við West Ham sigla í strand Viðræður Harry Maguire við West Ham um að leikmaðurinn gangi í raðir félagsins frá Manchester United áður en félagsskiptaglugginn í Evrópu lokar virðast hafa siglt í strand. Fótbolti 15. ágúst 2023 14:00
Dæmdu ekki víti á Onana í gær og eru farnir í kælingu Dómarinn Simon Hooper og VAR-dómararnir Michael Salisbury og Richard West munu ekki dæma í næstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu sem fram fer næstu helgi. Fótbolti 15. ágúst 2023 12:00
Þrír leikmenn Burnley voru með Haaland sem fyrirliða í Fantasy liðinu sínu Þrír liðsfélagar Jóhanns Berg Guðmundssonar hjá Burnley hafa fengið á sig mikla gagnrýni eftir leik liðsins á móti Manchester City. Enski boltinn 15. ágúst 2023 11:31
„Algjört grín“ og „vandræðalegt“ fyrir Liverpool Jamie Carragher og Gary Neville ræddu klúður Liverpool á leikmannamarkaðnum á Sky Sports en leikmenn sem Liverpool vill kaupa og eru tilbúnir að borga fyrir, vilja hreinlega ekki koma til Liverpool. Enski boltinn 15. ágúst 2023 10:31
Yfirmaður samtaka atvinnudómara viðurkennir að Wolves hafi átt að fá víti Jon Moss, yfirmaður samtaka atvinnudómara á Englandi, viðurkenndi fyrir Gary O'Neil, þjálfara Wolves, að dómarar leiksins hafi gert mistök og að lið hans hafi átt að fá vítaspyrnu gegn Manchester United í gær. Fótbolti 15. ágúst 2023 08:02
Gætu frestað ákvörðun varðandi framtíð Greenwood þangað til í september Enska knattspyrnufélagið Manchester United hefur ekki enn tekið ákvörðun varðandi framtíð framherjans Mason Greenwood. Talið er líklegt að félagið gæti tilkynnt ákvörðun sína í landsleikjahléinu í næsta mánuði. Enski boltinn 15. ágúst 2023 07:01