Unnið að því að tryggja afkomu Grindvíkinga Unnið er að því að tryggja Grindvíkingum afkomu. Félagsmálaráðherra skoðar málið í samráði við aðra ráðherra. Ríkisstjórnin fundaði í hádeginu. Þar kynntu allir ráðherrar aðkomu sína að aðgerðum svo hægt væri að stilla strengi. Unnið er að því að koma upp samkomustað fyrir Grindvíkinga. Innlent 12. nóvember 2023 15:07
Sakna samráðs og vilja bjarga öllum dýrunum í Grindavík Dýraverndarfélög sakna samráðs Almannavarna vegna gæludýra sem eftir urðu í Grindavík. Í yfirlýsingu krefjast þau þess að dýrum verði bjargað í dag. Félögin hafa unnið aðgerðaáætlun til að staðsetja dýrin og telja nú að um 300 gæludýr hafi orðið eftir. Innlent 12. nóvember 2023 14:31
„Þessi risi sem hefur vaknað er að setja okkur í sérkennilegar aðstæður“ Innlent 12. nóvember 2023 12:58
Íbúar í Þórkötlustaðahverfi geta sótt nauðsynjar Íbúar í Þórkötlustaðahverfi í Grindavík fá leyfi til að fara inn á sín heimili og sækja það allra nauðsynlegasta. Ekki er svigrúm til að fara í önnur hverfi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. Almannavarnir ítreka að íbúar eigi ekki að keyra í átt til Grindavíkur. Innlent 12. nóvember 2023 12:55
Grindvíkingar bíði rólegir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, segir að viðbragðsaðilar fari nú yfir það hvort að framkvæmanlegt sé að hleypa Grindvíkingum heim að sækja nauðsynjar. Hann biður Grindvíkinga um að bíða, þeir muni fyrstir frétta af gangi mála. Innlent 12. nóvember 2023 12:39
Um fimmtíu bílar við lokunarpóst Mikill fjöldi fólks bíður nú við lokunarpóst að Grindavík eftir því að komast inn í bæinn til að sækja dótið sitt. Lögregla vísar fólki burt. Veðurstofan sagði í morgun svigrúm til aðgerða í bænum en almannavarnir vinna enn að skipulagði aðgerða. Innlent 12. nóvember 2023 12:25
Svigrúm til aðgerða á vegum almannavarna til að sækja nauðsynjar Mat vísindamanna er að svigrúm sé til tímabundinna aðgerða á vegum almannavarna til að sækja nauðsynjar í Grindavík. Þeir telja ráðlegt að gera það strax, þar sem óvissa um framvindu mála mun vaxa eftir því sem líður á daginn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Innlent 12. nóvember 2023 11:29
„Það er mikil sorg, ótti og kvíði í fólkinu“ Enn er verið að skoða útfærslu á leik- og grunnskólamálum Grindvíkinga. Bæjarstjórinn segir vinnuna í fullum gangi. Samverustund Grindvíkinga fer fram í Hallgrímskirkju í dag. Innlent 12. nóvember 2023 11:26
Lágmark um tvær vikur í að Grindvíkingar geti flutt aftur heim Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir að sú staða sem sé nú uppi á Reykjanesinu sé algjör biðstaða. Beðið sé eftir því að það fari að gjósa, Þetta kom fram í Sprengisandi á Bylgjunni. Innlent 12. nóvember 2023 11:18
Bátar verði fluttir úr höfninni Landhelgisgæslan hefur það til skoðunar að aðstoða eigendur báta sem enn eru eftir í Grindavíkurhöfn að flytja þá annað. Nítján bátar eru enn við höfn. Innlent 12. nóvember 2023 10:51
„Nú er biðstaða“ Lögreglan á Suðurnesjum og aðrir viðbragðsaðilar eru nú í biðstöðu. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir nóttina hafa verið viðburðarlitla en viðbragðsaðilar munu funda klukkan 11:00. Innlent 12. nóvember 2023 10:24
Ríkisstjórnin fundar í hádeginu Ríkisstjórn Íslands mun funda í dag í Ráðherrabústaðnum klukkan 12:00. Þar verður farið yfir stöðuna á Reykjanesskaganum. Innlent 12. nóvember 2023 09:29
Hundruð hafa boðið fram húsnæði fyrir Grindvíkinga Mikill fjöldi hefur skráð húsnæði sitt í boði fyrir Grindvíkinga. Teymisstjóri Rauða krossins segir húsnæðið verða metið í dag. Um 120 gistu í fjöldahjálparstöðvum Rauða krossins í nótt. Innlent 12. nóvember 2023 09:19
Vonast til þess að geta hleypt Grindvíkingum heim í stutta stund Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, segir að á fundi almannavarna og sérfræðinga Veðurstofunnar klukkan 9.30 verði farið yfir stöðuna, hættumatið og það endurmetið hvort að íbúar fái að fara inn á hættusvæðið. Innlent 12. nóvember 2023 08:48
Vaktin: Meta áhættuna á verðmætabjörgun í Grindavík Sérfræðingar hjá almannavörnum, aðgerðastjórnum og Veðurstofunni hittust á fundi um stöðuna í Grindavík í morgun. Þeir telja tímabundið svigrúm fyrir aðgerðir almannavarna til að sækja nauðsynjar. Lögreglan á Suðurnesjum hefur veitt íbúum í einu hverfi heimild til þess. Innlent 12. nóvember 2023 07:22
