Verulegar líkur á gosi á næstu dögum eða vikum Líkurnar á eldgosi á svæðinu í kringum Fagradalsfjall á næstu dögum eða vikum hafa aukist og eru nú taldar verulegar. Þetta má lesa úr niðurstöðum nýrra aflögunarlíkana en líkt og staðan er núna virðist vera að hægja á aflögun og skjálftavirkni við Fagradalsfjall. Var það einn af forboðunum fyrir eldgosið sem hófst í mars á seinasta ári. Innlent 2. ágúst 2022 18:40
Nýtt gostímabil: Samfélagið þarf að aðlagast nýjum veruleika Íslendingar þurfa að aðlagast nýjum veruleika segir prófessor í eldfjallafræði sem telur skjálftahrinuna staðfesta að nýtt gostímabil sé hafið. Hann telur líklegt að það gjósi á Reykjanesi í haust. Innlent 2. ágúst 2022 15:28
Túristagos ekki endilega jákvætt Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir almannavarnir og aðra viðbragðsaðila vera viðbúna ef það skildi byrja að gjósa. Allir reyni að halda sér eins upplýstum og hægt er. Túristagos hafi vissulega jákvæð áhrif á efnahaginn en það sé ekkert grín þegar það gýs svona nálægt byggð. Innlent 2. ágúst 2022 14:15
Eldgos gæti tekið af okkur báða vegina til Suðurnesja Eldfjallafræðingur segir það vera skynsamlegt að byggja annan alþjóðaflugvöll fjarri Keflavíkurflugvelli. Það gæti gerst að eldgos taki af okkur bæði Suðurstrandarveg og Reykjanesbrautina þannig að engin leið sé fyrir bílaumferð til og frá Reykjanesi. Innlent 2. ágúst 2022 11:23
Stór skjálfti að stærð 5,4 við Fagradalsfjall Stærsti skjálftinn í yfirstandandi jarðskjálftahrinu við Fagradalsfjall reið yfir klukkan 17:48. Samkvæmt mælingum á vef Veðurstofunnar var skjálftinn 5,4 að stærð. Innlent 31. júlí 2022 17:49
Jarðskjálftarnir færast nær yfirborðinu Jarðskjálftarnir sem riðið hafa yfir á Reykjanesi í dag mælast nú á minna dýpi en skjálftar gærdagsins. Sérfræðingur segir það merki um að kvika gæti verið að færast nær yfirborðinu. Innlent 31. júlí 2022 14:22
Skjálfti að stærð 4,4 reið yfir við Fagradalsfjall rétt fyrir fimm Jarðskjálftahrina stendur nú yfir við Fagradalsfjall. Hún hófst um hádegisbil en stærsti skjálftinn í hrinunni var 4,4 að stærð og mældist rétt fyrir klukkan fimm. Flugveðurkóði hefur verið settur á gult og Almannavarnir fylgjast með stöðunni. Náttúruvársérfræðingur telur að atburðurinn muni vara í nokkra daga. Innlent 30. júlí 2022 14:15
Sýndarferðalag um gosstöðvarnar heima í stofu Á heimasíðu Áfangastaðastofu Reykjaness er nú hægt að fara í sýndarferðalag um gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli. Ferðalagið er samansett úr fimm 360 gráðu myndum og eru þær myndir saumaðar úr 25 öðrum ljósmyndum. Innlent 26. júlí 2022 12:42
Drekar og dýflissur í Geldingadölum í nýrri stórmynd Eldgosinu í Geldingadölum bregður fyrir í nýrri stiklu fyrir kvikmyndina Dungeons & Dragons: Honor Among Thieves. Myndin var að hluta til tekin upp hér á landi. Bíó og sjónvarp 22. júlí 2022 21:29
Afla meiri raforku úr Svartsengi þrátt fyrir óróann undir Þorbirni Ráðamenn HS Orku stefna að því að auka raforkuframleiðslu í Svartsengi um þrjátíu til fjörutíu megavött á næstu þremur árum, aðallega með endurnýjun vélbúnaðar. Þeir óttast ekki fjárfestingar svo nálægt óróafjallinu Þorbirni. Viðskipti innlent 10. júlí 2022 06:50
Draugurinn í briminu í Reynisfjöru Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, tók á dögunum þessa mögnuðu mynd af briminu í Reynisfjöru. Í mestu látunum, þegar brimið barði á ströndinni, birtist andlit í því miðju. Lífið 16. júní 2022 14:14
Slasaðist illa í nágrenni gosstöðvanna Björgunarsveitarfólk frá Grindavík aðstoðaði ferðamann sem slasaðist illa á fæti í nágrenni gosstöðvanna á Reykjanesi í dag. Mikið breyttur björgunarsveitarbíll var sendur á vettvang til að flytja hann niður á bílastæði í Leirdal. Innlent 28. maí 2022 15:45
Arnarseturshraun, Svartsengi og Vogaheiði talin líklegir gosstaðir Ný gervihnattamynd staðfestir áframhaldandi landris norðvestan Grindavíkur og kvikusöfnun á fjögurra til fimm kílómetra dýpi við fjallið Þorbjörn. Innlent 23. maí 2022 22:56
Hossast í ókyrrð yfir Hvassahrauni til að kanna nýtt flugvallarstæði Viðamiklar rannsóknir standa yfir á ókyrrð í kringum hugsanlegt flugvallarstæði í Hvassahrauni. Flugvélum, búnum sérhönnuðum mælitækjum, er flogið yfir svæðið til að meta hvort fjallabylgjur skapi þar hættulegt niðurstreymi. Innlent 18. maí 2022 22:40
Merki um kvikusöfnun austan við Fagradalsfjall Vísbendingar eru um kvikusöfnun á talsverðu dýpi austan við Fagradalsfjall. Engin merki eru þó um að kvika sé að nálgast yfirborð. Innlent 29. apríl 2022 17:24
