Arsenal styður ummæli Arteta og óskar eftir umbótum í dómgæslu Ágúst Orri Arnarson skrifar 5. nóvember 2023 17:39 Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, lét gamminn geysa á blaðamannafundi í gærkvöldi Arsenal tapaði leik sínum gegn Newcastle með einu marki gegn engu í 11. umferð ensku úrvaldsdeildarinnar í gærkvöldi. Markið var mjög umdeilt og mörg vafaatriði litu dagsins ljós í aðdraganda þess. Þrír hlutir voru rannsakaðir, hvort boltinn hefði farið út af, hvort markaskorarinn Anthony Gordon hafi brotið af sér og loks hvort hann hafi verið rangstæður. Að vel ígrunduðu máli komst dómarateymi leiksins að þeirri niðurstöðu að ekkert ólöglegt hafi átt sér stað og mark Newcastle fékk að standa. Skömmu áður hafði Kai Havertz fengið gult spjald fyrir slæma tæklingu, rétt eftir að Bruno Guimares slapp við spjald fyrir olnbogaskot. Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, var afar ósáttur með ákvarðanir dómarateymisins á blaðamannafundi strax að leik loknum. Félagið hefur nú gefið út opinbera stuðningsyfirlýsingu við ummæli þjálfarans og kallar eftir gæðameiri dómgæslu í ensku úrvalsdeildinni. „Arsenal styður heilshugar ummæli Mikel Arteta eftir leik vegna óásættanlegrar dómgæslu og mistaka í VAR dómgæslunni á laugardagskvöld.“ „Enska úrvalsdeildin er sú fremsta í heiminum, með bestu leikmennina, þjálfarana og stuðningsmenninna, sem allir eiga skilið betur. Dómarasamtökin þurfa nauðsynlega að bæta úr dómgæslu og grípa til aðgerða svo forðast megi endalausar eftir á skýringar og afsökunarbeiðnir.“ Yfirlýsingu félagsins í heild sinni má lesa hér. Svipuð yfirlýsing kom fyrir um mánuði síðan frá Liverpool eftir leik liðsins gegn Tottenham. Eðlismunur atvikanna er þó sá að strax eftir þann leik gáfu dómarasamtökin út eigin yfirlýsingu og gengust við mistökum sem áttu sér stað í leiknum. Engin slík yfirlýsing eða afökunarbeiðni barst eftir leik Arsenal og Newcastle í gærkvöldi en vænta má svara frá dómarasamtökunum í kjölfar þess sem Arsenal gaf út. Enski boltinn Tengdar fréttir Liverpool ekki búið að segja sitt síðasta í VAR hneyksli helgarinnar Varsjáin er oft á milli tannanna á fólki eftir hverja helgi í ensku úrvalsdeildinni en það er nýtt af nálinni að dómarar séu farnir að dæma af lögleg mörk og verja sig svo með því að þetta hafi allt verið einhver misskilningur eins og Georg Bjarnfreðarson forðum. 2. október 2023 09:01 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Sjá meira
Að vel ígrunduðu máli komst dómarateymi leiksins að þeirri niðurstöðu að ekkert ólöglegt hafi átt sér stað og mark Newcastle fékk að standa. Skömmu áður hafði Kai Havertz fengið gult spjald fyrir slæma tæklingu, rétt eftir að Bruno Guimares slapp við spjald fyrir olnbogaskot. Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, var afar ósáttur með ákvarðanir dómarateymisins á blaðamannafundi strax að leik loknum. Félagið hefur nú gefið út opinbera stuðningsyfirlýsingu við ummæli þjálfarans og kallar eftir gæðameiri dómgæslu í ensku úrvalsdeildinni. „Arsenal styður heilshugar ummæli Mikel Arteta eftir leik vegna óásættanlegrar dómgæslu og mistaka í VAR dómgæslunni á laugardagskvöld.“ „Enska úrvalsdeildin er sú fremsta í heiminum, með bestu leikmennina, þjálfarana og stuðningsmenninna, sem allir eiga skilið betur. Dómarasamtökin þurfa nauðsynlega að bæta úr dómgæslu og grípa til aðgerða svo forðast megi endalausar eftir á skýringar og afsökunarbeiðnir.“ Yfirlýsingu félagsins í heild sinni má lesa hér. Svipuð yfirlýsing kom fyrir um mánuði síðan frá Liverpool eftir leik liðsins gegn Tottenham. Eðlismunur atvikanna er þó sá að strax eftir þann leik gáfu dómarasamtökin út eigin yfirlýsingu og gengust við mistökum sem áttu sér stað í leiknum. Engin slík yfirlýsing eða afökunarbeiðni barst eftir leik Arsenal og Newcastle í gærkvöldi en vænta má svara frá dómarasamtökunum í kjölfar þess sem Arsenal gaf út.
Enski boltinn Tengdar fréttir Liverpool ekki búið að segja sitt síðasta í VAR hneyksli helgarinnar Varsjáin er oft á milli tannanna á fólki eftir hverja helgi í ensku úrvalsdeildinni en það er nýtt af nálinni að dómarar séu farnir að dæma af lögleg mörk og verja sig svo með því að þetta hafi allt verið einhver misskilningur eins og Georg Bjarnfreðarson forðum. 2. október 2023 09:01 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Sjá meira
Liverpool ekki búið að segja sitt síðasta í VAR hneyksli helgarinnar Varsjáin er oft á milli tannanna á fólki eftir hverja helgi í ensku úrvalsdeildinni en það er nýtt af nálinni að dómarar séu farnir að dæma af lögleg mörk og verja sig svo með því að þetta hafi allt verið einhver misskilningur eins og Georg Bjarnfreðarson forðum. 2. október 2023 09:01