Auknar líkur á að kvika geti komið upp á hafsbotni Auknar líkur eru á að kvika geti komið upp á hafsbotni, en verulegar líkur eru á að kvikan nái að brjóta sér leið til yfirborðs. Þá er ekki hægt að gera ráð fyrir því að gosórói sjáist á mælum áður en eldgos hefst. Innlent 12. nóvember 2023 05:53
„Við erum í nokkurs konar biðstöðu“ Lítil breyting er á stöðunni í Grindavík að sögn vettvangsstjóra lögreglunnar á suðurnesjum. Hann fundaði ásamt almannavörnum og aðgerðastjórnum klukkan fjögur í nótt. Innlent 12. nóvember 2023 04:31
Dvínandi virkni geti þýtt að stutt sé í gos Jarðskjálfti yfir þremur að stærð mældist síðast klukkan 18:20. Náttúruvársérfræðingur segir ýmislegt geta úrskýrt dvínandi virkni, reynslan sýni að skjálftavirkni falli niður rétt fyrir gos. Innlent 12. nóvember 2023 02:29
Um 250 gæludýr enn í Grindavík Dýraverndarsamtökin Dýrfinna hafa safnað lista með tæplega 250 dýrum sem eru enn í Grindavík. Sjálfboðaliði segir samtökin tilbúin að fara inn í bæinn til að bjarga dýrum um leið og aðstæður leyfa. Samtökin geri sér grein fyrir því að ekki muni öll dýrin koma heil út úr ástandinu. Innlent 12. nóvember 2023 00:01
Saknar 67 gæludýra sinna sem urðu eftir í Grindavík Hafliði Hjaltalín yfirgaf Grindavík áður en bærinn var rýmdur í gær. Hann ætlaði að snúa aftur í dag en nú er það ekki lengur hægt. Eftir eru 40 dúfur, tíu páfagaukar, fjórtán hænur og þrír kalkúnar. Miðað við nýjustu fréttir er óljóst hvað verður um dýrin. Innlent 11. nóvember 2023 21:55
Erfitt að horfa á draugabæ sem á að vera fullur að lífi Grindavík er orðin algjörlega mannlaus. Ekki einu sinni lögregla eða björgunarsveitir eru í bænum þessa stundina. Innlent 11. nóvember 2023 21:14
Það skásta og það versta sem gæti gerst fari að gjósa Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, skoðaði verstu og skástu sviðsmyndirnar kæmi til goss á Reykjanesskaga í kvöldfréttum Stöðvar 2. Í verstu sviðsmyndinni myndi hraun renna í Grindavíkurbæ. Innlent 11. nóvember 2023 19:50
Eldgos geti brotist út á næstu klukkutímum Sviðsstjóri almannavarna segir að staðan í Grindavík sé alvarlegri en hún var fyrr í dag. Ljóst sé að það verði eldgos og að það gæti gerst hvenær sem er á næstu klukkustundum. Þá muni eldgosið ekki gera vart við sig áður en það brýst út. Innlent 11. nóvember 2023 19:36
Búa heima hjá manni sem þau hafa aldrei hitt Heilt bæjarfélag þurfti að gista fjarri heimilum sínum í nótt. Einhverjir leituðu til ættingja og vina og aðrir til fjöldahjálparstöðva Rauða krossins. Þegar fréttastofu bar þar að garði á ellefta tímanum í morgun var ansi þungt yfir fólki sem virtist þó gera það besta úr stöðunni. Flestir voru af erlendu bergi brotnir, margir með börn. Innlent 11. nóvember 2023 19:26
Kvika á 800 metra dýpi og auknar líkur á eldgosi Veðurstofan greinir frá því að samkvæmt nýjustu gögnum hafa líkur á eldgosi aukist frá því í morgun og gæti það hafist hvenær sem er á næstu dögum. Þá liggur kvika á 800 metra dýpi þar sem hún er grynnst. Einnig eru auknar líkur á eldgosi á hafsbotni og því þurfi að búa sig undir möguleika á sprengigosi. Innlent 11. nóvember 2023 18:50
„Verður hægt að fara heim aftur?“ Grindvíkingarnir Ögn Þórarinsdóttir og Hildur Fjóla Bridde eru í nokkru áfalli eftir að hafa yfirgefið heimili sín í gær. Óvissan er algjör. Innlent 11. nóvember 2023 16:39
Neyðarsöfnun hafin vegna jarðhræringa við Grindavík Rauði krossinn á Íslandi hefur sett í gang neyðarsöfnun vegna jarðhræringanna við Grindavík. Þetta kemur fram í tilkynningu. Innlent 11. nóvember 2023 15:16
Virkja viðbragðsáætlun stjórnvalda og ferðaþjónustunnar Í ljósi þróunar jarðhræringa á Reykjanesi hefur viðbragðsáætlun stjórnvalda og ferðaþjónustunnar verið virkjuð. Markmið hennar er að tryggja skipulögð og samhæfð viðbrögð allra aðila á neyðartímum. Innlent 11. nóvember 2023 15:07
Ekki nógu margir Grindvíkingar búnir að tilkynna sig Ekki hafa nógu margir Grindvíkingar tilkynnt verustað sinn í síma 1717. Slíkt er forsenda þess að hægt sé að skipuleggja skólahald. Innlent 11. nóvember 2023 14:58
„Hugur minn er allur hjá fólkinu mínu“ Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, segir að hugur sinn sé fyrst og fremst hjá fólkinu sínu í Grindavík vegna atburða gærkvöldsins. Hann segir um að ræða ofboðslegt áfall og er þakklátur fyrir aðstoðina. Innlent 11. nóvember 2023 13:04