„Það er skelfilegt að sjá þetta“ Útivistarunnanda blöskraði aðkoman á bílastæði í Leirdal sunnan við Fagradalsfjall þegar hann hugðist ganga Langahrygg ásamt eiginkonu sinni. Erlendum ferðamönnum á svæðinu var ekki skemmt enda áttu þeir ekki von á slíku ástandi í landi með náttúruna sem flaggskip. Innlent 26. apríl 2022 10:45
Eldgos í sjó út af Reykjanesi gæti sent ösku yfir Reykjavíkursvæðið Jarðskjálftahrinan út af Reykjanestá síðustu daga er áminning um að eldgos þar í sjó geti sent ösku yfir Reykjavíkursvæðið, að mati jarðeðlisfræðings. Komið hefur í ljós að hluti skjálftavirkninnar reyndist stafa frá skurðgröfu við Reykjanesvita. Innlent 19. apríl 2022 21:10
Björguðu villtum ferðamönnum við gosstöðvarnar Björgunarsveitir á Suðurnesjum komu villtum ferðamönnum til aðstoðar við gosstöðvarnar í Geldingadal fyrr í dag. Ferðamennirnir höfðu verið á gangi í sex klukkustundir en voru nokkuð brattir miðað við aðstæður. Innlent 23. mars 2022 20:39
Eitt ár frá því að jörðin rifnaði við Fagradalsfjall Eitt ár er í dag liðið frá því að eldgosið við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga hófst. Þrátt fyrir að vera nokkuð lítið og jafnvel ræfill að sumra mati, reyndist gosið það langlífasta á 21. öldinni. Innlent 19. mars 2022 10:27
Kvika á leið upp helmingi minni en fyrir síðasta gos Ný gervihnattagögn benda til að kvikan undir Fagradalsfjalli sú núna á um fimmtánhundruð metra dýpi og virðist hún hafa þrýst sér upp um eitthundrað metra á síðustu fimm dögum. Jarðskjálftafræðingur á Veðurstofu telur enn helmingslíkur á gosi. Innlent 4. janúar 2022 21:22
Þyrlan sótti ferðamann á gosstöðvarnar: „Hún bara treysti sér ekki til að labba lengra“ Björgunarsveitin fékk upplýsingar um að konan væri á gosstöðvunum sem treysti sér ekki til að labba niður og hafði samband við lögregluna í kjölfarið. Yfirlag á gosstöðvunum er mjög óstöðugt og mælt er gegn því að fólk hætti sér inn á hraunið. Innlent 31. desember 2021 13:59
Kvikan á uppleið en á enn 1.600 metra eftir Sérfræðingar Veðurstofunnar segja nýja gervitunglamynd, sem barst í dag, benda til að kvikan undir Fagradalsfjalli sé enn á leið til yfirborðs og að hún sé núna á um sextánhundruð metra dýpi. Innlent 30. desember 2021 19:59
Færri skjálftar þýða ekki minni líkur á gosi Nokkuð hefur dregið úr virkninni við Fagradalsfjall undanfarna tvo sólarhringa. Jörð er þó ekki hætt að skjálfa, en engin merki eru um gosóróa enn sem komið er. Í morgun kom einn skjálfti sem fannst víða á höfuðborgarsvæðinu. Svæðið er enn allt undir smásjá vísindamanna, enda minnkaði virknin töluvert í aðdraganda síðasta goss. Innlent 29. desember 2021 12:01
Skjálfti upp á 3,7 fannst á höfuðborgarsvæðinu Jarðskjálfti 3,7 að stærð fannst nokkuð vel á höfuðborgarsvæðinu og víða á suðvesturhorninu um klukkan tuttugu mínútur yfir tíu. Innlent 29. desember 2021 10:27
„Aðeins“ 90 skjálftar mælst frá miðnætti Rólegt hefur verið á slóðum skjálftahrinunnar við Fagradalsfjall. Frá miðnætti hafa tæplega 90 skjálftar mælst, allir í minni kantinum. Innlent 29. desember 2021 07:01
Telur eldgos spurningu um næstu daga frekar en vikur Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur telur líklegra að eldgos brjótist út að nýju við Fagradalsfjall á næstu dögum fremur en á næstu vikum. Innlent 28. desember 2021 22:08
Grindvíkingar orðnir þreyttir á skjálftahrinunni Jarðskjálftavirkni er enn mikil á Reykjanesi þó hafa jarðskjálftarnir í dag mælst minni að stærð en síðustu daga. Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir segir íbúa ýmsu vana en margir séu þó þreyttir á ástandinu. Innlent 27. desember 2021 18:26
Vísindaráð fundar: Undir það búin að eldgos geti hafist hvað úr hverju Jarðskjálftavirkni er enn mikil á Reykjanesskaganum og mun vísindaráð almannavarna funda í dag til að fara yfir stöðuna og meta hverju megi eiga von á. Innlent 27. desember 2021 12:17
„Næstu 100-150 ár verður þetta í gangi“ Jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga hefur engan bilbug látið á sér finna yfir hátíðirnar. Spennan í efri skorpunni er að sögn eldfjallafræðings að gefa sig vegna þrýstings og líkur eru taldar hafa aukist á öðru gosi. Innlent 26. desember 2021 23:57
Skjálfti að stærð 3,5: Skjálftahrinan heldur áfram Enn skelfur jörð á Reykjanesi en nú rétt fyrir klukkan ellefu varð skjálfti að stærð 3,5. Innlent 26. desember 2021 23:38